Tilkynnt um gaslykt nærri Grænavatni samkvæmt Veðurstofu Íslands eftir jarðskjálftann í gær (20-Október-2020)

Samkvæmt frétt frá Veðurstofu Íslands klukkan 22:20 þá hefur orðið vart við aukna gaslykt í nágrenni við Grænavatn eftir jarðskjálftann í gær (20-Október-2020). Þessi gaslykt bendir til þess að kvika sé hugsanlega á ferðinni í jarðskorpunni en það er erfitt að vera fullkomlega viss um það. Þetta væri mjög líklega í eldstöðinni Reykjanes.


Grænavatn. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Google Earth / Google.


Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga klukkan 00:00 þann 21-Október-2020. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þessi grein er skrifuð hefur ekki orðið nein breyting á óróa á nálægum SIL stöðvum. Ef að kvika fer af stað þá er hugsanlegt að slíkt gerist án mikillar viðvörunar en það er erfitt að vera viss um slíkt þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálftinn á Reykjanesi – staðan klukkan 19:20

Þetta er síðasta uppfærslan í dag (20-Október-2020) ef það gerist ekki neitt stórt.

Stærð jarðskjálftans hefur verið staðfest að mestu og er í kringum Mw5,6. Það gæti breyst á næstu dögum eða vikum eftir því sem vísindamenn vinna betur úr jarðskjálftagögnum. Meira en 400 jarðskjálftar hafa mælst í þessari jarðskjálftahrinu. Stærsti eftirskjálftinn var með stærðina Mw4,1 en sú stærð er ekki yfirfarin.


Staðsetningin á stærsta jarðskjálftanum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Á þessari stundu er eftirskjálftavirknin að færast vestur eða suð-vestur og það gæti valdið öðrum stórum jarðskjálfta næstu 24 til 48 klukkutímana. Minniháttar tjón hefur verið tilkynnt í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Helsta tjón er hlutir sem falla úr hillum, sprungur í veggjum og á gólfum og úti. Grjóthrinur hafa einnig orðið á svæðum næst upptökum jarðskjálftans

Fréttir með myndum og myndböndum af tjóninu sem jarðskjálftinn olli.

Stór sprunga í gólfi flug­skóla Keil­is (mbl.is)
Skjálftinn í myndum (Fréttablaðið)

Bætt við: Vörur köstuðust til og maður í górillubúningi hljóp um (Rúv.is)

Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga


Jarðskjálftavirknin klukkan 18:45 á Reykjanesi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hafa ekki komið fram ein augljós merki um að kvika sé farin af stað í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Það er óljóst hvort að það sé að breytast þar sem hugsanlegt er að kvikan sem er að fara inn í jarðskorpuna á Reykjanesi er hugsanlega ekki með nægan þrýsting til þess koma af stað eldgosi í einhvern tíma í viðbót.

Styrkir

Hægt er að styrkja mína vinnu með því að fara inná síðuna Styrkir til þess að millifæra beint á mig eða með því að nota PayPal takkann hérna til hægri. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Grein uppfærð klukkan 20:10 UTC.

Jarðskjálftinn á Reykjanesskaga – staðan klukkan 14:37

Þetta er stutt uppfærsla um jarðskjálftann á Reykjanesskaga. Bráðarbirgraðstærð jarðskjálftans er Mw5,6 en þessi tala getur breyst. Það má reikna með kröftugum eftirskjálftum næstu 24 klukkutímana.


Jarðskjálftinn á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Myndbandsupptaka af jarðskjálftanum frá Alþingi sýnir vel áhrifin af þessum jarðskjálfta.

Ég mun setja inn frekari upplýsingar þegar ég hef þær.

Aukin jarðskjálftavirkni í eldstöðvunum Reykjanes og Krýsuvík

Síðan 15-Október-2020 hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast í eldstöðvunum Reykjanes og Krýsuvík. Á sama tíma og jarðskjálftavirkni hefur verið að aukast þá hafa komið fram breytingar á GPS mælingum á þessu sama svæði. Hægt er að sjá þær breytingar á vefsíðu Reykjanes CGPS. Þegar þessi grein er skrifuð eru allir þeir jarðskjálftar sem hafa komið fram verið mjög litlir að stærð. Það hefur einnig verið mjög rólegt á þessu svæði undanfarnar vikur sem er eðlilegt fyrir það eldstöðvasvæði sem þarna er.


Jarðskjálftavirkni í eldstöðvunum Reykjanes og Krýsuvík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvernig þetta mun þróast á næstu dögum. Þar sem það veltur á því hversu mikil kvika er á ferðinni og hvað sú kvika gerir. Það er einnig óljóst hvort að þetta er þenslu atburður eða hvort að svæðið sé farið að síga aftur. Það mun taka nokkra daga til að sjá í hvora áttina þetta mun þróast.

Viðvörunarstig fyrir Grímsfjall fært yfir á gult fyrir flug

Í dag (30-September-2020) var eldstöðin Grímsfjall fært yfir á gult viðvörunarstig hjá Veðurstofu Íslands. Þetta bendir sterklega til þess að Veðurstofan álíti sem svo að eldgos sé hugsanlega yfirvofandi í Grímsfjalli á næstu dögum eða vikum. Það er búist við því að eldgos hefjist þegar það verður jökulflóð úr Grímsvötnum sem eru í öskju Grímsfjalla.


Viðvörunarstig Grímsfjalls. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvort að eldgosið sem hugsanlega kemur yrði stórt eða lítið. Það sem er hægt að gera núna er að halda áfram að vakta Grímsfjall og fylgjast með stöðunni til að sjá hvort að eitthvað sé að gerast. Þessa stundina er allt rólegt.

