Það er áframhaldandi jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes (vefsíða Global Volcanism Program er ennþá niðri) með smá hléum. Stærsti jarðskjálftinn síðustu 48 klukkutímana var með stærðina Mw3,1. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálfti fannst. Þessi jarðskjálfti þýðir að kvika heldur áfram að þenja út þetta svæði eldstöðvarinnar Reykjanes.
Þessi jarðskjálftavirkni er hluti af hærri en venjulega jarðskjálftavirkni á þessu svæði og hefur verið það síðan árið 2019. Fyrir utan tímabilið í sex mánuði þegar það var eldgos í Fagradalsfjalli. Ég veit ekki hvenær jarðskorpan mun brotna þarna og eldgos hefjast en það er ekki víst að það muni gerast með miklum jarðskjálftum. Það er alveg möguleiki að eldgos hefjist þarna með jarðskjálfta sem er ekki stærri en Mw2,5.
Flutningur til Danmerkur
Í Maí flyt ég til Danmerkur. Það þýðir að ég mun ekki getað uppfært síðuna ef eitthvað gerist á tímabili. Þetta þýðir einnig að jarðskjálftamælastöðin mín á Hvammstanga mun hætta þar sem ég get ekki lengur sent gögn yfir internetið. Mig grunar ástæðan fyrir því sé einhverskonar árás á WinSDR þjóninn sem ég nota. Það er engin lausn á þessu vandamáli, þar sem hugbúnaðurinn er gamall og kominn úr þróun. Ég mun hefja jarðskjálftamælingar í Danmörku eftir flutning. Ég mun helst mæla stóra jarðskjálfta í Miðjarðarhafinu í Danmörku, þá frá Grikklandi og nálægum svæðum. Ég lít á þetta sem ágætt, þar sem ég er með stóran baklogga af jarðskjálftum sem ég eftir að fara yfir. Þar sem það hefur verið mjög mikil jarðskjálftavirkni á síðustu árum vegna eldgosavirkni á Íslandi. Hægt er að skoða jarðskjálftasíðuna mína hérna.