Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands í dag (14. Október 2023). Þá er líklegt að næsta eldgos í Fagradalsfjalli eða nágrenni verði í kringum jólin eða mögulega fyrr. Eftir að eldgosinu lauk þann 6. Ágúst 2023 hefur þensla í Fagradalsfjalli verið mun hraðari en eftir síðustu tvö eldgos. Þegar þessi grein er skrifuð, þá varð jarðskjálfti með stærðina Mw2,7 norður af Grindavík og fannst þessi jarðskjálfti í Grindavík.
Eftir að síðustu tveimur eldgosum lauk í Fagradalsfjalli. Þá hefur tíminn milli eldgosa verið um tíu mánuðir. Það virðist vera að breytast. Þar sem tíminn núna þangað til að næsta eldgos hefst verður hugsanlega aðeins í kringum fjóra til sex mánuðir. Þetta er um helmingurinn af þeim tíma frá því að síðasta eldgosi lauk. Þessi staða er hættuleg, þar sem eldgos getur hafist án mikillar viðvörunnar eða jarðskjálftavirkni. Veðurstofan mælir með því að fólk fari varlega þegar það er að ferðast í kringum eða í nágrenni við Fagradalsfjall.