Minniháttar jarðskjálftavirkni í Tungnafellsjökli

Í dag (13-október-2019) varð lítil jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli. Eftir eldgosið í Bárðarbungu hefur verið viðvarandi jarðskjálftavirkni í Tungnafellsjökli, ekki hefur fundist almennileg skýring á þessari jarðskjálftavirkni. Það er ýmislegt sem bendir til þess að hérna sé um að ræða kviku sem er á ferðinni inni í eldstöðinni og er mjög hægfara en hvað er nákvæmlega að gerast er óljóst í dag.


Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru engin þekkt eldgos í Tungnafellsjökli síðustu 12000 árin og því er ekki hægt að segja til um það hvernig þetta þróast í eldstöðinni. Í dag eru engin augljóst merki þess að Tungnafellsjökull sé að undirbúa eldgos og er möguleiki að þessi jarðskjálftavirkni í dag séu eftiráhrif af eldgosinu í Bárðarbungu 2014 sem olli mikilli streitu í jarðskorpunni á þessu svæði.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Kröflu

Í dag (12-Október-2019) varð lítil jarðskjálftahrina í Kröflu. Stærsti jarðskjálftinn sem kom fram var með stærðina Mw1,0 og aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Kröflu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á því að þessi jarðskjálftavirkni komi til vegna niðurdælingar á vatni undir þrýstingi á þessu svæði. Ef það er ekki ástæðan þá er hérna um að ræða hefðbundna jarðskjálftavirkni í jarðskorpunni sem verður stundum á þessu svæði.

Styrkir

Ég er þessa dagana að flytja til Danmerkur því miður kom það vandamál upp hjá mér óvænt að ég hef ekki almennilega efni á því að borga flutningskostnaðinn fyrr en í Nóvember. Það sem vantar uppá hjá mér í dag er 53.048 kr svo að ég geti borgað allan flutningsreikninginn. Þeir sem vilja styrkja mig geta gert að með því að leggja inn á þennan reikning.

Bankareikningur: 0159-05-402376
Kennitala: 160780-4369
Nafn: Jón Frímann Jónsson

Það er ekki ókeypis að reka þessa vefsíðu og tekur það talsvert af þeim litlu tekjum sem ég hef af örorkubótum. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Jarðskjálfti með stærðina 3,8 í Bárðarbungu

Í dag (4-október-2019) klukkan 16:31 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í Bárðarbungu. Þetta er annar jarðskjálftinn í Bárðarbungu á innan við sólarhring. Eins og með fyrri jarðskjálftann þá hafa ekki orðið neinir eftirskjálftar.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur komið fram minniháttar jarðskjálftavirkni á öðrum stöðum í Bárðarbungu. Ég veit ekki hvort að sú jarðskjálftavirkni er tengd þessum jarðskjálftum sem hafa orðið síðasta sólarhringinn.

Lítil jarðskjálftahrina í Henglinum norðan við Hveragerði

Í gær (11-September-2019) varð jarðskjálftahrina í Henglinum með stærðina Mw3,0. Þessi jarðskjálfti fannst í Hveragerði. Það fannst einnig jarðskjálfti með stærðina Mw1,7 í Hveragerði en það var eingöngu vegna þess hversu nálægt byggð sá jarðskjálfti varð.


Jarðskjálftavirknin í Henglinum í gær (11-September-2019). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar eru mjög algengir á þessu svæði.

Jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 í Bárðarbungu

Í dag (8-September-2019) klukkan 02:00 hófst jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Milli klukkan 02:00 til 02:03 urðu fimm jarðskjálftar í Bárðarbungu og varð stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw4,2 en annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,2. Aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni eins og þessi er mjög algeng í Bárðarbungu eftir eldgosinu lauk í Holuhrauni (2014 til 2015). Þessi jarðskjálftavirkni verður einu sinni í mánuði oftast.

Jarðskjálftahrina í Krýsuvík

Í nótt (24-Ágúst-2019) varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 í Krýsuvík. Þessi jarðskjálfti fannst í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi. Það hófst lítil jarðskjálftahrina í kjölfarið á þessum jarðskjálfta.


