Meirihlutann af Apríl hefur verið jarðskjálftahrina í eldstöðinni Oddnýjarhnjúkur-Langjökull (Hveravellir). Jarðskjálftahrinan er norður-austur eldstöðinni í nágrenni við Hveravelli. Þegar þessi grein er skrifuð hefur enginn jarðskjálfti náð stærðinni Mw3,0.
Þetta svæði virðist hafa jarðskjálftahrinur á 5 til 10 ára fresti. Síðsta jarðskjálftahrina á þessu svæði var í Nóvember-2007. Minni jarðskjálftavirkni á sér stað milli stærri jarðskjálftaatburða á þessu svæði. Það er óljóst hvað er í gangi þarna en þetta virðast eingöngu vera brotajarðskjálftar í jarðskorpunni á þessu svæði. Þar sem það eru fáir jarðskjálftamælar á þessu svæði, þá mælast aðeins stærstu jarðskjálftarnir sem eru að mælast og koma fram á jarðskjálftakorti Veðurstofu Íslands. Það eru jarðskjálftar með stærðina Mw1,3 og stærri. Jarðskjálftahrinur í meiri fjarlægð frá Hveravöllum eru ekki útilokaðar. Það eru komin næstum því 12 ár síðan það varð jarðskjálftahrina við Blöndulón.