Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes (ennþá í gangi)

Í dag (27. September 2023) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Þegar þessi grein er skrifuð eru stærstu jarðskjálftarnir með stærðina Mw3,3 og Mw3,1.

Græn stjarna í eldstöðinni Reykjanes og síðan er einnig græn stjarna við Reykjanestá sem er á svipuðu svæði. Þarna eru einnig rauðir punktar sem sýna minni jarðskjálfta þarna.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ástæða þessara jarðskjálfta og jarðskjálftahrinu virðist vera kvikuhreyfing eða kvikuinnskot á þessu svæði. Ég veit ekki hvort að þetta mun valda eldgosi þarna á þessu svæði, þar sem þessi jarðskjálftavirkni virðist vera of lítil fyrir slíkan atburð. Það gæti breyst án fyrirvara eins og gerist oft með eldstöðvar. Þetta er hinsvegar mjög virkt tímabil þarna og hvað mun gerast er óljóst eins og er.