Aukinn jarðhiti í Surtsey

Í fréttum í gær (21-Júlí-2015) kom fram að aukinn jarðhiti hefði mælst í Surtsey miðað við síðustu mælingu sem var tekin fyrir tveim til þrem árum síðan. Breytingin nemur tíu gráðum. Tilgátan er sú að jarðhitinn hafi aukist í kjölfarið á jarðskjálfta sem átti sér stað í Surtsey síðasta vor (2015). Það hafa orðið fáir jarðskjálftar í eldstöðvarkerfinu sem er kennt við Vestmannaeyjar undanfarin ár, engar jarðskjálftahrinur hafa átt sér stað í Vestmanneyjum (eða í kringum Vestmannaeyjar) síðustu ár.

Það er ljóst að aukinn jarðhiti í Surtsey þýðir að kvika er á ferðinni í eldstöðvarkerfi Vestmannaeyja. Hinsvegar er þetta ferli sem er hafið ekki komið nógu langt fram til þess að hægt sé að átta sig á því hvort að eldgos sé yfirvofandi eða ekki. Aukinn jarðhiti í Surtsey þýðir ekki að farið sé að styttast í eldgos eldstöðvarkerfi Vestmanneyja. Þar sem eldstöðvar hita oft upp jarðveginn og hann kólnar síðan aftur án þess að nokkur skapaður hlutur gerist. Mesta hættan er núna mögulegar gufusprengingar í Surtsey og stafar eingöngu fuglalífinu og plöntulífinu hætta af slíku á sumrin.

Fréttir af auknum jarðhita

Nýjar tegundir finnast í Surtsey (Rúv.is)

Jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli

Þann 9-Júlí-2015 hófst jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli. Í kringum 50 jarðskjálftar hafa mælst og enginn þeirra hefur verið stærri en 2,0. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi.

150710_1935
Jarðskjálftahrinan í Tungnafellsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mín skoðun að Tungnafellsjökull sé farinn að undirbúa eldgos. Alveg óháð því hvað gerist í Bárðarbungu á næstunni (eldgosahrinunni er ekki lokið í Bárðarbungu, þó svo að hlé sé núna í gangi). Síðan er ljóst á tímanum síðan þessi virkni hófst að þetta hefur verið að gerast í eldstöðinni í talsverðan tíma. Jarðskjálftavirkni fór að aukast í Tungnafellsjökli árið 2012 og hefur verið að aukast síðan hægt og rólega. Eldgosið og öll virknin í Bárðarbungu virðist hafa gefið Tungnafellsjökli aukin kraft og orku, þó eru tengsl þessara tveggja eldfjalla ekki þekkt og óvíst hvernig þau hugsanlega tengjast.

Jarðskjálftavirknin bendir til þess að þetta mun þróast með svipuðum hætti og vikunar áður en það fór að gjósa í Eyjafjallajökli árið 2010. Þróunin verður svipuð en ekki alveg eins, það er hinsvegar ljóst að þegar nær dregur þá mun jarðskjálftavirknin aukast umtalsvert. Hvenær það mun gerast veit ég ekki. Það eru einnig góðar líkur á því að ekkert muni gerast í Tungnafellsjökli.

Staðan á Reykjaneshrygg, áframhaldi jarðskjálftavirkni, hætta á eldgosi

Jarðskjálftavirkni heldur áfram á Reykjaneshrygg í dag (01-Júlí-2015) og var stærsti jarðskjálftinn með stærðina 5,0 (upplýsingar frá EMSC er að finna hérna). Jarðskjálftinn sem var næst stærstur var með stærðina 4,8, aðrir jarðskjálftar hafa verið minni. Samtals hafa orðið 35 jarðskjálftar með stærðina 3,0 eða stærri þegar þetta er skrifað. Samtals hafa orðið 504 jarðskjálftar síðan jarðskjálftahrinan hófst á Reykjaneshrygg.

150701_2215
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg, grænar stjörnur tákna jarðskjálfta sem eru stærri en 3,0. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

150701_2215_trace
Jarðskjálftahrinan hefur verið mjög þétt. Þó er farið að draga úr henni núna. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin kemur núna fram í hviðum sem vara í nokkra klukkutíma en liggja svo niðri í 2 – 4 klukkutíma áður en jarðskjálftavirknin eykst á ný. Það er ekki ljóst afhverju jarðskjálftavirknin hagar sér með þessum hætti. Eins og stendur þá er að draga úr jarðskjálftavirkninni en líklegt er að jarðskjálftavirknin aukist aftur á mikillar viðvörunar.

