Staðan í eldgosinu í Meradölum í Fagradalsfjalli

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Meradölum í Fagradalsfjalli. Þetta er skrifað klukkan 21:48 þann 3-Ágúst-2022.

Stór hluti af sprungunni sem fór að gjósa klukkan 13:16 í dag í Meradölum er ennþá virk. Það hefur dregið mjög úr jarðskjálftavirkni eins og gerðist þegar það fór að gjósa í Fagradalsfjalli árið 2021.

Það er aðeins farið að draga úr virkni í nyrsta hluta sprungunnar og því spurning um tíma hvenær eldgosavirkni hættir þar. Ég veit ekki hversu hratt það gerist. Eldgosavirknin er að mestu leiti í syðri hluta gossprungunnar og það virðist sem að þar sé gígur farinn að myndast. Eins og þetta lítur út núna. Frétt Rúv í dag var það nefnt að fólk hefði verið að ganga yfir svæði þar sem gas var að koma upp og samkvæmt hitamyndavél mun heitari jörð en umhverfið. Það bendir sterklega til þess að kvika sér þar grunnt undir og það getur komið af stað eldgosi án nokkurs fyrirvara á þeim svæðum. Ég veit ekki almennilega hvar þau svæði eru en þau hljóta að vera í nágrenni við gönguleiðina sunnan við eldri gíginn sem gaus árið 2021.

Styrkir

Ég vil minna fólk að það er hægt að styrkja mínu vinnu. Það er hægt með PayPal takkanum hérna til hliðar eða með bankamillifærslu. Upplýsingar fyrir bankamillifærslu er að finna á síðunni Styrkir. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Eldgos hafið í Fagradalsfjalli

Í dag (03-Ágúst-2022) um klukkan 13:30 hófst eldgos í Fagradalsfjalli. Þetta eldgos er rétt norðan við gíginn sem gaus í fyrra (2021) frá Mars til September. Það virðist sem að gossprungan sé ennþá að lengjast bæði til norðurs og suðurs. Það bendir til þess að kraftur eldgossins sé að aukast hægt og rólega.

Þetta eru allar upplýsinganar sem ég hef í augnablikinu. Þetta eldgos sést mjög vel á vefmyndavélum Rúv og Morgunblaðsins á YouTube.

Ég mun setja inn nýjar upplýsingar þegar ég fæ þær. Hvenær það gerist veit ég ekki.

Uppfærsla 1

Miðað við myndir frá vefmyndavél Morgunsblaðsins. Þá hófst eldgos klukkan 13:16.

Mynd af hraunbreiðu og fjöllum á Reykjanesskaga og síðan sést í smá ský sem kemur upp úr jörðinni þar sem kvikan hefur náð að brjóta sér leið upp í gengum jarðskorpuna. Klukkan á vefmyndavélinni er 13:16.
Upphaf eldgossins í Fagradalsfjalli þann 3-Ágúst-2022 klukkan 13:16. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Morgunblaðinu. – Þessi mynd verður fjarlægð ef það kemur krafa um slíkt.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,7 í Grímsfjalli

Í dag (2-Ágúst-2022) klukkan 14:27 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,7 í Grímsfjalli. Þegar þessi grein er skrifuð, þá virðist ekkert benda til þess að eldgos sé að fara að hefjast en það gæti breytst án nokkurs fyrirvara.

Græn stjarna í Grímsfjalli sem er í miðjum Vatnajökli. Það eru einnig nokkrir aðrir rauðir punktar á kortinu fyrir utan Vatnajökul sem tengjast öðrum eldstöðvum
Jarðskjálftavirkni í Grímsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það komu fram nokkrir minni jarðskjálftar, bæði fyrir og eftir stærsta jarðskjálftann. Þessi jarðskjálftavirkni er aðeins óvenjuleg, þar sem venjulega verða ekki jarðskjálftar í Grímsfjalli nema þegar eldgos hefst en það virðist ekki vera tilfellið núna. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að þessi jarðskjálftavirkni heldur áfram.

Staðan í jarðskjálftahrinunni við Fagradalsfjall þann 2-Ágúst-2022

Þetta er stutt grein þar sem staðan er stöðugt að breytast.

