Jarðskjálftahrina norð-austur af Geysi

Á Föstudaginn (22-Febrúar-2019) og Laugardaginn (23-Febrúar-2019) varð jarðskjálftahrina norð-austur af Geysi. Þetta var ekki stór jarðskjálftahrina og var fjöldi jarðskjálfta í kringum 24.


Jarðskjálftahrinan norð-austur af Geysi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 2,4 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð.

Lítil jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli

Í dag (20-Febrúar-2019) varð lítil jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 1,2 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Samtals komu fram fimm jarðskjálftar.


Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjöki (norð-austan við Bárðarbungu). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst afhverju jarðskjálftavirkni á sér núna stað í Tungnafellsjökli. Það er möguleiki á því að hérna sé um að ræða kvikuinnskot í eldstöðina en einnig er mögulegt að um sé að ræða spennubreytingar í jarðskorpunni vegna eldgossins í Bárðarbungu árið 2014 og 2015. Ég reikna ekki með því að það verði frekari virkni í Tungnafellsjökli en jarðskjálftavirkni. Síðasta eldgos í Tungnafellsjökli var fyrir 10.000 til 12.000 árum en þau eldgos eru óviss.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu

Í gær (18-Febrúar-2019) varð lítil jarðskjálftahrina í Kötlu. Þetta er fyrsta jarðskjálftahrinan í Kötlu í langan tíma og hefst þessi virkni óvenjulega snemma í ár.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 3,0 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Það komu fram tíu jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu. Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið.

Auglýsingar fjarlægðar

Þar sem ég fékk voðalega lítið úr auglýsingum þá hef ég ákveðið að fjarlægja þær. Það er ennþá hægt að styrkja mig með því að versla við Amazon hérna.

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mig beint geta gert það með bankamillifærslu eða með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Upplýsingar um bankamillifærslu er að finna hérna.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes á Reykjanesskaga

Í dag (6-Febrúar-2019) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes á Reykjanesskaga. Síðasta eldgos í þessari eldstöð varð árið 1926 samkvæmt Global Volcanism Program og varði það eldgos í fimm daga en var úti fyrir ströndinni.


Jarðskjálftahrinan í eldstöðinni Reykjanes á Reykjanesskaga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,8 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,6. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið voru minni að stærð.

Fersk jarðskjálftavirkni í Öræfajökli (vika 6)

Aðfaranótt 4-Febrúar-2019 varð jarðskjálfti með stærðina 2,6 í Öræfajökli. Þessi jarðskjálfti var upphafið af jarðskjálftahrinu í Öræfajökli sem er ennþá í gangi.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er eðlileg fyrir Öræfajökul þessa mánuðina. Fjöldi jarðskjálfta sem er að eiga sér stað í Öræfajökli virðist vera að aukast. Það þýðir að innflæði kviku í Öræfajökul er ennþá í gangi með svipuðum hætti og hefur verið.

Flutningur á hýsingu

Vegna Brexit þá mun ég flytja hýsinguna frá Bretlandi til Bandaríkjanna í þessari viku. Almennt ætti fólk ekki að taka eftir þessari breytingu en það getur tekið DNS upp undir 48 klukkutíma að uppfærast hjá fólki. Breytingin getur tekið allt að 48 klukkutíma á hægari DNS þjónum (ef fólk er með DNS stilltan á routerinn hjá sér þá getur þetta tekið allt að 48 klukkutíma).

Jarðskjálfti með stærð 3,4 nærri Surtsey (eldstöðvarkerfi Vestmannaeyja)

Í nótt (31-Janúar-2019) varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 nærri Surtsey (eldstöðvarkerfi Vestmannaeyja). Samkvæmt Veðurstofu Íslands þá er þetta stærsti jarðskjálftinn á þessu svæði síðan árið 1992.


Jarðskjálftinn nærri Surtsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Nokkrir minni jarðskjálftar urðu í kjölfarið á stærsta jarðskjálftanum. Vegna fjarlægðar frá mælaneti Veðurstofu Íslands er erfitt að vera með næmar jarðskjálftamælingar á þessu svæði og því mælast ekki minni jarðskjálftar sem hugsanlega komu fram þarna.

Jarðskjálftahrina í Torfajökli

Í morgun klukkan 10:01 hófst jarðskjálftahrina í Torfajökli í vestari hluta öskjunnar. Stærsti jarðskjálftinn í hrinunni var með stærðina 3,7 og fannst á nálægum sveitarbæjum. Það eru almennt ekki neinir ferðamenn á þessu svæði á þessum tíma árs.


Jarðskjálftahrinan í Torfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn síðustu klukkutímana var með stærðina 2,3. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið voru allir minni að stærð. Jarðskjálftavirkni er ennþá í gangi þarna og því geta upplýsingar breyst án viðvörunar.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Krýsuvík

Síðastliðna nótt (26-Janúar-2019) varð lítil jarðskjálftahrina í Krýsuvík. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,0. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan í Krýsuvík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið og hún var í gangi í aðeins minna en tvo klukkutíma.

Ný jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Í dag (6-Janúar-2019) hófst ný jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 2,4. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið hafa verið minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan virðist ennþá vera í gangi en það er ekki mikil jarðskjálftavirkni að eiga sér stað eins og er hefðbundið fyrir Öræfajökul. Þessi jarðskjálftavirkni er innan þeirra marka sem hefur verið að gerast í Öræfajökli síðan árið 2017.

Jarðskjálfti með stærðina 4,8 í Bárðarbungu

Síðastliðina nótt (28-Desember-2018) var kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn varð klukkan 01:16 og var með stærðina 4,8. Þriðji stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,5 og varð klukkan 01:20. Annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,7 og varð klukkan 01:38. Síðasti jarðskjálftinn í þessari hrinu varð klukkan 01:46 og var með stærðina 2,8.


Jarðskjálfti í Bárðarbungu (grænar stjörnur). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni þýðir að Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út eins og eldstöðin hefur verið að gerast síðan í Apríl eða Maí 2015. Það virðist sem að fjöldi jarðskjálfta sem eru stærri en 4,5 sé að fjölga (það tekur nokkra mánuði í viðbót að sjá það örugglega). Þetta er annar eða þriðji jarðskjálftinn sem er stærri en 4,5 sem verður í Bárðarbungu árið 2018. Það mundi ekki koma mér á óvart ef að það færu að koma fram jarðskjálftar með stærðina 5,5 í Bárðarbungu á næstu mánuðum eða árum. Það eru engin merki um það að þessi jarðskjálftavirkni muni valda eldgosi í Bárðarbungu.