Jarðskjálftahrina í Öskju

Í þessari viku (vika 45) hefur verið jarðskjálftahrina í Öskju. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið hingað til var með stærðina Mw2,8 en aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð. Þessi jarðskjálftahrina á sér stað á misgengi sem vísar norður – suður. Það er ekki alveg ljóst hvort að þessi jarðskjálftahrina sé innan eða utan við megineldstöðina kerfið sjálft. Þetta gæti verið kvikuinnskot í Öskju en það er ekki ljóst hvort að það sé raunin, þetta gæti verið flekahreyfing sem er algeng á þessu svæði innan Öskju.


Jarðskjálftavirkni í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það sem gerir þessa jarðskjálftahrinu þess eðlis að nauðsynlegt er að fylgjast með því hvað er að gerast er sú staðreynd að þessi jarðskjálftahrina hefur varað í fimm til sex daga þegar þessi grein er skrifuð. Venjulega stöðvast þessi gerð af jarðskjálftavirkni í Öskju án þess að nokkuð meira gerist í kjölfarið. Mig grunar að það sé einnig tilfellið með þessa jarðskjálftahrinu.

Stór jarðskjálfti og djúp jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Á Laugardaginn (26-Október-2019) varð jarðskjálfti í Bárðarbungu með stærðina Mw3,5. Þetta var stakur jarðskjálfti og komu engir jarðskjálftar í kjölfarið.

Á Sunnudaginn (27-Október-2019) hófst jarðskjálftahrina í Bárðarbungu sem var mjög djúp og var dýpi jarðskjálftanna frá 20,2 km til 10,9 km á Sunnudeginum. Allir þeir jarðskjálftar sem komu fram voru minni en Mw2,0 að stærð.

Í dag (28-Október-2019) varð önnur djúp jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftahrina varð stærri talið í fjölda jarðskjálfta. Dýpið núna varð frá 26 km og upp í 15,5 km. Þessi djúpa jarðskjálftavirkni tengist kvikuinnskoti sem er að eiga sér stað í Bárðarbungu frá djúpstæðu kvikuhólfi undir Bárðarbungu eða nálægt Bárðarbungu. Það er engin leið að vita hvaða kvikuhólf er að dæla kviku inn í Bárðarbungu. Stundum verður kröftug jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu í kjölfarið á svona jarðskjálftavirkni. Hvort að það sé einhver tengin milli þessara tveggja atburða er ekki þekkt. Það er ekki hægt að segja til um það núna hvort að þessi virkni þýði aukna jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu á næstunni. Síðast þegar þetta gerðist þá varð aukning í jarðskjálftum í Bárðarbungu yfir nokkura vikna tímabil.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Sú jarðskjálftavirkni sem er að eiga sér stað í Bárðarbungu núna er orðin fastur hluti af virkninni í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftavirkni þýðir ekki að eldgos sé yfirvofandi enda mundi verða mun meiri jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu ef kvika væri að brjóta sér leið upp á yfirborðið en það sem er að eiga sér stað núna.

Minniháttar jarðskjálftavirkni í Tungnafellsjökli

Í dag (13-október-2019) varð lítil jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli. Eftir eldgosið í Bárðarbungu hefur verið viðvarandi jarðskjálftavirkni í Tungnafellsjökli, ekki hefur fundist almennileg skýring á þessari jarðskjálftavirkni. Það er ýmislegt sem bendir til þess að hérna sé um að ræða kviku sem er á ferðinni inni í eldstöðinni og er mjög hægfara en hvað er nákvæmlega að gerast er óljóst í dag.


Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru engin þekkt eldgos í Tungnafellsjökli síðustu 12000 árin og því er ekki hægt að segja til um það hvernig þetta þróast í eldstöðinni. Í dag eru engin augljóst merki þess að Tungnafellsjökull sé að undirbúa eldgos og er möguleiki að þessi jarðskjálftavirkni í dag séu eftiráhrif af eldgosinu í Bárðarbungu 2014 sem olli mikilli streitu í jarðskorpunni á þessu svæði.

Jarðskjálfti með stærðina 3,2 í Torfajökli

Í dag (12-Júlí-2019) varð jarðskjálfti með stærðina 3,2 í Torfajökli. Það er hugsanlegt að þessi jarðskjálfti hafi fundist af ferðamönnum á svæðinu en það hefur ekki verið tilkynnt samkvæmt fjölmiðlum.


Jarðskjálftavirkni í Torfajökli (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Á þessu svæði í Torfajökli hefur verið jarðskjálftavirkni síðan þann 27-Janúar-2019 þegar jarðskjálfti með stærðina 3,7 átti sér stað á þessu svæði. Þá komu fram fleiri eftirskjálftar en í dag. Það gæti hinsvegar breyst án fyrirvara. Þessi jarðskjálftavirkni er mjög áhugaverð en ég veit ekki ennþá hvort að þessi jarðskjálftavirkni þýði eitthvað á þessari stundu.