Jarðskjálftavirknin í Krýsuvík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið þegar þessi grein er skrifuð. Jarðskjálftahrinur eru mjög algengar á þessu svæði.

Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Lítil jarðskjálftahrina varð í Bárðarbungu í dag (21-Ágúst-2019). Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,5 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftinn í Bárðarbungu (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti varð í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu. Síðustu mánuði hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast á þessu svæði. Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu verður vegna þess að innstreymi kviku er að þenja út eldstöðina.

Aukin jarðskjálftavirkni í Hamrinum (Bárðarbunga)

Síðustu daga hefur verið aukning í jarðskjálftum í Hamrinum (hluti af Bárðarbungu kerfinu). Hjá Global Volcanism Program er þetta skráð sem Loki-Fögrufjöll. Stærsti jarðskjálftinn þann 12-Ágúst-2019 var með stærðina 2,8 og 2,5 en aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Hamrinum (rauðu/bláu punktanir nærri jaðri jökulsins vestan við Grímsvötn). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðast þegar svona jarðskjálftavirknin hófst í Hamrinum þá varð lítið eldgos þar nokkrum mánuðum seinna. Það eldgos varð þann 12 Júlí 2011. Ég skrifaði um það á ensku hérna og hérna (jökulhlaupið sem kom í kjölfarið á eldgosinu, 13 Júlí 2011). Þau urðu síðan frekari minni eldgos í Ágúst og Nóvember 2011 í Hamrinum sem vörðu að hámark í 4 klukkutíma. Síðan þá hefur eldstöðin róast niður og sérstaklega eftir eldgosið í Bárðarbungu árin 2014 og 2015.

Það er óljóst hvað er að gerast núna í Hamrinum en á þessaris stundu er ekkert eldgos að eiga sér stað og eldgos í Hamrinum mun koma mjög skýrt fram á jarðskjálftamælaneti Veðurstofu Íslands. Það virðist sem að eldgos í Hamrinum geti hafist án nokkurar jarðskjálftavirkni, ég veit ekki afhverju það er. Síðasta stórgos í Hamrinum varð árið 1910 frá 18 Júní til Október.

Jarðskjálfti í Torfajökli

Í dag (20-Júlí-2019) klukkan 14:15 varð jarðskjálfti með stærðina 3,3 í Torfajökli. Þessi jarðskjálfti varð í suðurhluta öskju Torfajökuls. Það er hugsanlegt að þessi jarðskjálfti hafi fundist af ferðamönnum á svæðinu.


Jarðskjálftavirkni í Torfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur ekki verið mikil eftirskjálftavirkni í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Síðasti jarðskjálfti með stærðina 3,0 sem varð í Torfajökli varð þann 12-Júlí og það er hugsanlegt að þessi virkni þýði að tímabil aukinnar virkni sé hafið í Torfajökli. Það eru engin augljós merki um það að eldgos sé að fara að hefjast í Torfajökli en hinsvegar er ekki þekkt hvernig eldstöðin er þegar eldgos hefst og hvað þarf að gerast áður en eldgos hefst í Torfajökli. Það besta sem hægt er að gera núna er að fylgjast með stöðunni og sjá hvort að einhver frekari breyting verður á virkni í Torfajökli.

Aukin jarðskjálftavirkni í Kötlu

Síðan í gær (13-Júlí-2019) hefur verið aukin jarðskjálftavirkni í Kötlu. Það er ekkert sem bendir til frekari virkni í kjölfarið á þessari auknu jarðskjálftavirkni.


Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er nauðsynlegt að fylgjast með þessari auknu jarðskjálftavirkni. Hinsvegar hefur þetta gerst áður án þess að eitthvað meira gerist í kjölfarið. Það hafa komið fréttir af því að mikið vatn sé í kötlum í Mýrdalsjökli og er búist við því að þeir tæmist fljótlega og að jökulflóðið sem komi í kjölfarið verði það stærsta síðan árið 2011. Það er búist við því að þetta jökulflóð úr Mýrdalsjökli verði fljótlega og þá er hugsanlegt að það verði aukning í jarðskjálftum í Kötlu.