Jarðskjálfti í Kleifarvatni

Í gær (26. September 2023) varð jarðskjálfti í Kleifarvatni með stærðina Mw3,3. Nokkrir minni jarðskjálftar komu fram bæði fyrir og eftir þennan jarðskjálfta.

Græn stjarna í Kleifarvatni og það er einnig mikið af jarðskjálftum í öðrum hlutum á Reykjanesskaga.
Jarðskjálftinn í Kleifarvatni og síðan er meira að gerast á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti varð líklega vegna þess að það er komin fram þensla í eldstöðinni Fagradalsfjall sem er þarna vestan við. Það eru engin merki um það að eldgos sé að fara að hefjast á þessu svæði í Kleifarvatni.

Jarðskjálfti í eldstöðinni Reykjanes

Í dag (1. September 2023) klukkan 17:55 þá varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í eldstöðinni Reykjanes. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálfti fannst, þar sem upptökin eru talsvert út í sjó og það er slæmt veður á svæðinu núna. Það hafa komið nokkrir minni jarðskjálftar í kjölfarið á þessum jarðskjálfta.

Græn stjarna við Reykjanestá úti í sjó talsvert frá landi. Nokkrir rauðir punktar við Reykjanestá sem sýnir minni jarðskjálftavirknina á svæðinu.
Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óveður á þessu svæði núna sem dregur mjög mikið úr næmni fyrir litlum jarðskjálftum á þessu svæði. Hvort að þessi jarðskjálftahrina sé ennþá í gangi þegar óveðrið er gengið yfir verður bara að koma í ljós.

Jarðskjálfti í eldstöðinni Kötlu

Í gær (29. Ágúst 2023) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,7. Samkvæmt fréttum fannst þessi jarðskjálfti í byggð á nálægum tjaldsvæðum og sveitarbæjum. Nokkrir minni jarðskjálftar komu fram í kjölfarið á stóra jarðskjálftanum.

Græn stjarna í öskju Kötlu, ásamt nokkrum appelsínugulum punktum sem sýna minni jarðskjálftana sem þarna urðu.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það gerðist ekkert í kjölfarið á þessum jarðskjálfta, eins og hefur verið tilfellið með síðustu jarðskjálftahrinur í Kötlu. Það getur hafist ný jarðskjálftavirkni í Kötlu án viðvörunnar.

Tveir kröftugir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Í gær (28. Júlí 2023) urðu tveir kröftugir jarðskjálftar í Bárðarbungu klukkan 23:42 og síðan klukkan 23:55. Stærðir þessara jarðskjálfta voru Mw3,2 og síðan Mw3,6. EMSC hefur seinni jarðskjálftann með stærðina Mw4,7 en hægt er að skoða þær upplýsingar hérna.

Tvær grænar stjörnur í Bárðarbungu í Vatnajökli. Auk minni jarðskjálfta á sama svæði. Tími á korti er 29. Júlí 2023 klukkan 13:05.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það komu fram nokkrir minni jarðskjálftar í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Þetta er eðlileg þenslu virkni í Bárðarbungu og mun verða í gangi næstu 30 til 70 árin (miðað við fyrri sögu á þessu svæði).

Jarðskjálfti í Kötlu (Mýrdalsjökull)

Í gær (23. Júlí 2023) klukkan 23:17 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,7 í eldstöðinni Kötlu. Þessi jarðskjálfti fannst allt að Hvolsvelli.

Græn stjarna í suður-vestur hluta öskju Kötlu. Það eru ekki margir aðrir jarðskjálftar þarna. Dagsetning á korti er 24. Júlí 23, tími á korti er 14:50.
Jarðskjálfti í öskju Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það kom ekki fram nein önnur jarðskjálftavirkni í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er ekkert að gerast í eldstöðinni Kötlu.

Uppfærsla á stöðunni í eldgosinu við Litla-Hrút þann 10. Júlí 2023 klukkan 19:13

Þetta er stutt grein þar sem aðstæður eru að breytast með skömmum fyrirvara.

  • Lengd gossprungunnar er óljós, þar sem fréttum um lengd gossprungunnar ber ekki saman. Ég hef séð tölur frá 200 metrum og upp í 900 metra. Þetta gæti einnig verið tilfelli þar sem gossprungan er vaxandi.
  • Óróinn á SIL stöðinni Fagradalsfjalli heldur áfram að vaxa. Það bendir til þess að eldgosið sé vaxandi. Það gerist stundum í svona hraungosum, eldgosið byrjar lítið en vex síðan í einhverja klukkutíma.
  • Hraunið flæðir til suðurs og það mun líklega ná til Meradala eftir eina til þrjár vikur, það er eitthvað hraun sem flæðir til norðurs en það er ekki talið vera mikið og mun ekki valda vandræðum. Það er engin hætta á skemmdum á innviðum eða eignum fólks þessa stundina.
  • Það er hætta á því að nýjar sprungur opnist þarna án fyrirvara.
  • Svæðið er afskekkt og erfitt að fara þangað. Lögreglan hefur einnig lokað vegum þarna af öryggisástæðum.

