Upplýsingar hérna verða úreltar mjög hratt og án viðvörunnar.
Jarðskjálftahrina hófst klukkan 21:05 í kvikuinnskotinu sem myndaðist þann 10. Nóvember. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi og tengist því þegar eldgosasprungan er að lengjast suður í áttina að Grindavík. Eldgosið hófst klukkan 22:17. Það er mikið af hættulegu eldfjallagasi í þessu eldgosi. Þetta er ekki eldgos sem er ferðamannavænt og fólk ætti alls ekki að fara að eldgosinu.
Jarðskjálftavirknin við kvikuganginn. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Ég mun setja inn nýjar upplýsingar í nýrri grein seinna í kvöld eða á morgun.
Hérna er staðan í Grindavík eftir því sem ég best veit hvernig hún er. Þetta er stutt grein og upplýsingar hérna gætu orðið úreltar með skömmum fyrirvara og án viðvörunnar.
Ég biðst afsökunar á því hversu seint þessi grein er hjá mér. Ég er að setja upp nýja tölvu og það hefur verið smá vandamál, þar sem ég set tölvurnar mínar saman sjálfur. Frekar en að kaupa tölvu sem er sett saman fyrir mig.
Yfirlit yfir stöðuna í Grindavík
Innflæði kviku inn í kvikuganginn virðist hafa stöðvast fyrir einum eða tveimur dögum síðan. Það þýðir að kvikugangurinn er farinn að kólna niður, þar sem það er ekkert innflæði af nýrri kviku til þess að viðhalda hita í kvikuganginum. Það mun taka kvikuganginn á sumum svæðum mörg ár að kólna alveg niður og á sumum svæðum, jafnvel áratugi. Þetta þýðir einnig að sigdalurinn hefur að mestu leiti hætt að færast til á sumum svæðum. Það er óstöðugleiki í jarðskorpunni við Grindavík og nágrenni og þessi óstöðugleiki mun jafnvel vara í mörg ár, jafnvel áratugi eftir að eldgos hætta á þessu svæði eftir nokkur hundruð ár.
Þenslan hefur núna náð næstum því sömu hæð og var þann 10. Nóvember en það vantaði aðeins um 50mm þangað til að sömu stöðu var náð. Þenslan í Svartsengi virðist einnig vera að búa til sprungur þar en fréttir voru óljósar á því hvar þessar sprungur voru á þessu svæði. Svæðið í kringum Svartsengi, Grindavík og nágrenni er ennþá hættusvæði samkvæmt mati Veðurstofu Íslands.
Hættusvæðin í kringum Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það er hægt að ná í þessa mynd af fullri stærð hérna á vef Veðurstofu Íslands.
Þetta er ekki búið og það er ekki hægt að vita hvenær næsta atburðarrás hefst í Svartsengi. Það verður lítil eða engin viðvörun þegar næsta atburðarrás hefst samkvæmt Veðurstofunni. Það verður að mestu leiti aðeins tveggja tíma viðvörun áður en eldgos hefst þarna en hugsanlega verður einnig styttri tími. Það þýðir að vera í Grindavík í lengri tíma er mjög hættulegt.
Þetta er síðasta uppfærslan hjá mér um stöðuna í Grindavík þangað til að eitthvað gerist.
Þetta er stutt grein og upplýsingar hérna gætu orðið úreltar án mikils fyrirvara.
Það hefur ekki mikið verið að gerast síðustu daga. Hérna er yfirlit yfir síðustu daga.
Það er áfram þensla í Svartsengi. Á GPS upplýsingum sem ná yfir 90 daga þá hefur þenslan náð núllpunkti á síðustu dögum, það er, þenslan er kominn á sama stað og hún var þann 25. Október 2023. Þenslan þar samt að aukast um 100mm í viðbót svo að hún nái sömu hæð og var þann 10. Nóvember og sillan brotnaði og kvikuhlaup hófst. Það er hinsvegar mikilvægt að GPS gögn frá Janúar 2020 sýnir að sigið þann 10. Nóvember var um 140mm fyrir neðan upphafspunkinn í Janúar 2020 á GPS gögnunum.
