Meiri vandræði vegna skriðunar við Gilsá 2

Í dag (07-Október-2020) hafa verið frekari vandræði með skriðuna við Gilsá 2 í Eyjafirði. Samkvæmt fréttum þá flæðir skriðan núna í skurði og fyllir þá og fór þá að flæða yfir vegi á svæðinu og loka þeim. Þetta kemur til vegna mikils vatnsflæðis í skriðunni samkvæmt fréttum sem er að dreifa skriðunni um stærra svæði en þar sem skriðan féll niður í gær (06-Október-2020). Tvö hús og sumarbústaður hafa verið rýmd á þessu svæði vegna þessar skriðufalla.

Þessar breytingar sjást ekki mjög vel í fréttum fjölmiðla af þessari skriðu. Hérna fyrir neðan eru fréttir af þessum skriðuföllum.

Hús rýmd og enn hætta á aurskriðum (Rúv.is)
Loka veg­um og rýma hús eft­ir aur­skriðu (mbl.is)

Ég mun reyna að fylgjast með þessu eins og hægt er en ég veit ekki hversu lengi umfjöllun um skriðuna verður í fjölmiðlum.

Uppfærsla 1

Rúv hefur sent frá sér nýja frétt með myndbandi sem sýnir stærð skriðunnar og hvernig staðan er þarna núna.

Enn vatnsrennsli úr aurskriðunni og grannt fylgst með

Útfösun auglýsinga Amazon

Ég hef ákveðið að hætta með auglýsingar frá Amazon. Ástæðan er sú að ég fæ ekkert borgað fyrir þessar auglýsingar. Hvað kemur í staðinn er ekki alveg ljóst en hægt verður að kaupa auglýsingar beint af mér fyrir þessa síðu þar sem ég er kominn með auglýsingakerfi sem er einfalt að vinna með. Þetta er ennþá í vinnslu hjá mér og verður nokkrar vikur í viðbót á þeim stað.

Grein uppfærð þann 8-Október-2020 klukkan 14:23.

Stór skriða við Gilsá 2 í Eyjafirði

Í dag (06-Október-2020) varð stór aurskriða við sveitabæinn Gilsá 2 í Eyjafirði. Ekkert tjón varð af þessari aurskriðu en samkvæmt fréttum þá varð vatnsból bæjarins ónýtt vegna aurskriðunnar.

Allar myndir eru frá lögreglunni á Norðurlandi Eystra / Akureyri.


Skriðan séð frá hlið.


Skriðan frá hliðinni.


Skriðan séð að framan.

Það er óljóst afhverju þessu skriða varð. Það hefur komið fram sú hugmynd að þessi skriða sé tengd jarðskjálftavirkninni við Tjörnesbrotabeltið en það er hinsvegar mjög óljóst að þessu sinni.

Í fréttum Rúv er einnig hægt að sjá myndskeið sem sýnir stærð skriðunnar mjög vel ásamt öðrum upplýsingum.

Frétt Rúv

Aurskriðan í Eyjafirði mögulega vegna jarðskjálfta

Kröftug jarðskjálftahrina á Flatey – Húsavíkur misgenginu snemma í morgun

Í morgun (06-Október-2020) varð kröftug jarðskjálftahrina á Flatey – Húsvíkur misgingengu með sjö jarðskjálftum sem voru stærri en Mw3,0 í jarðskjálftahrinunni. Stærsti jarðskjálftinn í jarðskjálftahrinunni var með stærðina Mw4,1 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Í kringum 300 jarðskjálftar hafa komið fram þegar.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir fundist en ekkert tjón var tilkynnt vegna þessara jarðskjálfta. Það er möguleiki á að þessi jarðskjálftahrina sé ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Það er ennþá mjög mikil hætta á jarðskjálfta með stærðina Mw6,0 til Mw7,0 á þessu svæði og annarstaðar á Tjörnesbrotabeltinu vegna þessi hversu flókin misgengi eru á þessu svæði.

Veðurstofan bætir við jarðskjálftamælum á Snæfellsnesi

Í gær (02-Október-2020) þá tilkynnti Veðurstofan á Facebook síðu Veðurstofunnar að það hefðu verið settir upp þrír jarðskjálftamælar á Snæfellsnesi. Það þýðir að á jarðskjálftakorti Veðurstofunnar þá munu núna koma fram jarðskjálftar á Snæfellsnesi, Vestfjöðrum og öðrum nálægum svæðum þar sem ekki hefur verið mikil næmni fyrir jarðskjálftum þangað til í þessari viku. Bæði á landi og úti í sjó. Þetta eru bara þrír jarðskjálftamælar sem þýðir að einhverjar staðsetningar verða frekar lélegar á litlum jarðskjálftum. Þetta þýðir að núna er Snæfellsnesið vaktað allan sólarhringinn í fyrsta skipti síðan jarðskjálftamælingar hófust á Íslandi. Ég veit ekki hvar þessir jarðskjálftamælar eru þar sem þeir eru ekki á óróakorti Veðurstofunnar.

Nýju jarðskjálftamælanir munu sýna jarðskjálfta frá þessum eldstöðvum á Snæfellsnesi ef einhverjir jarðskjálftar verða þar.

Snæfellsjökull
Ljósufjöll
Helgrindur