Aukinn jarðhiti í Bárðarbungu

Það var sagt frá því í fréttum fyrir nokkrum dögum síðan að það hefur orðið vart við aukinn jarðhita í Bárðarbungu og þessi jarðhiti hefur verið að aukast síðustu mánuði samkvæmt athugunum jarðvísindamanna. Það hefur einnig orðið vart við gufu koma upp frá einum af þeim kötlum sem eru núna við jaðar öskju Bárðarbungu. Það hefur einnig orðið vart við að eldri jarðhitasvæði eru farin að stækka.

Stærsta áhættan af þessu er jökulflóð sem geta komið frá Bárðarbungu sem skapa hættu á tjóni og geta skapað hættu fyrir fólk ef snöggt jökulflóð verður frá Bárðabungu. Þessi aukning í jarðhita bendir til þess að kvika sé að rísa ofar upp í jarðskorpuna á barmi öskju Bárðarbungu. Það er ekki hægt að segja til um það hvað er að gerast í öskju Bárðarbungu þar sem jökullinn þar er ~600 metra þykkur þar sem þykktin er mest. Ef það væri ekki fyrir Vatnajökul þá væri líklega ennþá eldgos í gangi í Bárðarbungu en vegna þunga Vatnajökuls þá gerist það ekki fyrr en kvikan sem er í Bárðarbungu nær meiri þrýstingi en sem nemur þrýstingum frá Vatnajökli. Það gerðist ekki í eldgosinu 2014 og 2015 en þá þurfti kvikan að finna sér aðra leið og fann sér leið með kvikuinnskoti sem fór um ~46 km leið áður frá aðal eldstöðinni áður en eldgos hófst. Þessi möguleiki er hugsanlega lokaður núna þar sem eldgosið 2014 til 2015 lokaði þeim möguleika en venjulega gýs aðeins einu sinni í svona kvikuinnskotum eftir að eldgosi líkur og flæði kviku stöðvast.

Frétt Rúv

Jarðhiti í Bárðarbungu sífellt að aukast

Aukning í jarðskjálftahrinu austan við Grímsey aðfaranótt 26-September-2020

Aðfaranótt 26-September-2020 varð aukning í jarðskjálftavirkni austan við Grímsey. Það komu fram sex jarðskjálftar sem voru stærri en Mw3,0 og stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw4,3. Jarðskjálftarnir eru á svæði sem heitir Nafir og þarna er eldstöð sem hefur opinberlega ekkert nafn en er einnig kennd við Nafir. Það er engin upplýsingasíða frá Global Volcanism Program um þessa eldstöð og engar upplýsingar er að finna um hvenær þarna varð síðast eldgos. Stærstu jarðskjálftarnir fundust í Grímsey og öðrum nálægum svæðum. Samkvæmt fréttum eru íbúar Grímseyjar orðnir þreyttir á allri þessari jarðskjálftavirkni sem hefur verið í gangi á Tjörnesbrotabeltinu síðan 19-Júní-2020.


Jarðskjálftavirknin austan við Grímsey. Höfundaréttur myndarinnar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í Febrúar 2018 varð jarðskjálfti á þessu svæði með stærðina Mw5,2 á þessu sama svæði. Það eru engin merki um að þarna sé að fara að hefjast eldgos en það er erfitt að vera viss um slíkt. Öll jarðskjálftavirknin á þessu svæði virðist vera tengd flekahreyfingum í þeim sigdal sem þarna er. Allar kvikuhreyfingar munu koma mjög greinilega fram á SIL mælinum í Grímsey og öðrum mælum sem eru þarna á norðurlandi. Það er búist við þarna verði frekari jarðskjálftavirkni og hætta er á stærri jarðskjálftum á þessu svæði. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Hamrinum

Aðfaranótt 15-September-2020 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 átti sér stað í eldstöðinni Hamarinn (hluti af eldstöðvarkerfi Bárðarbungu). Þarna hefur verið jarðskjálftavirkni í meira en viku og það er óljóst hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir. Þarna varð lítið eldgos í Júlí 2011 og þá varð svipuð aukning í jarðskjálftavirkni áður en það eldgos átti sér stað. Jarðskjálftavirknin er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.


Jarðskjálftavirknin í Hamrinum. Græna stjarnan sýnir það svæði sem er virkt. Mynd notuð með leyfi og höfundarréttur tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þessi jarðskjálftavirkni átti sér stað þá varð engin breyting á óróa á nálægum SIL stöðvum. Það virðist sem að upphaf eldgos í Hamrinum krefjist ekki mikillar jarðskjálftavirkni áður en eldgos fer af stað. Ég veit ekki afhverju það er raunin en þetta er reynslan af litlu eldgosi í Hamrinum í Júlí 2011.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík þann Laugardaginn 12 September 2020

Laugardaginn 12 September 2020 varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík. Þessi jarðskjálftahrina var aðeins virk í nokkrar klukkustundir áður en hún stöðvaðist tímabundið.


Jarðskjálftahrinan í Krýsuvík. Mynd notuð með leyfi og höfundarréttur myndarinnar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stæðina Mw3,0 og fannst sá jarðskjálfti í Reykjavík.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík

Í gær (7-September-2020) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík snemma um morguninn. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,3 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,8. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Krýsuvík. Þessi mynd er notuð með leyfi og höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er hluti af þeirri þenslu sem á sér stað á þessu svæði vegna kvikuinnflæðis á 3 km til 8 km dýpi. Það hefur ekki ennþá komið eldgos þarna er mjög líklegt er að það muni gerast vegna allrar þessar jarðskjálftavirkni. Það er ekki hægt að spá fyrir um það hvenær slíkt eldgos yrði.