Jarðskjálfti í Vatnafjöllum (hluti af eldstöðvarkerfi Heklu)

Í nótt (28. Nóvember 2023) klukkan 05:56 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 varð í Vatnafjöllum. Þarna varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,0 fyrir nokkrum árum og því gæti þetta verið eftirskjálfti frá þeim jarðskjálfta.

Græn stjarna norð-vestur af eldstöðunni Kötlu (engir jarðskjálftar) og suður-vestur af eldstöðinni Heklu (engir jarðskjálftar).
Græn stjarna í Vatnafjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það var lítil jarðskjálftahrina sem kom í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Ég hef ekki séð neinar tilkynningar um að þessi jarðskjálfti hafi fundist.

Staðan í Grindavík þann 15. Nóvember 2023

Þetta er stutt grein um stöðuna í Grindavík þann 15. Nóvember 2023. Upplýsingar hérna gætu orðið úreltar mjög hratt og án viðvörunnar.

Almennt, þá hefur ekki mikið breyst síðan í gær (14. Nóvember 2023).

  • Það hefur ekki orðið nein breyting á jarðskjálftavirkni í kvikuganginum við Grindavík. Það er sterkur vindur á svæðinu og það veldur því að minni jarðskjálftar sjást ekki á mælum Veðurstofunnar.
  • Hluti hafnar Grindavíkur er farinn að síga samkvæmt fréttum. Hversu mikið veit ég ekki en það gæti verið talsvert sig.
  • Hraði sigs í Grindavík hefur aukist frá 7 sm á sólarhring í 12 sm á sólarhring samkvæmt fréttum. Sum svæði innan Grindavíkur hafa lækkað um 2 metra eða meira.
  • Innflæði kviku er ennþá 75 m3/sek inn í kvikuganginn samkvæmt fréttum í dag. Þetta er mikið innflæði af kviku inn í kvikuganginn. Í eldgosinu í Holuhrauni árið 2014 til 2015, þá var flæði kviku í því eldgosi um 90 m3/sek þegar mest var.
  • Samkvæmt frétt á mbl.is. Þá virðist sem að kvika sé að flæða beint upp úr megin kvikuhólfinu á 20 til 40 km dýpi á þessu svæði á Reykjanesskaga. Hægt er að lesa þá frétt hérna.
  • Hluti af Grindavík hefur tapað rafmagninu, ásamt heitu og köldu vatni vegna sigs og annara hreyfinga á jarðvegi og jarðskorpu á þessu svæðum innan Grindavíkur. Það á að reyna bráðabirgðaviðgerð á morgun ef aðstæður leyfa.
  • Eldgos gæti orðið við Sundahnúka eða Hagafell. Þar er mesta innflæði af kviku samkvæmt Veðurstofu Íslands og fréttum.
  • Það verður líklega eldgos í mörgum gígum á sama tíma. Miðað við það sem ég er að sjá í þessari atburðarrás. Það þýðir að hraun mun ná yfir stærra svæði á minni tíma þegar eldgos hefst. Eldgosin í Geldingadal, Meradölum og síðan við Litla-Hrút voru lítil eldgos þar sem það var bara einn gígur sem gaus.
  • Það er eitthvað sem kemur í veg fyrir að kvikan nái upp til yfirborðs og fari að gjósa. Það er óljóst hvað það er. Hinsvegar er kvika kominn á 500 metra dýpi eða grynnra samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Þetta litla dýpi þýðir að eldgos getur hafist án mikillar viðvörunnar eða án þess að tekið sé eftir því í kvikuganginum.

Það er möguleiki á því að hluti af Grindavík fari undir sjó eftir því sem hlutar af bænum halda áfram að síga niður. Þegar eldgosið hefst, hvað fer undir hraun veltur alveg á því hvar eldgosið kemur upp og er alveg handahófs kennt og ekki hægt að segja til um það hvar hraunið rennur.

Ef eitthvað gerist. Þá mun ég setja inn uppfærslu eins fljótt og ég get. Ef eitthvað gerist á morgun, þá mun ég skrifa um það. Annars ætla ég að skrifa næst grein þann 17. Nóvember 2023. Þar sem breytingar á milli daga eru ekki það miklar þessa stundina.

Kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes

Þetta er stutt grein og upplýsingar hérna gætu orðið úreltar mjög hratt og án fyrirvara.

Um miðnætti þann 9. Nóvember 2023 hófst kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes nærri fjallinu Þorbjörn. Þetta er sama svæði og þar sem hefur verið kvikuinnskot í gangi síðan 25. Október 2023. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw5,0 og það hefur verið mikið um minni jarðskjálfta á svæðinu.

Mikið af grænum stjörnum og rauðum punktum í eldstöðinni Reykjanes.
Mikil jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftavirkni er upphafið af eldgosi á þessu svæði eða bara áhrif af þeirri þenslu sem kemur til vegna innstreymis kviku á þetta svæði. Kvikan er ennþá á 5 km dýpi og það mun því taka nokkra klukkutíma fyrir kvikuna að stíga upp í gegnum jarðskorpuna sé kvikan farin af stað. Það þýðir að ekkert mun gerast á yfirborðinu fyrr en í fyrsta lagi á morgun eða kannski ekki fyrr en þann 10. Nóvember 2023. Það veltur allt á því hversu hratt kvikan stígur upp í gegnum jarðskorpuna, ef kvikan er farinn af stað sem er alls ekki víst að svo sé.

Ég mun setja upp uppfærslu á stöðu mála á morgun ef eitthvað meira gerist.

Kvikuhreyfingar við fjallið Þorbjörn í morgun

Í dag (31. Október 2023) um klukkan 08:00 í morgun, þá hófst kvikuhreyfing við fjallið Þorbjörn. Það olli jarðskjálfta með stærðina Mw3,7. Það virðist sem að kvikan sé núna á dýpinu 1,5 km, þar sem kvikan er hvað grynnst. Fyrir nokkrum dögum síðan, þá var þessi kvika á dýpinu um 5 til 8 km dýpi. Þessi kvika er því búinn að rísa mjög hratt á þessu svæði, það bendir til þess að þrýstingur sé meiri miðað við kvikuna sem hefur gosið í Fagradalsfjalli. Aukinn þrýstingur gæti valdið stærra eldgosi þegar það hefst. Þenslan sem er við suðurhluta Fagradalsfjalls er ennþá til staðar og það hefur ekkert dregið úr þeirri þenslu. Það eina sem hefur dregið úr er jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Jarðskjálftavirknin hefur færst til vestari hluta Fagradalsfjalls. Það ætti ekki að útiloka það að eldgos gæti einnig orðið í Fagradalsfjalli á sama tíma. Atburðarrásin við fjallið Þorbjörn gæti hinsvegar seinkað þeirri atburðarrás við Fagradalsfjall.

Rauðir punktar og grænar stjörnur við fjallið Þorbjörn og einnig vestan af því fjalli. Það eru einnig bláir punktar við Reykjanestá eftir jarðskjálftahrinu þar.
Jarðskjálftahrinan við Þorbjörn og vestan við það fjall. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að segja til um það hvað gerist næst í þessu. Eldgos er hinsvegar mjög líklegt en hvar og hvenær er ekki hægt að segja til um en GPS gögn gefa ágæta vísbendingu um hugsanlegar staðsetningar. Staðan núna er mjög flókin og erfitt að segja til um hvað gerist í eldstöðinni Reykjanes og síðan í eldstöðinni Fagradalsfjall.

Ég mun setja inn nýjar upplýsingar um leið og ég veit eitthvað. Ég er búinn að setja saman lista af vefmyndavélum á YouTube síðunni sem ég setti upp fyrir nokkru síðan.

Jarðskjálfti með stærðina Mw4,9 í Bárðarbungu í gær (24. Október 2023)

Í gær (24. Október 2023) klukkan 22:19 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,9 í Bárðarbungu í norður austur hluta eldstöðvarinnar, frekar en í megin gígnum þar sem flestir af þessum jarðskjálftum hafa komið fram síðustu ár.