Ég mun setja inn nýja grein þegar nýjar upplýsingar koma fram eða ef eitthvað breytist. Reynslan hefur sýnt það að svona eldgos eru frekar tíðindalaus til lengri tíma. Ég mun haga greinarskrifum mínum í samræmi við það.

Tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Þessi grein er stutt vegna annara atburða sem eru núna að gerast á Íslandi.

Tveir jarðskjálftar urðu í Bárðarbungu klukkan 19:59 og 20:02 þann 4. Júlí 2023. Stærðir þessara jarðskjálfta voru Mw3,3 og Mw3,9.

Tvær grænar stjörnur ofan á hverri annari í Bárðarbungu í Vatnajökli.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta eru hefðbundir þenslu jarðskjálftar í Bárðarbungu.

Reykjanesskagi er hugsanlega ein stór eldstöð

Það kom fram í fréttum í dag (3. Júlí 2023) að GPS mælingar eru farnar að benda til þess að hugsanlega sé allur Reykjanesskagi eins stór eldstöð en ekki margar eldstöðvar eins og talið hefur verið fram til dagsins í dag. Það kom fram í viðtali á Bylgjunni (tengill hérna fyrir neðan) að hugsanlega er Reykjanesskagi ein eldstöð en ekki margar eldstöðvar eins og talið hefur verið í dag. Þetta er byggt á GPS gögnum sem hefur verið safnað síðustu ár og núna í þeirri þenslu sem hófst í Apríl, þá sést að þenslan nær yfir allan Reykjanesskaga sem ætti ekki að gerast ef þetta væru stök eldfjöll.

Staðan á þenslunni núna er að frá Apríl, þá er þenslan búinn að ná 2,5sm (25mm) og mesta þenslan er í kringum Fagradalsfjall. Það þýðir að líklega verður næsta eldgos í Fagradalsfjalli eða í nágrenni Fagradalsfjalls. Þessi þensla mun einnig valda stórum jarðskjálftum eftir því sem hún eykst á næstu vikum og mánuðum, auk þessara hefðbundnu litlu jarðskjálfta sem hafa verið í gangi síðan í Apríl.

Ég veit ekki hvenær skilgreinunni á Reykjanesi verður breytt. Þar sem þetta krefst mikilla rannsókna og yfirferðar af hálfu jarðvísindamanna á Íslandi. Þetta þýðir einnig að það þarf að gefa út mikið af vísindagreinum sem þurfa að fara í ritrýni.

Frétt Vísir.is

Fólk á suð­vestur­horninu má búa sig undir reglu­lega jarð­skjálfta (Vísir.is)

Jarðskjálfti í Kötlu

Í gær, þann 2. Júlí 2023 klukkan 22:57 varð jarðskjálfti í eldstöðinni Kötlu. Þessi jarðskjálfti var með stærðina Mw3,1. Þetta var einn af mjög fáum jarðskjálftum sem áttu sér stað í Kötlu í gær, en það hafa ekki orðið fleiri jarðskjálftar síðan þessi atburður átti sér stað.

Græn stjarna, ásamt bláum punktum, gulum punktum og appelsínugulum punktum í öskju Kötlu.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðan síðasta jarðskjálftahrina varð í Kötlu. Þá hefur verið tiltölulega rólegt á því svæði síðustu daga.

Jarðskjálfti í Þórðarhyrnu

Í dag (29. Júní 2023) klukkan 07:48 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í eldstöðinni Þórðarhyrnu. Þetta var bara stakur jarðskjálfti og síðan kom jarðskjálfti með stærðina Mw1,3 klukkan 08:17 og síðan þá hefur ekkert meira gerst. Þórðarhyrna er eldstöð sem er innan sprungukerfis eldstöðvarinnar Grímsfjalls en er samt sjálfstæð eldstöð þar. Stundum verða eldgos í Þórðarhyrnu og Grímsfjalli á sama tíma.

Græn stjarna í suður hluta Þórðarhyrnu og það er ekkert mikið meira á kortinu. Tími á korti er 29. Jún, 23, klukkan er 13:20 á kortinu.
Jarðskjálftavirkni í Þórðarhyrnu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðasta eldgos í Þórðarhyrnu varð milli áranna 1890 til 1900. Ég er ekki viss um hvaða ár, þar sem eldgos sem urðu í Grimsfjalli voru oft sett að þau hefðu orðið í Þórðarhyrnu og siðan gerðist það einnig að eldgos í Þórðarhyrnu voru álitin í Grímsfjalli. Síðasta eldgos varð því frá 120 til 140 árum síðan.