Lítil jarðskjálftahrina á SISZ (Suðurlandsbrotabeltinu)

Aðfaranótt 12-Júní-2015 átti sér stað lítil jarðskjálftahrina á suðurlandsbrotabeltinu (SISZ). Þessi litla jarðskjálftahrina varð á norðurbrún suðurlandsbrotabeltisins og þetta telst vera mjög lítil jarðskjálftahrina. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu hafði stærðina 2,9.

150612_1250
Jarðskjálftahrinan á Suðurlandsbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina kom vel fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð.

hkbz.svd.12.06.2015.at.12.55.utc
Stærsta útslagið á þessari mynd er frá jarðskjálftanum með stærðina 2,9. Þessi mynd er undir Creative Commons Licence, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Ástæða þess að útslagið er svona mikið vegna jarðskjálftans sem er með stærðina 2,9 er einföld. Þessi jarðskjálfti átti sér stað mjög nálægt jarðskjálftamælinum. Þegar jarðskjálftar verða mjög nálægt jarðskjálftamælinum, þá sjást þeir mjög vel, jafnvel þó svo að þeir séu mjög litlir.

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg (11-Júní-2015)

Aðfaranótt 11-Júní-2015 varð jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þetta varð meðalstór jarðskjálftahrina það hafa mælst 151 jarðskjálfti núna.

150611_1900
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg, grænar stjörnur sýna jarðskjálfta sem eru stærri en 3,0. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hafði stærðina 3,9, annar stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hafði stærðina 3,6. Aðrir jarðskjálftar í þessari hrinu voru minni að stærð. Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið í bili, þó er mögulegt að jarðskjálftahrinan taki upp aftur eftir nokkra daga eða vikur af fullum krafti. Þar sem jarðskjálftahrinur á Reykjaneshryggnum hefjast rólega og vara síðan í nokkra daga til vikur.

hkbz.svd.11.06.2015.at.16.10.utc
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshryggnum kom vel fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð á suðurlandinu. Þessi mynd er undir CC leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Jarðskjálftar sem eru stærri en 2,5 koma vel fram á jarðskjálftamælinum í Heklubyggð. Minni jarðskjálftar sjást ekki vel eða alls ekki.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í dag (10-Júní-2015) varð jarðskjálfti í Bárðarbungu með stærðina 3,3. Dýpi þessa jarðskjálfta var 6,3 km.

150610_2135
Jarðskjálftinn með stærðina 3,3 er þar sem græna stjarnan er á kortinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Engir aðrir jarðskjálftar hafa átt sér stað í Bárðarbungu eftir þennan jarðskjálfta sem stendur. Þessi jarðskjálfti var lágtíðni jarðskjálfti, sem þýðir að hann kom til vegna kvikuhreyfinga í Bárðarbungu á 6,3 km dýpi. Á þessari stundu er ekki hægt að vita hvað er að gerast í Bárðarbungu, á þessari stundu veit ég ekki til þess að þensla hafi átt sér stað í Bárðarbungu síðan eldgosinu í Holuhrauni lauk, þó er mjög erfitt að sjá það vegna þess hversu stórt svæði er um að ræða og erfitt að mæla það af þeim ástæðum.

Yfirlit yfir jarðskjálftavirkni á Íslandi í viku 23

Í viku 23 hefur ekki verið mikið um jarðskjálftavirkni á Íslandi. Hefðbundin smáskjálftavirkni hefur átt sér stað þessa viku eins og aðrar vikur og ekki hefur mikið gerst. Eitthvað hefur sést af ísskjálftum í Vatnajökli og jarðskjálftavirkni heldur áfram í Bárðarbungu.

150607_1940
Hefðbundin jarðskjálftavirkni á Íslandi þessa stundina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina er jarðskjálftavirkni á Íslandi hefðbundin bakgrunnsvirkni. Þar sem það er alltaf smáskjálftavirkni að eiga sér stað á Íslandi. Það gerist mjög sjaldan sem engin jarðskjálftavirkni á sér stað og er mjög langt á milli slíkra daga. Þessa stundina er ekkert sérstakt í gangi á Íslandi, hvorki í jarðskjálftum eða í virkni eldfjalla.

Vegna vinnu í sumar

Þar sem ég verð að vinna í sumar frá klukkan 08:00 til 16:00 þá mun ég ekki geta fylgist með stöðu mála yfir daginn. Þannig að ef eitthvað gerist þá mun ég fyrst skrifa um það þegar ég kem úr vinnunni.

