Jarðskjálftahrina í Kleifarvatni í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja

Í fyrradag (4-Maí-2022) hófst jarðskjálftahrina í Kleifarvatni sem er í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw3,4 en jarðskjálfti sem var með stærðina Mw2,9 fannst einnig í Reykjavík.

Græn stjarna í Kleifarvatni þar sem stærsti jarðskjálftinn varð. Auk nokkura rauða punkta í kring á Reykjanesskaga.
Jarðskjálftavirknin í Kleifarvatni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að vera nákvæmlega viss um hvað er að gerast þarna núna. Hinsvegar bendir flest til þess að þarna sé kvika að reyna að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Jarðskjálftavirknin sýnir sveiflu í virkni og ég er ekki viss um afhverju það er að gerast. Eldgos þarna er mjög líklega en það er ekki hægt að segja til um það hvenær slíkt eldgos yrði.

Flutningur til Danmerkur

Ég er að flytja til Danmerkur á ný og fram til miðjan eða lok Júní þá er hætta á því að uppfærslur verði takmarkaðar hjá mér vegna takmarkaðs sambands við internetið á þessum tíma. Ég mun hinsvegar setja inn uppfærslur eftir bestu getu hjá mér.

Kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes

Í gær (12-Apríl-2022) hófst kröftug jarðskjálftahrina með jarðskjálfta sem er með stærðina Mw3,9. Það er samt möguleiki á því að þarna hafi verið jarðskjálftahrina minni jarðskjálfta dagana og jafnvel vikunar áður á þessu sama svæði. Þar sem það hefur verið mikið til samfelld jarðskjálftavirkni á þessu svæði síðustu mánuði. Stærsti jarðskjálftinn hingað til fannst á stóru svæði á suðurlandi og vesturlandi. Það hafa orðið fleiri en sjö jarðskjálftar með stærðina yfir Mw3,0 á þessu svæði síðan jarðskjálftahrinan hófst, það er erfitt að segja til um nákvæman fjölda af þessum jarðskjálftum eins og er.

Fjöldi rauðra punka á Reykjanestánni sýnir þar sem jarðskjálftahrinan er. Þarna er einnig fjöldinn allur af grænum stjörnur sem sýnir jarðskjálfta yfir 3 að stærð
Kröftug jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Reykjanes á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni á sér stað í eldstöðinni Reykjanes. Síðasta eldgos í þessari eldstöð varð hugsanlega árið 1831 en það er ekki víst að svo hafi verið. Þegar þessi grein er skrifuð þá hafa orðið í kringum 280 til 300 jarðskjálftar á þessu svæði samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Þessi tala breytist á hverri mínútu, þar sem jarðskjálftavirknin er mjög mikil og er ennþá í gangi. Þegar þessi grein er skrifuð, þá virðist sem að jarðskjálftavirknin sé að aukast. Staðan þarna getur breyst mjög hratt og með litlum fyrirvara. Ég er að sjá vísbendingar í þessari jarðskjálftahrinu að þarna sé kvika á ferðinni og það er mín skoðun að þarna verði líklega eldgos. Hvort að það verður núna eða seinna er ekki eitthvað sem ég get sagt til um. Það verður að koma í ljós hvað gerist nákvæmlega þarna.

Mikil jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli, Krýsuvík-Trölladyngju eldstöðin

Þessar upplýsingar verða úreltar mjög hratt og mjög fljótlega.

Núna er stöðug jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli sem er hluti af Krýsuvík-Trölladyngju eldstöðvarkerfinu. Meira en tugur af jarðskjálftum sem hefur náð stærðinni Mw4,0 eða stærri hefur orðið síðustu klukkutímana og það eru litlar líkur á því að jarðskjálftavirknin muni hætta á næstunni. Stærstu jarðskjálftarnir síðustu klukkutímana hafa verið með stærðina Mw4,8 og síðan Mw4,5. Jarðskjálftarnir norður af Grindavík virðast vera gikkskjálftar vegna þenslu í Fagradalsfjalli.