Síðasta nótt var ekki nótt sem margir í Reykjavík fengu svefnfrið. Klukkan 02:27 varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,0 og fannst vel í Reykjavík. Rétt á undan varð jarðskjálfti með stærðina MW4,7. Rétt um miðnætti komu fram þrír jarðskjálftar með stærðina milli Mw4,3 til Mw4,5 og fundust einnig í Reykjavík. Það hafa komið fram fleir en 10 000 jarðskjálftar síðan þessi atburðarrás hófst á Laugardaginn (30-Júlí-2022). Þessi jarðskjálftavirkni sem var í nótt átti sér stað við vestari hluta Kleifarvatns og er það ástæðan afhverju þessir jarðskjálftar finnast svona vel í Reykjavík. Minniháttar tjón var tilkynnt eftir jarðskjálftana um miðnætti. Það hafa ekki komið fram tilkynningar um annað tjón hingað ennþá.

Mikið af grænum stjörnum á Reykjanesskaga vegna mikillar jarðskjálftavirkni. Flestar grænu stjörnunar eru núna við Kleifarvatn en einnig við þar sem Bláa lónið er staðsett og við Grindavík
Mikil jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Allir stóru jarðskjálftarnir sem fundust í nótt voru brotaskjálftar vegna kvikunnskotsins við Fagradalsfjall og þensluna sem er þar. GPS gögnin hafa einnig verið áhugaverða hluti. Við Gónhól er núna land að síga og það svæði virðist einnig vera að færast norður (?). Hægt er að sjá 24 tíma GPS gögn hérna og 8 tíma GPS gögn er hægt að finna hérna.

Þessi jarðskjálftavirkni mun halda áfram þangað til að eldgos hefst. Það er hinsvegar ekki hægt að segja til um það hvenær eldgos hefst þarna. Það má reikna með stórum jarðskjálftum næstu klukkutímana og næstu dagana.

Staðan í Fagradalsfjalli og nágrenni þann 1-Ágúst-2022

Þessi grein er með upplýsingar eins og staðan er þegar greinin er skrifuð. Staðan þarna er stöðugt að breytast og því gæti innihald þessar greinar orðið úrelt að hluta eða í heild með mjög skömmum fyrirvara. Þessi grein er skrifuð klukkan 14:31 þann 1-Ágúst-2022.

Stærsti jarðskjálftinn í nótt var með stærðina Mw4,7 og fannst á öllu Reykjanesinu. Þetta er hugsanlega ekki stærsti jarðskjálftinn í dag, þar sem stærri jarðskjálftar eru alltaf möguleiki.

Mikið af jarðskjálftum á Reykjanesskaga og fullt af grænum stjörnum sem liggja eftir skaganum á jarðfræðikorti Veðurstofu Íslands klukkan 13:45.
Jarðskjálftar á Reykjanesskaga í kjölfarið á kvikuinnskoti við Fagradalsfjall. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Tímagraf af jarðskjálftum klukkan 13:45. Fullt og þéttur punktar síðustu 48 klukkustundinar, dökkbláir puntkar, bláir punktar, gulir puntkar, appelsínugulir punktar og síðan rauðir punktar sem eru mjög þéttir
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga í tímaröð. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

GPS gögnin eru farin að sýna mjög mikla tilfærslu á svæðinu þar sem kvikuinnskotið er að koma inn í jarðskorpuna. Það er hægt að skoða 24 tíma GPS gögn hérna og síðan er hægt að skoða 8 tíma gögn hérna (finna Reykjanes peninsula). Þessi gögn sýna að kvika er að troða sér hratt inn í jarðskorpuna. Hvenær eldgos verður er ekki hægt að segja til um en hugsanlega verður þetta ekki löng bið þar sem kvikan er komin á 2 til 4 km dýpi.

Jarðskjálfti með stærðina Mw5,4 rétt um 3,2 km austan við Grindavík

Í dag (31-Júlí-2022) klukkan 17:48 varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,4 rétt um 3,2 km austan við Grindavík. Þessi jarðskjálfti fannst á stórum hluta Íslands og fannst meðal annars á Hólmavík og í öðrum bæjum á Vestfjörðum samkvæmt fréttum. Það hefur verið tilkynnt um tjón í Grindavík og þar er núna kaldavatnslaust vegna skaða á kaldavatnslögn inn í bænum. Það hefur einnig verið tilkynnt um tjón á innanstokksmunum og vörur hrundu úr hillum verslana.

