Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 17-Júlí-2021

Þetta er væntanlega minnsta greinin sem ég skrifa um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem tilheyrir eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngja.

  • Síðan 9-Júlí þá hefur eldgosið verið mjög óstöðugt. Milli 10-Júlí og 15-Júlí hélt eldgosið áfram eins og venjulega en eldgosið hélt áfram í púlsum.
  • Þann 15-Júlí um klukkan 05:00 þá stoppaði eldgosið skyndilega. Það hófst síðan aftur um klukkan 10:00 þann 16-Júlí.
  • Þegar þessi grein er skrifuð þá virðist sem að eldgosið hafi hætt aftur miðað við stöðuna á óróamælingum í kringum eldgosið.
  • Flæði hraunsins er niður í Meradali þegar hraunflæðið er í gangi. Með núverandi hraða þá mun það taka 1 til 4 vikur fyrir hraunið að klára að fylla Meradali áður en það nær að flæða úr dalnum yfir í næsta dal.
  • Eystri hluti gígsins hrundi og það gefur hrauninu beina leið niður í Meradali.

Það er óljóst afhverju eldgosið hagar sér svona. Ein af þeim hugmyndum sem ég hef er að það djúpkerfi kviku sem fæðir kvikuhólfið sem er þarna á um 20km dýpi sé að mestu leiti orðið tómt. Þegar kvikuhólfið tæmist þá stöðvast eldgosið og tekur sér smá tíma í að endurfyllast. Því minna sem er í kvikuhólfinu því lengri tíma tekur fyrir það að fyllast á ný. Hversu lengi þetta mun ganga svona veit ég ekki en ég tel ekki víst að þetta geti verið svona í margar vikur eða mánuði. Gígurinn sem gýs úr núna mun á endanum loka sér og þá mun eldgosið stöðvast vegna þess.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 23-Apríl-2021

Þetta er stutt uppfærsla á stöðinni í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 23-Apríl-2021 fyrir síðustu viku. Upplýsingum er safnað og settar fram eftir bestu getu. Eldstöðin Krýsuvík-Trölladyngja er að gjósa.

Engar stórar breytingar hafa komið fram í eldgosinu í vikunni. Hérna er það helsta sem gerðist.

  • Samkvæmt nýlegri efnagreiningu á hrauninu sem er að gjósa. Þá er kvikan sem er að koma upp ennþá frumstæðari en kvikan sem kom upp fyrir mánuði síðan og kemur af meira dýpi í möttlinum. Þetta eykur líkunar á því að eldgosið muni vara í mánuði til ár á þessu svæði. Frekari upplýsingar er að finna hérna á Facebook.
  • Þykkt hraunsins er að jafnaði um 16 metrar en getur farið í allt að 50 metra næst gígunum í Geldingadal sem er núna hægt og rólega að fyllast af hrauni. Hraunið rennur ekki langt og hleðst því upp næst eldgosinu.
  • Þegar þessi grein er skrifuð. Þá virðist sem að gígur eitt sé að hætta að gjósa eða það hefur dregið mjög úr eldgosi þar núna. Það er einhver virkni þar ennþá en það er einnig mjög mikið gasútstreymi að koma þarna upp.
  • Gígar halda áfram að hrynja án mikils fyrirvara. Þetta gerist handahófskennt og kemur af stað hraunflóðum þegar gígur hrynur án fyrirvara.
  • Mesta virknin núna virðist vera í gígum sem opnuðust þann 7. Apríl 2021 og dagana eftir það.

Að öðru leiti en þessu þá er eldgosið mjög stöðugt og hraunflæði virðist vera stöðugt í kringum 5m2/sekúndu samkvæmt síðustu fréttum sem ég sá um eldgosið.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 16-Apríl-2021

Þetta er stutt grein um eldgosið í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

Það hafa ekki orðið neinar stórar breytingar síðan ég skrifaði síðustu uppfærslu. Í þessari viku opnuðust fjórir nýjir gígar og ég skrifaði um það á þeim tíma og er hægt að lesa þær greinar varðandi upplýsingar sem koma þar fram.

  • Það kom fram í fréttum þann í dag (16-Apríl-2021) að hraun er  núna farið að flæða úr Geldingadal til austurs. Hraunið fer núna yfir göngustíg sem fólk notaði til þess að komast að eldgosinu og er því mjög líklegt að ekki sé lengur hægt að komast nærri eldgosinu. Það er einnig líklegt að hraun muni flæða til suðurs meira en það hefur gert nú þegar.
  • Hrina lítilla jarðskjálfta varð í norð-austur hluta Fagradalsfjalls um klukkan 06:00 í morgun. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,8.
  • Það er ekkert sem bendir til þess að þessu eldgosi sé að ljúka.
  • Það er ennþá mjög mikil hætta á því að eldgos hefjist í nýjum gígum án fyrirvara.