Þrír sterkir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Í gær (24-Júní-2019) urðu þrír sterkir jarðskjálftar klukkan 13:09, klukkan 13:18 og klukkan 13:55 í Bárðarbungu. Jarðskjálftinn sem varð klukkan 13:09 er með stærðina mb4,5 á EMSC (upplýsingar hérna). Jarðskjálftinn sem varð klukkan 13:55 er einnig með stærðina 4,5 á vefsíðu EMSC (upplýsingar hérna). Veðurstofan er með stærðina á jarðskjálftanum klukkan 13:09 sem Mw3,3 og jarðskjálftinn sem varð klukkan 13:55 er með stærðina Mw4,1. Jarðskjálftinn sem varð klukkan 13:18 er með stærðina Mw3,4. Minni jarðskjálftar hafa komið í kjölfarið á stóru jarðskjálftunum.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu gerist vegna þess að eldstöðin er ennþá að þenjast út. Þar sem Bárðarbunga er ennþá á því að stigi að þenjast út þá olli þessi jarðskjálftahrina ekki neinum kvikuhreyfingum eða kom af stað eldgosavirkni. Tveir af jarðskjálftunum voru á hefðbundum stöðum en þriðji jarðskjálftinn sem varð klukkan 13:09 varð í norð-vestanverðri eldstöðinni sem er óvenjuleg staðsetning miðað við fyrri jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Síðasti stóri jarðskjálfti í Bárðarbungu átti sér stað þann 19-Júní-2019 og er því mjög stutt á milli stórra jarðskjálfta í Bárðarbungu núna. Það virðist ekki vera óvenjuleg virkni.

Djúpir jarðskjálftar suð-austur af Bárðarbungu

Í gær (19-Júní-2019) og í dag (20-Júní-2019) varð jarðskjálftahrina suð-austur af Bárðarbungu. Þetta svæði í Bárðarbungu hefur verið virkt síðan eldgosinu lauk í Febrúar 2015 og mögulega fyrr en það. Síðasta eldgos á þessu svæði varð í Febrúar 1726 (+- 30 dagar) til Maí 1726 (+- 30 dagar). Hugsanlega hafa orðið fleiri eldgos á þessu svæði án þess að þeirra yrði vart af fólki í fortíðinni.


Jarðskjálftahrinan suð-austur af Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Dýpið í þessari jarðskjálftahrinu er mjög mikið og mældist dýpsti jarðskjálftinn með 30,4 km dýpi. Það er ekki hægt að útiloka að það dýpi komi til vegna lélegrar mælinga eða lélegrar staðsetningar á jarðskjálftanum. Samkvæmt mælingum þá er jarðskorpan á þessu svæði allt að 45 km þykk. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að þessi jarðskjálftavirkni mun enda í eldgosi. Ef að eldgos verður þá getur það hafist án mikillar viðvörunar og án mikillar jarðskjálftavirkni.

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Í dag (8-Desember-2018) varð jarðskjálftahrina í Öræfajökli. Þessi jarðskjálftahrina varð í norðurhluta öskju Öræfajökuls eða rétt fyrir utan öskjuna.


jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 2,6 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru með stærðina 0,2 til 0,8. Þessi virkni er eðlileg fyrir Öræfajökul um þessar mundir.

Lítil jarðskjálftahrina í Öræfajökli þann 23-Júlí-2018

Mánudaginn 23-Júlí-2018 varð lítil jarðskjálftahrina í Öræfajökli. Þessa stundina er svona jarðskjálftavirkni algeng í Öræfajökli. Í hverri viku verða núna frá 100 til 200 jarðskjálftar í Öræfajökli. Flestir af þeim jarðskjálftum sem verða eru minni en 1,0 að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn hingað til í þessari viku var með stærðina 1,2 og var á 4,9 km dýpi. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið voru minni að stærð. Þegar jarðskjálftahrina verður í Öræfajökli þá er það vegna þess að kvika er að troða sér inn í eldstöðina og er að ýta sér leið upp. Þeir jarðskjálftar sem verða fyrir utan Öræfajökul eru vegna spennubreytinga í nálægri jarðskorpu sem hefur virkjað misgengi á þessu svæði. Það er talsverð hætta á því að jarðskjálftavirkni aukist með þessum hætti eftir því sem meiri kvika safnast saman í Öræfajökli. Það ferli mun taka vikur og mánuði frá því sem er núna í dag.

Djúpstæð jarðskjálftahrina suð-austur af Bárðarbungu

Síðan í gær (18-Júlí-2018) hefur verið djúpstæð jarðskjálftahrina suð-austur af Bárðarbungu. Jarðskjálftahrinur á þessu svæði eru mjög algengar og eru alltaf vegna þess að kvikuinnskot er þarna á ferðinni.


Jarðskjálftahrinan suð-austur af Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Mesta dýpi sem mældist í þessari jarðskjálftahrinu var 26,3 km og minnsta dýpi var 13,4 km. Skekkja gæti verið talsverð í þessum mælingum vegna fjarlægðar frá næstu SIL mælistöðum. Þegar jarðskjálftar eru mjög litlir að stærð (stærðir 0,0 – 1,0) er mjög erfitt að staðsetja þá og finna út rétt dýpi. Í kjölfarið á jarðskjálftavirkni á þessu svæði verður stundum stór jarðskjálfti í Bárðarbungu. Það er ekki hægt að spá til um slíkan atburð og það er ekki hægt að vita fyrirfram hvort að það gerist núna.

Áframhaldandi jarðskjálftahrina í Öræfajökli (staðan 3-Júlí-2018)

Síðustu klukkutíma hefur verið talsverð jarðskjálftavirkni í suðurhlíðum Öræfajökuls. Þessi jarðskjálftahrina hófst í kringum 29-Júní-2018 og hefur að mestu leiti verið í gangi síðan þá. Á þessari stundu virðist sem að jarðskjálftavirknin sé nærri þjóðvegi eitt eða alveg undir honum.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli þann 3-Júlí-2018. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi breyting á jarðskjálftavirkni er mjög áhugaverð að mínu áliti og bendir til þess að vandræði séu á leiðinni í Öræfajökli. Það eru ekki neinir eldgígar svo ég viti til í hlíðum Öræfajökuls en hugsanlegt er að slíkir gígar hafi verið þurrkaðir út af jökulhreyfingum síðustu alda. Það er góð ástæða að mínu mati að fylgjast með þróun þessar jarðskjálftavirkni.