Það er áframhaldandi jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes (vefsíða Global Volcanism Program er ennþá niðri) með smá hléum. Stærsti jarðskjálftinn síðustu 48 klukkutímana var með stærðina Mw3,1. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálfti fannst. Þessi jarðskjálfti þýðir að kvika heldur áfram að þenja út þetta svæði eldstöðvarinnar Reykjanes.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Reykjanes á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessi jarðskjálftavirkni er hluti af hærri en venjulega jarðskjálftavirkni á þessu svæði og hefur verið það síðan árið 2019. Fyrir utan tímabilið í sex mánuði þegar það var eldgos í Fagradalsfjalli. Ég veit ekki hvenær jarðskorpan mun brotna þarna og eldgos hefjast en það er ekki víst að það muni gerast með miklum jarðskjálftum. Það er alveg möguleiki að eldgos hefjist þarna með jarðskjálfta sem er ekki stærri en Mw2,5.
Flutningur til Danmerkur
Í Maí flyt ég til Danmerkur. Það þýðir að ég mun ekki getað uppfært síðuna ef eitthvað gerist á tímabili. Þetta þýðir einnig að jarðskjálftamælastöðin mín á Hvammstanga mun hætta þar sem ég get ekki lengur sent gögn yfir internetið. Mig grunar ástæðan fyrir því sé einhverskonar árás á WinSDR þjóninn sem ég nota. Það er engin lausn á þessu vandamáli, þar sem hugbúnaðurinn er gamall og kominn úr þróun. Ég mun hefja jarðskjálftamælingar í Danmörku eftir flutning. Ég mun helst mæla stóra jarðskjálfta í Miðjarðarhafinu í Danmörku, þá frá Grikklandi og nálægum svæðum. Ég lít á þetta sem ágætt, þar sem ég er með stóran baklogga af jarðskjálftum sem ég eftir að fara yfir. Þar sem það hefur verið mjög mikil jarðskjálftavirkni á síðustu árum vegna eldgosavirkni á Íslandi. Hægt er að skoða jarðskjálftasíðuna mína hérna.
Meirihlutann af Apríl hefur verið jarðskjálftahrina í eldstöðinni Oddnýjarhnjúkur-Langjökull (Hveravellir). Jarðskjálftahrinan er norður-austur eldstöðinni í nágrenni við Hveravelli. Þegar þessi grein er skrifuð hefur enginn jarðskjálfti náð stærðinni Mw3,0.
Jarðskjálftavirknin við Hveravelli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þetta svæði virðist hafa jarðskjálftahrinur á 5 til 10 ára fresti. Síðsta jarðskjálftahrina á þessu svæði var í Nóvember-2007. Minni jarðskjálftavirkni á sér stað milli stærri jarðskjálftaatburða á þessu svæði. Það er óljóst hvað er í gangi þarna en þetta virðast eingöngu vera brotajarðskjálftar í jarðskorpunni á þessu svæði. Þar sem það eru fáir jarðskjálftamælar á þessu svæði, þá mælast aðeins stærstu jarðskjálftarnir sem eru að mælast og koma fram á jarðskjálftakorti Veðurstofu Íslands. Það eru jarðskjálftar með stærðina Mw1,3 og stærri. Jarðskjálftahrinur í meiri fjarlægð frá Hveravöllum eru ekki útilokaðar. Það eru komin næstum því 12 ár síðan það varð jarðskjálftahrina við Blöndulón.
Gleðilega páska. Þennan páskadag (17-Apríl-2022) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes (vefsíða GVP er niðri). Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið hingað til var með stærðina MW3,5. Tveir aðrir jarðskjálftar hafa komið fram með stærðina Mw3,0 og Mw3,2. Þessi jarðskjálftahrina er út í sjó og bendir til þess að kvikuvirkni í eldstöðinni sé að aukast frá því sem var áður. Þessi jarðskjálftahrina hófst milli klukkan 07:00 til 09:00 í morgun og virðist vera lokið þegar þessi grein er skrifuð.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Samkvæmt fréttum þá fundist ekki stærstu jarðskjálftarnir í þessari jarðskjálftahrinu. Þar sem þessi jarðskjálftavirkni er talsvert langt frá landi. Þetta eykur einnig líkunar á því að þarna verði eldgos úti í sjó og það gæti búið til tímabundna eyju, þar sem sjórinn er grynnri á þessu svæði. Jarðskjálftavirkni er að aukast í eldstöðinni Reykjanes á þessari stundu. Hvort að það heldur áfram er erfitt að segja til um á þessari stundu, ef þessi aukning á jarðskjálftavirkni heldur áfram, þá eykur það líkunar á því að eldgos verði á þessu svæði.
Í gær (12-Apríl-2022) hófst kröftug jarðskjálftahrina með jarðskjálfta sem er með stærðina Mw3,9. Það er samt möguleiki á því að þarna hafi verið jarðskjálftahrina minni jarðskjálfta dagana og jafnvel vikunar áður á þessu sama svæði. Þar sem það hefur verið mikið til samfelld jarðskjálftavirkni á þessu svæði síðustu mánuði. Stærsti jarðskjálftinn hingað til fannst á stóru svæði á suðurlandi og vesturlandi. Það hafa orðið fleiri en sjö jarðskjálftar með stærðina yfir Mw3,0 á þessu svæði síðan jarðskjálftahrinan hófst, það er erfitt að segja til um nákvæman fjölda af þessum jarðskjálftum eins og er.
