Jarðskjálftavirkni í Tindfjallajökli

Ég hef ekki skrifað margar greinar um eldstöðina Tindfjallajökul þar sem þessi eldstöð hefur varið síðustu ~12.000 árum í að vera hljóðlát.


Jarðskjálftavirkni í Tindfjallajökli (gular/rauðir punktar). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Allir þeir jarðskjálftar sem hafa átt sér stað eru mjög litlir og enginn þeirra fór yfir stærðina 0,3. Þessi jarðskjálftavirkni virðist aðeins hafa farið inn á sprungusveim Heklu (það mun ekki hafa nein áhrif og ekki valda neinu). Það er óljóst afhverju þessi jarðskjálftavirkni er að eiga sér stað.

Jökulflóð farið af stað úr Grímsvötnum

Samkvæmt fréttum þá er jökulflóð farið af stað úr Grímsvötnum og er búist við því að það nái láglendi á morgun. Ég er ekki að reikna með eldgosi í Grímsvötnum vegna þessa jökulflóðs. Ef það verður eldgos í Grímsvötnum í kjölfarið á þessu flóði þá reikna ég ekki með því að það verði stórt.

Ég mun uppfæra þessa grein eftir því sem þarf eða skrifa nýja grein ef eitthvað stórt gerist.

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Í gær (29-Maí-2018) varð jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Þessi aukning sem varð núna í jarðskjálftavirkni í Öræfajökli var í samræmi við það sem hefur sést áður undanfarna mánuði.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 2,1. Aðrir jarðskjálftar voru minni og var stærð þeirra frá 0,0 og upp í 1,0.

Lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Aðfaranótt 26-Maí-2018 varð lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina virðist eiga uppruna sinn í flekahreyfingum á þessu svæði. Mjög fáir jarðskjálftar mældust á þessu svæði og þetta var ekki stór jarðskjálftahrina talið í fjölda jarðskjálfta.


Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg (gula). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir í þessari jarðskjálftahrinu voru með stærðina 3,0. Aðrir jarðskjálftar sem mældust voru með stærðina 2,0 til 2,8. Vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu þá mældust aðeins stærstu jarðskjálftarnir, minni jarðskjálftar virðast ekki mælast í þessari fjarlægð. Það er hugsanlegt að þarna verði frekari jarðskjálftavirkni á næstu klukkutímum til dögum. Það hefur verið munstur undanfarin ár á Reykjaneshrygg að jarðskjálftavirknin hagi sér á þennan hátt. Það er einnig möguleiki á því að ekkert frekar gerist á þessu svæði.

Tveir sterkir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Í dag (17-Maí-2018) klukkan 15:56 varð jarðskjálfti með stærðina 3,7 í Bárðarbungu. Nokkrum mínútum síðan klukkan 16:00 varð jarðskjálfti með stærðina 4,0. Jarðskjálfti með stærðina 1,9 varð klukkan 16:01 en síðan þá hefur ekki orðið frekari jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu (grænar stjörnur). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Staðsetning þessar jarðskjálftahrinu er á hefðbundum stað í Bárðarbungu þar sem hafa komið fram jarðskjálftahrinu undanfarna mánuði. Þessa stundina er mjög slæmt veður á þessu svæði en ekkert bendir til þess að þarna sé eldgos að fara að hefjast. Ástæðan fyrir þessari jarðskjálftavirkni er útþensla Bárðarbungu eftir eldgosið 2014-Ágúst til Febrúar-2015.

Ný jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Í nótt (10-Maí-2018) varð jarðskjálftahrina í Öræfajökli. Þessi jarðskjálftahrina var ekki stór eins og gerist almennt með jarðskjálftahrinur í Öræfajökli um þessar mundir. Minna en tugur jarðskjálfta átti sér stað í þessari jarðskjálftahrinu. Þessa stundina er engin jarðskjálftavirkni að eiga sér stað í Öræfajökli.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 1,5 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,4 en allir aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð. Þessa stundina þá virðist sem að svona jarðskjálftahrinur séu hefðbundinn hluti af virkni Öræfajökuls. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eða spá fyrir um hvenær það breytist.

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Í dag (06-Maí-2018) og í gær (05-Maí-2018) var jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Jarðskjálftavirknin í gær var stærri en jarðskjálftavirknin í dag. Stærsti jarðskjálftinn í gær var með stærðina 1,5 en allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Stærsti jarðskjálftinn í dag var með stærðina 1,1 en allir aðrir jarðskjálftar sem áttu sér stað voru minni að stærð. Jarðskjálftahrinan í dag var einnig minni en í gær.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli er lítil eins og stendur og ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi þessa stundina. Jarðskjálftavirkni er hinsvegar talsvert yfir bakgrunnsvirkni í Öræfajökli um þessar mundir. Fyrir einhverju síðan þá breytti Veðurstofan öryggistigi Öræfajökuls úr gulu yfir í grænt.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Henglinum (Raufarhólshelli)

Í dag (02-Maí-2018) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Henglinum nærri Raufarhólshelli. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,9 (klukkan 03:46), aðrir jarðskjálftar sem komu í kjölfarið voru minni að stærð en það komu fram tveir jarðskjálftar sem náðu stærðinni 1,0 í þessari jarðskjálftahrinu. Flestir jarðskjálftarnir voru með stærðina 0,3.


Jarðskjálftahrinan í Henglinum nærri Raufarhólshelli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þarna varð kröftug jarðskjálftahrina á tímabilinu 1995 til 1998 (ég hef ekki eldri gögn) og það er hugsanlegt að þarna hafi átt sér kvikuinnskot á þeim tíma. Hægt er að skoða gömul gögn veðurstofunnar frá 1995 til dagsins í dag hérna. Síðan suðurlandsjarðskjáfltanir áttu sér stað árið 2000. Ég býst við því að þetta svæði verði ennþá frekar rólegt fyrir utan þessa smá jarðskjálftavirkni sem stundum kemur fram þarna eins og átti sér stað þarna í dag.

Grein uppfærð klukkan 23:54. Minniháttar textabreytingar.

Kröftug jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í dag (29-Apríl-2018) klukkan 16:13 í Bárðarbungu. Jarðskjálfti með stærðina 2,8 varð klukkan 05:01 síðustu nótt.


Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er venjuleg fyrir Bárðarbungu um þessar mundir. Jarðskjálftavirknin á uppruna sinn í því að Bárðarbunga er að þenjast út eftir eldgosið 2014-Ágúst til 2015-Febrúar. Um þessar mundir verður jarðskjálfti með stærðina 3,0 eða stærri á 2 til 4 mánaða fresti. Svona jarðskjálftavirkni var vikuleg frá árinu 2015 til ársins 2016. Í dag eru færri jarðskjálftar en þeir jarðskjálftar sem koma eru oft stærri í staðinn.