Jarðskjálftavirkni í Tjörnesbrotabeltinu

Aðfaranótt 10-Maí-2022 hófst jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti jarðskjálftinn í þessari virkni var með stærðina Mw3,2 og miðað við fjarlægð frá landi þá er ekki líklegt að þessi jarðskjálfti hafi fundist.

Græn stjarna á austur af Grímsey út í sjó. Nokkrir appelsínugulir punktar sýna minni jarðskjálfta
Jarðskjálftavirknin austur af Grímsey. Höfundaréttur af þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er hefðbundin jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu. Það er ekki hægt að vita hvað gerist næst þarna en það eru góðar líkur á því að þessi jarðskjálftavirkni hætti bara.