Græn stjarna í norður austur hluta Bárðarbungu auk gulra punkta sem sýnir minni jarðskjálfta í öskju Bárðarbungu.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessir jarðskjálftar eru í tengslum við þenslu í Bárðarbungu og eins og er, þá er engin hætta á eldgosi í Bárðarbungu. Þetta er annar jarðskjálftinn í Bárðarbungu í ár sem nær stærðinni Mw4,9.

Jarðskjálfti í Bárðarbungu

Í gær (14. Október 2023) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálfti er einn af mörgum jarðskjálftum sem verða vegna þeirrar þenslu sem er núna að eiga sér stað í Bárðarbungu síðan eldgosinu lauk þar árið 2015. Þessi jarðskjálftavirkni mun halda áfram næstu 50 til 100 árin ef ekkert breytist, þó mun jarðskjálftum fækka eftir því sem tíminn líður.

Græn stjarna í norðari hluta öskju Bárðarbungu.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti er eðlilegur og mun ekki koma af stað eldgosi og er ekki fyrirboði eldgoss. Svona jarðskjálfti verður á tveggja til þriggja mánaða fresti í Bárðarbungu núna.

Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu

Í dag (4. Október 2023) klukkan 16:11 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,7 (Veðurstofa Íslands) eða Mw5,0 (EMSC) í Bárðarbungu.

Græn stjarna í Bárðarbungu og síðan eru þarna einnig rauðir punktar í kringum grænu stjörnuna í Bárðarbungu.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er hefðbundinn þenslu jarðskjálfti í Bárðarbungu og svona stórir jarðskjálftar verða á nokkura mánaða fresti. Þetta þýðir að Bárðarbunga er ennþá að þenjast út eftir eldgosið árin 2014 til 2015. Þessi jarðskjálftavirknin mun ekki koma af stað eldgosi og það verður raunin í mjög langan tíma.

Jarðskjálfti í Kleifarvatni

Í gær (26. September 2023) varð jarðskjálfti í Kleifarvatni með stærðina Mw3,3. Nokkrir minni jarðskjálftar komu fram bæði fyrir og eftir þennan jarðskjálfta.

Græn stjarna í Kleifarvatni og það er einnig mikið af jarðskjálftum í öðrum hlutum á Reykjanesskaga.
Jarðskjálftinn í Kleifarvatni og síðan er meira að gerast á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti varð líklega vegna þess að það er komin fram þensla í eldstöðinni Fagradalsfjall sem er þarna vestan við. Það eru engin merki um það að eldgos sé að fara að hefjast á þessu svæði í Kleifarvatni.

Jarðskjálfti í eldstöðinni Reykjanes

Í dag (1. September 2023) klukkan 17:55 þá varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í eldstöðinni Reykjanes. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálfti fannst, þar sem upptökin eru talsvert út í sjó og það er slæmt veður á svæðinu núna. Það hafa komið nokkrir minni jarðskjálftar í kjölfarið á þessum jarðskjálfta.

Græn stjarna við Reykjanestá úti í sjó talsvert frá landi. Nokkrir rauðir punktar við Reykjanestá sem sýnir minni jarðskjálftavirknina á svæðinu.
Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óveður á þessu svæði núna sem dregur mjög mikið úr næmni fyrir litlum jarðskjálftum á þessu svæði. Hvort að þessi jarðskjálftahrina sé ennþá í gangi þegar óveðrið er gengið yfir verður bara að koma í ljós.

Jarðskjálfti í eldstöðinni Kötlu

Í gær (29. Ágúst 2023) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,7. Samkvæmt fréttum fannst þessi jarðskjálfti í byggð á nálægum tjaldsvæðum og sveitarbæjum. Nokkrir minni jarðskjálftar komu fram í kjölfarið á stóra jarðskjálftanum.

Græn stjarna í öskju Kötlu, ásamt nokkrum appelsínugulum punktum sem sýna minni jarðskjálftana sem þarna urðu.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það gerðist ekkert í kjölfarið á þessum jarðskjálfta, eins og hefur verið tilfellið með síðustu jarðskjálftahrinur í Kötlu. Það getur hafist ný jarðskjálftavirkni í Kötlu án viðvörunnar.