Upptök jökulflóðsins frá Hofsjökli í ágúst fundin

Í Ágúst-2013 átti sér stað jökulflóð frá Hofsjökli. Hingað til hafa upptök þessa jökulflóðs ekki fundist. Upptök þessa jökulflóðs fundist hinsvegar á gervihnattamynd frá NASA/USGS í September-2013 og núna fyrir nokkrum dögum síðan voru upptök þessa jökulflóðs staðfest af vísindamönnum Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands. Upptök þessa jökulflóðs voru nýr sigketill í Hofsjökli, þessi sigketill er rúmlega 700 metra langur og 30 – 50 metra djúpur.

hofsjokull_24sept2013
Hofsjökull og ketillinn í jöklinum, staðsetning sigketilsins er ~64°49,5‘N; 18°52‘V. Mynd er frá NASA/USGS/Veðurstofu Íslands/Jarðfræðistofnun Háskóla Íslands.

Yfirborð jökulsins er mikið sprungið á þessu svæði samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Það er ekki vitað um ástæður þess að þarna myndaðist háhitasvæði í Hofsjökli. Ekki hafa komið fram nein merki þess að þarna hafi eldgos átt sér stað. Hvorki fyrir eða eftir jökulhlaupið úr Hofsjökli. Stærð sigketilsins er 106 m3 samkvæmt Veðurstofu Íslands eða um ein milljón rúmmetra. Óljóst er hvort að fleiri jökulflóð muni koma úr þessum sigketli í framtíðinni.

Tilkynning Veðurstofunnar

Hlaup úr Hofsjökli í ágúst 2013 (vedur.is)

Fréttir af þessu

Fundu sigketil á Hofsjökli (mbl.is)
Hlaup kom úr sigkatli í Hofsjökli (Rúv.is)

Dregur úr jarðskjálftahrinunni á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (03-Október-2013) hefur heldur dregið úr jarðskjálftahrinunni á Tjörnesbrotabeltinu. Jarðskjálftahrinan hefur haldið áfram eins og undanfarna viku, stærsti jarðskjálftinn í dag var með stærðina 3,5 og dýpi þessar jarðskjálftahrinu hefur verið í kringum 5 til 15 km. Jarðskjálfti með stærðina 3,1 átti sér einnig stað í dag. Þessari jarðskjálftar fundust á Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík.

MynniEyjafj2013.svd.03-October-2013
Stærstu jarðskjálftanir í þessari jarðskjálftahrinu. Hægt er að sjá myndina í upprunalegu samhengi hérna á vef Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þó svo að dregið hafi úr jarðskjálftahrinunni þá er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi. Það getur verið að aðeins hafi dregið tímabundið úr jarðskjálftahrinunni eða þá að þessi jarðskjálftahrina er að fjara út eins og er. Það er ekki ljóst hvað er raunin hérna en það mun koma í ljós með tímanum hvað gerist næst á Tjörnesbrotabeltinu.

131003_2125
Jarðskjálftahrinan í dag á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru ekki nein merki þess að kvika hafi náð til yfirborðs í kjölfarið á þessari jarðskjálftahrinu. Það er einnig ennþá óljóst hvort að kvikuinnskot hafi verið valdur að þessari jarðskjálftahrinu á Tjörnesbrotabeltinu.

Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu heldur áfram

Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu heldur áfram í dag (02-Október-2013) frá því í gær (01-Október-2013). Helsta breytingin frá því í gær er aukning jarðskjálfta og þeir hafa einnig orðið stærri. Í dag er stærsti jarðskjálftinn með stærðina 3,8 (sjálfvirk niðurstaða) og ekki er hægt að útiloka að stærri jarðskjálftar muni eiga sér stað þarna. Dýpi jarðskjálftahrinunnar er 5 til 15 km og virðist ekki vera breytast eins og stendur. Það er ennþá ósannað hvort að það sé kvikuinnskot sem er að valda þessari jarðskjálftahrinu eða bara hefðbundnar flekahreyfingar, slíkt mun líklega ekki verða sannað fyrr en að þarna hefst eldgos og það er ekki víst að slíkt muni gerast.

131002_2200
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fjöldi jarðskjálfta í dag (02-Október-2013) er svipuð og í gær (01-Október-2013) og virðist sem að engar sérstakar breytingar hafi átt sér stað í fjölda jarðskjálfta milli daga. Stærstu jarðskjálftanir hafa fundist á Ólafsfirði, Siglufirði og alveg til Dalvíkur í dag ásamt öðrum svæðum sem eru nærri upptökum þessar jarðskjálftahrinu. Það eru engin merki þess eins og stendur þess efnis að draga sér úr þessari jarðskjálftahrinu eins og er og óvíst hvenar það fer að draga úr þessari jarðskjálftahrinu. Hægt er að sjá stærstu jarðskjálftana í þessari jarðskjálftahrinu hérna á jarðskjálftamælavefsíðunni sem ég er með. Jarðskjálftanir koma best fram á jarðskjálftamælastöðinni sem heitir Böðvarshólar.

