Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 12-September-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 12-September-2021. Fagradalsfjalli er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

Í gær (11-September-2021) um klukkan 05:00 fór órói á SIL stöðvum nærri Fagradalsfjalli að aukast og hélt áfram að aukast yfir daginn. Þetta er fyrsta virknin í eldgosinu eftir 8 daga hlé. Það tók kvikuna nokkra klukkutíma að ná toppi gígsins og sjást þar og í kringum klukkan 12:00 var farið að sjást í hraun í gígnum.

Óróinn á SIL stöðinni Fagradalsfjall (faf). Fjólublár táknar lægsta tíðnisviðið, grænn er miðtíðnisviðið og blár er hæsta tíðniðsviðið sem er mælt. Óróinn er kominn mjög nálægt því að ná stiginu 6000 (enginn kvarði er gefinn).
Óróinn á SIL stöðinin Fagradalsfjall klukkan 00:38 sem sýnir þróun eldgossins í dag (12-September-2021). Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á því að í gær og dag hafi nýir gígar opnast í hrauninu. Veðurstofan segir að þetta sé hraunflæði sem eigi sér stað í hrauninu og hafi brotið sér leið upp á þessum svæðum þar sem svona virkni kemur fram. Ég veit ekki ennþá hvort að það er rétt mat á stöðunni en það tekur nokkra daga að komast að því hvað er rétt í þessu. Það er hinsvegar mitt eigið mat á þessu að þarna séu nýir gígar að myndast og svo lengi sem hraunflæði er stöðugt, þá munu hlaðast upp gígar þarna.

Ef þetta eru gígar eins og mig grunar. Þá mun það breyta hraunflæðinu á svæðinu mjög mikið og mun sú breyting gerast mjög snögglega og auka hraunflæðið frá því sem það var. Hraun gæti einnig farið að flæða niður í Nátthaga og nálæg svæði mjög fljótlega.

Það er stór spurning hvort að eldgosið er hætt að gjósa og stoppa á milli eins og það var að gera yfir langan tíma núna. Ef að eldgosið hefur breyst í eldgos sem gýs 24 klukkutíma á dag. Þá mun það leyfa hrauninu að komast miklu lengri fjarlægð.

Óvissustigi lýst yfir vegna þenslu í Öskju, gul viðvörun fyrir flug einnig gefin út

Vegna þess hversu hröð þenslan er í eldstöðinni Öskju. Þenslan er núna rúmlega 7 sentimetrar og það olli því að Almannavarnir ákváðu að setja Öskju á óvissustig og gula viðvörun gagnvart flugi.

Grænir þríhyrningar sem sýna stöðu eldstöðvanna á Íslandi. Aðeins Askja, Grísmfjall eru gul. Síðan er Krýsuvík appelsínugul.
Staða eldstöðvanna á Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þenslan er núna rúmlega 7 sentimetrar. Hvort og þá hvenær það kemur af stað eldgosi er eitthvað sem ekki er hægt að segja til um. Eldstöðin Askja í dag er það sem er eftir af fjalli sem sprakk í stóru eldgosi árið 1875. Flest eldgos í Öskju í dag eru hraungos nema ef vatn kemst í eldgosið og þá verður sprengigos á meðan vatn kemst í eldgosið.

Óstaðfest virkni í nágrenni við Keilir í eldgosinu í Fagradalsfjalli

Þetta er óstaðfest og getur því verið rangt af mörgum ástæðum. Þetta geta einnig verið rangar tilkynningar en það sem sést á vefmyndavélum bendir til þess að eitthvað sé að gerast. Það hefur eitthvað sést til þessa á vefmyndavélum. Hérna eru tvær myndir sem ég náði af þessari virkni.

Svarthvít mynd í áttina að Keili sýnir ljósan blett sem er svæði sem er heitara en umhverfi sitt á þessari hitamyndavél.
Það er eitthvað þarna á þessari hitamyndavél sem er vísað í áttina að Keili. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Securitas og Mílu.
Svört mynd með tveim ljós punktum. Ljós punkturinn til vinstri er virkni í bíl eða álíka og því manngert. Ljósi punkturinn til hægri er kannski eldgosavirkni á nýjum stað en það er óstaðfest.
Tveir ljós punktar á vefmyndavél sem kallast Reykjanes. Vinstri punkturinn er manngerður en það er ekki víst með ljós punktinn til hægri hvort að það er eldgos á nýjum stað eða manngert ljós. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Mílu.

