Í dag (5. Október 2023) urðu tveir jarðskjálftar sem tengjast virkninni í Fagradalsfjalli. Fyrri jarðskjálftinn varð í Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu og var með stærðina Mw3,3. Þetta var brotajarðskjálfti sem kom fram vegna þenslunar í Fagradalsfjalli. Seinni jarðskjálftinn varð norður af Grindavík og var með stærðina Mw3.2. Sá jarðskjálfti var hluti af jarðskjálftahrinu sem tengist kvikuinnskoti á því svæði. Þetta svæði norður af Grindavík hefur verið að sjá mjög mikið af jarðskjálftavirkni á síðustu mánuðum. Það er allt saman tengt kvikuinnskoti á þessu svæði.
Þessi aukna jarðskjálftavirkni síðustu vikur bendir sterklega til þess að það muni gjósa aftur á þessu svæði fljótlega. Hvenær það gerist er ekki hægt að segja til um og þegar þessi grein er skrifuð, þá er jarðskjálftavirknin of lítil til þess að eldgos sé að fara að hefjast. Það gæti þó breyst án viðvörunnar eins og var raunin með síðustu eldgos. Það er einnig möguleiki að eitthvað hafi breyst eftir síðasta eldgos, en svar við þeirri spurningu mun ekki koma fram fyrr en þegar næsta eldgos hefst. Það eina sem er hægt að gera núna er að bíða eftir því sem vill gerast.