Facebook síðu þessa bloggs er hægt að finna hérna.

Kröftugri jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu heldur áfram í dag (01-Október-2013). Stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst hingað til var með stærðina 3,2. Dýpi þessar jarðskjálftahrinu er í kringum 5 til 15 km. Stærstu jarðskjálftarnir fundist á Ólafsfirði og öðrum svæðum sem eru nærri upptökum þessar jarðskjálftahrinu. Eins og stendur þá er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi og ekki sjást nein merki þess að þessi jarðskjálftahrinu sé að fara ljúka.

131001_1815
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur komið fram í fréttum Rúv og öðrum fréttamiðlum samkvæmt jarðfræðingi á Veðurstofu Íslands að þessi jarðskjálftahrina stafi hugsanlega af því að þarna sé um að ræða kvikuinnskot inn í jarðskorpuna á miklu dýpi. Það er engin eldstöð skráð á þessu svæði, ef það er eldstöð á þessu svæði. Þá er hún með öllu óþekkt eins og er. Slíkt getur gerst ef eldstöðvar eru í dvala mjög lengi og þar að auki neðansjávar. Hvað kemur útúr þessu verður hinsvegar að koma í ljós á næstu klukkutímum til dögum. Það er ekki víst að kvikan nái upp á yfirborðið og valdi eldgosi, þar sem að dýpið er ennþá mjög mikið og því á kvikan eftir að fara umtalsverða fjarlægð áður en hún nær til yfirborðs og veldur eldgosi.

Hægt er að fylgjast með jarðskjálftavirkninni á Tjörnesbrotabeltinu hérna á jarðskjálftamælavefsíðunni minni. Sá jarðskjálftamælir sem ég er með næst þessari jarðskjálftahrinu er jarðskjálftamælir sem heitir „Böðvarshólar“ og þar sjást nú þegar nokkrir af þeim jarðskjálftum sem hafa átt sér stað síðasta sólarhringinn á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálftamælir er staðsettur úti í sveit og því er lítið um truflanir frá umferð og slíku á honum.

Ég mun setja inn uppfærslur varðandi þessa jarðskjálftahrinu ef þörf verður á slíku.

Bloggfærsla uppfærð þann 01-Október-2013 klukkan 23:54. Leiðrétting á bæjarnafni eftir ábendingu um að það væri rangt bæjarnafn sem ég hafði skrifað inn.

Áhugaverð jarðskjálftavirkni í Hamrinum

Undanfarna daga hefur verið áhugaverð jarðskjálftavirkni í Hamrinum, sem er eldstöð í Vatnajökli. Jarðskjálftarnir eiga sér stað á tveim sprungum sem virðast hafa stefnuna austur-vestur. Líklega er um að ræða sprungu í eldstöðinni með þessa stefnu, það hefur þó ekki verið ennþá staðfest. Ég veit ekki afhverju þetta er að gerast, en í dag (07-September-2013) mældi ég jarðskjálfta frá Hamrinum og þessi jarðskjálfti sýnist mér hafa merki þess að um væri að ræða jarðskjálfta sem á uppruna sinn í kvikuhreyfingum inni í eldstöðinni Hamrinum. Það hefur þó ekki ennþá verið staðfest og ekki er víst að það verði nokkurntímann staðfest. Stærsti jarðskjálftinn hingað til var með stærðina 2,2 og var á dýpinu 4,5 km.

130907_2100
Jarðskjálftavirkni í Hamrinum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðasta eldgos sem átti sér stað í Hamrinum átti sér stað þann 11 til 12-Júlí-2011. Það eldgos var minniháttar og fjallaði ég um það hérna (á ensku) og hérna (á ensku). Jarðskjálftavirknin í dag er á sama svæði og það gaus árið 2011. Undanfarin að því eldgosi var talsverð jarðskjálftavirkni í Hamrinum mánuðina og hugsanlega árin þar á undan. Ég veit ekki hvort að núverandi jarðskjálftavirkni mun enda í eldgosi eða ekki, þar sem ekki er hægt að spá fyrir um slík að svo stöddu. Hinsvegar er ekki hægt að útiloka slíkt eins og stendur. Það besta sem er hægt að gera er að fylgjast með stöðu mála í Hamrinum og sjá hvort að einhverjar frekari breytingar muni eiga sér stað í Hamrinum.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Esjufjöllum

Þann 05-September-2013 varð minniháttar jarðskjálftahrina í Esjufjöllum. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,2 og á dýpinu 4,9 km.

