Djúpir jarðskjálftar í Tungnafellsjökli

Í dag klukkan 13:19 til 13:21 áttu sér stað djúpir jarðskjálftar í Tungnafellsjökli. Þessir jarðskjálftar voru ekki stórir og sá stærsti var með stærðina 1,4 samkvæmt Veðurstofu Íslands. Dýpsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með dýpið 28 km, en minnst var dýpið 18,7 km. Þetta dýpi bendir til þess að þarna hafi átt sér kvikuinnskot inn í eldstöðina Tungnafellsjökul. Hvað það þýðir til lengri tíma er hinsvegar vont að segja til um nákvæmlega á þessari stundu.

130303_1655
Jarðskjálftahrinan í Tungnafellsjökli. Jarðskjálftanir eru þar sem rauðu punktanir eru á kortinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að segja til um það hvað er að gerast í Tungafellsjökli eins og er. Það er þó ljóst að eldgos er líklega ekki yfirvofandi í þessari eldstöð á þessari stundu. Hvort að það breytist í framtíðinni veit ég ekki. Það hefur aldrei gosið í Tungnafellsjökli á sögulegum tíma svo vitað sé. Það þýðir að mun erfiðara verður að spá fyrir um hvað gerist í eldstöðinni ef núverandi þróun heldur áfram eins og reikna má með. Ljóst er þó að mun meiri virkni þarf að koma fram í Tungafellsjökli en það sem núna er til staðar áður en til eldgoss kemur. Vont veður á Íslandi fram á föstudag þýðir að erfitt verður að mæla jarðskjálfta sem munu eiga sér stað þarna (ef einhverjir verða). Sérstaklega ef um er að ræða mjög litla jarðskjálfta í þessari eldstöð. Það er mjög lítill jökull á Tungnafellsjökli og þessi eldstöð er langt frá byggð. Þannig að ef til eldgoss kemur. Þá ætti tjón af völdum slíks að vera í algeru lágmarki.

Áhugaverð jarðskjálftavirkni í suðurenda kötluöskjunnar

Það hefur áhugaverð jarðskjálftavirkni átt sér stað við suðurenda kötluöskjunnar undanfarið (eldstöðin Katla upplýsingar á ensku). Þessi jarðskjálftahrina er á svæði sem byrjaði að verða virkt eftir minniháttar eldgosið í Kötlu í Júlí 2011. Hvað veldur þessari jarðskjálftavirkni er ekki alveg vitað ennþá. Helsta tilgátan er sú að þarna sé um að ræða kvikuinnskot sem hafi náð þarna upp á grunnt dýpi. Eins og er það þó ósannað eins og er.

130302_1905
Jarðskjálftavirknin í suðurenda kötluöskjunnar. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftanir sem þarna hafa átt sér stað eru mjög litlir. Stærðin er í kringum 0,0 til 0,5 í mesta lagi. Dýpi þessara jarðskjálfta er í kringum 1 km til 0,1 km (100 metrar). Þannig að ljóst er að hvað sem er í jarðskorpunni á þessu svæði er komið mjög grunnt upp. Það þarf þó ekki að þýða að eitthvað muni gerast á þessu svæði á næstunni. Eldfjöll eru til alls líkleg og það er vonlaust að spá til um hegðun þeirra í flestum tilfellum til lengri tíma. Hinsvegar er líklegt að þetta sé merki um að meiri virkni muni líklega hefjast í Kötlu fljótlega (miðað við eldri gögn). Þó er vonlaust að segja til um það með einhverri vissu á þessari stundu. Þar sem það er alveg eins líklegt að ekkert gerist í Kötlu. Enda er engin vissa um það hvað muni gerast í Kötlu þótt þarna sé einhver smá virkni að eiga sér stað núna.

Jarðskjálftahrina austur af Grímsey (TFZ) og í Grímsfjalls eldstöðvar kerfinu og Hamrinum

Í dag hefur verið minniháttar jarðskjálftahrina austur af Grímsey (Tjörnesbrotabeltið). Stærsti jarðskjálfti þessar hrinu var með stærðina 2,9 samkvæmt yfirförnum niðurstöðum Veðurstofu Íslands. Jarðskjálftahrinan átti upptök sín á svæði þar sem jarðskjálftar eru mjög algengir.