Mikið af rauðum punktum á Reykjanesskaga og grænum stjörnum vegna mjög mikillar jarðskjálftavirkni sem er sýnd á jarðskjálftakorti Veðurstofu Íslands
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hérna er um að ræða sniðgengisjarðskjálfta sem er ekki beint tengdur kvikuhreyfingum við Fagradalsfjall. Þessi jarðskjálfti verður til vegna þess að kvikan sem er að troðast inn í jarðskorpuna við Fagradalsfjall er að valda spennubreytingum á stóru svæði. Það er einnig möguleiki að tveir jarðskjálftar með stærðina Mw5,4 hafi átt sér stað klukkan 17:48, það var nefnt í fréttum Rúv og ef það er raunin, þá flækir það alla greiningu á jarðskjálftanum og gerir erfiðara að finna út rétta stærð jarðskjálftans. Það má reikna með svona jarðskjálftar verði aftur á þessu svæði á næstu klukkutímum og dögum án nokkrar viðvörunnar. Jafnvel að slíkir jarðskjálftar yrðu nær Reykjavík en þessi jarðskjálfti.

Staðan í Fagradalsfjalli í eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngju

Þetta er stutt grein um stöðu mála en staða mála er stöðugt að breytast. Greinin er skrifuð klukkan 12:24 þann 31-Júlí-2022.

Þegar þessi grein er skrifuð klukkan 12:27 þá hefur ekki neitt eldgos hafist ennþá í Fagradalsfjalli eða nágrenni. Það hafa orðið yfir 3000 jarðskjálftar við Fagradalsfjall síðustu 24 klukkutímana síðan jarðskjálftavirknin hófst í gær (30-Júlí-2022). Það hafa ekki orðið meiriháttar breytingar á gígnum í Fagradalsfjalli en það virðist hinsvegar vera meiri gas losun í gígnum. Hinsvegar er óljóst hvort að þetta er raunverulegt eða ekki.

Mikil jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga í eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngja. Fullt af rauðum puntkum sem sýnir litla jarðskjálfta. Grænar stjörnur raða sér upp í línu sem sýnir stærri jarðskjálfta
Jarðskjálftavirknin í kringum Fagradalsfjalli í eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngju. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þétt jarðskjálftavirkni frá því í gær (30-Júlí-2022). Gulir punktar sýna jarðskjálftana í gær og síðan appelsínugulir punktar sýna 12 tíma puntkana og síðan koma rauðir punktar sem sýna nýjustu jarðskjálftana
Jarðskjálftavirknin við Fagradalsfjall síðan í gær. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mjög líklegt að þetta sé stærri atburður en í fyrra en það á eftir að koma í ljós hvort að það er rétt. Það hafa ekki orðið neinar stórar breytingar á GPS sem þýðir mjög líklega að svæðið sé þanið eins mikið út og það mögulega getur verið. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær kvikan brýtur sér leið upp á yfirborðið en jarðskjálftavirknin bendir til þess að kvikan sé komin á 2 km dýpi og það þýðir að kvikan hefur færst mjög mikið síðustu 24 klukkustundirnar. Þar sem í gær, þá hófst jarðskjálftavirknin á 8 km dýpi.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mínu vinnu með styrkjum. Það er hægt að nota PayPal eða bankamillifærslu, upplýsingar fyrir bankamillifærslu er að finna á síðunni Styrkir. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Mjög kröftug jarðskjálftahrina í Fagradalsfjalli

Ég var ekki heima hluta úr deginum og komst því aðeins að skrifa þessa grein núna.

Í dag (30-Júlí-2022) um klukkan 09:00 byrjaði lítil jarðskjálftahrina. Um klukkan 12:00 þá byrjaði mun stærri jarðskjálftahrina. Þegar þessi grein er skrifuð hafa orðið fleir en 700 jarðskjálftar og stærsti jarðskjálftinn hingað til var með stærðina Mw4,4. Það hafa orðið fleiri en átján jarðskjálftar sem hafa náð stærðinni Mw3,0. Flestir af stærstu jarðskjálftunum fundust í Reykjavík og nálægum bæjum.

