Í dag (27-Júní-2022) klukkan 05:49 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálfti varð vegna þess að eldstöðin er að þenja sig út eftir eldgosið árið 2014 til 2015.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu mun halda áfram þangað til að kvikuhólfið í eldstöðinni er orðið fullt. Það gæti tekið allt frá 10 árum og upp í 70 ár. Það verða nokkrir svona jarðskjálftar á hverju ári en þessum jarðskjálftum mun fara fækkandi og í staðinn verða stærri jarðskjálftar.
Ein af þeim eldstöðvum Íslands sem hefur yfirleitt aldrei jarðskjálfta er eldstöðin Presthnjúkar. Það virðist hinsvegar vera að breytast. Í gær (23-Júní-2022) klukkan 22:12 varð jarðskjálfti með stærðina MW4,6 og síðan eftirskjálfti með stærðina Mw3,7 urðu í eldstöðinni. Jarðskjálftarnir fundust á stóru svæði vestan, sunnan og norðan lands vegna þess hversu upptökin eru nærri miðju Íslands.
Það er erfitt að segja til um hvað er að gerast hérna. Þar sem eldstöðin er illa þekkt. Það urðu nokkur lítil eldgos milli áranna 700 til 900, eða í kringum þau ár. Á þessari stundu er ekki hægt að segja til um það hvort að nýtt eldgosatímabil sé að hefast í eldstöðinni Presthnjúkar. Hinsvegar, vegna virkninnar sem er suður-vestur af Presthnjúkum. Þá er ekki hægt að útiloka slíkt eins og er.
Aðfaranótt 14-Júní-2022 varð jarðskjálfti með stæðina Mw3,9 norð-vestur af Grindavík, þetta er vestan við fjallið Þorbjörn. Þessi jarðskjálfti fannst á öllu Reykjanesinu. Þetta er einnig sterkasti jarðskjálftinn á þessu svæði síðan 15-Maí-2022.
Í kjölfarið á stærsta jarðskjálftanum kom fram talsverð eftirskjálftavirkni, þar voru stærstu eftirskjáfltanir með stærðina Mw2,1 til Mw2,9. Þessi jarðskjálfti varð á því svæði þar sem hefur myndast kvikuinnskot samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Þegar þessi grein er skrifuð, þá eru ekki nein augljós merki um það að eldgos sé að fara að hefjast á þessu svæði.
– Þessi grein er aðeins styttri en venjulega. Þar sem ég er á takmörkuðu interneti þegar það kemur að gagnamangi sem ég get notað.
Ég get mjög takmarkað birt nýjar greinar. Þetta mun ekki komast í lag fyrr en 5. Júlí þegar ég fæ internet tengingu í Danmörku.
Í dag (8-Júní-2022) klukkan 05:04 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 í Nátthagakrika sem er suður-vestur af Fagradalsfjalli. Í kjölfarið á þessum jarðskjálfta hafa komið fram minni jarðskjálftar og sumir með dýpi sem er aðeins 2 km. Það er óljóst hvað er í gangi en engar sérstakar breytingar hafa orðið á GPS mælum þarna síðustu daga.
Eldri gögn sýna að kvika er að safnast saman undir Fagradalsfjalli í jarðskorpunni og hefur verið að gera það síðan eldgosinu lauk þar. Hvenær sú kvika gýs er ekki hægt að segja til um. Það er einnig ekki hægt að segja til um það hvenær næsta hrina jarðskjálfta og eldgosa hefst í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja.
Styrkir
Þeir sem geta og vilja, þá er hægt að styrkja mína vinnu með því að nota PayPal eða með banka millifærslu. Styrkir koma í veg fyrir að ég verði rosalega blankur og hjálpa mér við að reka þessa vefsíðu. Upplýsingar er að finna á síðunni Styrkir sem er aðgengileg frá borðanum hérna uppi. Takk fyrir aðstoðina. 🙂
Á Fimmtudeginum þann 26. Maí 2022 klukkan 20:11 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5. Ég held að þessi jarðskjálfti hafi fundist í bæjarfélögum næst upptökum hans. Þessi jarðskjálfti var einnig út í sjó, talsverða fjarlægð frá landi.
Þessi jarðskjálfti er hugsanlega hluti af þeirri jarðskjálftavirkni sem er núna í gangi á Reykjaneshrygg og Reykjanesskaga. Það er mun erfiðara að vita hvað er að gerast út í sjó en upp á landi.
Vegna þess að ég er að flytja til Danmerkur. Þá munu greinar næstu daga tefjast aðeins.
Í dag (23-Maí-2022) klukkan 07:14 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 norð-austur af Grindavík. Þessi jarðskjálfti fannst í Grindavík og Reykjavík. Þessi jarðskjálfti varð á svæði sem er að þenjast út eða á jaðri svæðis sem er að þenjast út.
Samkvæmt frétt hjá Veðurstofunni þá hefur þenslan við fjallið Þorbjörn náð núna 45mm. Ég veit ekki hversu mikla þenslu jarðskorpan þolir á þessu svæði áður en eldgos hefst á svæðinu. Eldgos á þessu svæði mun líklega hefjast með því að nokkrir gígar munu opnast og síðan mun eldgosið færast yfir í einn gíg sem mun gjósa þangað til að eldgosið endar.
Í dag (22-Maí-2022) klukkan 09:53 og 09:57 urðu jarðskjálftar með stærðina Mw3,5 og Mw3,6. Þessir jarðskjálftar voru norð-vestur af Grindavík og fundust vel í bænum og samkvæmt fréttum, vöktu fólk upp af svefni.
Það eru engin merki um að farið sé að draga úr jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Jarðskjálftavirknin kemur hinsvegar í bylgjum samkvæmt Veðurstofu Íslands. Það þýðir að það eru tímabil mikillar jarðskjálftavirkni og síðan lítillar jarðskjálftavirkni. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er tímabil lítillar jarðskjálftavirkni í gangi.
Í dag (20-Maí-2022) um klukkan 18:00 þá jókst jarðskjálftavirkni aftur við Reykjanestá eftir að þar hafði verið rólegt í nokkra daga. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi og staðan breytist stöðugt. Þessi grein verður því styttri vegna þess.
Stærsti jarðskjálftinn hingað til var með stærðina Mw3,8 og fannst í Grindavík og öðrum nálægum bæjum á Reykjanesskaga. Annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,5. Jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 varð fyrir norðan Grindavík og fannst í bænum.
Í dag (20-Maí-2022) klukkan 15:24 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 í Hofsjökli. Tveir minni jarðskjálftar urðu á undan stærsta jarðskjálftanum.
Það er ekkert sem bendir til þess að frekari jarðskjálftavirkni sé að fara að gerast í Hofsjökli í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Jarðskjálftar eru sjaldgæfir í Hofsjökli en verða á nokkura ára fresti. Það er einnig ekkert sem bendir til þess að eitthvað meira sé að fara að gerast í Hofsjökli.
Samþykki fyrir vefköku
Þessi vefsíða notar kökur til þess að muna stillingar og muna eftir stillingum. Þegar þú samþykkir kökur þá samþykkir þú allar kökur frá þessari vefsíðu.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.