Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Trölladyngja-Krýsuvík heldur áfram. Jarðskjálftavirknin er ennþá í Kleifarvatni og jókst aftur í morgun (7-Maí-2022). Það bendir sterklega til þess að þarna sé kvika á ferðinni undir Kleifarvatni.
Stærstu jarðskjálftarnir í dag (7-Maí-2022) voru með stærðina Mw3,3 og Mw3,5. Báðir jarðskjálftar fundust greinilega á höfuðborgarsvæðinu.
Jarðskjálftavirknin þarna er ennþá í gangi en það verða stutt hlé í þessari jarðskjálftavirkni og ég veit ekki afhverju það gerist. Það er möguleiki að kvikan sé að leita sér að annari leið upp í gegnum jarðskorpuna eða þá að þrýstingur í kvikunni sé ekki orðinn stöðugur. Hver svo sem er ástæðan fyrir þessu þá gæti þetta mögulega seinkað hugsanlegu eldgosi í Kleifarvatni.
Styrkir
Það er hægt að styrkja mig með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar eða leggja inná mig beint. Bankaupplýsingar fyrir slíkt er að finna hérna. Takk fyrir aðstoðina. 🙂