Jarðskjálfti með stærðina 3,8 í Bárðarbungu

Í dag (4-október-2019) klukkan 16:31 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í Bárðarbungu. Þetta er annar jarðskjálftinn í Bárðarbungu á innan við sólarhring. Eins og með fyrri jarðskjálftann þá hafa ekki orðið neinir eftirskjálftar.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur komið fram minniháttar jarðskjálftavirkni á öðrum stöðum í Bárðarbungu. Ég veit ekki hvort að sú jarðskjálftavirkni er tengd þessum jarðskjálftum sem hafa orðið síðasta sólarhringinn.

Jarðskjálfti með stærðina 3,1 í Bárðarbungu

Í dag (3-Október-2019) klukkan 20:33 varð jarðskjálfti með stærðina 3,1 í Bárðarbungu.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist vera hefðbundin jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu eftir eldgosinu lauk í Febrúar 2015. Engin frekari jarðskjálftavirkni hefur komið fram eftir þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálftahrina nærri Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg

Um nóttina (29-September-2019) varð lítil jarðskjálftahrina ekki mjög langt frá Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,1 og Mw3,3. Þessi jarðskjálftahrina er langt frá landi og því eru mælingar af þessari jarðskjálftahrinu mjög takmarkaðar vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu.


Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið og ekki hafa mælst neinir jarðskjálftar síðustu klukkutímana. Minni jarðskjálftar mælst ekki vegna fjarlægðar frá landi.

Lítil jarðskjálftahrina í Henglinum norðan við Hveragerði

Í gær (11-September-2019) varð jarðskjálftahrina í Henglinum með stærðina Mw3,0. Þessi jarðskjálfti fannst í Hveragerði. Það fannst einnig jarðskjálfti með stærðina Mw1,7 í Hveragerði en það var eingöngu vegna þess hversu nálægt byggð sá jarðskjálfti varð.


Jarðskjálftavirknin í Henglinum í gær (11-September-2019). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar eru mjög algengir á þessu svæði.

Lítil jarðskjálftahrina norður af Grindavík

Í morgun (11-September-2019) varð lítil jarðskjálftahrina norður af Grindavík. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,4 og varð klukkan 06:06 og fannst í Grindavík.


Jarðskjálftahrinan norður af Grindavík (vestari stjarnan). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er hefðbundin flekavirkni á þessu svæði.

Jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 í Bárðarbungu

Í dag (8-September-2019) klukkan 02:00 hófst jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Milli klukkan 02:00 til 02:03 urðu fimm jarðskjálftar í Bárðarbungu og varð stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw4,2 en annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,2. Aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni eins og þessi er mjög algeng í Bárðarbungu eftir eldgosinu lauk í Holuhrauni (2014 til 2015). Þessi jarðskjálftavirkni verður einu sinni í mánuði oftast.

Lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Aðfaranótt 30-Ágúst-2019 varð lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Í kringum 69 jarðskjálftar mældust í þessari jarðskjálftahrinu og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,0. Aðrir jarðskjálftar sem mældust voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinur eru mjög algengar í þessu svæði. Hugsanlegt er að þarna verði sterkari jarðskjálftahrinur á þessu svæði eða nálægu svæði, það gerist stundum á þessu svæði á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftavirkni virðist ekki vera tengt eldvirkni eða neinni eldstöð á þessu svæði.

Jarðskjálftahrina í Krýsuvík

Í nótt (24-Ágúst-2019) varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 í Krýsuvík. Þessi jarðskjálfti fannst í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi. Það hófst lítil jarðskjálftahrina í kjölfarið á þessum jarðskjálfta.


Jarðskjálftavirknin í Krýsuvík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið þegar þessi grein er skrifuð. Jarðskjálftahrinur eru mjög algengar á þessu svæði.

Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Lítil jarðskjálftahrina varð í Bárðarbungu í dag (21-Ágúst-2019). Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,5 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftinn í Bárðarbungu (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti varð í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu. Síðustu mánuði hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast á þessu svæði. Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu verður vegna þess að innstreymi kviku er að þenja út eldstöðina.

Aukin jarðskjálftavirkni í Hamrinum (Bárðarbunga)

Síðustu daga hefur verið aukning í jarðskjálftum í Hamrinum (hluti af Bárðarbungu kerfinu). Hjá Global Volcanism Program er þetta skráð sem Loki-Fögrufjöll. Stærsti jarðskjálftinn þann 12-Ágúst-2019 var með stærðina 2,8 og 2,5 en aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Hamrinum (rauðu/bláu punktanir nærri jaðri jökulsins vestan við Grímsvötn). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðast þegar svona jarðskjálftavirknin hófst í Hamrinum þá varð lítið eldgos þar nokkrum mánuðum seinna. Það eldgos varð þann 12 Júlí 2011. Ég skrifaði um það á ensku hérna og hérna (jökulhlaupið sem kom í kjölfarið á eldgosinu, 13 Júlí 2011). Þau urðu síðan frekari minni eldgos í Ágúst og Nóvember 2011 í Hamrinum sem vörðu að hámark í 4 klukkutíma. Síðan þá hefur eldstöðin róast niður og sérstaklega eftir eldgosið í Bárðarbungu árin 2014 og 2015.

Það er óljóst hvað er að gerast núna í Hamrinum en á þessaris stundu er ekkert eldgos að eiga sér stað og eldgos í Hamrinum mun koma mjög skýrt fram á jarðskjálftamælaneti Veðurstofu Íslands. Það virðist sem að eldgos í Hamrinum geti hafist án nokkurar jarðskjálftavirkni, ég veit ekki afhverju það er. Síðasta stórgos í Hamrinum varð árið 1910 frá 18 Júní til Október.