Gult viðvörunarstig vegna hugsanlegs eldgoss

Búið er að hækka viðvörunarstigið fyrir Geirfugladrang og Geirfuglasker upp í gult vegna hættu á eldgosi á þessu svæði. Þessi breyting varð á þeim tíma sem ég var í vinnunni og því gat ég ekki skrifað strax um það. Gul viðvörun þýðir að hætta er á eldgosi á við Eldey, síðasta eldgos á þessu svæði varð árið 1879 samkvæmt upplýsingum sem ég hef safnað og er hægt að lesa hérna (á ensku).

volcano_status.svd.01.07.2015.at.22.24.utc
Gul viðvörun við Eldey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki hverjar líkunar eru á eldgosi á þessu svæði ennþá. Ég vonast til þess að það komi betur í ljós á næstu 24 til 48 klukkutímum.

Sterk jarðskjálftahrina í Krýsuvík

Í gær varð (29-Maí-2015) sterk jarðskjálftahrina í Krýsuvík. Stærsti jarðskjálftinn hafði stærðina 4,0. Það varð einnig minni jarðskjálfti með stærðina 3,1 í Krísuvík.

150529_2235
Græna stjarnan sýnir jarðskjálftana með stærðina 4,0 og 3,1. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Aðrir jarðskjálftar í þessari hrinu voru minni, samtals mældust 97 jarðskjálftar í þessari hrinu. Jarðskjálftahrinur eru algengar í Krýsuvík vegna þess að undanfarin ár hefur eldstöðin verið að þenja sig út og minnka til skiptis. Ég veit ekki hvort að það var tilfellið núna þar sem jarðskjálftahrinur vegna reks á svæðinu eru einnig mjög algengar á Reykjanesinu og Reykjaneshrygg.

hkbz.svd.30.05.2015.at.01.21.utc
Jarðskjálftahrinan eins og hún kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi myndir er undir CC leyfi. Vinsamlegast lesið CC leyfi síðuna fyrir frekari upplýsingar.

Ný jarðskjálftahrina af djúpum jarðskjálftum í Kötlu

Í morgun (20-Maí-2015) urðu djúpir jarðskjálftar í Kötlu. Jarðskjálftavirknin sem þarna átti sér stað bendir til þess að kvika hafi verið á ferðinni á mjög miklu dýpi.

150520_1900
Jarðskjálftahrinan í Kötlu er á stað mjög nærri þeim stað þar sem eldgosið 1918 átti sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Dýpsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með dýpið 28,9 km. Minnsta dýpi sem mældist var 17,3 km. Á þessu dýpi er það eingöngu kvika sem býr til jarðskjálfta. Á Íslandi er ekki mikið um jarðskjálfta vegna spennubreytinga í á þessu dýpi sem eiga ekki upptök sín kvikuhreyfingum. Slíkir jarðskjálftar gerast en eru mjög sjaldgæfir. Það er nauðsynlegt að fylgjast með þessari virkni í Kötlu þar sem hugsanlegt er að þessir jarðskjálftar boði breytingar á eldstöðinni. Það er engin leið að staðfesta að svo sé í raun. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos muni hefjast í Kötlu á næstu dögum. Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið.

Hvernig Bárðarbunga seig saman

Það kom út nýlega góð grein um hvernig Bárðarbunga seig saman í sex mánaða eldgosinu í Holuhrauni. Það eru ennþá að koma fram nýjar upplýsingar um eldgosið í Bárðarbungu og hvað gerðist í eldstöðinni þó svo að ekkert hafi gerst síðan eldgosinu lauk í Holuhrauni. Nýjustu gögnin sýna fram á það að Bárðarbunga seig saman, það sig átti sér ekki stað með sprengingu eins og gerist oft, heldur með hægu sigi yfir sex mánaða tímabil. Eldgosið í Holuhrauni er stærsta eldgos á Íslandi í rúmlega 230 ár.

