Jarðskjálftahrina norður af Herðubreið

Aðfaranótt 23-Október-2022 hófst jarðskjálftahrina norður af Herðubreið. Þetta virðist vera hefðbundin jarðskjálftahrina, frekar en jarðskjálftahrina sem tengist kvikuhreyfingum. Þegar þessi grein er skrifuð, þá hafa komið fram yfir 500 jarðskjálftar.

Rauðir punktar og grænar stjörnur norður af Herðubreið sem er austan við eldstöðina Öskju og sunnan við eldstöðina Herðurbreiðartögl
Jarðskjálftahrina við Herðubreið. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn þegar þessi grein er skrifuð er með stærðina Mw4,0. Annar jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 varð á undan þessum jarðskjálfta. Annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,3 í þessari jarðskjálftahrinu. Stærsti jarðskjálftinn fannst á Akureyri samkvæmt fréttum.

Ný sprunga opnast í suðurhluta Grímsfjalls (ekkert eldgos ennþá)

Það hefur sprunga opnast upp í syðri hluta Grímsfjalls án þess að eldgos hafi hafist á þessari stundu. Myndir af svæðinu sýna mikla jarðhitavirkni í þessari sprungu. Ég sé á Facebook (tengill fyrir neðan) að þetta er ný sprunga á svæði þar sem ekki hefur verið sprunga áður. Miðað við nýlega sögu, þá er ýmislegt sem bendir til þess að þarna muni gjósa næst þegar eldgos hefst í Grímsfjalli. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eða hversu stórt slíkt eldgos verður. Sprungan er á svæðinu Lat: 64° 24′ 13,476″ N Lon: 17° 13′ 57,282″ W. Það er möguleiki að sprungan sé ennþá að vaxa og þarna eru núna holur í jöklinum sem eru nægjanlega stórar til þess að gleypa stóra bíla í heilu lagi.

Grímsfjall er með brúum sandi og síðan merkt með þríhyrningi í miðjunni. Staðsetningar merki er austan við miðju Grímsfjalls.
Staðsetning sprungunnar í Grímsfjalli. Mynd frá Google Earth.

Hægt er að skoða Facebook póstinn hérna og sjá myndinar sem ég get ekki sett inn hérna vegna höfundarréttar.

Jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum

Í dag (21-Október-2022) varð jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,0 og varð klukkan 10:23. Jarðskjálftahrinan er hugsanlega búin en það er erfitt að vera viss.

Rauðir og appelsínugulir puntkar í Brennisteinsfjöllum sunnan við Reykjavík. Ásamt gulum og appelsínugulum punktum vestan við Brennisteinsfjöllum í öðrum eldstöðvum á Reykjanesskaga.
Jarðskjálftavirknin í Brennisteinsfjöllum og öðrum eldstöðvum á Reykjanesskaga. Mynd er frá Veðurstofu Íslands.

Það er mjög líklegt að hérna sé eingöngu um að ræða jarðskjálftavirkni vegna jarðskorpuhreyfinga. Það er hinsvegar vert að benda á það að sú eldgosavirkni sem hefur verið í Fagradalsfjalli (nýjasta eldstöð Íslands) mun færast austur á Reykjanesskaga. Hversu hratt það gerist og hvenær það gerist er ekki þekkt. Það er vegna skorts á heimildum og síðan eru ritaðar heimildir frá því fyrir 700 til 900 árum síðan mjög fáar og mjög ótraustar vegna skorts á smáatriðum og nákvæmni í besta falli.

Jarðskjálftahrina norður af Grímsey

Í dag (19-Október-2022) klukkan 10:26 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 norður af Grímsey. Síðan klukkan 11:58 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 á sama stað. Ég veit ekki hvort að þessir jarðskjálftar fundust í byggð. Jarðskjálftahrina minni jarðskjálfta varð á sama stað. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er þessi jarðskjálftahrina ennþá í gangi.

Jarðskjálftahrina norður af Grímsey þar sem tvær grænar stjörnur eru á sama stað ásamt fullt af rauðum punktum. Þetta er út í sjó.
Jarðskjálftavirknin norður af Grímsey. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er væntanlega framhald af jarðskjálftavirkni sem varð á sama stað í September. Ég veit ekki hvort að þarna muni verða fleiri stórir jarðskjálftar en það er möguleiki.

Kröftug jarðskjálftahrina við Geirfugladrang og Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg

Þann 16-Október-2022 þá hófst kröftug jarðskjálftahrina við Geirfugladrang og Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg. Þegar þessi grein er skrifuð þá er stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw4,4 en það gæti breyst án viðvörunnar.

Rauðir punktar og grænar stjörnur á Reykjaneshrygg við Geirfugladrang. Til vinstri er Reykjanesskagi
Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga við Geirfugladrang og Eldeyjarboða. Mynd er frá Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að segja til um hvernig þessi jarðskjálftahrina mun þróast. Það er þekkt að jarðskjálftahrinur þarna geta vaxið mjög hratt en það hefur einnig gerst að jarðskjálftahrinur þarna hafi stöðvast án nokkurar viðvörunnar.

Fólki sagt að forðast að fara upp að Mýrdalsjökli

Lögreglan beinir því til fólks að fara ekki upp að Mýrdalsfjökli og lögreglan hefur einnig bannað tímabundið ferðir í jökulhella sem koma frá Mýrdalsjökli. Þetta er gert í kjölfarið á jarðskjálftahrinunni sem hófst fyrr í dag í eldstöðinni Kötlu. Samkvæmt Veðurstofu Íslands, þá er þessi jarðskjálftahrina mjög svipuð þeirri og varð í Júlí 2011 þegar lítið eldgos varð í Kötlu en það koma af stað jökulflóði sem tók af brú sem er yfir Múlakvísl.