GPS gögnin frá Janúar 2020 sýnir að þenslan í Svartsengi er í kringum 230 til 250mm frá Janúar 2020. Það er hægt að skoða þessi GPS gögn hérna (þetta er ekki https tengill, það þarf að bæta við undanþágu í Google Chrome eða nota Mozilla Firefox). Það er mikið um GPS gögn á þessari síðu og því tekur tíma að finna rétt gögn. Það er talsvert um GPS gögn sem ná yfir 12 tíma.
Þenslan í Svartsengi þarf hugsanlega að ná sömu stöðu og var þann 10. Nóvember áður en sillan brotnar á ný og nýtt kvikuhlaup hefst. Kvikuhlaupið þann 10. Nóvember virðist hafa breytt aðstæðum í Svartsengi, þannig að ekki er hægt að vera viss hvað gerist næst.
Sigdalurinn, eftir því sem ég sé best, heldur áfram að breytast með því að síga og rísa á víxl. Þetta býr til áframhaldandi tjón í Grindavík á húsum og innviðum þar.
Það eru færri fréttir um það hvað er að gerast á svæðinu. Það þýðir að ég hef minni upplýsingar um það hvað er að gerast á svæðinu.
Næsta uppfærsla ætti að verða þann 8. Desember nema ef eitthvað gerist í Svartsengi.
Þetta er stutt grein um stöðuna í Grindavík og upplýsingar hérna geta orðið úreltar án fyrirvara. Þessi grein er skrifuð þann 1. Desember klukkan 00:45.
Það er ekki mikið að gerast í Grindavík þessa dagana. Fólk má núna vera inni í Grindavík frá klukkan 07:00 til klukkan 19:00 held ég að sé tímasetningin á þessu núna. Jarðskjálftavirknin er í lágmarki núna.
Daglegar upplýsingar
Dýpsta hola sem hefur uppgötvast er með dýpið 25,7 metrar og er þá kominn niður í grunnvatn á svæðinu. Þannig að líklegt er að þessi hola sé ennþá dýpri en það. Á 25 metra dýpi, þá fer vatnið að fela dýpt sprungunnar. Það er frétt Rúv hérna þar sem eru myndir af þessari holu og vatninu sem er þar.
Nýjar sprungur halda áfram að myndast í Grindavík og nágrenni. Ásamt því að jörð heldur áfram að síga á stóru svæði. Þetta er að valda meiri skemmdum á húsum, vegum og fleiri hlutum í Grindavík.
Höfnin er búinn að síga um 30 til 40 sm samkvæmt fréttum frá því fyrir um tveimur dögum síðan. Það er spurning hvort að þetta sig haldi áfram og valdi því að sjór nái að flæða þarna inn á stórt svæði.
Eldstöðin Svartsengi heldur áfram að þenjast út. Þenslan í dag var 30mm en hefur undanfarna daga verið í kringum 10mm á dag síðustu daga. Aukin þensla bendir til þess að það innflæði kviku sé farið að aukast á ný inn í Svartsengi.
Það er hugsanlegt að eitthvað fari að gerast í kringum eða eftir 9. Desember, þegar reikna má með því að þenslan í Svartsengi nái sömu stöðu og áður en sillan brotnaði þann 10. Nóvember og tæmdi sig í kjölfarið og bjó til kvikuganginn sem er núna undir Grindavík og nágrenni.
Þessi grein er stutt þar sem upplýsingar hérna geta orðið úreltar án fyrirvara. Þessi grein er skrifuð þann 29. Nóvember klukkan 00:11.
Það hefur verið lítil jarðskjálftavirkni síðustu daga við Grindavík. Það hafa komið fram jarðskjálftahrinur við Sundhnúka og Sundhnúkagíga sem bendir til þess að aukið magn af kviku sé að reyna að troða sér þar upp en hefur ekki alveg nægan þrýsting til þess að ná því. Ég veit ekki hversu mikið innflæði af kviku er núna við Sundhnúka og Sundhnúkagíga.
Daglegar upplýsingar
Kvika flæðir ennþá inn í kvikuganginn. Ég veit ekki hversu mikið innflæðið er í dag.
Eldgos getur hafist án viðvörunnar við Sundhnúka og Sundhnúkagíga.