Það er óljóst hvað er að gerast og þetta gæti allt saman verið rangt. Ég er hinsvegar einnig að sjá í eitthvað ljós koma reglulega upp á bak við stóra gíginn á einni af vefmyndavélum mbl.is á YouTube af stóra gígnum. Stóri gígurinn er óvirkur núna.

Ég veit ekki hvenær staðfesting kemur fram. Þá hvort að þetta er eldgos. Hvort að þetta er ekki eldgos en það mun koma staðfesting á því hvort að þetta er eldgos eða ekki eldgos. Ég mun setja inn uppfærslur hingað inn á næstu klukkutímum ef ég læri eitthvað nýtt um stöðuna á þessu.

Uppfærsla klukkan 03:10 þann 7-September-2021

Ljósið sem sést á seinni myndinni og er til hægri er mjög líklega vitinn á Reykjanesi og því er þetta manngert ljós. Það sem sést á hitamyndavélinni hefur ekki ennþá verið staðfest hvað er.

Uppfærsla klukkan 03:10 þann 7-September-2021

Það sem fólk taldi sig sjá í gær reyndist vera rangt. Þetta gerist stundum og það er lítið við því að gera. Það sem sást á hitamyndavélinni er gígurinn og hitastreymi frá honum. Stóri gígurinn er ennþá óvirkur og núna eru brennisteins útfellingar frá brennisteinsgufunni farnar að koma fram á gígnum.

Grein uppfærð klukkan 03:11 þann 7-September-2021.

Grein uppfærð klukkan 13:42 þann 7-September-2021.

Þensla hófst í Öskju í Ágúst 2021

Samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands þá hófst þensla í eldstöðinni Öskju í Ágúst 2021. Þenslan hefur mælst um 5 sm á mánuði núna. Þenslan á sér stað á svæði sem kallast Ólafsgígar og er rétt fyrir utan öskjuvatn.

Þensla í öskju er sýnd með rauðum lit við Ólafsgíga og er rétt fyrir utan öskjuvatn. Þessi rauði litur minnkar eftir því sem fjarlægð frá miðju þenslunar eykst.
Þenslan í eldstöðinni Öskju. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvort að þessi þensla muni leiða til eldgoss. Þessi þensla hefur hinsvegar valdið jarðskjálftavirkni í Öskju en flestir jarðskjálftarnir hafa verið mjög litlir að stærð.

Þenslan í Öskju. Myndin sýnir færslur á norður - suður og austur - vestur og síðan upp færslum. Þessi færsla er sýnd með punktum og síðan brotinni línu sem er rauð á myndinni.
Þenslan í eldstöðinni Öskju. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Tilkynning Veðurstofu Íslands

Land rís við Öskju

Jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum

Í dag varð kom fram jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Esjufjöllum. Þetta er fyrsta jarðskjálftavirknin þarna í talsverðan tíma og bendir hugsanlega til þess að meiri virkni sé að hefjast aftur í Öræfajökli. Þar sem jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum virðist auka virkni í Öræfajökli. Hvernig það virkar og afhverju er óþekkt eins og stendur.

Jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum í Vatnajökli. Sýnt með nokkrum punktum í Vatnajökli nærri suður ströndinni
Jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðasta eldgos í Esjufjöllum varð kannski árið 1927 en það er óstaðfest. Ef það eldgos varð, þá varði það aðeins í 4 til 5 daga. Þetta svæði er alveg þakið jökli þannig að eldgos þarna kemur af stað jöklumflóðum.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mína vinnu hérna með PayPal. Ég er frekar blankur í September. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu í gær (30-Ágúst-2021)

Í gær (30-Ágúst-2021) varð lítil jarðskjálftahrina austan við Grímsey. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,2.

Jarðskjálftahrina austan við Grímsey. Tvær grænar stjörnur ofan á hverri annari sýna staðsetningu stærstu jarðskjálftana
Jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið í bili. Þarna verða oft jarðskjálftar og jarðskjálftavirkni getur byrjað aftur þarna án nokkurar viðvörunnar.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 19-Ágúst-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem er hluti af Krýsuvíkur-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu.

