Lítið internet samband frá 15 til 29 Apríl

Þar sem ég er að flytja aftur til Danmerkur þá verð ég í litlu internet sambandi milli 15 til 29 Apríl. Það getur verið að ég muni hafa eitthvað internet samband á þessum tíma en það er engann veginn víst. Ég mun ekki geta skrifað um þá atburði sem verða á Íslandi á þessum tíma eða fylgst almennilega með því sem er að gerast.

Hægt verður að setja athugasemdir hingað inn ef eitthvað gerist á Íslandi. Ég mun síðan reyna að setja inn nýja grein áður en athugasemdir lokast sjálfkrafa eftir 14 daga.

Flutningur til Danmerkur

Þessa dagana er ég að flytja til Danmerkur og því má búast við að einhverja daga verði ég ekki fær um að skrifa greinar ef eitthvað gerist í jarðfræði Íslands. Ég mun verða í einhverju internet sambandi fram til 14-Apríl, eftir þann tíma verð ég í litlu eða engu internet sambandi fyrr en 29-Apríl.

Breytt auglýsingastefna

Ég er núna að færa flestar þær auglýsingar sem ég er með yfir á Amazon CPM. Það er vegna þess að með Amazon CPM þá fæ ég borgað fyrir flettingar, ekki bara sölu eins og er með hefðbundnar auglýsingar frá Amazon. Það að fá borgað fyrir flettingar er mikill kostur fyrir mig og eykur þær litlu tekjur sem ég hef af þessar vefsíðu umtalsvert (þær eru þó ennþá litlar). Ástæðan fyrir því afhverju ég er ekki með Google Adsense auglýsingar hérna er mjög einföld. Google hefur ekki stutt Ísland hingað til og síðan er Google Adsense með auglýsingar sem sína myndbönd og hljóð, það eru óþolandi auglýsingar að mínu áliti og því verð ég ekki með þær.

Hef verið að mæla jarðskjálfta í 10 ár

Í upphafi árs 2006 byrjaði ég að mæla jarðskjálfta, á þeim tíma bjó ég á Hvammstanga (og geri það þessa stundina, en ég mun fljótlega flytja aftur til Danmerkur). Fyrsti vélbúnaðurinn sem ég fékk var hátíðni-mælir fyrir jarðskjálfta, ásamt magnaraborði og vélbúnaði sem breytir hliðrænu merki yfir í stafrænt merki. Sá vélbúnaður er ennþá í notkun í Heklubyggð til að mæla jarðskjálfta á suðurlandinu. Seinni búnaðurinn sem ég fékk er einnig með þrjár lágtíðni rásir fyrir jarðskjálftamæla eins og Lehman jarðskjálftamælinn. Ég veit ekki ennþá hvort að ég muni nokkurtímann eignast svona jarðskjálftamæli en ég vonast til þess einn daginn, sérstaklega þar sem ég hef verið að þróa minn eigin staðal í jarðskjálftamælinum síðustu 10 árin. Ég stefni á að kaupa Volksmeter II jarðskjálftamæla þegar ég hef efni á þeim og er fluttur aftur til Danmerkur. Einn fyrir hvora stefnu, áttinar Austur-Vestur og síðan Norður-Suður. Það er ekki hægt að fá lóðrétta (Z) stefnu fyrir þessa gerð af jarðskjálftamælum. Ólíkt þeim jarðskjálftamælum sem ég er núna með, þá eru þetta lágtíðni jarðskjálftamælar sem henta mjög vel til þess að mæla jarðskjálfta sem eiga sér stað mjög langt í burtu. Ég ætti að geta mælt jarðskjálfta niður í 4,0 í rúmlega 400 km fjarlægð (hámarks fjarlægð).

Ég veit ekki hversu marga jarðskjálfta ég hef mælt síðustu 10 árin en fjöldinn er eitthvað í kringum 10.000 til 20.000 jarðskjálftar. Á þessu tímabili hef ég mælt jarðskjálfta frá tveim eldgosum, í Eyjafjallajökli (2010) og síðan úr Bárðarbungu (2014 – 2015). Ég mældi ekki marga jarðskjálfta frá eldgosinu í Grímsfjöllum árið 2011, eða smágosinu í Kötlu sama ár (það er mín skoðun að þarna hafi orðið smá eldgos í Kötlu, þó svo að jarðvísindamenn séu á annari skoðun).