Tvær grænar stjörnur í austari hluta Kötlu öskjunnar í Mýrdalsjökli. Ásamt nokkrum rauðum punktum sem eru á sama stað sem tákna minni jarðskjálfta
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í Júlí 2011, þá leið um sólarhringur frá því að jarðskjálftavirkni hófst og þangað til að lítið eldgos hófst í Kötlu með tilheyrandi jökulflóði. Ég veit ekki hvort að það mun gerast núna. Það er áhyggjuefni að þessi jarðskjálftavirkni skuli vera mjög svipuð og það sem gerðist í Júlí 2011. Eldgosið í Júlí 2011 var lítið og komst ekki upp úr Mýrdalsjökli.

Stærðir jarðskjálfta sem hafa orðið hingað til eru með stærðina Mw3,8 og síðan jarðskjálftar með stærðina Mw3,0. Aðrir jarðskjálftar hafa verið minni að stærð en það getur breyst án viðvörunnar.

Jarðskjálftahrina í Kötlu

Í dag (16-Október-2022) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn þegar þessi grein er skrifuð er með stærðina Mw3,8 en síðan hafa komið tveir jarðskjálftar með stærðina Mw3,0. Ég veit ekki hvort að stærsti jarðskjálftinn fannst í byggð.

Tvær grænar stjörnur í öskju eldstöðvarinnar Kötlu ásamt rauðum punktum sem sýna minni jarðskjálfta. Þetta er ofan á Mýrdalsjökli
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar ég skrifa þessa grein og staðan gæti breyst mjög hratt og án nokkurs fyrirvara. Þetta gæti verið venjuleg jarðskjálftahrina og ekkert meira gæti gerst. Þessi gerð af jarðskjálftahrinum er mjög algeng í Kötlu og því veit ég ekki hvað þarf að gerast áður en eldgos hefst í Kötlu.

Það er eitthvað að gerast í Grímsvötnum

Það er erfitt að skrifa um þetta. Þar sem það er ekkert farið að gerast á yfirborðinu og það er alveg möguleiki að ekkert gerist á yfirborðinu. Það virðist sem að eitthvað sé að gerast í Grímsfjalli. Þar sem jökulflóðið er að klárast eða er búið og það þýðir venjulega að óróinn ætti að vera farinn að lækka, en það hefur ekki ennþá gerst og ég er ekki viss um hvað það þýðir. Það er möguleiki að þetta sé suða í jarðhitakerfum í Grímsfjalli. Suðan gerist þegar þrýstingslækkun verður á jarðhitasvæðunum í Grímsfjalli. Þegar þetta er skrifað, þá hefur óróinn ekki náð eldgosastigum en það gæti breyst án viðvörunnar.

Vaxandi órói á jarðskjálftamælinum í Grímsfjalli. Línunar eru bláar, grænar og fjólubláar. Ásamt óveðurstoppi frá 10/10.
Óróinn í Grímsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Rauður punktur í Grímsfjalli í miðjum Vatnajökli. Ásamt nokkrum öðrum punktum í Grímsfjalli og í Vatnajökli.
Jarðskjálftavirknin í Grímsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að vita hvað er að gerast. Það sem það virðist hafa orðið breyting í Grímsfjalli eftir stóra eldgosið í Maí 2011. Hver sú breyting er veit ég ekki. Þessi breyting virðist hinsvegar hafa fækkað eldgosum í Grímsfjalli og það eru núna komin 11 ár frá því að síðasta eldgos varð. Það getur verið að þetta haldi áfram ef ekkert eldgos verður núna í kjölfarið á jökulflóðinu núna.

Jarðskjálftahrina sunnan og austan við Grímsey

Í gær (12-Október-2022) hófst jarðskjálftahrina sunnan og austan við Grímsey. Þetta er á sama svæði og jarðskjálftahrina varð fyrir nokkrum vikum síðan. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hingað til var með stærðina Mw3,5. Það er möguleiki á stærri jarðskjálftum á þessu svæði. Stærstu jarðskjálftarnir hafa fundist í nálægum byggðum.

Rauðir punktar austan og sunnan við Grímsey. Tvær grænar stjörnur á sama svæði sýna stærstu jarðskjálftana
Jarðskjálftahrinan sunnan og austan við Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er oft mjög mikil jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Það gerist oft þarna að jarðskjálftavirknin aukist. Það gerist einnig mjög oft að jarðskjálftavirknin einfaldlega stöðvast. Hvað gerist verður bara að koma í ljós.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja

Í dag (12-Október-2022) klukkan 14:18 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 í Krýsuvík-Trölladyngja. Í kjölfarið komu fram minni jarðskjálftar. Þessi jarðskjálftavirkni virðist eiga sér stað vegna þenslu í eldstöðinni Fagradalsfjall og það bendir sterklega til þess að þenslan í Fagradalsfjalli sé að ná brotamörkum á ný. Það er ekki von á eldgosi frá eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja.

Græn stjarna vestan við Kleifarvatn í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Ásamt nokkrum rauðum punktum í kringum grænu stjörnuna. Ásamt fleiri punktum víðsvegar um Reykjanesskaga af jarðskjálftum af mismunandi aldri
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að mjög líklega sé sterkari jarðskjálftavirkni á leiðinni. Það er samt ekki hægt að segja til um það hvenær slík jarðskjálftavirkni mundi hefjast. Þetta hefur verið munstrið síðustu mánuði. Jarðskjálftavirknin hefst með þessum og einn daginn þá hefst mjög stór jarðskjálftahrina á þessu svæði. Hvað gerist núna er að bíða og sjá til hvað gerist næst.