Aukning í jarðskjálftahrinu austan við Grímsey aðfaranótt 26-September-2020

Aðfaranótt 26-September-2020 varð aukning í jarðskjálftavirkni austan við Grímsey. Það komu fram sex jarðskjálftar sem voru stærri en Mw3,0 og stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw4,3. Jarðskjálftarnir eru á svæði sem heitir Nafir og þarna er eldstöð sem hefur opinberlega ekkert nafn en er einnig kennd við Nafir. Það er engin upplýsingasíða frá Global Volcanism Program um þessa eldstöð og engar upplýsingar er að finna um hvenær þarna varð síðast eldgos. Stærstu jarðskjálftarnir fundust í Grímsey og öðrum nálægum svæðum. Samkvæmt fréttum eru íbúar Grímseyjar orðnir þreyttir á allri þessari jarðskjálftavirkni sem hefur verið í gangi á Tjörnesbrotabeltinu síðan 19-Júní-2020.


Jarðskjálftavirknin austan við Grímsey. Höfundaréttur myndarinnar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í Febrúar 2018 varð jarðskjálfti á þessu svæði með stærðina Mw5,2 á þessu sama svæði. Það eru engin merki um að þarna sé að fara að hefjast eldgos en það er erfitt að vera viss um slíkt. Öll jarðskjálftavirknin á þessu svæði virðist vera tengd flekahreyfingum í þeim sigdal sem þarna er. Allar kvikuhreyfingar munu koma mjög greinilega fram á SIL mælinum í Grímsey og öðrum mælum sem eru þarna á norðurlandi. Það er búist við þarna verði frekari jarðskjálftavirkni og hætta er á stærri jarðskjálftum á þessu svæði. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálftahrina austur af Grímsey

Í dag (25-September-2020) klukkan 11:35 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,7 austan við Grímsey og kom þessi jarðskjálfti af stað jarðskjálftahrinu á þessu svæði síðustu klukkutímana. Þegar þessi grein er skrifuð þá hafa orðið þarna milli 80 til 90 jarðskjálftar. Það eru ekki neinar tilkynningar um að stærsti jarðskjálftinn hafi fundist í Grímsey.


Jarðskjálftahrinan austan við Grímsey. Mynd notuð með leyfi og höfundarréttur myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina tengist ekki þeim jarðskjálftahrinum sem hafa verið í vesturhluta Tjörnesbrotabeltinu. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Styrkir

Hægt er að styrkja mína vinnu með því að nota PayPal takkann eða með því að kaupa frá Amazon í gegnum auglýsingaborðana sem eru hérna á síðunni. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Sterk jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu – Flatey – Húsavíkurmisgenginu

Í dag (15-September-2020) klukkan 14:52 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,6 á Tjörnesbrotabeltinu í Flatey – Húsavíkur misgenginu og fannst þessi jarðskjálfti á stóru svæði og þegar þessi grein er skrifuð hefur ekki verið tilkynnt um neitt tjón.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Mynd notuð með leyfi og höfundarréttur tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Annar stærsti jarðskjálftinn varð klukkan 17:06. Þessi jarðskjálfti fannst en minna vegna minni stærðar. Þessi jarðskjálftavirkni hefur aukið hættuna á mjög stórum jarðskjálfta á þessu svæði eða nálægum misgengjum sem þarna eru. Hættan er að þarna verði jarðskjálfti með stærðina frá Mw6,0 til Mw7,1 á þessu svæði. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Hamrinum

Aðfaranótt 15-September-2020 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 átti sér stað í eldstöðinni Hamarinn (hluti af eldstöðvarkerfi Bárðarbungu). Þarna hefur verið jarðskjálftavirkni í meira en viku og það er óljóst hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir. Þarna varð lítið eldgos í Júlí 2011 og þá varð svipuð aukning í jarðskjálftavirkni áður en það eldgos átti sér stað. Jarðskjálftavirknin er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.