Nýjar sprungur halda áfram að myndast í Grindavík, ásamt holum í jarðveginum sem skapar ýmis vandamál.
Þensla í Svartsengi er í kringum 10mm/á dag og jafnvel upp í 40mm/á dag. Núna hefur þenslan minnkað niður í 10mm/á dag en það gæti breyst án viðvörunnar.
Toppurinn á Keili hefur færst til samkvæmt fréttum. Ég veit ekki hversu mikil þessi færsla er.
Björg á stærð við húsbíla hafa oltið úr fjöllum samkvæmt fréttum.
Sprungur eru að myndast á stóru svæði á Reykjanesskaga í nágrenni við Grindavík. Það skapar hættu fyrir fólk sem ætlar sér að ferðast á þessu svæði vegna þessar nýju sprungna.
Atburðunum í Grindavík er ekki lokið. Þeir eru ennþá í gangi en það er þessi pása í gangi núna sem ég veit ekki afhverju er að eiga sér stað. Svona rólegheita tímabil milli atburða virðist vera eitthvað sem eldstöðvarkerfið Reykjanes gerir og ég veit ekki afhverju svo er en þetta er raunveruleikinn í dag.
Þetta er stutt grein um stöðuna í Grindavík þann 24. Nóvember 2023. Þessi grein er skrifuð klukkan 20:00. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar mjög hratt og án fyrirvara ef eitthvað gerist.
Virknin á svæðinu í kringum Grindavík hefur minnkað síðustu daga. Það þýðir að ég mun skrifa færri uppfærslur hingað inn á meðan þessi rólegleit eru. Þetta getur þó breyst án nokkurs fyrirvara.
Dagleg uppfærsla
Það er ennþá færsla á sprungum innan Grindavíkur og nýjar sprungur eru að opnast upp eða þakið á þeim er að hrynja og þá koma þessar sprungur í ljós.
Jarðskjálftavirknin er núna í lágmarki. Þetta mun væntanlega eingöngu vara í skamman tíma.
Þenslan í Svartsengi er núna um 140 til 160mm frá 10. Nóvember en dagleg þensla er í kringum 30 til 40mm.
Svæðið sem er núna að þenjast í Svartsengi er stærra en það sem var að þenjast í kringum 10. Nóvember og fyrir þann tíma. Þetta hefur valdið óvissu í GPS gögnum á svæðinu eins og ég skil stöðu mála. Sigdalurinn í Gindavík er einnig að búa til skekkjur í GPS gögnunum á svæðinu þar sem hann heldur áfram að síga og það er að draga niður svæðið í kringum sigdalinn aðeins. Hversu mikil þau áhrif eru veit ég ekki.
Atburðurinn þann 10. Nóvember 2023 er harðasti atburður í sögu mælinga hjá Veðurstofu Íslands. Samkvæmt frétt frá Veðurstofu Íslands og þeirra athugun.
Það er mín skoðun að núverandi rólegheita tímabil í Grindavík muni ekki vara nema í nokkra daga að í mesta lagi nokkrar vikur. Það mun taka um 30 daga þangað til að næsta kvikuinnskot verður, það er í kringum 10. Desember sem það gæti gerst. Staðan er hinsvegar að breytast mjög hratt og því er ekki hægt að segja til um hvað gerist á næstu dögum eða vikum.
Ef eitthvað gerist. Þá mun ég skrifa nýja grein eins fljótt og ég get.
Þetta er stutt grein og upplýsingar hérna gætu orðið úreltar mjög hratt. Þessi grein er skrifuð Mánudaginn 20. Nóvember 2023 klukkan 23:45.
Truflanir vegna veðurs
Slæmt veður kemur í veg fyrir að litlir jarðskjálftar mælast á Reykjanesinu og það mun ekki lagast fyrr en á Fimmtudaginn 23. Nóvember 2023.
Dagleg uppfærsla
Það hefur ekki verið mikil breyting síðan í gær. Þetta er eðlilegt.
Þensla í Svartsengi er kominn upp í rúmlega 30mm/á dag frá því sem var en þenslan var um 15mm/á dag.
Það tók 17 daga frá 25, Október og fram til 10. Nóvember þegar haftið sem hélt aftur af kvikunni undir Svartsengi brast og olli kvikuhlaupinu inn í Sundhnúka og fram til Grindavíkur.