Það eru engar frekari fréttir af stöðu mála þessa vikuna fyrir utan það sem ég hef skrifað fyrr í vikunni. Ef eitthvað gerist þá mun ég skrifa grein um það eins fljótt og hægt er.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 8-Apríl-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Tröllardyngju.

Síðustu 24 klukkutíma hefur mjög mikið verið að gerast í eldgosinu. Hérna er það helst eftir minni bestu þekkingu á stöðunni.

  • Ný sprunga fór að gjósa á milli Geldingadalir og gígsins sem fór að gjósa þann 5-Apríl-2021 (annar í Páskum). Nýja gossprungan er milli þessara tveggja eldgosa.
  • Hraunbreiðunar hafa núna runnið saman í eina stóra hraunbreiðu sem nær frá Geldingadalir niður til Meradalir.
  • Vefmyndavél Morgunblaðsins fór undir hraun eins og hægt er að lesa um hérna. Búnaður sem Veðurstofan var með á þessu svæði var einnig í hættu að fara undir hraun. Ég veit ekki hvort að það tókst að bjarga þeim búnaði en það átti að gera tilraun til þess að bjarga þeim búnaði.
  • Það er hætta á því að eldgosin sameinist í eitt stórt eldgos og eina stóra eldgosasprungu. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær þetta gæti eða hvort að þetta muni gerast.
  • Það hefur ekki orðið vart við neinn samdrátt í þenslu á GPS mælum á Reykjanesskaga eins og hægt er að sjá hérna (síðan er á ensku).
  • Það er mikil hætta á því að það fari að gjósa suð-vestur af núverandi eldgosi með nýjum sprungum. Það hefur ekki ennþá gerst en sá möguleiki er mjög mikill.

Það er erfitt að spá til um framgang og þróun þessa eldgoss og nýjar sprungur geta opnast án fyrirvara. Ef ekkert stórt gerist þá verður næsta uppfærsla um eldgosið þann Föstudaginn 9-Apríl-2021.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 6-Apríl-2021 (Önnur uppfærsla dagsins)

Þetta er stutt uppfærsla um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

  • Síðastliðna nótt var ný sprunga uppgötvuð milli nýja og gömlu gíganna. Sprungan er um 150 metra löng og þar streymir heitt loft upp.
  • Það hefur einnig verið tilkynnt að ný sprunga er að myndast norður af nýju gígunum og þar hefur land einnig verið að síga. Engar aðrar breytingar hafa verið tilkynntar þegar þessi grein er skrifuð.
  • Það hraun sem flæðir niður í Meradalir kólnar mjög hratt þegar þangað er komið. Hraunáin fer hinsvegar fram mjög hratt niður í Meradali og það hraun er á mikilli hreyfingu.
  • Það er núna reiknað með að þetta sé upphafið af mjög löngu eldgosatímabili á Reykjanesskaga sem mun vara í margar aldir með hléum sem eru 10 til 20 ár með eldgosavirkni sem varir í 30 til 50 ár þess á milli.

Ástandið á Fagradalsfjalli er að breytast mjög hratt á hverjum degi og hættan á að nýtt eldgos hefjist án viðvörunar er núna mjög mikil.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli (einnig Geldingadalir) þann 6-Apríl-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðinni Krýsuvik-Trölladyngja.

Það hefur verið örlítil aukning í smáskjálftum eftir kvikuganginum eftir að það fór að gjósa á nýjum stað í Fagradalsfjalli. Meirihluti af þessum litlu jarðskjálftum eiga sér stað nærri Keili.

Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga. Það er lína af jarðskjálftum eftir kvikuganginum og er hópur af jarðskjálftum nærri fjallinu Keili en annars eftir öllu kvikuinnskotinu sem nær til gosstöðvana í Fagradalsfjalli
Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga og þarna sést vel smáskjálftavirknin við Keili. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

  • Það hefur verið tilkynnt að hraunflæðið er núna meira með nýju gígunum með hraunflæðinu úr eldri gígnum (Geldingadalir). Samtals er hraunflæðið talið vera um 10m3/sekúndu.
  • Gígar hafa byggst upp á nýja staðnum þar sem fór að gjósa í dag. Það mun hugsanlega breyta hraunflæðinu í framtíðinni og það hraunflæði gæti náð til Geldingadals þegar sú breyting verður.
  • Það er mikil hætta á að nýjar gossprungur opnist bæði norður og suður af Geldingadalir (Fyrsta eldgosið) og síðan norður af eldgosinu í Fagradalsfjalli (nýja eldgosið).
  • Hraunið flæðir núna niður í Meradalir. Þessi dalur er miklu stærri en Geldingadalir og mun ekki fyllast af hrauni svo einfaldlega. Það virðist vera meira vatn í þessum dal og það gæti valdið sprengingum þegar hraunið fer neðar í dalinn.

Þessa stundina eru ekki neinar aðrar fréttir af stöðu mála eftir því sem ég kemst næst. Ef ekkert stórt gerist í eldgosinu í Fagradalsfjalli. Þá verður næsta uppfærsla Föstudaginn 9-Apríl-2021.