Mikil jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga í Fagradalsfjalli og norður af Grindavík. Þéttar grænar stjörnur og síðan mikið af rauðum punktum sem sýnir minni jarðskjálftum
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þétt jarðskjálftavirkni á jarðskjálftavöktunar grafinu hjá Veðurstofu Íslands. Mikið af þéttum punktum sem sýnir jarðskjálftavirknina
Þétta jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga eins og hann er sýndur á grafinu hjá Veðurstofu Íslands. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan núna er nærri Grindavík eins og gerðist fyrr á árinu 2021 þegar svipuð jarðskjálftahrina varð þarna. Rétt áður en það fór að gjósa í Fagradalsfjalli. Jarðskjálftahrinan mun halda áfram þangað til að eldgos hefst á ný. Jarðskjálftahrinunar munu einnig koma fram í bylgjum, með mikilli jarðskjálftavirkni en síðan minni jarðskjálftavirkni þess á milli. Ég reikna með sterkum jarðskjálftum á næstu dögum ef það fer ekki að gjósa í Fagradalsfjalli eða á nálægum svæðum.

Staðan í Krýsuvíkur-Trölladyngju eldstöðvarkerfinu í Fagradalsfjalli, það fer líklega að gjósa mjög fljótlega

Þessar upplýsingar verða úreltar mjög fljótlega hérna.

Jarðskjálftahrinan í Fagradalsfjalli hélt áfram þann 22-Desember og þann 23-Desember. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw4,9 og fannst yfir stórt svæði. Það hefur ekki verið tilkynnt um neitt tjón á eignum ennþá í þessari jarðskjálftahrinu.
Það eru núna þrjár jarðskjálftamiður í þessari jarðskjálftahrinu. Fyrsta jarðskjálftamiðjan er norðan við stóra gíginn, jarðskjálftamiðja tvö er undur stóra gígnum, jarðskjálftamiðja þrjú er í Nátthagakrika. Það er það svæði þar sem fólk gekk upp að eldgosinu á gönguleið A og B.

Mikil jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli. Mikið af grænum stjörnum á kortinu og mikið af rauðum punktum
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þétt jarðskjálftavirkni á yfirlitsgrafinu frá Veðurstofunni. Mikið af punktum við 2 styrkja línuna en einnig talsvert af puntkum við 3 styrkja jarðskjálfta línuna
Þétt jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ljóst að þessi jarðskjálftavirkni mun ekki hætta fyrr en eldgos hefst á ný á þessu svæði. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eldgos hefst þarna. Ef að nýr gígur opnast á þessu svæði, þá mun jarðskjálftavirknin halda áfram að stækka þangað til að það gerist. Ef að gígur sem er nú þegar á svæðinu byrjar að gjósa, þá mun það koma af stað einhverri jarðskjálftavirkni. Það er ljóst er að kvikan mun finna sér leið þar sem mótstaða er minnst í jarðskorpunni, alveg sama hver sú leið er. Þegar þessi grein er skrifuð þá hafa orðið meira en 6000 jarðskjálftar og í kringum 50 til 100 af þeim hafa verið jarðskjálftar sem eru stærri en Mw3,0.

Jarðskjálftahrina í Krýsuvík-Trölladyngju eldstöðinni, í Fagradalsfjalli, eldgos er mögulegt fljótlega

Staðan núna breytist mjög hratt og því verða upplýsingar í þessari grein úreltar mjög hratt.

Það er möguleiki á að eldgos sé að fara að hefjast aftur í Fagradalsfjalli (Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðin) eftir að jarðskjálftahrina hófst þar klukkan 17:00 þann 21-Desember-2021. Jarðskjálftahrinan hefur verið að vaxa mjög hratt síðustu klukkutímana og það sér ekki á þeim vexti þegar þessi grein er skrifuð. Þegar þessi grein er skrifuð er stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw3,3. Yfir 150 jarðskjálftar hafa mælst frá því klukkan 17:00.

Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli með mörgum rauðum punktum og síðan grænni stjörnu sem sýnir stærsta jarðskjálftann
Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli í eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Staða mála er að breytast mjög hratt á þessu svæði. Þegar þessi grein hefur eldgos ekki ennþá hafist en það er aðeins spurning um klukkutíma áður en eldgos hefst á þessu svæði á ný. Það gæti gerst í nótt eða einhverntímann á morgun. Það er engin leið að vita það þegar þessi grein er skrifuð.

Ég mun setja inn nýja uppfærslu seint á morgun. Þar sem ég verð upptekinn framan af degi í öðrum hlutum. Það er ekki hægt að komast hjá þessu.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 11-Ágúst-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

  • Eldgosið heldur áfram eins og hefur verið. Eldgos í nokkra klukkutíma og síðan gerist ekkert í nokkra klukkutíma. (Hérna er mín persónulega skoðun) Hvert eldgos sem er svona er í raun ekkert annað en stutt eldgos í eldstöðinni sem er þarna. Alveg eins og er í öðrum eldstöðvum en tíminn milli eldgosa er bara styttri þarna. Ég veit ekki afhverju þetta er að gerast svona.
  • Sprungur hafa myndast í gónhólnum sem er næst gígnum. Afhverju þetta er að gerast er ennþá óljóst. Það eru tveir möguleikar sem útskýra þetta. Fyrsti möguleikinn er að hérna sé um að ræða sprungur vegna spennu í jarðskorpunni vegna eldgossins. Annar möguleiki er að þarna sé komin fram þensla vegna þess að kvika er að fara að þrýsta sér þarna upp. Þetta sást fyrst í eldgosinu, þá kom fram sprungumyndum nokkrum dögum áður en eldgos hófst á því svæði.
  • Hraunflæði er núna í kringum 9m3/sec samkvæmt mælingum Jarðvísindadeild Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands.

Þetta eldgos er mjög lítið og er miklu minna en eldgosið í Heklu árið 2000 sem var minnsta eldgos í skráðri sögu (samkvæmt fréttum). Á meðan eldgosið er svona lítið þá mun hraunið ekki fara langt og eingöngu renna stutt frá gígnum og hlaðast upp á svæðinu næst honum og á nærliggjandi svæðum.

Fólk heldur áfram að fara út á hraunið sem er stórhættulegt þar sem undir hraun skorpunni getur verið stórir hellar sem eru fullir af hrauni og það hraun er allt að 1100C gráðu heitt. Ef að þakið brotnar á svona helli og fólk fellur ofan í þá. Þá er engin leið til þess að bjarga viðkomandi þar sem það verður orðið of seint hvort sem er. Síðan getur hraun skorpan bara brotnað upp án viðvörunar og þá hleypur fljótandi hraun fram án nokkurar viðvörunnar og afleiðinganar af því mun valda alveg jafn miklum dauðsföllum.

Myndasafn af eldgosinu í Fagradalsfjalli

Hérna er myndasafn sem ég tók þegar ég fór að eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 8 Maí 2021. Eldgosið hefur breyst mikið síðan ég var þarna á laugardaginn. Þetta er fyrsta tilraun með myndasafn hérna og því gæti það ekki tekist almennilega.

