Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Síðustu nótt (20-Desember-2015) varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærstu jarðskjálftarnir í þessari jarðskjálftahrinu voru með stærðina 3,5 og 3,1 en aðrir jarðskjálftar voru minni. Flestir af þessum jarðskjálftum voru grunnir, það þýðir að þeir voru innan við 10 km dýpi. Þessi jarðskjálftavirkni á sér stað í norð-austur hluta Bárðarbungu (öskjunnar). Þeir jarðskjálftar sem eru að eiga sér stað núna eru lágtíðni-jarðskjálftar (frekari upplýsingar er að finna hérna á ensku undir b-gerð jarðskjálfti) og bendir það sterklega til þess að kvika sé að valda þessari jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu.

151220_1720
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er augljóslega eitthvað að gerast í Bárðarbungu og það er nú þegar vitað að þensla er að eiga sér stað í Bárðarbungu þessa stundina og sú þensla hófst eftir að eldgosinu lauk í Holuhrauni í Febrúar-2015. Það hefur einnig verið aukin virkni í kvikuinnskotum undanfarið í Bárðarbungu undanfarið og bendir það til þess að þrýstingur sé að aukast inni í Bárðarbungu þessa stundina. Ég hef ekki áhyggjur af hættunni af stóru eldgosi í Bárðarbungu þessa stundina. Það er hinsvegar mín skoðun að mesta hættan þessa stundina sé af hugsanlegum litlum eldgosum í Bárðarbungu, sérstaklega ef slíkt eldgos yrðu undir jökli með tilheyrandi hættu á jökulflóðum. Hættan af slíkum eldgosum ræðst af stærð og lengd slíkra eldgosa. Eins og stendur er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara að hefjast í Bárðarbungu. Það gæti hinsvegar breyst skyndilega ef aðstæður breytast. Það er mín skoðun að norð-austur hluti Bárðarbungu sé orðin mjög veikur vegna stöðugrar jarðskjálftavirkni undanfarna 15 mánuði (rúmlega).