Lítið kvikuinnskot í Bárðarbungu

Í dag frá klukkan 20:10 til 20:14 varð lítið kvikuinnskot í Bárðarbungu. Þetta var mjög lítið kvikuinnskot sem átti sér stað og var dýpið frá 15,6 km til 23,2 km. Miðað við staðsetningu, þá er augljóslega um kvikuinnskot að ræða í Bárðarbungu. Þetta kvikuinnskot er hinsvegar of lítið til þess að hefja eldgos, þetta hinsvegar bendir til þess að kvikuvirkni í Bárðarbungu sé farin að aukast á ný.

151216_2330
Kvikuinnskotið í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

von.svd.16.12.2015.at.23.22.utc
Það eru einnig að eiga sér breytingar í SIL stöðinni í Vonarskarð. Það er óljóst afhverju þessar breytingar stafa og hvað er að valda þeim. Hugsanlega er um að ræða breytingar á jarðhitakerfum í Bárðarbungu en það er ekki hægt að staðfesta það. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki hvort að frekari jarðskjálftavirkni mun eiga sér stað í Bárðarbungu, þar sem ekki er hægt að spá fyrir um hegðun eldfjalla og kvikukerfa þeirra. Eins og stendur er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að hefjast.