Jarðskjálftar í Heklu

Síðustu nótt (11-Janúar-2016) urðu litlir jarðskjálftar í Heklu. Enginn af þessum jarðskjálftum náði stærðinni 2,0.

160111_1600
Jarðskjálftarnir í Heklu (til hægri). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Enginn önnur virkni kom þarna fram í kjölfarið á þessum jarðskjálftum. Engin breyting hefur orðið á óróa síðustu 24 klukkutíma síðan þessir jarðskjálftar áttu sér stað. Eins og þetta lítur út núna þá virðast þessir jarðskjálftar eiga uppruna sinn í spennubreytingum í Heklu og á þessu svæði.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu (vika 01 2016)

Núverandi jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu mun gerast reglulega þangað til að næsta eldgos verður. Vegna þess mun ég ekki skrifa um allar þær jarðskjálftahrinur sem munu eiga sér stað í Bárðarbungu, ég mun helst skrifa um jarðskjálftahrinur þar sem jarðskjálftar verða stærri en 3,0 verða. Staðan í Bárðarbungu er að verða flóknari vegna aukinnar virkni kviku á miklu dýpi og einnig vegna þess að kvikan er að búa sér til leiðir upp á yfirborðið á mörgum nýjum stöðum. Síðan eldgosinu í Holuhrauni lauk þá hefur jarðskjálftum verið að fjölga í Bárðarbungu á undanförnum mánuðum. Þetta sést best á því að næstum því hverri viku verða jarðskjálftar sem ná stærðinni 3,0 eða sterkari í Bárðarbungu. Það hefur einnig verið að koma fram djúp jarðskjálftavirkni undir Trölladyngju Í upphafi var jarðskjálftavirknin á 28 km dýpi en er núna komin upp í rúmlega 20 km dýpi, það ferli tók aðeins 1,5 til 2,5 mánuði (mjög stuttur tími). Það er mín skoðun að þessi jarðskjálftavirkni í Trölladyngju sé áhyggjuefni. Það er alltaf möguleiki á því að kvikan stoppi og komist ekki upp á yfirborðið í Trölladyngju. Ef kvikan kemst mjög nærri yfirborðinu án þess að gjósa þá gæti myndast ný hæð eða háhitasvæði. Hvað svo sem gerist á þessu svæði verður áhugavert.

160110_2155
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu í gær (10-Janúar-2016). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Seinna vandamálið sem er að koma fram núna er Loki-Fögrufjöll einnig þekkt sem Hamarinn. Jarðskjálftinn sem átti sér stað í Hamarinum var með stærðina 3,2 og dýpið 0,7 km. Í Bárðarbungu varð einnig jarðskjálfti með stærðina 3,2 og dýpið 0,1 km. Hamarinn er flókin eldstöð með grunn kvikuhólf. Eftir síðasta jökulhlaup úr skaftárkötlum var ljóst að jarðhitasvæðið er að stækka og að auka virkni sína. Það þýðir að aukin orka er að flæða inn í jarðhitasvæðin í Hamrinum. Það gerist eingöngu þegar ný og heitari kvika kemur inn í eldstöðina. Þessi breyting er varasöm, bæði til styttri og lengri tíma. Til styttri tíma þýðir þetta að mínu áliti að aukin hætta sé á litlum eldgosum í Hamrinum. Hættan að stórum eldgosum hefur einnig aukist við þessa breytingu í Hamrinum. Síðasta stóra eldgos í Hamrinum varð árið 1910 í Júní til Október 1910. Síðasta litla eldgos í Hamrinum varð í Júlí 2011 að mínu áliti. Það eldgos hefur ekki verið staðfest af jarðfræðingum og ég veit ekki afhverju það er raunin. Jökul-flóð fylgdi því litla eldgosi.