Sterk jarðskjálftahrina í Krýsuvík

Í gær varð (29-Maí-2015) sterk jarðskjálftahrina í Krýsuvík. Stærsti jarðskjálftinn hafði stærðina 4,0. Það varð einnig minni jarðskjálfti með stærðina 3,1 í Krísuvík.

150529_2235
Græna stjarnan sýnir jarðskjálftana með stærðina 4,0 og 3,1. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Aðrir jarðskjálftar í þessari hrinu voru minni, samtals mældust 97 jarðskjálftar í þessari hrinu. Jarðskjálftahrinur eru algengar í Krýsuvík vegna þess að undanfarin ár hefur eldstöðin verið að þenja sig út og minnka til skiptis. Ég veit ekki hvort að það var tilfellið núna þar sem jarðskjálftahrinur vegna reks á svæðinu eru einnig mjög algengar á Reykjanesinu og Reykjaneshrygg.

hkbz.svd.30.05.2015.at.01.21.utc
Jarðskjálftahrinan eins og hún kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi myndir er undir CC leyfi. Vinsamlegast lesið CC leyfi síðuna fyrir frekari upplýsingar.

Slökkt á jarðskjálftamælinum í Böðvarshólum þann 28-Maí-2015

Ég mun slökkva á jarðskjálftamælinum í Böðvarshólum þann 28-Maí-2015. Eftir að slökkt verður á þeim jarðskjálftamæli verður eingöngu jarðskjálftamælirinn við Heklubyggð í gangi um óákveðin tíma eins og staðan er í dag. Jarðskjálftamælirinn í Böðvarshólum hefur verið að mæla jarðskjálfta síðan 2012. Það hefur reynst mér erfitt að viðhalda jarðskjálftamælum sem eru staðsettir útí sveit vegna samskiptavandamála við þær stöðvar. Einnig sem að 3G merki hefur verið að leka inn í mælingar síðasta vetur þegar mikill snjór var til staðar auk annara vandamála. Það hefur einnig verið ljóst frá upphafi að ég mundi ekki geta haft þetta jarðskjálftamælanet í gangi um alla framtíð. Ég einfaldlega geta það ekki, þetta hefur alltaf verið tímabundið jarðskjálftamælanet. Á þeim tíma sem hef verið með þetta jarðskjálftamælanet hef ég mælt mjög marga jarðskjálfta að ég á eftir að vinna almennilega með það, setja inn staðsetningar og stærðir jarðskjálftanna. Þessa stundina á ég ennþá eftir að vinna úr rúmlega fimm árum af jarðskjálftagögnum. Það eru einnig breytingar að eiga sér stað þar sem jarðskjálftamælirinn er hýstur, breytingar sem ég hef ekki neina stjórn á og kem ekki nálægt.

Ég mun ekki hætta að mæla jarðskjálfta, þó svo að ég hætti með jarðskjálftamælanetið. Ég mun hinsvegar eingöngu mæla jarðskjálfta þar sem ég mun eiga heima og ég ætla mér að eiga heima í Danmörku. Í Danmörku verða ekki margir jarðskjálftar og því ætla ég að einbeita mér að því að mæla fjarlæga og stóra jarðskjálfta þegar þeir eiga sér stað [jarðskjálftar stærri en 6,0]. Það verður einnig einfaldara að vinna úr færri jarðskjálftum heldur en þeim rosalega fjölda jarðskjálfta sem ég hef verið að mæla undanfarin ár á Íslandi. Eini jarðskjálftamælirinn sem ég mun verða með núna verður staðsettur í Heklubyggð (Hekla). Ég veit ekki hversu lengi sú stöð verður í gangi í viðbót, það veltur á eigandanum sem á sumarbústaðinn. Ég vona að allir skilji afhverju ég þarf að slökkva á jarðskjálftamælinum mínum. Síðan eru einnig persónuelgar aðstæður hjá mér að breytast sem munu líklega gera mér ófært um að reka svona mælanet í framtíðinni hvort sem er. Eins og segir hérna að ofan, þá ætla ég mér ekki að hætta að mæla jarðskjálfta. Hinsvegar mun ég bara gera það heima hjá mér en ekki með jarðskjálftamælum sem eru staðsettir langt í burtu frá mér.

