Jarðskjálfti með stærðina Mw4,7 í Bárðarbungu

Í dag (18. Mars 2024) klukkan 00:45 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,7 í Bárðarbungu (EMSC upplýsingar er að finna hérna). Veðurstofan er með stærðina á þessum jarðskjálfta sem Mw4,4.

Græn stjarna í Bárðarbungu, ásamt punktum sem sem sýnir minni jarðskjálfta í Bárðarbungu.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn er með græna stjörnu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti er hluti af þeirri þenslu sem er núna að eiga sér stað í Bárðarbungu. Svona jarðskjálftar munu verða reglulega í Bárðarbungu næstu ár og jafnvel áratugi, þangað til að kvikuhólfið í Bárðarbungu er orðið fullt.