Jarðskjálftahrina norður af Kolbeinsey

Í gær (22-Maí-2019) varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 klukkan 15:47 rúmlega 12 km norður af Kolbeinsey. Þessi jarðskjálfti var hluti af lítilli jarðskjálftahrinu á þessu svæði. Vegna fjarlægðar frá landi og næstu eyju sem er í byggð þá fannst þessi jarðskjálfti ekki.


Jarðskjálftahrinan norður af Kolbeinsey (græna stjarnan norður af Íslandi). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinur eru mjög algengar á þessu svæði og það er hugsanlegt að þarna muni verða frekari jarðskjálftavirkni á næstunni. Þetta svæði er ekki hluti af Tjörnesbrotabeltinu en tengist því sunnan við það svæði þar sem þessi jarðskjálftahrina átti sér stað í gær.

Jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg

Í morgun klukkan 10:57 (21-Maí-2019) jarðskjálfti með stærðina 3,1 rúmlega 7 km vestur af Geirfugladrangi. Þessi jarðskjálfti var hluti af jarðskjálftahrinu á þessu svæði. Það komu fram nokkrir jarðskjálftar með stærðina 1,0 til 1,7 í þessari jarðskjálftahrinu. Síðan klukkan 13:44 hefur verið rólegt á þessu svæði. Vegna fjarlægðar frá ströndinni og SIL mælanetinu er mögulegt að fleiri jarðskjálftar hafi komið fram en hafi mælist.


Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg í morgun. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hérna er líklega um að ræða jarðskjálfta sem koma fram vegna reks á plötuskilunum á þessu svæði frekar en virkni sem tengist eldstöðvum á þessu svæði. Jarðskjálftavirkni er mjög algeng á þessu svæði á Reykjaneshryggnum.

Aukin jarðskjálftavirkni í Öskju

Eftir meira en mánuð af lítilli jarðskjálftavirkni á Íslandi þá er loksins eitthvað til þess skrifa um. Það er ennþá rólegt á Íslandi og flestir jarðskjálftar sem verða eru með stærðina 0,0 til 2,8.

Þessi grein er eingöngu mín skoðun og er ekki endilega sama skoðun og sérfræðingar á sviði jarðfræði hafa á núverandi stöðu mála.

Eldstöðin Askja er farin að sýna aukin merki þess að eldgos verði líklega í næstu framtíð. Hvenær það gerist er ekki hægt að segja til um en miðað við söguna þá er hugsanlegur tímarammi frá 18 mánuðum og til 48 mánuðum mögulegur. Það er einnig möguleiki á að þetta muni taka mun lengri tíma. Núverandi atburðarrás hófst í Öskju árið 2011 þannig að þessi atburðarrás hefur verið talsvert langan tíma í gangi nú þegar.


Jarðskjálftavirknin í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Á undanförnum mánuðum hefur Askja verið að sýna aukna jarðskjálftavirkni. Þetta eru að mestu leiti litlir jarðskjálftar með stærðina 0,0 til 3,0 og koma fram í litlum jarðskjálftahrinum á handahófskenndum stöðum í eldstöðinni. Það koma einnig fram tímabil með lítilli jarðskjálftavirkni og það er eðlilegt.

Eldgos í Öskju er ekki hættulegt flugi til og frá Íslandi eða heldur millilandaflugi í Evrópu. Ef að eldgos verður þá yrði það líklega kvikueldgos á svipaðan hátt og eldgosið í Holuhrauni árið 2014 til 2015. Það eldgos hugsanlega jók einnig hraðann á þessu ferli innan Öskju þegar kvikuinnskotið frá Bárðarbungu olli næstum því eldgosi í Öskju og var aðeins tvo til þrjá daga frá því að valda eldgosi í Öskju en stoppaði rétt áður en það gerðist. Það getur hinsvegar hafa komið af stað ferli sem veldur auknum óstöðugleika í Öskju til lengri tíma og er núna farið að sýna sig með aukinni jarðskjálftavirkni.

Jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum og Þórðarhyrnu

Afsakið grein sem kemur seint. Ég hef verið í öðrum verkefnum sem snúa að því að taka myndir og setja inn á Instagram aðganginn hjá mér sem er hægt að skoða hérna.

