Jarðskjálftahrina austur af Grímsey

Þann 4-Febrúar-2021 hófst jarðskjálftahrina austur af Grímsey á Tjörnesbrotabeltinu. Þetta hefur ekki verið mjög stór jarðskjálftahrina þar sem flestir jarðskjálftanir voru með stærðina Mw0,0 til Mw3,0. Stærsti jarðskjáfltinn varð klukkan 20:20 þann 9-Febrúar-2021. Eftir að sá jarðskjálfti varð dró verulega úr jarðskjálftavirkni á þessu svæði.

Jarðskjálftavirknin austan við Grímsey er sýnd með bláum og appelsínugulum punktum á kortinu
Jarðskjálftavirknin austan við Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er algeng á þessu svæði og þarna varð mjög mikil jarðskjálftavirkni árið 2020 á Tjörnesbrotabeltinu.

Jarðskjálftavirkni og fleira í Grímsfjalli

Í gær (29-Janúar-2021) klukkan 23:34 varð jarðskjálfti með stærðina Mw2,4 í Grímsfjalli. Það voru nokkrir minni jarðskjálftar fyrir og eftir að stærsti jarðskjálftinn kom fram. Það varð engin breyting á óróagröfum í kringum þennan jarðskjálfta.

Jarðskjálfti í austur hluta Grímsfjalls er merktur sem gulur punktur auk fleiri jarðskjálfta á sama svæði. Grímsfjall er í miðjum Vatnajökli og er merkt með þríhirningi sem sýnir staðsetningu jarðskjálftamælis Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirkni í Grímsfjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur einnig verið sagt frá í fréttum að jökullinn sem er ofan á Grímsvatni er í hæstu stöðu síðan árið 1996. Þensla vegna kvikusöfnunar er núna í austari hluta Grímsfjalls á svæði sem kallast Eystri Svíahnúkur. Kvikuþrýstingur er í dag jafn eða meiri en þegar Grímsfjall gaus í Maí árið 2011.

Heimildir og fréttir

Íshellan í Grímsvötnum ekki mælst hærri í 25 ár (Rúv.is)
Fundur í vísindaráði almannavarna (Almannavarnir.is)

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Prestahnúkar

Í gær (27-Janúar-2021) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Prestahnúkar. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,0 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.

Jarðskjálftar merktir með gulum punktum í suður vestur hluta eldstöðvarinnar Prestahnúkar
Jarðskjálftavirkni í Prestahnúkar eldstöðinni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið en gæti hugsanlega hafist aftur þar sem jarðskjálftahrinur á þessu svæði eru oft lengi að fara af stað og vara stundum í mjög langan tíma. Stundum vara jarðskjálftahrinur þarna í 1 til 3 ár í það lengsta. Það eru engin merki þess að kvika sé að valda þessari jarðskjálftavirkni á þessu svæði.

Áframhaldandi jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Reykjanes

Föstudaginn 22-Janúar-2021 hófst jarðskjálftahrina austan við Grindavík í eldstöðinni Reykjanes. Þessi jarðskjálftahrina hætti síðan eftir nokkra klukkutíma en síðan hófst ný jarðskjálftahrina Sunnudaginn 24-Janúar-2021 á miðnætti. Allir þeir jarðskjálftar sem komu fram voru mjög litlir að stærð og mjög fáir jarðskjálftar náðu stærðinni Mw1,0.

Jarðskjálftavirknin austan við Grindavík með gulum punktum á kortinu. Bláir punktar sýna eldri jarðskjálfta á kortinu.
Jarðskjálftavirknin austan við Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan sem hófst á Sunnudaginn varði í rúmlega 12 klukkutíma samkvæmt vefsíðu Veðurstofu Íslands. Það er enga breytingu að sjá á GPS gögnum (vefsíðan er hérna). Það er engin breyting á óróagröfum á þessu svæði. Þessa stundina kemur slæmt veður fyrir sjálfvirka mælingu á litlum jarðskjálftum yfir allt Ísland.

PayPal

Ég er hættur að nota PayPal. Það er ennþá hægt að styrkja mig með því að millifæra inná mig samkvæmt þeim upplýsingum sem ég gef uppá styrkir síðunni. Það er öruggara og ódýrara að styrkja mig með því að nota hefðbundna bankamillifærslu heldur en að nota PayPal í þetta.

Jarðskjálftavirkni í Kolbeinsey

Í gær (24-Janúar-2021) klukkan 09:16 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Kolbeinsey. Tveir óstaðfestir jarðskjálftar með stærðina Mw2,6 og Mw2,5 urðu einnig á þessu svæði klukkan 17:37 og 19:06.

Græn stjarna á jaðri kortsins sýnir staðsetningu jarðskjálftans með stærðina Mw3.1
Jarðskjálftinn í Kolbeinsey er þar sem græna stjarnan er. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta svæði er mjög afskekkt og því er erfitt að vita hvort að þarna hafi orðið fleiri jarðskjálftar. Stormveður síðustu daga dregur einnig úr næmni jarðskjálftamæla til þess að mæla litla og fjarlæga jarðskjálfta.

Jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í gær klukkan 23:31 (16-Janúar-2021) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í eldstöðinni Kötlu. Síðasti jarðskjálfti með þessari stærð varð í Nóvember 2020. Engir frekari jarðskjálftar hafa komið fram síðan þessari jarðskjálfti varð.

Jarðskjálfti í norð-austur hluta öskju Kötlu jarðskjálftinn er með græna stjörnu á kortinu. Litlir jarðskjálftar í kringum grænu stjörnuna.
Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Græna stjarnan sýnir staðsetningu stærsta jarðskjálftans. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur verið aðeins meiri jarðskjálftavirkni í Desember 2020 og síðan í Janúar 2021. Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos verði í Kötlu á næstu vikum eða mánuðum. Jarðskjálftavirknin í Kötlu er of lítil miðað við fyrri reynslu af virkni í Kötlu (smágos í Kötlu í Júlí 2011). Ég reikna ekki með neinum breytingum í virkni í Kötlu næstu vikum eða mánuðum. Það gæti ekkert gerst í ár og það væri fullkomnilega eðlilegt fyrir þessa eldstöð.

Kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes

Í dag (10-Janúar-2021) klukkan 03:15 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,1 í eldstöðinni Reykjanes. Þessi jarðskjálfti fannst í Reykjavík. Hrina lítilla jarðskjálfta er ennþá í gangi á þessu svæði þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi. Græna stjarnan er þar sem jarðskjálftinn með stærðina Mw4,1 varð.
Jarðskjálftahrinan í eldstöðinni Reykjanes.
Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Yfir 100 jarðskjálftar hafa komið fram á þessu svæði síðustu 48 klukkutíma. Flestir af þeim jarðskjálftum sem hafa komið fram eru minni en Mw1,0 að stærð. Það eru ekki margir jarðskjálftar sem eru með stærðina Mw1,0 og stærri í þessari jarðskjálftavirkni. Það eru engin merki þess að kvika sér farin að leita upp á yfirborðið í þessari virkni. Sú kvika sem er í jarðskorpunni virðist ætla að vera þar. Gögn frá GPS mælum benda til þess einhver breyting sé í gangi en ég veit ekki hvað það er. Hægt er að skoða GPS gögnin hérna.

Áframhaldandi jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Reykjanes

Í dag (07-Janúar-2021) tveir jarðskjálftar með stærðina Mw3,1 og Mw3,2 urðu í eldstöðinni Reykjanes. Hrina lítilla jarðskjálfta er ennþá í gangi á svæðinu.


Jarðskjálftahrinan í eldstöðinni Reykjanesi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni hefur verið í gangi á svæðinu í eitt ár núna en Veðurstofan varð fyrst vör við þenslu þarna þann 21-Janúar-2020. Það svæði sem er núna virkt er stærra en það sem var í upphafi. Það eru engin merki um að þarna sé eldgos að fara að hefjast en það gæti breyst án viðvörunar.

Kröftug jarðskjálftahrina langt norður af Íslandi

Ég vona að allir hafi haft góð jól og áramót þrátt fyrir erfða stöðu mála á Íslandi og í heiminum.

Samkvæmt sérfræðingum sem voru í fréttum fyrir nokkrum dögum síðan þá er goshléið sem er núna á Íslandi það lengsta í 60 ár. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær þetta goshlé endar.

Í dag (04-Janúar-2021) varð kröftug jarðskjálftahrina langt norður af Íslandi. Samkvæmt mælingum EMSC þá var stærð þessa jarðskjálfta Mb4,7 (upplýsingar um jarðskjálftann er að finna hérna). Veðurstofa Íslands mældi stærð jarðskjálftans sem Mw3,6. Nokkrir aðrir jarðskjálftar mældust með stærðina Mw2,5 til Mw3,0 en nákvæma stærð er ekki hægt að segja til um vegna fjarlægðar frá mælaneti Veðurstofu Íslands og öðrum mælanetum.


Græna stjarnan sýnir staðsetningu jarðskjálftans langt norður of Íslandi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er smá óvissa í staðsetningu vegna fjarlægðar frá mælanetum. Ég vegna ekki hvort að þarna varða frekari jarðskjálftavirkni en vegna fjarlægðar þá mælast aðeins stærstu jarðskjálftarnir á mælanetum Veðurstofu Íslands og öðrum mælanetum.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes og jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg

Í dag (29-Desember-2020) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes. Þetta eru allt saman litlir jarðskjálftar en fjöldi þeirra er talsverður. Þessi jarðskjálftavirkni kemur fram vegna þess að kvika er að troðast inn í jarðskorpuna á þessu svæði.


Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Reykjaneshryggur

Í dag (29-Desember-2020) kom fram jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálfti var mjög langt frá landi. Aðeins einn minni jarðskjálfti virðist hafa komið fram eftir stærri jarðskjálftann. Annars hefur ekki komið fram meiri jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg í dag.


Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.