Stærsti jarðskjálftinn sem ég hef mælt á þessu tímabili var jarðskjálfti með stærðina 9,0 í Japan árið 2012. Annar stærsti jarðskjálftinn sem ég hef mælt var með stærðina 8,3 í nágrenni við Alaska (ég man ekki nákvæmlega hvar staðsetning var). Á síðustu 10 árum hef ég séð allar gerðir jarðskjálfta og allar gerðir jarðskjálftahrina á þeim jarðskjálftamælum sem ég er með.

Næstu 10 árin

Ég veit ekki hvað gerist næstu 10 árin. Ég veit ekki hversu lengi ég get haldið áfram að mæla jarðskjálfta á Íslandi, þar sem það hefur reynst mjög erfitt að halda búnaðinum í gangi í fjarvinnslu og þar að auki þá kosta 3G tengingar og það er erfitt að viðhalda þeim ef eitthvað bilar. Breytingar eiga sér einnig stað sem ég hef ekki neina stjórn á og það hefur áhrif á þá möguleika sem ég hef til þess að reka þá jarðskjálftamæla sem ég er núna með. Þessar breytingar sem munu eiga sér stað með tímanum þýða að ég mun ekki geta haldið rekstri þessara jarðskjálftamæla endalaust. Þegar mest var þá var ég með fjóra jarðskjálftamæla í gangi á Íslandi. Þegar ég er fluttur aftur til Danmerkur þá mun ég kveikja á jarðskjálftamæli þar, síðar mun ég síðan bæta við Volksmeter II jarðskjálftamælum.

Ég mun halda áfram að mæla jarðskjálfta, þó svo að ég muni hætta að mæla jarðskjálfta á Íslandi með tímanum vegna breytinga sem ég hef enga stjórn á. Breytingar munu eiga sér stað og ég veit ekki hvaða breytingar munu verða á þessu hjá mér.

Núverandi staða

Eins og staðan hjá mér er núna þá er aðal-jarðskjálftatölvan mín ekki í gangi vegna húsnæðisleysis á Íslandi síðasta 1 ár + 2 mánuði (núna í dag) þann tíma sem ég hef búið á Íslandi. Ég mun kveikja aftur á aðal-jarðskjálftatölvunni þegar ég flyt aftur til Danmerkur á næstu mánuðum.

Staðan á jarðskjálftahrinunni á Tjörnesbrotabeltinu þann 21-Janúar-2016

Í dag (21-Janúar-2016) varð jarðskjálfti með stærðina 3,6 á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálfti varð klukkan 04:01 og kom á eftir jarðskjálfta með stærðina 3,1. Þriðji stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hafði stærðina 3,0. Í þetta skiptið fór jarðskjálftahrinan næst Kópaskeri af stað en sú jarðskjálftahrina hófst fyrir nokkrum dögum síðan. Það urðu þrír jarðskjálftar sem voru stærri en þrír. Þessi jarðskjálftahrina fór af stað um klukkan 02:30 eftir rólegan dag þar á undan og um klukkan 06:00 fór að draga úr jarðskjálftum aftur. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi en það virðist hægt draga úr jarðskjálftahrinunni þessa stundina. Stærsti jarðskjálftinn fannst á Kópaskeri.

160121_2035
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinur á þessu svæði innan Tjörnesbrotabeltisins eru mjög algengar og þarna verða nokkrar hrinur venjulega á hverju ári. Ég reikna með að þessi jarðskjálftahrina haldi áfram næstu daga. Hættan á frekari jarðskjálftum sem eru stærri en 3,0 er frekar mikil eins og staðan er núna. Það er ekki hægt að segja til um það með neinni vissu hvort að þessi jarðskjálftahrina muni virkja nálæg misgengi eins og gerist stundum á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálftahrina er ekki tengd neinu eldfjalli eða kvikuhreyfingum. Hérna er eingöngu um að ræða losun stress vegna landreks Íslands.

Ef frekari virkni verður á Tjörnesbrotabeltinu þá mun ég uppfæra þessa grein.

Djúpir jarðskjálftar í Kötlu

Í gær (27-Nóvember-2015) urðu djúpir jarðskjálftar í Kötlu. Þarna hafa orðið jarðskjálftahrinur áður á þessum sama stað, það bendir sterklega til þess að kvika sé að safnast þarna saman undir austur hluta öskju Kötlu. Síðast átti sér jarðskjálftahrina á þessu svæði í Kötlu í September (ef mitt minni er rétt). Kvikan er að safnast saman þarna á 20 – 28 km dýpi, hinsvegar er ekkert sem bendir til þess að þessi kvikusöfnun sé að auka hættuna á eldgosi í Kötlu eins og stendur.

151128_0015
Jarðskjálftavirknin í Kötlu þann 27-Nóvember-2015. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mjög erfitt að spá til um það hvort að það verði frekari jarðskjálftavirkni í Kötlu. Það er alveg möguleiki á frekari jarðskjálftavirkni í Kötlu á þessu svæði.