Það er spurning hvað gerist þegar næstu 17 daga koma upp. Þar sem hvað svo sem heldur aftur af kvikunni núna mun brotna á og þá mun ferlið sem fór af stað þann 10. Nóvember byrja aftur og mun hugsanlega fara inn í sama kvikuganginn aftur. Það gæti myndast nýr kvikugangur við hliðina á kvikuganginum sem myndaðist þann 10. Nóvember. Það er ekki stór möguleiki en hann er til staðar.
Aðrar upplýsingar
Það hafa ekki verið birtar miklar upplýsingar í dag og ég sé ekki mikið gerast á jarðskjálftamælum í kringum Grindavík og á því svæði þessa stundina.
Kort Veðurstofunnar um hættusvæðið í Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það er þekkt að fyrir eldgos kemur svona rólegt tímabil áður en eldgos hefst. Af hverju það er ekki almennilega þekkt. Það gæti ekki gosið en það er ólíkleg niðurstaða, þar sem innflæði kviku er of mikið og kvikan er kominn of nálægt yfirborðinu. Það er einnig of mikið innflæði af kviku inn í Svartsengi til þess að það gjósi ekki þarna. Þetta er eins og ég sé stöðuna núna.
Þetta er stutt grein um stöðuna í Grindavík þann 17. Nóvember 2023. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar mjög hratt.
Staðan í dag
Grindavík heldur áfram að síga. Samkvæmt fréttum í dag, þá hefur aðeins hægt á siginu.
Það hefur aðeins hægst á jarðskjálftavirkninni síðustu klukkutímana (þetta er skrifað klukkan 23:48).
Nokkur hús í Grindavík hafa algerlega eyðilagst.
Almennar upplýsingar
Þetta tók mig heila viku. Það virðist sem að kvikuinnskotið við Svartsengi sé ástæða þess að núna er komið kvikuinnskot undir Grindavík. Þenslan í Svartsengi síðustu viku hefur verið 110mm eða um 15mm/ á dag ef mínir útreikningar eru réttir. Það er mjög mikil þensla á skömmum tíma, fyrir 10. Nóvember þá var þenslan við Svartsengi um 8m3/sek samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands.
Sillan sem er í Svartsengi bjó til lóðréttan kvikugang frá Sundhnúkum og nálægum svæðum. Þegar þrýstingur er aftur orðinn nægur undir Svartsengi, þá mun hlaupa aftur úr því í þetta kvikuinnskot með sama krafti og það gerði áður. Hversu langan tíma það tekur veit ég ekki. Síðast tók þetta tímabilið frá 25. Október til 10. Nóvember eða um sautján daga en það eru margar sillur sem eru dýpra í jarðskorpunni. Það er ekki hægt að vita hvernig áhrif þetta innskot hafði á þær sillur og hvort að eitthvað flæddi af þeim inn í kvikuinnskotið við Sundhnúka. Þetta er mín persónulega skoðun. Hún gæti verið röng.
Hættan á eldgosi er ennþá mjög mikil. Hvenær eldgos hefst er ekki hægt að segja til um.
Ef eitthvað gerist. Þá mun ég setja inn nýjan póst eins hratt og ég get.
Þetta er stutt uppfærsla um stöðuna í Grindavík og nágrenni. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar hratt og án viðvörunnar.
Talið er að kvikan sé núna á um 400 metra dýpi þar sem kvikan stendur sem grynnst. Ég er ekki viss um hvar þar er, en mig grunar að það sé norð-austur af Grindavík.
Það er mikill vindur á Reykjanesinu og þá hverfa litlir jarðskjálftar í hávaða frá vindinum og öldugangi. Þrátt fyrir það þá er Veðurstofan að mæla frá 700 til 3000 jarðskjálfta á dag í kvikuganginum. Það hefur orðið fækkun á stærri jarðskjálftum. Stærðir jarðskjálfta er núna frá Mw0,0 til Mw3,1 þegar þessi grein er skrifuð.
Flæði kviku inn í kvikuganginn er núna frá 73 m3/sek til 75 m3/sek. Þegar þetta byrjaði á Föstudaginn 10. Nóvember 2023 þá var mesta innflæðið í kringum 1000 m3/sek.