Eldgosið hefur breyst mikið síðan ég var þar á laugardaginn 8 Maí. Megin gígurinn er mun stærri en virðist vera á vefmyndavélum. Þar sem vefmyndavélanar gera það mjög erfitt að áætla stærð gígsins í því sjónarhorni sem þær bjóða upp á. Þegar ég var þarna þá var aðal gígurinn um 50 metra hár og eldgosið var stöðugt þegar ég var þarna eftir breytingar sem urðu um morguninn. Um það leiti sem ég fór frá eldgosinu um klukkan 15:20 þá var eldgosið farið að breyta sér aftur í hraunstróka virkni eins og hafði verið áður. Þegar ég kom niður að vegi um klukkan 16:30 þá hafði eldgosið næstum því breyst alveg til fyrri virkni. Hraunið býr til sitt eigið veðurfar þegar það dregur inn kalt loft í nágrenninu með sterkum vindi og litlum ský strókum sem birtast án nokkurs fyrirvara á svæðinu. Það hefur einnig verið mikið um bruna í mosa vegna hraun sletta sem koma frá kvikustrókunum sem ná alveg 400 til 500 metra hæð þegar mest er og þær kvikuslettur sem hafa komist lengst hafa náð að ferðast allt að 600 metra frá eldgosinu. Ég tók myndbönd og hægt er að skoða þau á YouTube rásinni minni hérna. Stærsti gígurinn breytist á hverjum degi eftir því sem hraunið endurformar gíginn í hverri hraunstróka virkni. Hrun í aðal gígnum eru einnig mjög algeng og verða á hverjum degi. Sumt af þessu hruni er stórt á meðan önnur hrun eru minni.

Það sem gæti verið að gerast í Fagradalsfjalli er að ný eldstöð gæti verið að myndast. Það er mín skoðun núna en það gæti breyst eftir því sem meiri gögn koma inn og tíminn líður í þessu eldgosi og meira lærdómur fæst um þetta eldgos og hvað er að gerast.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 30-Apríl-2021

Þetta er stutt grein um eldgosið í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

Það hafa ekki orðið miklar breytingar síðan uppfærsla var skrifuð. Hérna eru helstu breytingar síðan síðasta grein var skrifuð í eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngju.

  • Það er aðeins einn gígur sem er að gjósa núna. Allir aðrir gígar hafa hætt að gjósa en það gætu verið hrauntjarnir í þeim sem eru að flæða í hraunhellum undir hrauninu án þess að slíkt sjáist á yfirborðinu.
  • Mikið af virkninni núna er í formi stórra hraunstróka sem koma upp úr gígnum vegna þess að gas innihald hraunsins hefur aukist undanfarið.
  • Hraun er núna hægt og rólega að fylla upp alla dali á svæðinu en það mun taka marga mánuði að fylla upp alla dalina sem þarna eru af hrauni.
  • Það eru engin merki um að eldgosinu sé að fara að ljúka.

Engar frekari fréttir eru af eldgosinu eins og er. Rúv hefur komið fyrir nýrri vefmyndavél sem sýnir eldgosið betur. Hægt er að fylgast með þeirri vefmyndavél á YouTube síðu Rúv.

Smá frí

Ég ætla að taka mér smá frí milli 5 Maí til 10 Maí og á þeim tíma verða ekki neinar uppfærslur settar inn. Næsta uppfærsla af eldgosinu ætti að verða þann 14 Maí. Ég veit ekki ennþá hvort að ég get skoðað eldgosið. Það veltur á því hvernig veðrið verður á þessum tíma.

Jarðskjálftahrina suður af Keili

Aðfaranótt 27-Apríl-2021 varð jarðskjálftahrina suður af fjallinu Keili í Krýsuvíkur-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu. Jarðskjálftavirknin er á svæði þar sem hefur verið jarðskjálftavirkni áður og er mjög áhugaverð. Það er ekkert sem bendir til þess eldgos sé að fara að hefjast á þessum stað þegar þessi grein er skrifuð. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,2 á 6,1 km dýpi og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,8 á 5,9 km dýpi.

Jarðskjálftahrina suður af fjallinu Keili með grænni stjörnu
Jarðskjálftavirkni suður af Keili. Höfundarréttur þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á að breyting sé að verða á eldgosinu í Fagradalsfjalli. Ég mun skrifa um það á morgun en það er möguleiki á að það verði seinkun á greininni ef eitthvað gerist. Það tekur mig smá tíma að afla upplýsinga um hvað er að gerast.