Óvissustigi lýst yfir vegna Heklu

Almannavarnir eru búnar að lýsa yfir óvissustigi vegna eldstöðvarinnar Heklu. Þetta óvissustig kemur til vegna jarðskjálfta í Heklu (sjá eldri umfjallanir um þá jarðskjálfta hjá mér). Þessi jarðskjálftar eru mjög óvenjulegir fyrir eldstöðina Heklu. Dýpi þessara jarðskjálfta er í kringum 11 til 12 km. Fólki er ráðlagt að forðast það að fara upp á Heklu á meðan þetta óvissustig er í gildi. Þá sérstaklega vegna þess að ef eldgos hefst í eldstöðinni. Þá mun fólki ekki gefast tíma til þess að forða sér ofan af eldstöðinni áður en eldgosið nær þeim (öskuskýið ef eitthvað er).

Ég mun setja inn uppfærslur um stöðu mála á Heklu eftir þörfum ef til þess kemur. Hægt er að fylgjast með virkni í Heklu á jarðskjálftamæli sem ég er með nærri Heklu hérna. Þessi mælir er staðsettur rúmlega 16 km frá Heklu. Athugið að vindur og annar hávaði er mjög mikill á mælinum um þessar mundir. Vefmyndavélar þar sem hægt er að horfa á Heklu er hægt að finna hérna. Uppfærsla 1: Hérna er vefmyndavél þar sem hægt er að horfa beint á Heklu.

Bloggfærsla uppfærð klukkan 17:28 UTC þann 26.03.2013.

Tveir jarðskjálftar á reykjaneshrygg

Í nótt og gær urðu tveir jarðskjálftar á reykjaneshrygg. Þó nokkuð er á milli þessara jarðskjálfta, eða nokkur hundruð kílómetrar í mesta lagi. Þannig að þessir atburðir eru ekki tengdir. Heldur er hérna eingöngu um að ræða tilviljun. Þessir jarðskjálftar eru mjög langt frá landi og því er vonlaust að segja til um hvað er að valda þessari virkni á þessu svæði á reykjaneshryggnum.

309049.regional.svd.21.03.2013.mb5.4
Jarðskjálfti með stærðina 5,4 á reykjaneshryggnum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir EMSC.

Hægt er að fá nánari upplýsingar um þennan jarðskjálfta hérna á vefsíðu EMSC.

309084.regional.svd.21.03.2013.mb4.4
Jarðskjálfti með stærðina 4,3 á reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir EMSC.

Nánari upplýsingar um þennan jarðskjálfta er hægt að finna hérna á vefsíðu ESMC.

Fjarlægð jarðskjálftans með stærðina 5,4 var rúmlega 1100 km frá Reykjavík, og síðan var fjarlægð jarðskjálftans með stærðina 4,3 rúmlega 850 km frá Reykjavík. Þannig að þessir jarðskjálftar áttu upptök sín á svæði sem er mjög langt frá landi og mjög afskekkt ef úti í það er farið.

Jarðskjálfti í Heklu

Í morgun varð jarðskjálfti með stærðina 1,4 í Heklu. Þessi jarðskjálfti varð á 11,2 km dýpi samkvæmt yfirförnum niðurstöðum Veðurstofu Íslands. Það er ómögurlegt að segja til um nákvæmlega hvað er í gangi þarna. Hinsvegar hefur Hekla yfirleitt ekki neina jarðskjálfta nema rétt fyrir eldgos. Þannig að þessi virkni verður að teljast mjög óvenjuleg.

130321_1540
Jarðskjálftinn í Heklu er merktur með appelsínugulum punkti. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég hef ekki hugmynd um hvað er að gerast í Heklu á þessari stundu. Þar sem þessi jarðskjálftavirkni verður að teljast mjög óvenjuleg. Það eina sem hægt er að gera núna er að fylgjast með virkni í Heklu og sjá hvað gerist.

Jarðskjálftahrina á reykjaneshrygg

Í dag klukkan 10:51 UTC byrjaði jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina var rúmlega 850 km frá Reykjavík og því fannst hún ekki á landi. Vegna fjarlægðinar frá landi er ómögurlegt að segja nákvæmlega hvað er að eiga sér stað á þessu svæði. Aðeins stærstu jarðskjálftanir mælast á mælanetum USGS og EMSC. Stærð jarðskjálftana var frá 4,6 til 4,8 samkvæmt ESMC. Dýpið var í kringum 10 km samkvæmt EMSC. Sú mæling er þó hugsanlega ekki nákvæm.

308986.regional.svd.20.03.2013
Jarðskjálftinn á Reykjaneshrygg. Þetta er stærsti jarðskjálftinn sem mældist. Hann er með stærðina 4,8 samkvæmt mælingu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir EMSC.

Dýpið þarna er í kringum 2 til 3 km. Þannig þó svo að þarna væri eldgos. Þá mundi það alls ekki sjást á yfirborði sjávar. Frekari upplýsingar um stærsta jarðskjálftan er að finna hérna á vefsíðu ESMC.

Jarðskjálfti með stærðina 4,8 djúpt á Reykjaneshryggnum

Í nótt varð jarðskjálfti með stærðina 4,8 samkvæmt mælingu EMSC. Þessi jarðskjálfti átti upptök sín djúpt á Reykjaneshryggnum. Stærðin á jarðskjálftanum er byggð á sjálfvirkum gögnum frá EMSC.