Tvær jarðskjálftahrinur hafa komið fram sem ég er að hafa augun með. Þessi jarðskjálftavirkni er í Grímsvötnum og Þórðarhyrnu. Síðasta eldgos sem varð í Þórðarhyrnu var árið 1902 og á sama tíma gaus í Grímsvötnum. Síðustu mánuði hefur verið aukning í jarðskjálftum í Þórðarhyrnu og einnig í Grímsvötnum á sama tíma. Þetta er ekki alveg samstíga aukning en fer mjög nærri því þegar þessi grein er skrifuð. Síðast gaus Þórðarhyrna ein og sér árið 1887 (15 Ágúst) til 1889 (?).


Jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum og Þórðarhyrnu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það verður meiriháttar vandamál ef að eldgos verður í Þórðarhyrnu þar sem eldstöðin er öll undir jökli og það mundi valda miklum jökulflóðum. Jökulinn á þessu svæði er 200 metra þykkur og líklega þykkari en það á svæðum. Í Grímsvötnum er hættan sú að það fari að gjósa utan öskjunnar sem mundi valda jökulflóðum og öðrum alvarlegum vandamálum.

Styrkir

Ég minni fólk að styrkja mínu vinnu með styrkjum. Það hjálpar mér að vera með þessa vefsíðu og skrifa greinar hérna. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Tvær jarðskjálftahrinur á Tjörnesbrotabeltinu

Síðustu daga hafa verið tvær jarðskjálftahrinur á Tjörnesbrotabeltinu. Þessar jarðskjálftahrinur hafa verið á tveim stöðum. Fyrir vestan Kópasker, hin hefur verið austan við Grímsey eins og hefur verið undanfarnar vikur á því svæði. Báðar jarðskjálftahrinur hafa verið litlar og enginn jarðskjálfti stærri en 2,0 hefur átt sér stað. Heildarfjöldi jarðskjálfta er í kringum 146 þegar þessi grein er skrifuð.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan austan við Grímsey er ekki lokið og hefur haldið þar sem jarðskjálftavirkni á þessu svæði hefur ekki náði toppi ennþá. Það er erfiðara að segja til um jarðskjálftahrinuna vestan við Kópasker. Þegar þessi grein er skrifuð þá eru báðar jarðskjálftahrinur í gangi.

Staðan í jarðskjálftahrinunni í Nöfum austan við Grímsey

Hérna er nýjustu upplýsingar um jarðskjálftahrinuna í Nöfum austan við Grímsey (það er engin Global Volcanism Program síða). Í gær (19-Mars-2019) varð jarðskjálfti með stærðina 3,2. Aðrir jarðskjálftar fyrir og eftir þennan jarðskjálfta voru minni að stærð. Það virðist sem að meira en 200 jarðskjálftar hafi orðið í þessari jarðskjálftahrinu.


Jarðskjálftahrinan í gær í Nöfum austan Grímseyjar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin hefur stöðvast á þessu svæði núna og það hafa ekki orðið jarðskjálftar síðustu klukkutímana. Miðað við þróunina í fyrra þá varði jarðskjálftavirkni þarna í nokkrar vikur og fór ekki að draga úr jarðskjálftavirkninni fyrr en hámarki var náð. Það er ekki hægt að segja til um það hvað gerist næst í jarðskjálftavirkni á þessu svæði.

Jarðskjálftahrina austur af Grímsey (Tjörnesbrotabeltið)

Síðastliðna nótt (18-Mars-2019) hófst jarðskjálftahrina austan við Grímsey í eldstöðinni sem kallast Nafir (enginn Global Volcanism Program síða). Það eina sem er að finna um þetta svæði á GVP er um elstöðina sem er suður af þessari eldstöð (GVP síða hérna). Eldstöðin Nafir er ekki með neina skráð eldgos síðustu 10.000+ ár. Það er möguleiki á því að þetta sé rangt vegna skorts á rannsóknum. Árið 2018 varð mjög sterk jarðskjálftahrina á þessu sama svæði og hægt er að lesa greinar sem tengjast þeirri jarðskjálftahrinu hérna. Jarðskjálftahrinan þann 19 Febrúar 2018 leit svona út eins og hægt er að sjá í greininni hérna. Sú jarðskjálftavirkni sem er núna að koma fram bendir til þess að hugsanlega verði endurtekning á þessari virkni núna en aðeins tíminn mun leiða það í ljós hvað gerist en vísbendingar eru sterkar í þessa áttina. Jarðskjálftavirkni á þessu svæði er flókin og erfitt að segja til um hvað gerist næst og þessi jarðskjálftavirkni á sér stað í sigdal.