Til þess að auka flækjustigið þá er hætta á eldgosum á svæðum þar sem ekki hefur gosið áður, þar sem hætta er á því að nýjar sprungur opnist án mikils fyrirvara í nágrenni við Bárðarbungu. Einnig sem að kvikuinnskot gætu farið á ný svæði án nokkurs fyrirvara. Það er hugsanlegt að núverandi eldgosatímabil í Bárðarbungu vari næstu 20 árin. Eldgosatímabilið sem hófst árið 1862 lauk ekki fyrr en árið 1910. Nýjasta eldgosatímabilið hófst árið 2014 og það er ennþá í gangi. Lengsta eldgosatímabilið sem ég sé í gögnum GVP (Global Volcanism Program) hófst árið 1697, en því lauk ekki fyrr en 1797.

Virkni í Heklu

Í dag varð stakur jarðskjálfti með stærðina 1,7 í Heklu. Engin frekari jarðskjálftavirkni varð í Heklu á kjölfarið á þessum jarðskjálfta.

Frostabrestir

Síðastliðinn sólarhring hefur verið mjög kalt á Íslandi. Þetta hefur valdið frostabrestum víða á landinu undanfarinn sólarhring. Þeir geta komið fram sem hærri órói á SIL stöðvum (bláa bandið). Einnig sem að frostabrestir geta komið fram sem mjög litlir jarðskjálftar á mælakorti Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Síðustu nótt (20-Desember-2015) varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærstu jarðskjálftarnir í þessari jarðskjálftahrinu voru með stærðina 3,5 og 3,1 en aðrir jarðskjálftar voru minni. Flestir af þessum jarðskjálftum voru grunnir, það þýðir að þeir voru innan við 10 km dýpi. Þessi jarðskjálftavirkni á sér stað í norð-austur hluta Bárðarbungu (öskjunnar). Þeir jarðskjálftar sem eru að eiga sér stað núna eru lágtíðni-jarðskjálftar (frekari upplýsingar er að finna hérna á ensku undir b-gerð jarðskjálfti) og bendir það sterklega til þess að kvika sé að valda þessari jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu.

151220_1720
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er augljóslega eitthvað að gerast í Bárðarbungu og það er nú þegar vitað að þensla er að eiga sér stað í Bárðarbungu þessa stundina og sú þensla hófst eftir að eldgosinu lauk í Holuhrauni í Febrúar-2015. Það hefur einnig verið aukin virkni í kvikuinnskotum undanfarið í Bárðarbungu undanfarið og bendir það til þess að þrýstingur sé að aukast inni í Bárðarbungu þessa stundina. Ég hef ekki áhyggjur af hættunni af stóru eldgosi í Bárðarbungu þessa stundina. Það er hinsvegar mín skoðun að mesta hættan þessa stundina sé af hugsanlegum litlum eldgosum í Bárðarbungu, sérstaklega ef slíkt eldgos yrðu undir jökli með tilheyrandi hættu á jökulflóðum. Hættan af slíkum eldgosum ræðst af stærð og lengd slíkra eldgosa. Eins og stendur er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara að hefjast í Bárðarbungu. Það gæti hinsvegar breyst skyndilega ef aðstæður breytast. Það er mín skoðun að norð-austur hluti Bárðarbungu sé orðin mjög veikur vegna stöðugrar jarðskjálftavirkni undanfarna 15 mánuði (rúmlega).

Ný jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í gær (16-Nóvember-2015) varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 3,2. Dýpi þessa jarðskjálfta var 0,5 km og líklega vegna spennubreytinga í jarðskorpunni, frekar en kvikhreifingum á þessu svæði. Jarðskjálftinn átti sér stað í suð-austur hluta öskju Bárðarbungu.

151116_1920
Jarðskjálftinn í Bárðarbungu þann 16-Nóvember-2015. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist vera örlítil aukning í jarðskjálftum í Bárðarbungu þessa stundina. Það er ekki vitað afhverju það á sér stað. Þó svo að eldgosinu hafi lokið í Holuhrauni, þá hefur ekki dregið mikið úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Samkvæmt fréttum í dag, þá ætlar Veðurstofan að hafa auga með virkninni í Bárðarbungu vegna þeirra breytinga sem þar eru að eiga sér stað.

