Gleðilega páska. Þennan páskadag (17-Apríl-2022) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes (vefsíða GVP er niðri). Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið hingað til var með stærðina MW3,5. Tveir aðrir jarðskjálftar hafa komið fram með stærðina Mw3,0 og Mw3,2. Þessi jarðskjálftahrina er út í sjó og bendir til þess að kvikuvirkni í eldstöðinni sé að aukast frá því sem var áður. Þessi jarðskjálftahrina hófst milli klukkan 07:00 til 09:00 í morgun og virðist vera lokið þegar þessi grein er skrifuð.
Samkvæmt fréttum þá fundist ekki stærstu jarðskjálftarnir í þessari jarðskjálftahrinu. Þar sem þessi jarðskjálftavirkni er talsvert langt frá landi. Þetta eykur einnig líkunar á því að þarna verði eldgos úti í sjó og það gæti búið til tímabundna eyju, þar sem sjórinn er grynnri á þessu svæði. Jarðskjálftavirkni er að aukast í eldstöðinni Reykjanes á þessari stundu. Hvort að það heldur áfram er erfitt að segja til um á þessari stundu, ef þessi aukning á jarðskjálftavirkni heldur áfram, þá eykur það líkunar á því að eldgos verði á þessu svæði.