130228_1930
Jarðskjálftahrinan í dag á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Grímsfjall og Hamarinn

Í gær var minniháttar jarðskjálftahrina í sprungusveimi Grímsfjalls sem gaus árið 2011. Þessi jarðskjálftahrina átti upptök sín ekkert langt frá því þar sem lakagígar koma fram undan jöklinum. Þetta er áhugaverð jarðskjálftahrina að mínu mati. Þó er vonlaust að segja til um á að þessu sinni hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir. Væntanlega ekki neitt reikna ég með.

130228_1930
Grímsfjall og Hamarinn eldstöðvar með smá jarðskjálfta. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í gær og fyrradag var einnig smá jarðskjálftahrina í eldstöðinni Hamrinum sem einnig gaus litlu eldgosi í Júlí 2011. Stærsti jarðskjálftinn þar var með stærðina 2,8 samkvæmt yfirförnum niðurstöðum Veðurstofu Íslands. Það er erfitt að segja til um á þessari stundu hvað þessi virkni þýðir. Sérstaklega þar sem Hamarinn sem eldstöð er illa þekkt og hvernig eldgos koma fram þar. Þó tel ég ekki neina ástæðu til þess að óttast eldgos þarna eins og er. Hvorki í Grímsfjalli eða Hamrinum.

Rólegt í jarðfræði Íslands

Þessa dagana er óskaplega rólegt í jarðfræði Íslands. Lítið um jarðskjálfta og aðra virkni. Þetta ástanda hefur núna varað í margar vikur og virðist lítið ætla að breytast núna.

130223_1145
Rólegheit á Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi rólegheit geta þó endað hvenar sem er. Hvenar það gerist er auðvitað ómögurlegt að segja til um á þessari stundu.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Torfajökli

Í dag (16.02.2013) klukkan 15:11 hófst minniháttar jarðskjálftahrina í Torfajökuls eldstöðinni. Þessi jarðskjálftahrina er mjög lítil og hefur stærsti jarðskjálftin hingað til aðeins náð stærðinni 2.6 samkvæmt sjálfvirkum niðurstöðum Veðurstofu Íslands. Dýpi þessara jarðskjálfta er 2 til 4 km samkvæmt sjálfvirkum niðurstöðum.

130216_1710
Jarðskjálftahrinan í Torfajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Erfitt er að segja til um þróun þessar jarðskjálftahrinu í Torfajökli. Þó er líklegt að þessi hrina hætti bara. Eins og er venjan með jarðskjálftahrinu í þessari eldstöð. Síðast gaus í Torfajökli árið 1477 samkvæmt Global Volcanism Program. Jarðskjálftar sem verða á þessu svæði koma vel fram á þeim jarðskjálftamælum sem ég er með á þessu svæði. Þrátt fyrir mikin hávaða á þeim þessa stundina. Hægt er að skoða jarðskjálftagröfin hérna.

Aðeins rúmlega 700 jarðskjálftar mældir í Janúar 2013 á Íslandi

Yfir allan Janúar 2013 mældust aðeins rétt rúmlega 700 jarðskjálftar á öllu Íslandi. Það þarf að fara alla leið aftur til Mars 2012 til þess að sjá álíka rólegan mánuð í jarðskjálftum á Íslandi samkvæmt frétt Morgunblaðsins og jarðskjálftayfirliti Veðurstofu Íslands. Svona rólegheit vara í misjafnlega langan tíma, en núverandi rólegheit eru með þeim lengri sem hafa verið á Íslandi undanfarin ár eftir því sem mig minnir (þarf þó ekki að vera rétt hjá mér).

Þegar þessum rólegheitum líkur. Þá verður væntanlega einhverskonar virkni sem tekið verður eftir býst ég við.