Breytingar á jarðskjálftamælanetinu á næsta ári (2016)

Ég hef tekið þá ákvörðun að gera umtalsverðar breytingar á jarðskjálftamælanetinu á næsta ári (2016) sem ég er núna með. Ástæðan er sú að ég get ekki rekið jarðskjálftanetið á Íslandi vegna þeirra breytinga sem eru að verða í mínu lífi. Ég er þó ekki hættur að mæla jarðskjálfta. Breytinganar eru þessar.

  • Ég mun hætta með jarðskjálftamælinn í Böðvarshólum. Bæði vegna kostnaðar við 3G tengingar og vegna þess að breytingar eru að eiga sér stað þar. Nú þegar hafa átt sér stað breytingar og hafa valdið mér smá vandræðum. Ég hef getað lagað það eingöngu vegna þess að ég er á svæðinu. Síðan reikna ég ekki með því að geta verið með jarðskjálftamælinn þarna lengur en til ársins 2017 eða 2018.
  • Jarðskjálftamælirinn í Heklubyggð verður ennþá í gangi á næstu árin. Ég veit ekki hversu lengi ég mun geta haft jarðskjálftamælinn þarna í viðbót. Þar sem það veltur á eiganda sumarbústaðarins sem hýsir jarðskjálftamælinn fyrir mig.
  • Ég hef hætt við að setja upp annan jarðskjálftamæli á Hvammstanga. Vegna þess að ég fann ekki almennilegan stað fyrir jarðskjálftamælinn og kostnaðurinn við að koma honum af stað er mjög mikill. Ég mun vera með jarðskjálftamæli á Hvammstanga á meðan ég bý þar til ársins 2017 eða 2018 (í lengsta lagi). Sá jarðskjálftamælir er sá sem ég er alltaf með heima hjá mér.

Kostnaðurinn við 3G tengingar hefur farið hækkandi á Íslandi síðustu árin og ég reikna með að það muni ekki breytast á næstu árum. Það er einnig mjög erfitt að gera við jarðskjálftamælinn ef eitthvað bilar. Þar sem ég hef ekki neinn aðgang að fjarstöðvum eftir að ég er fluttur til Danmerkur. Síðan munu koma upp vélbúnaðarbilanir sem erfitt er að eiga við þegar ég er fluttur til Danmerkur, auk annara bilana sem ég þarf að fást við í svona verkefni. Það var alveg ljóst þegar ég byrjaði á þessu að ég mundi ekki reka þetta mælanet um alla framtíð. Þó svo að ég gjarnan vildi það. Ég hef einfaldlega ekki peninga í slíkt verkefni endalaust. Einnig sem að það eru að verða breytingar á lífinu hjá mér og ég hef fundið minn stað í tilverunni og sá staður er í Danmörku (í Padborg). Ég ákvað árið 2007 að flytja til Danmerkur en var ekki viss um hvar ég vildi vera í upphafi. Ég er núna búinn að taka endanlega ákvörðun um það.

Ég ætla mér ekki að hætta að mæla jarðskjálfta. Ég mun hinsvegar eingöngu gera það í Danmörku (þegar ég verð alveg hættur jarðskjálftamælingum á Íslandi) og þá að mestu leiti mjög fjarlæga jarðskjálfta. Ég stefni á að kaupa Volksmeter í framtíðinni þegar ég hef efni á honum (kostar í kringum $2000 / 271.560 kr) til þess að mæla fjarlæga jarðskjálfta. Að mæla jarðskjálfta í Danmörku er öðruvísi en á Íslandi, þar sem eingöngu mælast 1 til 3 jarðskjálftar í Danmörku þegar mikið er að gerast. Í staðinn ætla ég að einbeita mér að því að mæla mjög fjarlæga jarðskjálfta sem verða á Jörðinni.

Mun hugsanlega opna nýja vefsíðu

Ég er að spá í að opna nýja vefsíðu um þá stóru jarðskjálfta sem verða stundum í heiminum. Ég er ekki endanlega búinn að taka ákvörðun um það á þessari stundu. Ef ég opna þessa vefsíðu, þá verður sú vefsíða á sínu eigin léni frekar en undirvefsíða á jonfr.com. Ég veit ekki hver áhuginn yrði á slíkri vefsíðu ennþá. Það er nú þegar talsvert um vefsíður sem fjalla um stóra jarðskjálfta sem verða í heiminum. Þessi vefsíða yrði eingöngu á ensku ef ég byrja með hana.