Hægt er að skoða gögn frá jarðskjálftamælunum mínum hérna. Jarðskjálftamælirinn í Heklubyggð uppfærist ekki þessa studina vegna bilunar. Það bilaði þráðlaus sendir (WLAN) sem tengir jarðskjálftamælinn við internetið. Sá búnaður er orðinn nærri því tíu ára gamall og farinn að bila af þeim sökum. Ég mun senda nýjan þráðlausan sendi fljótlega suður og það mun vonandi koma í veg fyrir þetta sambandsleysi við þessa stöð. Ég reikna með að jarðskjálftamælirinn sé ennþá í gangi og mæli jarðskjálfta, það hefur verið tilfellið undanfarna mánuði þegar þetta hefur gerst.

Ný jarðskjálftahrina af djúpum jarðskjálftum í Kötlu

Í morgun (20-Maí-2015) urðu djúpir jarðskjálftar í Kötlu. Jarðskjálftavirknin sem þarna átti sér stað bendir til þess að kvika hafi verið á ferðinni á mjög miklu dýpi.

150520_1900
Jarðskjálftahrinan í Kötlu er á stað mjög nærri þeim stað þar sem eldgosið 1918 átti sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Dýpsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með dýpið 28,9 km. Minnsta dýpi sem mældist var 17,3 km. Á þessu dýpi er það eingöngu kvika sem býr til jarðskjálfta. Á Íslandi er ekki mikið um jarðskjálfta vegna spennubreytinga í á þessu dýpi sem eiga ekki upptök sín kvikuhreyfingum. Slíkir jarðskjálftar gerast en eru mjög sjaldgæfir. Það er nauðsynlegt að fylgjast með þessari virkni í Kötlu þar sem hugsanlegt er að þessir jarðskjálftar boði breytingar á eldstöðinni. Það er engin leið að staðfesta að svo sé í raun. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos muni hefjast í Kötlu á næstu dögum. Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið.

Viðvörun frá Almannavörnum vegna niðurdælingar á vatni í Henglinum

Í gær (19-Maí-2015) sendu Almannavarnir frá sér viðvörun vegna hugsanlegar jarðskjálftahættu í Henglinum. Þetta gerist þegar afgangsvatni er dælt niður í jörðina. Það veldur þrýstibreytingum í jarðskorpunni á þessu svæði sem síðan veldur jarðskjálftum. Það er hætta á jarðskjálftum með stærðina 4,5 og stærri. Niðurdælingu mun líklega ljúka þann 19-Júní-2015.

Fréttir af þessu

Vara við jarðskjálftum á Hengilssvæðinu (Rúv.is)
Niðurdæling vegna hitamengunar að hefjast (Rúv.is)

Ný rannsókn sýnir að öskuskýið í eldgosum í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum var stærra en talið var

Samkvæmt frétt Rúv í dag þá hefur komið í ljós í nýlegri rannsókn að umfang öskuskýjanna frá Eyjafjallajökli (2010) og Grímsvötnum (2011) var stórlega vanmetið á sínum tíma. Einnig var vanmetin kornastærðin í þessum öskjuskýjum. Þetta vanmat stafaði frá gervihnattamyndum sem gáfu ekki alveg rétta mynd af stöðu mála. Sú ákvörðun um að loka lofthelginni var því rétt samkvæmt fréttinni.

Frétt Rúv

Viðbrögðin voru hárrétt (Rúv.is, hljóð)

Hvernig Bárðarbunga seig saman

Það kom út nýlega góð grein um hvernig Bárðarbunga seig saman í sex mánaða eldgosinu í Holuhrauni. Það eru ennþá að koma fram nýjar upplýsingar um eldgosið í Bárðarbungu og hvað gerðist í eldstöðinni þó svo að ekkert hafi gerst síðan eldgosinu lauk í Holuhrauni. Nýjustu gögnin sýna fram á það að Bárðarbunga seig saman, það sig átti sér ekki stað með sprengingu eins og gerist oft, heldur með hægu sigi yfir sex mánaða tímabil. Eldgosið í Holuhrauni er stærsta eldgos á Íslandi í rúmlega 230 ár.

Greinin um eldgosið í Bárðarbungu

Iceland’s Bárðarbunga-Holuhraun: a remarkable volcanic eruption (blogs.egu.eu, Enska)