Greinin um eldgosið í Bárðarbungu

Iceland’s Bárðarbunga-Holuhraun: a remarkable volcanic eruption (blogs.egu.eu, Enska)

Lítið jökulhlaup frá Grímsvötnum

Í dag (11-Maí-2015) hófst lítið jökulhlaup frá Grímsvötnum. Þetta jökulhlaup er ekki hættulegt. Það sem er þó hættulegt við það eru þær gastegundir sem losna núna útí loftið. Þessar gastegundir eru hættulegar ef fólk fer of nálægt jökulánni Gígukvísl, sérstaklega þar sem flóðið kemur undan jökli. Hættan er sú að fólk skaði í sér augun og lungun vegna brennisteinssambanda í loftinu sem fylgja þessu flóði auk annara tegunda af gasi.

grf.svd.11.05.2015.at.20.47.utc
Óróinn í Grímsvötnum þessa stundina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi aukni órói í Grímsvötnum á líklega uppruna sinn í háhitasvæðum undir jöklinum sem sjóða núna þegar þrýstingurinn fellur skyndilega af þeim. Auk óróans frá hlaupinu sjálfu. Það er ekkert sem bendir til þess núna að eldgos sé að fara að hefjast í Grímsvötnum á þessari stundu.

Fréttir af jökulhlaupinu

Lítið hlaup í Gígjukvísl (Rúv.is)

Jarðskjálftavirkni í Öskju

Í þessari viku (vika 18) hefur verið talsvert um jarðskjálfta í Öskju. Allir þeir jarðskjálftar sem hafa átt sér stað hafa verið litlir og ekki farið yfir stærðina 2,0 eftir því sem ég kemst næst.

150502_1850
Jarðskjálftavirkni í Öskju (neðst á myndinni). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að núverandi jarðskjálftavirkni í Öskju sé vegna kvikuhreyfinga í eldstöðinni. Þetta virðist frekar vera vegna breytinga í jarðhita sem þarna eru að eiga sér stað vegna aukinnar kviku innan í eldstöðinni, en þessi aukna kvika hitar upp það grunnvatn sem er inní eldstöðinni og jarðlögum. Aukin hveravirkni og jarðhiti hefur verið skráð áður en eldgos hófust áður fyrr. Það sem er óljóst er hversu lengi þetta ferli varir, þar sem skráning á slíkum atriðum er ekki örugg eða góð eftir því sem ég kemst næst.

Askja hóf að undirbúa eldgos árið 2010 en eins og staðan er í dag þá er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi. Það er hinsvegar óljóst hvort að þrýstingur frá Bárðarbungu hafi breytt einhverju í Öskju og aukið hættuna á eldgosi.

Nýtt kvikuinnskot í Kötlu

Í gær (01-Maí-2015) átti sér stað lítið kvikuinnskot í eldstöðinni Kötlu. Þetta kvikuinnskot hafði dýpið 26,9 km til 18,5 km. Stærstu jarðskjálftarnir sem fylgdu þessi kvikuinnskoti höfðu stærðina 2,0.

150501_1820
Jarðskjálftahrinan í Kötlu. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta kvikuinnskot þýðir ekki að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu. Hinsvegar miðað við fyrri hegðun eldfjallsins þá er ljóst að þetta er þróun í Kötlu sem þarf að fylgjast með. Það er möguleiki á því að þessi virkni hætti en það er engin leið til þess að vita það fyrir víst. Það eina sem hægt er að gera er að bíða og sjá hvað gerist.

Athugun með Grímsvötn

Ég hef tekið eftir því að jarðskjálftavirkni hefur verið að aukast undanfarið í Grímsvötnum. Það bendir til þess að eldstöðin sé að verða tilbúin fyrir næsta eldgos. Síðustu eldgos í Grímsvötnum voru árin 2011, 2004, 1998 …osfrv. Það er ekki hægt að vita hvenær eða hversu stórt næsta eldgos verður í Grímsvötnum.

Djúpir jarðskjálftar mælast í Kötlu

Í gær (23-Apríl-2015) mældust djúpir jarðskjálftar í Kötlu. Eins og stendur þá hafa eingöngu sex jarðskjálftar mælst. Mesta dýpi sem mældist var 26,6 km og stærsti jarðskjálftinn sem komu fram voru með stærðina 2,2.

150424_1245
Jarðskjálftarnir í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni á þessu dýpi er sjaldnast vegna spennubreytinga í jarðskorpunni. Á þessu dýpi er oftar um að ræða kvikuhreyfingar eða þrýstibreytingar á kvikunni sem er á þessu dýpi. Það er vonlaust að vita nákvæmlega hvað er að gerast í Kötlu á þessari stundu. Það mældust ekki neinn órói í kjölfarið á þessum jarðskjálftum og á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að virkin sé að fara að aukast í Kötlu.