Í fyrradag (4-Maí-2022) hófst jarðskjálftahrina í Kleifarvatni sem er í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw3,4 en jarðskjálfti sem var með stærðina Mw2,9 fannst einnig í Reykjavík.
Það er erfitt að vera nákvæmlega viss um hvað er að gerast þarna núna. Hinsvegar bendir flest til þess að þarna sé kvika að reyna að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Jarðskjálftavirknin sýnir sveiflu í virkni og ég er ekki viss um afhverju það er að gerast. Eldgos þarna er mjög líklega en það er ekki hægt að segja til um það hvenær slíkt eldgos yrði.
Flutningur til Danmerkur
Ég er að flytja til Danmerkur á ný og fram til miðjan eða lok Júní þá er hætta á því að uppfærslur verði takmarkaðar hjá mér vegna takmarkaðs sambands við internetið á þessum tíma. Ég mun hinsvegar setja inn uppfærslur eftir bestu getu hjá mér.