Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu

Í dag (4. Október 2023) klukkan 16:11 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,7 (Veðurstofa Íslands) eða Mw5,0 (EMSC) í Bárðarbungu.

Græn stjarna í Bárðarbungu og síðan eru þarna einnig rauðir punktar í kringum grænu stjörnuna í Bárðarbungu.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er hefðbundinn þenslu jarðskjálfti í Bárðarbungu og svona stórir jarðskjálftar verða á nokkura mánaða fresti. Þetta þýðir að Bárðarbunga er ennþá að þenjast út eftir eldgosið árin 2014 til 2015. Þessi jarðskjálftavirknin mun ekki koma af stað eldgosi og það verður raunin í mjög langan tíma.