Jarðskjálftavirknin í Hamrinum. Græna stjarnan sýnir það svæði sem er virkt. Mynd notuð með leyfi og höfundarréttur tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þessi jarðskjálftavirkni átti sér stað þá varð engin breyting á óróa á nálægum SIL stöðvum. Það virðist sem að upphaf eldgos í Hamrinum krefjist ekki mikillar jarðskjálftavirkni áður en eldgos fer af stað. Ég veit ekki afhverju það er raunin en þetta er reynslan af litlu eldgosi í Hamrinum í Júlí 2011.

Jarðskjálfti í gær (14-September-2020) í Tjörnesbrotabeltinu

Í gær (14-September-2020) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,4 í Tjörnesbrotabeltinu og fannst þessi jarðskjálfti á Dalvík og Ólafsfirði. Þetta er fyrsti jarðskjálftinn með stærðina yfir Mw3,0 sem verður á þessu svæði þarna í rúmlega mánuð. Jarðskjálftahrinan á þessu svæði hefur verið í gangi allan þennan tíma en eingöngu litlir jarðskjálftar hafa komið fram.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Mynd notuð með leyfi og höfundarréttur myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan á þessu svæði hefur verið í gangi síðan 19-Júní-2020. Ég reikna ekki með það breytist og það er ennþá hætta á mjög stórum jarðskjálfta á Tjörnesbrotabeltinu.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík þann Laugardaginn 12 September 2020

Laugardaginn 12 September 2020 varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík. Þessi jarðskjálftahrina var aðeins virk í nokkrar klukkustundir áður en hún stöðvaðist tímabundið.


Jarðskjálftahrinan í Krýsuvík. Mynd notuð með leyfi og höfundarréttur myndarinnar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stæðina Mw3,0 og fannst sá jarðskjálfti í Reykjavík.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík

Í gær (7-September-2020) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík snemma um morguninn. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,3 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,8. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Krýsuvík. Þessi mynd er notuð með leyfi og höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er hluti af þeirri þenslu sem á sér stað á þessu svæði vegna kvikuinnflæðis á 3 km til 8 km dýpi. Það hefur ekki ennþá komið eldgos þarna er mjög líklegt er að það muni gerast vegna allrar þessar jarðskjálftavirkni. Það er ekki hægt að spá fyrir um það hvenær slíkt eldgos yrði.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu

Í dag (3-September-2020) varð lítil jarðskjálftahrina í Kötlu og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1 en það komu einnig í kjölfarið nokkrir minni jarðskjálftar. Engin breyting varð á óróa í kjölfarið á þessum jarðskjálftum.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Mynd notuð með leyfi og höfundarréttur myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur verið mjög rólegt í Kötlu allt sumarið 2020 og það er ekki að sjá neina breytingu í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni í dag í Kötlu. Síðan klukkan 15:53 hefur allt verið rólegt í Kötlu. Þessari jarðskjálftavirkni virðist vera lokið.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,4 í eldstöðinni Reykjanes

Í dag (3-September-2020) klukkan 10:57 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,4 í eldstöðinni Reykjanes. Þessi jarðskjálfti er áframhald af þeirri jarðskjálftavirkni sem hófst á þessu svæði í Janúar 2020. Það koma róleg tímabil í jarðskjálftavirkni á þessu svæði á milli þess sem að mikil jarðskjálftavirkni á sér stað.


Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Mynd notuð með leyfi og höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er áframhaldandi hætta á því að þarna verði mjög stór jarðskjálfti vegna kvikuinnskota á 3 km til 8 km dýpi. Það er áframhaldandi jarðskjálftavirkni í Reykjanes eldstöðinni.

Jarðskjálftahrina um 42 km norður af Kolbeinsey

Aðfaranótt 3-September-2020 varð jarðskjálftahrina rúmlega 42 km til 50 km norður af Kolbeinsey. Vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu þá eru stærðir þeirra jarðskjálfta sem mældust ekki nákvæmar hvorki að stærð eða staðsetningu.


Jarðskjálftavirknin norður af Kolbeinsey. Mynd notuð með leyfi og höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er hugsanlega bara venjuleg jarðskjálftavirkni á þessu svæði en vegna fjarlægðar frá ströndinni og það að þetta svæði er allt undir sjó þá er ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvað er að gerast þarna.