Brennisteinstvíoxíð hefur verið að mælast í nágrenni við Grindavík samkvæmt Veðurstofu Íslands. Það bendir til þess að kvikan sé kominn mjög grunnt.
Það var í fréttum í dag að hlutar Grindavíkur halda áfram að síga um að hámarki 7 sentimetra á hverjum 24 tímum. Það er möguleiki á því að þetta sé ójafnt ferli á svæðinu.
Vötn á svæðinu suður af Grindavík eru byrjuð að stækka vegna sigs samkvæmt færslu hjá Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands. Það er stór spurning hvort að hluti af þessu svæði fer undir sjó eftir því sem sígur.
GPS stöðin norður af Grindavík hefur lækkað um 1400mm síðan á Föstudaginn 10. Nóvember 2023. GPS stöðvar austan við Grindavík eru að fara upp hafa sumar hverjar hækkað um allt að 1 metra. Á meðan GPS stöðvar vestan við Grindavík eru að síga.
Jarðskjálftavirknin í kvikuganginum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Staðan breytist mjög hratt og oft á klukkutíma fresti. Ég mun setja inn nýjar upplýsingar þegar ég get og eins hratt og mér er mögulegt að gera.
Þessar upplýsingar geta orðið úreltar mjög hratt og án viðvörunnar. Það lítur út fyrir að vera rólegt en er það í raun ekki. Þessi grein er skrifuð þann 13. Nóvember 2023 klukkan 00:02.
Það er komið fram mikið sig í Grindavík samkvæmt fréttum. Mesta sigið er í kringum 1 metra. Þetta er nógu mikið til þess að flokkast sem sigdalur. Þetta er í frétt mbl.is hérna.
Kvika gæti verið allt að nokkra tugi metra undir yfirborðinu í Grindavík eða nærri Grindavík. mbl.is sagði frá þessu hérna. Þetta er lifandi uppfærsla og fréttin gæti verið horfin.
Þessi atburðarrás var ekki eitthvað sem einhver var að búast við. Enda hafði ekki verið nein sérstök jarðskjálftavirkni við Sundahnúksgíga fyrir Föstudaginn 10. Nóvember 2023. Um klukkan 08:00 hefst jarðskjálftavirkni við Sundahnúksgíga og var talið upphaflega að um væri að ræða hefðbundna brotaskjálfta vegna þenslunar í Svartsengi. Það var ekki fyrr en eitthvað eftir klukkan 08:00 að Veðurstofan (samkvæmt fréttum) að þarna er ekki um að ræða hefðbundna brota jarðskjálfta. Það varð síðan allt brjálað í jarðskjálftavirkni milli klukkan 16:00 og 19:00. Þessi jarðskjálftahrina var mjög þétt og það urðu margir jarðskjálftar með stærðina Mw4,0 innan Grindavíkur.
Það er tjón í Grindavík á vegum, húsum, pípum og rafmagnsvírum og öðrum innviðum vegna færslunnar sem kvikugangurinn hefur valdið.
Kvikugangurinn virðist vera nokkrir metrar í þvermál og allt að eins metra djúpur. Ég hef ekki séð neinar opinberar tölur um dýpt og breidd kvikugangsins. Einu upplýsinganar sem ég hef er lengd kvikugangsins og það er að lengdin er 15 km þegar þessi grein er skrifuð.
Þetta er ekki lítill atburður í eldstöðinni sem veldur þessu. Það sem ég veit ekki og enginn virðist vita almennilega er hvaða eldstöð er að fara að valda þessu. Þetta gæti verið eldstöðin Fagradalsfjall eða þetta gæti verið eldstöðin Reykjanes.
Jarðskjálftavirknin síðustu sjö daga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Ég mun setja inn nýjar upplýsingar þegar ég hef þær. Ég mun einnig setja inn nýjar upplýsingar ef eitthvað gerist ef ég get.
Samþykki fyrir vefköku
Þessi vefsíða notar kökur til þess að muna stillingar og muna eftir stillingum. Þegar þú samþykkir kökur þá samþykkir þú allar kökur frá þessari vefsíðu.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.