Jarðskjálftavirknin austur af Grímsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið hingað til var með stærðina 3,3 en aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð. Eins og stendur hafa 55 jarðskjálftar komið fram. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þó svo að fáir jarðskjálftar komi fram eins og stendur.

Styrkir

Ég minni á að hægt er að styrkja mína vinnu hérna. Hægt er að nota PayPal eða millifæra beint inná mig, upplýsingar hvernig skal gera það er að finna á styrkir síðunni. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Jarðskjálftahrina nærri Presthnjúkum (Langjökull suður)

Í gær (16-Mars-2019) varð jarðskjálftahrina í syðri hluta Langjökuls í eldstöð sem er hugsanlega tengd Presthnjúkum (það er möguleiki á að þessi eldstöð hafi ekki neina Global Volcanism Program síðu). Jarðskjálftahrinan sem kom fram þarna hefur verið mjög hægfara og ekki margir jarðskjálftar átt sér stað.


Jarðskjálftahrinan nærri Presthnjúkum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,0 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Það er óljóst afhverju þessi jarðskjálftavirkni er að eiga sér stað en líklegt er að hérna sé um flekahreyfingar að ræða. Síðasta eldgos í þessari eldstöð var fyrir meira en 5000 árum síðan. Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið en það er alltaf möguleiki á að jarðskjálftavirkni hefjist aftur þarna á þessu sama svæði eða nærri því.

Kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu (ekki mikill fjöldi jarðskjálfta)

Í morgun (4-Mars-2019) varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 4,1 (klukkan 05:52), annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,8 (klukkan 05:46), þriðji stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,3 (klukkan 06:03). Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu (grænar stjörnur). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það komu fram samtals átta jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu. Þessi jarðskjálftahrina er örlítið óvenjuleg þar sem eingöngu eru tvær vikur síðan jarðskjálfti með stærðina 4,2 átti sér stað í Bárðarbungu. Þessir jarðskjálftar tengjast þenslu í Bárðarbungu og hafa verið í gangi síðan árið 2015 eftir að eldgosinu í Holuhrauni lauk í Febrúar 2015. Þetta ferli mun halda áfram þangað til að næsta eldgos verður í Bárðarbungu. Minnsti tími milli eldgosa er 1 ár en þetta getur farið upp í 104 ár. Ég byggi þessa skoðun mína á gögnum frá Global Volcanism Program og þar er hægt að sjá gögnin um eldgos í Bárðarbungu.

Jarðskjálfti með stærðina (Mw) 4,2 í Bárðarbungu

Í gær (23-Febrúar-2019) varð jarðskjálfti með stærðina (Mw) 4,2 í Bárðarbungu. Jarðskjálftinn varð í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu á svipuðum stað og aðrir jarðskjálftar af þessari stærð sem hafa orðið á undanförnum vikum. Þarna verða flestir jarðskjálftar af þessari stærð í Bárðarbungu. Það varð forskjálfti í þetta skiptið með stærðina 2,7.


Jarðskjálftinn í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég get því miður ekki útvegað mynd af jarðskjálftanum þar sem aðal jarðskjálftatölvan hjá mér er biluð og ég hef ekki efni á nýrri tölvu fyrr en í sumar (+Windows 10 Pro leyfi). Ég hef einnig ekki efni á því fyrr en í sumar að skipta yfir í Raspberry Shake jarðskjálftamæli.

EMSC/USGS sýna þennan jarðskjálfta með stærðina 4,5. EMSC/USGS eru að nota aðra reikniaðferð en Veðurstofa Íslands.

Uppfærsla

Ég gat náð í jarðskjálftaupplýsinganar frá jarðskjálftamælinum mínum.


Jarðskjálftinn í Bárðarbungu. Þessi myndir er undir Creative Commons Leyfi. Sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Grein uppfærð þann 25-Febrúar-2019. Mynd bætt við.