Skaftárhlaup og önnur virkni

Ég hef ekki tíma til þess að skrifa langa grein núna

Skaftárhlaup er að mestu lokið eins og hefur komið fram í fréttum. Flóðið er ennþá í gangi þó svo að mjög hafi dregið úr því eins og komið hefur fram í fréttum. Hægt er að sjá myndir af því tjóni sem flóðið hefur valdið á einni brú hérna (Vísir.is). Hægt er að fá upplýsingar um vatnsmagn flóðsins hérna (mbl.is)

Bárðarbunga

Það virðist sem að jarðskjálftavirkni sé að aukast í Bárðarbungu. Það er ekki ljós hversu mikil aukning á virkni á sér stað þarna. Líklegt er að kvika sé búin að streyma í það miklu magni inn í eldstöðina að þrýstingur er aftur farinn að aukast. Þó hugsanlegt sé að ennþá sé langt í eldgos. Stærsti jarðskjálftinn sem kom fram í þessari viku var með stærðina 3,1.

151004_1635
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni við Hveravelli

Fyrr í þessari viku varð jarðskjálftahrina við Hveravelli. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,5 (eða í kringum þá stærð, vegna vinnu þá gat ég ekki fylgst almennilega með þessari virkni). Það er ekki ljóst afhverju þessi jarðskjálftavirkni er að eiga sér stað.

151003_1200
Jarðskjálftavirknin við Hveravelli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Vesturlands brotabeltið (WFZ)

Í gær (04-Október-2015) hófst jarðskjálftahrina á Vesturlands brotabeltinu (WFZ). Það er ekki ljóst afhverju þessi jarðskjálftahrina er að eiga sér stað en mér sýnist að hún eigi sé að eiga sér stað í kulnaðri eldstöð sem er þarna á svæðinu. Það er hætta á því að jarðskjálftahrinan þarna vari í lengri tíma, þar sem jarðskjálftar eru mjög sjaldgæfir á þessu. Jarðskjálftahrina á þessu svæði gæti varað í vikur til mánuði hið lengsta ef mikil spenna er í jarðskorpunni. Þó er hugsanlegt að jarðskjálftavirkni þarna hætti eftir nokkra daga.

151004_1520
Jarðskjálftavirkni á Vesturlands brotabeltinu (WFZ). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er einnig hætta á stærri jarðskjálftum á þessu svæði ef mikil hreyfing fer af stað þarna. Ég þekki ekki sögu þessa svæðis varðandi það atriði.

Jarðskjálfti í Kerlingarfjöllum

Í dag (25-Ágúst-2015) varð jarðskjálfti í Kerlingarfjöllum (engin GVP upplýsingasíða). Þetta var bara einn jarðskjálfti, stærð hans var 2,2 og dýpið var 11,1 km. Jarðskjálftar eru mjög sjaldgæfir í Kerlingafjöllum og þarna hafa ekki orðið nein söguleg eldgos.

150825_1405
Jarðskjálftinn í Kerlingafjöllum. Kerlingafjöll eru staðsett suð-vestur af Hofsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar eru mjög sjaldgæfir í Kerlingafjöllum, svo sjaldgæfir að þetta er fyrsti jarðskjálftinn sem ég sé þar síðan ég fór að fylgjast með jarðskjálftum. Þarna urðu ekki neinir jarðskjálftar þegar stóru jarðskjálftarnir áttu sér stað árið 2000/2008 á suðurlandsbrotabeltinu með tilheyrandi spennubreytingum á stóru svæði. Þetta er fyrsti jarðskjálftinn sem ég sé í Kerlingafjöllum síðan ég fór að fylgjast með jarðskjálftum eins og ég geri í dag. Ég hef verið að fylgjast með jarðskjálftum á þann hátt sem ég geri í dag síðustu níu ár. Á þessum síðustu níu árum hefur SIL stöðvum verið fjölgað á svæðinu sem gerir mælanetið næmara fyrir smærri jarðskjálftum á stærra svæði og í kringum Hofsjökul.

