Lítil jarðskjálftavirkni á Íslandi undanfarið

Undanfarið hefur verið mjög lítil jarðskjálftavirkni á Íslandi. Það er svo rólegt að jarðskjálftar mælast stundum ekki klukkutímum saman á mælaneti Veðurstofu Íslands. Ég veit ekki hversu lengi þessi rólegheit munu vara í jarðskjálftum á Íslandi. Það er hefur hinsvegar verið mjög rólegt á Íslandi allt árið 2013, en það er óvíst hversu lengi það mun vara. Þessi rólegu tímabil gerast oft á Atlantshafshryggnum, ég veit hinsvegar ekki afhverju þetta gerist og hversu lengi þessi rólegheit munu vara. Síðan hefur verið stormasamt á Íslandi undanfarið og hefur það dregið úr möguleikum á því að mæla litla jarðskjálfta sem eiga sér oftast stað á Íslandi. Árið 2013 er það rólegasta sem ég man eftir og hef ég verið að fylgjast með jarðskjálftum síðan árið 1994, eða frá því að ég var 14 ára gamall.

Þeir sem vilja styrkja mig er beint á þennan þessa hérna síðu fyrir frekari upplýsingar um hvernig það er hægt. Takk fyrir stuðninginn.

Allt rólegt í íslenskri jarðfræði

Í sumar hefur verið tiltölulega rólegt á Íslandi þegar það kemur að jarðfræði Íslands, bæði í jarðskjálftum og virkni í eldfjöllum. Ástæðan fyrir þessu er sú að virkni á Íslandi gerist í stökkum, þess á milli er mjög rólegt og ég hef mjög lítið til þess að skrifa um. Þar sem þessi bloggsíða skrifar um það sem gerist, frekar en aðrar fræðigreinar á sviði jarðfræðinnar. Þetta hefur verið svo rólegt undanfarið að stundum hafa ekki mælst nema rétt um 100 jarðskjálftar á viku (7 dagar).

130806_1545
Allt rólegt á Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fyrir betri upplýsingar um jarðfræði Íslands þá mæli ég með þessari fræðigrein hérna (pdf, enska) eftir Pál Einarsson. Þessa stundina er rólegt á Íslandi og af þeim sökum er ekki mikið fyrir mig að skrifa um á þessari stundu. Það gæti þó breyst án nokkurs fyrirvara ef einhver virkni fer að eiga sér stað.

Rólegt í jarðskjálftum þessa stundina á Íslandi

Þessa stundina er mjög rólegt á Íslandi í jarðskjálftum. Engir sérstakir jarðskjálftar hafa átt sér stað núna síðustu daga, og í gær (7-Júlí-2013) mældust aðeins tveir jarðskjálftar á öllu Íslandi samkvæmt sjálfvirka mælikrefinu. Það komu fram fleiri jarðskjálftar í handvirku mælikerfi Veðurstofu Íslands.

130707_2305
Allt rólegt á Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekkert hversu lengi þessi rólegheit munu vara, en núna hafa þessi rólegheit varað í rúmlega fjórar vikur eins og stendur. Hvenar það breytist er ómögurlegt að segja til um. Toppnum á rólegheitunum var náð núna í dag. Ég nota þennan rólega tíma til þess að njóta sumarsins hérna í Danmörku, þó svo að ég sé frekar blankur eins og stendur (örokubætur frá Íslandi er ekki mikið til þess að lifa á).

Rólegt á Íslandi þessa stundina

Það er rólegt í jarðskjálftum og annari virkni þessa stundina. Þessi rólegheit hafa gefið mér tækifæri til þess að slaka aðeins á og njóta lífsins, og sinna öðrum áhugamálum mínum. Ef fólk vill sjá önnur áhugamál mín, þá er meðal annars hægt að gera það hérna á Flicker myndavefsíðunni. Ég hef einnig undanfarna daga verið að gera við þjónatölvu sem ég er með, það hefur tekið meira á en ég reiknaði með og því tók ég mér nokkura daga frí frá skrifum hérna.

Ástæða þessa að ég fjallaði ekki um jarðskjálftahrinuna á Reykjaneshryggnum er sú að umtalsvert var fjallað um hana í fjölmiðlum á Íslandi. Í staðinn er ég hinsvegar að undirbúa ítarlega grein um jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Hvenar sú grein verður tilbúin veit ég ekki, en það verður fljótlega reikna ég með.

Rólegt í jarðfræði Íslands

Þessa dagana er óskaplega rólegt í jarðfræði Íslands. Lítið um jarðskjálfta og aðra virkni. Þetta ástanda hefur núna varað í margar vikur og virðist lítið ætla að breytast núna.

130223_1145
Rólegheit á Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi rólegheit geta þó endað hvenar sem er. Hvenar það gerist er auðvitað ómögurlegt að segja til um á þessari stundu.

Aðeins rúmlega 700 jarðskjálftar mældir í Janúar 2013 á Íslandi

Yfir allan Janúar 2013 mældust aðeins rétt rúmlega 700 jarðskjálftar á öllu Íslandi. Það þarf að fara alla leið aftur til Mars 2012 til þess að sjá álíka rólegan mánuð í jarðskjálftum á Íslandi samkvæmt frétt Morgunblaðsins og jarðskjálftayfirliti Veðurstofu Íslands. Svona rólegheit vara í misjafnlega langan tíma, en núverandi rólegheit eru með þeim lengri sem hafa verið á Íslandi undanfarin ár eftir því sem mig minnir (þarf þó ekki að vera rétt hjá mér).

Þegar þessum rólegheitum líkur. Þá verður væntanlega einhverskonar virkni sem tekið verður eftir býst ég við.

Fréttir af þessum rólegheitum í jarðfræðinni

Minni virkni en undanfarna mánuði (mbl.is)
Jarðskjálftar í janúar 2013 (Veður.is)

Velkomin á Íslenska jarðfræði bloggið

Velkomin á Íslenska jarðfræði bloggið. Þetta blogg er tilkomið vegna þess að mér fannst nauðsynlegt að skrifa sérstaklega á íslensku um þær jarðhræringar sem verða á Íslandi. Jarðskjálfta, eldgos og slíkt. Í þessu bloggi þá er einnig einfaldara að fá yfirlit yfir það sem er að gerast á Íslandi. Í staðinn fyrir að ég sé að blanda þessu í almenn skrif eins og ég hef verið að gera undanfarin á upprunalega blogginu mínu á jonfr.com.

Ég mun uppfæra þetta blogg eftir þörfum, og oftast nær eingöngu ef eitthvað er að gerast á Íslandi. Slíkt kerfi tryggir að ég geti skrifað inn á þetta blogg og fleiri blogg sem ég er einnig með núna í dag. Það getur liðið talsvert langt á milli uppfærsla ef ekkert er að gerast á Íslandi. Enska útgáfu af þessu bloggi er að finna hérna fyrir þá sem hafa áhuga á að lesa eldri blogg færslur þar um jarðskjálfta og eldfjallavirkni á Íslandi síðan ég stofnaði það blogg árið 2011.