Í gær (18-Maí-2022), þá gleymdi ég að skrifa um þá stöðugu jarðskjálftavirkni sem er norður af Grindavík. Þessi jarðskjálftavirkni kemur til vegna þess að þarna hefur myndast nýtt kvikuinnskot eða þá að kvikuinnskotið frá Svartsengi nær til þessa staðar. Ég veit ekki hvort gildir hérna. Kort á Skjálftalísu Veðurstofu Íslands bendir sterklega til þess að þarna hafi myndast annað kvikuinnskot, hinsvegar eru þessar niðurstöður frekar óljósar eins og er. Á svæðinu austan við Þorbjörn er gömul gígaröð, ég veit ekki hvenær það gaus þarna en hugsanlega gaus þarna á 12 og 13 öldinni.
Í gær (18-Maí-2022) urðu samtals sex jarðskjálftar norður af Grindavík sem voru stærri en Mw3,0 að stærð. Stærsti jarðskjálftinn þá var með stærðina Mw3,5. Í dag (19-Maí-2022) þegar þessi grein er skrifuð aðeins orðið einn jarðskjálfti sem hefur náð stærðinni Mw3,0. Það virðist vera að draga úr jarðskjálftavirkninni. Ég veit ekki afhverju það er að gerast.