Róleg vika 32 á Íslandi

Vika 32 hefur verið róleg í jarðskjálftum á Íslandi. Engar jarðskjálftahrinur hafa orðið og þeir jarðskjálftar sem hafa átt sér stað hafa allir verið undir stærðinni 3,0.

150809_2235
Hefðbundin jarðskjálftavirkni á Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Svona rólegheit eru hefðbundin á Íslandi og geta varað í nokkrar vikur í einu, svona rólegheit vara hinsvegar yfirleitt aldrei lengi á Íslandi. Líklegast er að næstu jarðskjálftahrinur verði á Tjörnesbrotabeltinu, Reykjanesinu og á Reykjaneshrygg. Önnur svæði virðast vera róleg á Íslandi.

Sumar jarðskjálftavirkni í Kötlu

Það virðist sem að sumar jarðskjálftavirkni sé að eiga sér stað í Kötlu. Enginn þeirra jarðskjálfta sem hafa átt sér stað hefur náð stærðinni 2,0.

150728_0015
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta virðist vera hefðbundin sumar jarðskjálftavirkni í Kötlu. Þessi virkni á upptök sín í þeirri bráð sem verður í Mýrdalsjökli yfir sumarið, sem þýðir að jökulinn léttist yfir sumarið og það veldur breytingum í há-hitakerfum sem eru í öskju Kötlu. Það má búast við því að þessi jarðskjálftavirkni muni vara allt fram í Október eða fram að þeim tíma þegar snjóa fer á Íslandi.

Jarðskjálftavirkni í Torfajökli

Síðan um síðustu helgi hefur verið jarðskjálftavirkni í Torfajökli. Þetta er mjög lítil jarðskjálftavirkni og telst vera eðlileg fyrir Torfajökuls eldstöðina. Þessi jarðskjálftavirkni á væntanlega upptök sín í breytingum sem eru að eiga sér stað í háhitasvæðum á svæðinu.

150723_2240
Torfajökull er fyrir norðan Kötlu og Mýrdalsjökul. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er líklegt að þessi jarðskjálftavirkni muni vara næstu daga til vikur. Það er ekki hægt að segja til með mikilli vissu hversu lengi þessi jarðskjálftavirkni mun vara í Torfajökli. Það er hætta á því að nýjir hverir opnist á þessu svæði og að eldri hverir hætti í kjölfarið. Fólk sem er að ferðast á svæðinu þarf að hafa þetta í huga, þar sem slíkar breytingar geta verið varasamar.

Aukinn jarðhiti í Surtsey

Í fréttum í gær (21-Júlí-2015) kom fram að aukinn jarðhiti hefði mælst í Surtsey miðað við síðustu mælingu sem var tekin fyrir tveim til þrem árum síðan. Breytingin nemur tíu gráðum. Tilgátan er sú að jarðhitinn hafi aukist í kjölfarið á jarðskjálfta sem átti sér stað í Surtsey síðasta vor (2015). Það hafa orðið fáir jarðskjálftar í eldstöðvarkerfinu sem er kennt við Vestmannaeyjar undanfarin ár, engar jarðskjálftahrinur hafa átt sér stað í Vestmanneyjum (eða í kringum Vestmannaeyjar) síðustu ár.

Það er ljóst að aukinn jarðhiti í Surtsey þýðir að kvika er á ferðinni í eldstöðvarkerfi Vestmannaeyja. Hinsvegar er þetta ferli sem er hafið ekki komið nógu langt fram til þess að hægt sé að átta sig á því hvort að eldgos sé yfirvofandi eða ekki. Aukinn jarðhiti í Surtsey þýðir ekki að farið sé að styttast í eldgos eldstöðvarkerfi Vestmanneyja. Þar sem eldstöðvar hita oft upp jarðveginn og hann kólnar síðan aftur án þess að nokkur skapaður hlutur gerist. Mesta hættan er núna mögulegar gufusprengingar í Surtsey og stafar eingöngu fuglalífinu og plöntulífinu hætta af slíku á sumrin.

Fréttir af auknum jarðhita

Nýjar tegundir finnast í Surtsey (Rúv.is)