Hérna er einföld greining á því sem er að gerast í Bárðarbungu. Þetta er stutt greining og er því ekki skrifuð yfir nokkra daga eins og ég ætla mér að hafa þessar greinar. Þessi grein verður skipt niður í nokkra hluta til einföldunar (vona ég).
Núverandi virkni í Bárðarbungu
Bárðarbunga er að undirbúa nýtt eldgos hefur verið að gera það síðan eldgosinu lauk í Febrúar-2015. Hvenær það mun síðan gjósa er ekki hægt að segja til um. Það hafa hinsvegar verið að koma fram vísbendingar undanfarið um það hvað gæti gerst í framtíðinni (það þýðir ekki að það muni gerast). Núverandi jarðskjálftavirkni bendir til þess að næsta eldgos verði suður af öskju Bárðarbungu, aðeins sunnan við kvikuganginn sem myndaðist við eldgosið í Holuhrauni. Þar er kvikuinnskot frá Bárðarbungu og hefur verið á þessum stað í lengri tíma, það fór að bera á því á fyrir nokkrum árum síðan og síðustu mánuðum hefur það verið að stækka. Undanfarna mánuði hef ég tekið eftir smá aukningu í jarðskjálftum í kringum þetta kvikuinnskot sem hefur verið að breiða úr sér undanfarna mánuði, með tilheyrandi jarðskjálftavirkni. Ég veit ekki hversu stórt kvikuinnskot er hérna um að ræða, það er þó djúpt, nær niður á 25 km dýpi, líklega dýpra.
Hópur af appelsíngulum jarðskjálftum þegar kvikuinnskotið sýndi sig í gær (25-Maí-2016). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Síðan að virknin hófst í Bárðarbungu þá hefur þetta kvikuinnskot breyst og þetta kvikuinnskot fór að stækka (ég veit ekki hvenær það gerðist) á einhverjum tímapunkti. Núverandi stærð bendir til þess að það sé nú þegar orðið stórt. Hversu nákvæmlega er erfitt að segja til um, ágiskun segir mér að þetta kvikuinnskot nær nú þegar niður á 25 km dýpi, ef ekki dýpra. Þetta kvikuinnskot myndaðist á árunum 2005 til 2008 (eða varð virkt á þessum tíma), það er möguleiki að þetta kvikuinnskot hafi myndast löngu áður, þetta eru hinsvegar fyrstu árin sem ég sá það í jarðskjálftagögnum. Þarna er jökulinn frekar þykkur, í kringum 200 metra þykkur þar sem mest er, þannig að ef eldgos mun eiga sér stað þarna, þá mun það valda jökulflóði.
Eldgosahættan í dag
Núverandi staða Bárðarbungu er sú sem ég kalla „virkt eldfjall – ekkert eldgos“, það þýðir að eldstöðin er ekki róleg (engin virkni). Það er mín skoðun að hættan á eldgosi sé í meðallagi eins og staðan er núna, ekkert bendir til þess að hætta sé á hærra stigi í augnablikinu. Það breytist þó með hverjum deginum og það er mín skoðun að einn daginn mun koma fram jarðskjálftahrina sem setur af stað eldgos í Bárðarbungu og það eru ágætar líkur á því að það eldgos muni eiga sér stað undir jökli.
Sigskatlar í öskjubarminum
Í Ágúst-2014 þegar jarðskjálftahrinan hófst í Bárðarbungu, með kvikuskotinu og þeim smá eldgosum sem áttu sér stað í kjölfarið, þá mynduðust nokkrir sigkatlar í kjölfarið í jöklinum. Undanfarna mánuði þá hafa þessir sigkatlar verið að dýpka og stækka. Þessir sigkatlar eru að bræða ofan af sér jökul sem er í kringum 200 metra þykkur (eftir því sem ég best veit). Ástæðan fyrir myndun þessara sigkatla er hrun Bárðarbungu (oft kallað hægt hrun) sem eldstöðvar í eldgosinu 2014 – 2015. Það er ýmislegt sem bendir til þess að kvikan sé komin grunnt upp í jarðskorpuna (minna en 5 km) á svæðum í Bárðarbungu, en þessi kvika hefur ekki kraftinn til þess að hefja eldgos og það er ekki víst að þessi kvika muni nokkurntímann gjósa. Hægt er að lesa enska vísindagrein um hrun Bárðarbungu hérna. Ég veit ekki hversu nákvæm þessi vísindagrein er, eða hvort að hún hefur verið „peer-reviewed“.
Dýpi jarðskjálfta
Þegar jarðskjálftar með stærðina 3,0 eða stærri eiga sér stað, þá sér stað jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu nokkrum klukkustundum áður. Hérna er hægt að sjá þá atburði ef þeir eiga sér stað. Þetta gerðist ekki alltaf.
Lítill jarðskjálfti í Bárðarbungu en á 26,8 km dýpi. Skjáskot af vefsíðu Veðurstofu Íslands.
Dýpi er mjög mikilvægt hérna, það að þessi jarðskjálfti átti sér stað á 26,8 km dýpi bendir til þess að kvika hafi búið þennan jarðskjálfta til. Það er ekki alltaf tilfellið, í þetta skiptið var það hinsvegar raunin. Þar sem rúmlega 12 tímum síðar varð jarðskjálfti með stærðina 3,4. Það bendir til þess að þrýstingur inní Bárðarbungu hafi breyst (eins og ég skil þessa eðlisfræði).
Jarðskjálftahrinan í kringum kvikuinnskotið. Skjáskot af vefsíðu Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftahrinan í kringum kvikuinnskotið er öðruvísi. Þegar kvika kemur upp af dýpi, þá veldur hún jarðskjálftum þar sem jarðskorpan er veik fyrir og kvikan getur troðið sér inn og þannig stækkað kvikuinnskotið, þetta veldur því að jarðskjálftar koma fram á mismunandi dýpi eins og sést. Þetta þýðir einnig að kvikuinnskotið er að stækka og fáir jarðskjálftar benda til þess að lítið viðnám sé að finna þar sem kvikuinnskotið er í augnablikinu.