Í gær (24-Júní 2024) klukkan 22:42 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Brennisteinsfjöllum.
Það eru ekki neinar tilkynningar um að þessi jarðskjálfti hafi fundist. Það er ennþá hætta á eftirskjálftum á þessu svæði í Brennisteinsfjöllum.
Upplýsingar um eldgos og jarðskjálfta á Íslandi
Í gær (24-Júní 2024) klukkan 22:42 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Brennisteinsfjöllum.
Það eru ekki neinar tilkynningar um að þessi jarðskjálfti hafi fundist. Það er ennþá hætta á eftirskjálftum á þessu svæði í Brennisteinsfjöllum.
Í gær (19-Júní 2024) klukkan 21:26 varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,3 en í kjölfarið á þeim jarðskjálfta urðu nokkrir minni jarðskjálftar.
Síðan þessi jarðskjálftavirkni varð, þá hefur dregið úr jarðskjálftavirkninni í Kötlu. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að eitthvað meira muni gerast í eldstöðinni núna. Venjulega er meiri jarðskjálftavirkni í Kötlu yfir sumartímann.
Þetta er stutt uppfærsla á eldgosinu í Sundhnúkagígum sem hófst þann 29. Maí 2024 klukkan 12:46. Það er hugsanlegt að þetta verði eina uppfærslan um þetta eldgos, þar sem eldgos í Sundhnúkagígum vara bara í einn til þrjá daga svona venjulega. Hvort að það gerist á eftir að koma í ljós.
Í gær (29. Maí 2024) klukkan 12:46 hófst eldgos í Sundhnúkagígum sem eru í eldstöðinni Svartsengi. Eldgosið hófst nærri Sýlingafelli og á svipuðum stað og fyrri eldgos. Þegar mesta eldgosið varð, þá var flæði hrauns um 2000m3/sek. Síðan það var, þá hefur hægt á hraunflæði eldgossins og er það á bilinu 200m3/sek til 600m3/sek en þetta getur breyst hratt og án fyrirvara. Gossprungan var lengst um 4 km en er núna í kringum 1 til 2,5 km að lengd. Lengd sprungunnar mun breytast án fyrirvara.
Í dag (29. Maí 2024) klukkan 12:47 þá hófst eldgos í Sundhnúkagígum. Gossprungan er að lengjast þegar þessi grein er skrifuð.
Það er mjög líklega eldgos að fara að hefjast í Svartsengi, í Sundhúkagígaröðinni. Þessi atburður er ólíklega til þess að vera eingöngu kvikuinnskot sem er þarna á ferðinni. Ég mun setja inn uppfærslu um leið og eldgosið er byrjað.
Í dag (6. Maí 2024) klukkan 17:43 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 og varð í eldstöðinni Krýsuvík. Þessi jarðskjálfti fannst í Reykjavík.
Þegar þessi grein er skrifuð. Þá er þessi jarðskjálftavirkni ennþá í gangi en er mjög ójöfn og það koma jarðskjálftar en ekkert á milli þess. Það er möguleiki á því að þessi jarðskjálftavirkni sé að aukast, þar sem þetta gæti tengst spennubreytingum vegna þenslu í eldstöðinni Svartsengi.
Í dag (5-Maí 2024) klukkan 20:33 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 nærri Eldey á Reykjaneshrygg. Þetta er úti í sjó og talsverða fjarlægð frá landi, þannig að fleiri jarðskjálftar eru að eiga sér stað en koma fram á mælaneti Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Það eru jarðskjálftar sem munu eingöngu sjást á vefsíðu Veðurstofu Íslands eftir að búið er að fara handvirkt yfir þessa jarðskjálftahrinu hjá Veðurstofunni.
Í dag (22. Apríl 2024) klukkan 04:53 hófst jarðskjálftahrina við Reykjanestá. Þessi jarðskjálftahrina er hvorki stór eða mikil þegar þessi grein er skrifuð. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.
Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að þarna sé kvika á ferðinni. Eins og er, þá er þetta of lítil virkni til þess að eldgos geti hafist þarna eins og er. Það getur breyst án viðvörunnar. Staðan á eldstöðinni Reykjanes er óljóst, þar sem hluti þessar eldstöðvar er undir sjó og þá er mun erfiðara að vakta eldstöðina og stundum jafnvel ekki hægt.
Í morgun klukkan 06:37 þann 21. Apríl 2024 þá varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,4 í Bárðarbungu. Stærsti eftirskjálftinn sem kom í kjölfarið á þessum jarðskjálfta var með stærðina Mw3,0. Það er engin jarðskjálftahrina í gangi á þessu svæði þegar þessi grein er skrifuð. Þessi jarðskjálfti fannst á sumum svæðum á Íslandi en fannst líklega á flestum svæðum þar sem mjög rólegt var.
Þessi jarðskjálfti er stærsti jarðskjálftinn í Bárðarbungu síðan í eldgosinu í Holuhrauni árið 2014 til 2015. Þessi jarðskjálftavirkni er langtímamerki um það að þenslan í Bárðarbungu hefur náð nýjum hæðum. Það er mjög ólíklegt að eldgos núna í kjölfarið á þessum jarðskjálfta eða á næstu árum. Styðsti tími milli eldgosa í Bárðarbungu er í kringum 10 ár.
Hérna er mynd af jarðskjálftanum eins og hann kom fram á jarðskjálftamæli hjá mér.
Ég komst ekki að skrifa greinina um Krýsuvík í gær (13. Apríl 2024) þar sem ég var upptekin í öðru.
Í gær (13. Apríl 2024) klukkan 10:02 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 í eldstöðinni Krýsuvík rétt sunnan við Kleifarvatn. Þessi jarðskjálftahrina virðist hafa orðið á sprungu sem er að mestu leiti þekkt fyrir að búa til jarðskjálfta sem verða í tengslum við spennubreytingar á flekaskilum. Þetta misgengi er ekki tengt eldgosavirkni á þessu svæði, þar sem þær sprungur eru meira suðvestur-norðaustur stefnu en þessi sprunga er í stefnuna norður-suður. Það flækir hinsvegar málin að kvika á miklu dýpi getur komið af stað hreyfingum á þessum sprungum óháð gerð þeirra. Mig grunar að það sé tilfellið hérna.
Eldstöðin Krýsuvík er ekki tilbúin til þess að hefja eldgos eins og er, miðað við það sem ég er að sjá núna. Það eru hinsvegar merki um það að eldstöðin sé farin að gera sig tilbúna í eldgos. Hversu löng bið verður þangað til að eldgos byrja í eldstöðinni Krýsuvík er ekki eitthvað sem hægt er að segja til um.