Fréttir af þessum rólegheitum í jarðfræðinni

Minni virkni en undanfarna mánuði (mbl.is)
Jarðskjálftar í janúar 2013 (Veður.is)

Minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í dag hófst minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Sem stendur hefur ekki orðið neinn jarðskjálfti yfir stærðinni 2,8. Dýpi þessara jarðskjálfta er í kringum 4 til 7 km.

130206_1850
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg klukkan 18:50 UTC. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ómögurlegt að segja til um það hvernig þessi jarðskjálftahrina kemur til með að haga sér. Verði stórir jarðskjálftar á þessu svæði, eða einhver önnur breyting. Þá mun ég setja inn bloggfærslu eins fljótt og hægt er um þá atburði.

Engar auglýsingar á blogginu eða jarðskjálftavefsíðunum

Ég hef ákveðið að taka út allar auglýsingar. Hvort sem það er á bloggunum hjá mér eða á vefsíðunum sem eru með jarðskjálftagröfin. Ástæðan fyrir því að ég geri þetta er sú staðreynd að auglýsignar skila ekki mjög miklum tekjum til mín hvort sem er. Taka upp mikið pláss á vefsíðunni hjá mér og auka þann tíma sem það tekur fyrir fólk að hlaða bloggsíðunni upp.

Í staðinn ætla ég mér að treyst á stuðning fólks sem vill styrkja mig beint. Þeir sem styrkja mig fá e-bók að þegar ég hef lokið við að skrifa slíkt. Hvort sem um er að ræða smásögur eða heilar bækur. Það tekur mig þó tíma að skrifa sögur. Þar sem hugmyndavinna og slíkt tekur yfirleitt langan tíma hjá mér. Hægt er að styrkja mig í gegnum Paypal. Ég á eftir að kanna það hvort að óhætt sé fyrir mig að setja bankanúmerið og kennitöluna hingað inn fyrir þá sem ekki vilja nota Paypal þjónustuna. Annars mun ég setja inn SWIFT og IBAN kóðan á íslensku bankabókinni minni í staðinn ef ég tel að hitt sé ekki öruggt.

Áhugaverð jarðskjálftavirkni við Tungnafellsfjökul

Það er áhugaverð jarðskjálftavirkni nærri Tungafellsjökuli. Þessi jarðskjálftavirkni er ennþá mjög lítil og á sér stað með löngum hléum. Þessi jarðskjálftavirkni hófst í fyrra. Dýpi þessa jarðskjálfta er í kringum 4 km.

130201_1610
Jarðskjálftavirknin nærri Tungafellsjökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég er ekki viss um hvað er í gangi þarna. Þó er ekkert sem bendur til þess að þarna sé kvika á ferðinni. Allavegna ekki á grunnu dýpi eins og er. Ég reikna ekki með neinum sérstök fréttum frá þessu svæði. Þrátt fyrir þessa jarðskjálftavirkni sem þarna hefur átt sér stað.

Jarðskjálfti með stærðina 3.2 á Tjörnesbrotabeltinu

Í gær (29.01.2013) klukkan 04:03 varð jarðskjálfti með stærðina 3.2. Í kjölfarið á þessum jarðskjálfta fylgdu síðan nokkrir eftirskjálftar. Þessi jarðskjálfti fannst ekki samkvæmt frétt Morgunblaðsins og tilkynningu frá Veðurstofunni.

130129_2335
Jarðskjálftinn á Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti skjálftinn er þar sem græna stjarnan er. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að stór jarðskjálfti sé að fara skella á Tjörnesbrotabeltinu. Þrátt fyrir mikla spennu sem er núna uppsöfnuð á Tjörnesbrotabeltinu. Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið eins og er. Það er ómögurlegt að vita hvort að jarðskjálfthrinan tekur sig upp aftur eða ekki. Slæmt veður á Íslandi hefur komið í veg fyrir nákvæmar mælingar á jarðskjálftavirkni undanfarna daga.

Fréttir af jarðskjálftanum

Jarðskjálfti við Flatey (mbl.is)