308812.regional.svd.20.03.2013
Upptök jarðskjálftans á Reykjaneshryggnum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir EMSC.

Ég hef voðalega lítið að segja um þennan jarðskjálfta. Þá sérstaklega þar sem hann varð langt útá hafi og litlar upplýsingar að hafa um jarðskjálfta sem eiga sér stað þar. Þetta svæði á Reykjaneshryggnum hefur þó verið að sjá umtalsvert meiri virkni núna en undanfarið. Þó getur vel verið að þetta sé bara hefðbundin jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Annars er mjög erfitt að segja til um það vegna skorts á gögnum. Þeir sem vilja kynna sér jarðskjálftan nánar þá er hægt að gera það hérna á vefsíðu EMSC.

Jarðskjálftar í Esjufjöllum

Jarðskjálftavirkni hefur hafst aftur í Esjufjöllum eftir talsvert hlé. Jarðskjálftavirkni hófst í Esjufjöllum fyrir nokkrum árum síðan og hefur átt sér stað með reglulegu millibili. Það hefur verið misjafnlega langt á milli þessra jarðskjálftahrina í Esjufjöllum og þessar hrinur hafa verið misjafnlega stórar. Jarðskjálftanir sem komu í dag voru eingöngu með stærðina 1,0 og 1,1. Dýpi þessara jarðskjálfta var þó áhugaverðara. Skráð dýpi var aðeins 0.1 km (í kringum 100 metrar) og verður það að teljast mjög grunnt.

130318_1510
Jarðskjálftavirknin í Esjufjöllum er þar sem rauðu punktanir eru staðsettir. Höfundaréttur af þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eldgosasaga Esjufjalla er nærri því óþekkt og því er lítið vitað hvernig eldgos haga sér og hver undanfari þeirra er. Af þeim sökum er nærri því ómögurlegt að segja til um hvað gerist næst í Esjfjöllum. Þó er alveg ljóst að það borgar sig að fylgjast með virkni í Esjufjöllum á næstunni. Þar sem jarðskjálftahrinur í Esjufjöllum fara oft hægt af stað. Byggi ég það mat á þeirri virkni sem hófst í Esjufjöllum árið 2011 og hefur haldið áfram síðan þá. Þó með löngum hléum eins og áður segir.

Jarðskjálftahrinan í Skjaldbreið eykst

Jarðskjálftahrinan sem hófst í gær í Skjaldbreið hefur verið að aukast núna í nótt og dag. Þó ekki í styrkleika þeirra jarðskjálfta sem eiga sér stað. Heldur í fjölda þeirra jarðskjálfta sem þarna eiga sér stað. Hingað til hefur enginn jarðskjálfti farið yfir stærðina 2.0. Hvort að breyting á stærð jarðskjálfta þarna og jarðskjálftahrinunni sjálfri er erfitt að segja til um á þessari stundu.

130317_1610
Jarðskjálftahrinan í Skjaldbreið. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að segja til um þróun þessar jarðskjálftahrinu, en stærri jarðskjálftar á þessu svæði eru ekki útilokaðir. Sérstaklega þar sem þetta svæði er þekkt fyrir talsverða jarðskjálftavirkni á tímabilum. Það er ennfremur möguleiki á því að engir frekari jarðskjálftar muni eiga sér stað þarna núna. Það er þó ómögurlegt að segja nákvæmlega til um það eins og áður segir.

Þrír jarðskjálftar í Heklu

Í nótt urðu þrír smáskjálftar í eldstöðinni Heklu. Þessir jarðskjálftar voru mjög litlir, enginn þeirra náði stærðinni 1.0. Dýpið var frá 10,7 km og niður á 11,8 km.

130317_1535
Jarðskjálftanir í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara hefjast í Heklu. Hvað þessir jarðskjálftar þýða er erfitt að segja til um á þessari stundu. Þetta er engu að síður áhugaverð jarðskjálftavirkni í eldstöðunni Heklu.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Skjaldbreið

Í nótt hófst minniháttar jarðskjálftahrina í Skjaldbreið (líklega hluti af Presthnjúkar eldstöðinni). Þetta er mjög lítil jarðskjálftahrina. Stærst jarðskjálftinn hingað til er eingöngu með stærðina 1,9. Óróagröf Veðurstofu Íslands hinsvegar benda til þess að fleiri minni jarðskjálftar eigi sér stað þarna en þeir koma ekki inn á sjálfvirka kerfi Veðurstofunar vegna skorts á jarðskjálftamælum á þessu svæði.

130316_1600
Jarðskjálftahrinan í Skjaldbreið. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

asb.svd.16.03.2013.16.08.utc
Óróagraf Veðurstofu Íslands sem bendir til að fleiri jarðskjálftar eigi sér stað án þess að þeir komi fram. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að segja til um þróun þessar jarðskjálftahrinu. Nú þegar hefur þessi jarðskjálftahrina stoppað í nokkra klukkutíma áður en næsti jarðskjálfti kom fram. Jarðskjálftavirkni er algeng á þessu svæði. Þar sem þetta svæði er á plötuskilunum milli evrasíuflekans og ameríkuflekans.