Mjög þétt jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga í eldstöðinni Krýsuvík í Fagradalsfjalli. Margar stjörnur í röð sem sýnir stærstu jarðskjálftana. Þessar stjörnur eru í þéttum hóp af rauðum punktum sem sýnir minni jarðskjálfta sem hafa orðið
Jarðskjálftahrinan í Fagradalsfjalli í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Tímagraf sem sýnir jarðskjálftavirknina síðustu 48 klukkustundinar. Frá klukkan 06:00 vex jarðskjálftavirknin stöðugt og um klukkan 12:00 eykst jarðskjálftavirknin mjög mikið. Margir punktar ná talsvert yfir 4 línuna og fullt af puntkum ná yfir 3 línuna sem sýnir stærð jarðskjálfta
Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mjög erfitt að segja til um það hvenær eldgos hefst. Ég tel það mjög líklegustu niðurstöðu af þessari jarðskjálftahrinu. Krafturinn í óróanum sem hefur komið í kjölfarið á þessari jarðskjálftahrinu bendir til þess að næsta eldgos verði stærra. Það er þó ekki hægt að vera viss fyrr en eldgos hefst. Þessa stundina er óróinn að detta niður eða var að detta niður. Ég tel víst að óróinn muni aukast aftur eins og er gjarnan það sem gerist í svona jarðskjálftahrinum þar sem svona kvikuinnskot er á ferðinni þangað til að eldgos hefst.

Ég mun setja inn fleiri uppfærslur eftir því hvernig málin þróast. Rúv og mbl.is hafa kveikt aftur á vefmyndavélum sínum á svæðinu. Þessar vefmyndavélar er að finna inn á YouTube.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mínu vinnu með því að leggja inn á mig að eða nota PayPal takkann hérna til hliðar. Bankaupplýsingar er að finna á síðunni Styrkir og PayPal takkinn er hérna til hliðar. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 í Kötlu

Klukkan 22:57 þann 29-Júlí-2022 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 í eldstöðinni Kötlu. Nokkrir minni jarðskjálftar komu fram í kjölfarið. Það er möguleiki á að stærð þessa jarðskjálfta breytist eftir nokkra klukkutíma, þar sem það tekur talsverðan tíma að finna út rétta stærð jarðskjálfta sem verða í Kötlu.

Græn stjarna í öskju Kötlu í Mýrdalsjökli. Rauðir punktar sem sýna minni jarðskjálfta innan öskju Kötlu í Mýrdalsjökli
Jarðskjálftavirknin í Kötlu í Mýrdalsjökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki hvað er í gangi. Það er möguleiki á að þetta sé ekkert nema venjuleg sumarvirkni í Kötlu. Þar sem eldstöðin Katla kemur stundum með svona jarðskjálfta án þess að eldgos verði. Það verður bara að bíða og sjá hvað gerist í eldstöðinni Kötlu.

Jarðskjálfti með stærðina Mw4,9 í Bárðarbungu

Í dag (24-Júlí-2022) klukkan 13:45 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,9 í eldstöðinni Bárðarbungu. Rétt á undan þessum jarðskjálfta varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,4.

Tvær grænar stjörnur ofan á hverri annari í eldstöðinni Bárðarbungu í Vatnajökli
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu í Vatnajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er stærsti jarðskjálfti í Bárðarbungu síðan Janúar 2020 samkvæmt fréttum. Þessi jarðskjálftavirknin verður vegna þessa að kvika er að flæða inn í Bárðarbungu og það þenur út eldstöðina. Þessi jarðskjálftavirkni í dag mun ekki koma af stað eldgosi en sýnir að eldstöðin er að undirbúa eldgos í framtíðinni.

Styrkir

Ég minni á að það er hægt að styrkja mína vinnu með því að leggja inn á mig. Upplýsingar um það er að finna á síðunni Styrkir eða með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Ég er alveg blankur núna síðustu vikuna í Júlí og það er ekki gott. Takk fyrir stuðninginn. 🙂