  • Eldgosið heldur áfram þessum undarlegu skiptingu milli þess að gjósa ekki í nokkra klukkutíma og síðan að gjósa í nokkra klukkutíma.
  • Afleiðingin af þessu ferli í eldgosinu er sú að hraunið rennur aldrei langt frá stærsta gígnum og hleðst eingöngu upp í nágrenni við hann. Það hækkar gíginn og er hann núna kominn í rúmlega 200 metra hæð (+- 50 metra) samkvæmt minni ágiskun.
  • Eldgosið hefur núna varað í fimm mánuði. Eldgosið í Holuhrauni árið 2014 til 2015 sem kom úr Bárðarbungu varði í sex mánuði.
  • Þegar þessi grein er skrifuð þá hafa ekki nýir gígar opnast svo að það sjáist en það útilokar ekki að nýir gígar hafi opnast undir hrauninu. Þar sem þarna eru mjög stórir hraunhellar sem gefur möguleikann á því að nýir gígar opnist þar undir án þess að nokkur verði þeirra var.

Það eru engar frekari uppfærslur um þetta eldgos þegar þessi grein er skrifuð. Það gæti breyst án fyrirvara en mér þykir það samt ólíklegt eins og er.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 16-Ágúst-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli. Sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

  • Það hefur verið staðfest að nýr gígur hefur opnast í barminum á stóra gígnum. Það fór að móta fyrir þessum gíg fyrir nokkrum dögum síðan. Þessi gígur fylgir eftir virkninni í stóra gígnum og er því óvirkur þegar virknin fellur niður þar.
  • Þessi nýi gígur mun breyta hraunflæðinu þarna þannig að hraun mun núna flæða niður í Syðri-Meradali og niður í Geldingadali.
  • Þessa stundin er gígurinn að byggjast upp. Þar sem gígurinn er í gígbarminum á stærri gígnum þá er þetta allt saman mjög óstöðugt og mikil hætta á hruni þarna.
  • Það er mjög líklegt að fleiri nýir gígar munu halda áfram að myndast í kjölfarið á myndun þessa nýja gígs.
  • Það er spurning hvort að þessi gígur tákni að nýtt stig sé hafið í eldgosinu. Það er ekki ennþá orðið ljóst eða komið neitt svar við þessari spurningu.
  • Nýi gígurinn sést vel á öllum vefmyndavélum.

Þoka hefur komið í veg fyrir að það sjást vel í báða gígana. Ég reikna með að þetta verði staðan í dag og á morgun (17-Ágúst-2021) og jafnvel næstu daga. Þokan kemur í veg fyrir að hægt sé að fylgjast almennilega með eldgosinu.

Jarðskjálftahrina í Kötlu

Í dag (14-Ágúst-2021) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.

Græn stjarna í öskju Kötlu sem er stærsti jarðskjálftinn. Minni jarðskjálftar eru táknaðir með punktum sem eru frá bláir á litinn til appelsínugulir. Þessir jarðskjálftar eru dreifðir um öskju Kötlu.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist vera hefðbundin sumar jarðskjálftavirkni í Kötlu. Það hljóp einnig úr nokkrum kötlum samkvæmt mælingum sem sýndu aukna leiðni síðustu daga í jökulám sem liggja frá Mýrdalsjökli. Þetta er hefðbundin sumar virkni og kemur til vegna þess að jökulinn bráðnar yfir sumarið. Þetta gerist næstum því á hverju sumri.

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í gær (11-Ágúst-2021) varð jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina fannst ekki vegna þess hversu langt frá landi hún varð.

Nokkrar grænar stjörnur í vinstra horni myndarinnar sem sýnir jarðskjálfta yfir stærðinni þrír. Auk nokkura rauða punkta. Jarðskjálftanir eru mjög langt frá landi.
Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina mb4,4 samkvæmt EMSC. Hægt er að lesa til um þann jarðskjálfta hérna. Fjarlægðin frá jarðskjálftamælaneti Veðurstofu Íslands kemur í veg fyrir að hægt er að vita hvenær þessi jarðskjálftavirkni hófst og hvenær henni lauk.

Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftavirkni er hluti af því virknitímabili sem er núna hafið á Reykjaneshrygg og mun vara í nokkrar aldir.