Kröftug jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Reykjanes á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessi jarðskjálftavirkni á sér stað í eldstöðinni Reykjanes. Síðasta eldgos í þessari eldstöð varð hugsanlega árið 1831 en það er ekki víst að svo hafi verið. Þegar þessi grein er skrifuð þá hafa orðið í kringum 280 til 300 jarðskjálftar á þessu svæði samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Þessi tala breytist á hverri mínútu, þar sem jarðskjálftavirknin er mjög mikil og er ennþá í gangi. Þegar þessi grein er skrifuð, þá virðist sem að jarðskjálftavirknin sé að aukast. Staðan þarna getur breyst mjög hratt og með litlum fyrirvara. Ég er að sjá vísbendingar í þessari jarðskjálftahrinu að þarna sé kvika á ferðinni og það er mín skoðun að þarna verði líklega eldgos. Hvort að það verður núna eða seinna er ekki eitthvað sem ég get sagt til um. Það verður að koma í ljós hvað gerist nákvæmlega þarna.
Í dag (3-Apríl-2022) um klukkan 14:00 hófst jarðskjálftahrina norður af Grindavík. Þetta virðist vera jarðskjálftahrina sem tengist þenslu í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa mælst núna voru með stærðina Mw3,3 og Mw3,0.
Jarðskjálftavirknin norður af Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.Jarðskjálftavirknin eins og hún er úr korti Skjálfta-Lísu Veðurstofu Íslands. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi á þessu svæði. Það verða oft hlé á jarðskjálftahrinum á þessu svæði. Hvort að það sé raunin núna veit ég ekki en jarðskjálftahrinur þarna eiga það til að hægja á sér í nokkra klukkutíma. Ég tel víst að þessari jarðskjálftahrinu sé ekki lokið, þó svo að dregið hafi úr jarðskjálftavirkni á svæðinu þessa stundina.
Í morgun (25-Mars-2022) varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftavirkni kemur til vegna þess að eldstöðin er að þenjast út eftir að eldgosinu lauk í Bárðarbungu í Febrúar 2015. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw4,1 en aðrir jarðskjálftar voru minni.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessi jarðskjálftavirkni er eðlileg og síðan eldgosinu lauk í Bárðarbungu í Febrúar 2015. Síðan þá hefur eldstöðin verið að þenjast út og með tímanum mun þessi jarðskjálftavirkni breytast og lengra verða á milli jarðskjálfta af þessari stærð. Stærðir þessara jarðskjálfta mun fara niður í 1 til 2 jarðskjálfta á ári á næstu árum. Eftir það mun tíðni þessara jarðskjálfta lækka niður í einn til tvo jarðskjálfta á nokkura ára fresti.
Jarðskjálftavirknin í Trölladyngja-Krýsuvík eldstöðinni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw3,0. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð. Mjög slæmt veður síðustu vikur hefur komið í veg fyrir að minni jarðskjálftar hafa mælst á þessu svæði. Meiri jarðskjálftavirkni hefur því getað átt sér stað þarna en kemur fram á kortum Veðurstofu Íslands.
Í morgun (5-Mars-2022) var jarðskjálftahrina norður af Kolbeinsey. Það komu fram þrír jarðskjálftar sem voru stærri en Mw3,0 í þessari jarðskjálftahrinu og það mældust einnig minni jarðskjálftar á sama svæði. Vegna fjarlægðar frá jarðskjálftamælaneti Veðurstofunnar þá mældust aðeins stærstu jarðskjálftarnir.
Grænar stjörnur þar sem stærstu jarðskjálftarnir áttu sér stað. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,1 og M3,2. Þarna getur orðið stærri jarðskjálfti en það sem hefur orðið núna. Það er óljóst hvað er að gerast þarna vegna þess að svæðið er afskekkt og undir sjó. Ef að þarna verður eldgos, þá er ekki víst að það sjáist eða að það verði vert við eldgos þarna, eða að það verður aðeins hægt að sá slíkan atburð á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar.
Klukkan 10:11 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,8 (Veðurstofa Íslands) eða Mw5,0 (EMSC) í Bárðarbungu.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu klukkutímana. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Í gær (21-Febrúar-2021) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 í Bárðarbungu, ásamt nokkrum minni jarðskjálftum. Þessi jarðskjálftavirkni sýnir að Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út eftir eldgosið árin 2014 til 2015. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær næsta eldgos verður í Bárðarbungu en það gæti orðið eftir 10 ár eða eftir 100 ár. Síðasta eldgos á undan eldgosinu árið 2014 var árið 1902.
Samþykki fyrir vefköku
Þessi vefsíða notar kökur til þess að muna stillingar og muna eftir stillingum. Þegar þú samþykkir kökur þá samþykkir þú allar kökur frá þessari vefsíðu.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.