130905_2200
Jarðskjálftahrinan í Esjufjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar eiga sér stað í Esjufjöllum vegna kvikuhreyfinga talið er. Einnig sem að það eru núna fleiri SIL stöðvar á þessu svæði og því mælast þarna minni jarðskjálftar en áður. Fyrir nokkrum árum síðan gat Veðurstofa Íslands eingöngu mælt jarðskjálfta sem voru aðeins stærri en 1,5.

Minniháttar kvikuinnskot í Báðarbungu – Hamarinn eldstöðvanar

Í gær (02-September-2013) átti sér stað minniháttar kvikuinnskot í Báðarbungu – Hamarinn eldstöðvanar. Þetta var lítið kvikuinnskot og stóð stutt yfir og olli minniháttar óróa á nærliggjandi sil stöðvum. Stærsti jarðskjálftinn sem fylgdi þessu kvikuinnskoti var 2,8 og með dýpið 14 km, sá jarðskjálfti sem kom á eftir þessum var með stærðina 2,1 og dýpið 15,5 km. Einn annar minni jarðskjálfti kom síðan í kjölfarið á þeim jarðskjálfta.

130903_1920
Jarðskjálftanir í Hamarinn – Báðarbunga eldstöðvunum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Kvikuinnskot eru algeng á þessu svæði, þó svo að fjöldi þeirra sé breytilegur milli ára. Sum ár hafa mörg kvikuinnskot á þessu svæði, á meðan önnur ár eru fá til engin kvikuinnskot á þessu svæði. Kvikuinnskot þýðir ekki að eldgos sé yfirvofandi, kvikuinnskot þýðir bara að kvika var að færa sig til á dýpi og ekki er hægt að segja til um þýðingu þess til framtíðar.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu

Í dag (22-Júní-2013) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu. Þessi jarðskjálftahrina átti sér stað í kötluöskjunni og er á svipuðu svæði og líklegt smáeldgos átti sér stað árið 2011, í Júlí það ár. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara eiga sér stað í Kötlu.

130621_2020
Jarðskjálftahrinan í Kötlu þann 21-Júní-2013. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan núna hefst á svipuðum tíma og jarðskjálftahrinan árið 2011 og 2012. Þó varð ekkert eldgos árið 2012, þó svo að jarðskjálftavirkni ætti sér stað í Kötlu. Ég reikna með að þessi jarðskjálftahrina haldi áfram í sumar. Þó er ekkert hægt að segja til um það hvort að eldgos muni eiga sér stað í Kötlu þetta sumarið frekar en önnur sumur. Það er óljóst hvað er að valda þessum jarðskjálftum, það getur verið allt frá þrýstibreytingum vegna léttingar jökulsins, eða vegna breytinga á þrýstingu í háhitasvæðum sem þarna eru, eða að þetta séu kvikinnskot í Kötlu á mjög miklu dýpi.

Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara hefjast í Kötlu.

Nýtt kvikuinnskot í Bárðarbungu

Áhugaverð jarðskjálftavirkni heldur áfram í Bárðarbungu og það virðist sem að nýtt kvikuinnskot hafi átt sér stað í Bárðarbungu síðustu daga. Áhugaverð jarðskjálftavirkni hefur einnig átt sér stað í eldstöðinni Hamrinum undanfarið. Þetta kvikuinnskot mun líklega ekki enda með eldgosi, þetta er hugsanlega vísbending um aukna virkni í Bárðarbungu í framtíðinni.

130620_2105
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og Hamarinum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur einnig verið jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Hamrinum og í nágrenni hans. Ég veit ekki hvort að þetta tengist virkinni sem á sér stað núna í Bárðarbungu. Mér þykir það ólíklegt að það sé raunin, þó er ekki hægt að útiloka það eins og er. Það er óljóst hvort að þessi nýja virkni í Hamrinum er vegna þéttara mælanets í kringum Vatnajökul eða hvort að þetta er raunverulega ný virkni í Hamrinum. Síðasta eldgos í Hamrinum átti sér stað í Júlí 2011 og er hægt að lesa um það eldgos hérna. Það er þess virði að hafa augu með virkninni í Hamrinum, þar sem þessi eldstöð hefur sýnt sig að hún er óútreiknanleg með öllu, það virðist einnig að kvika sér mjög grunnt í eldstöðinni nú þegar.

Minniháttar jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og Kötlu

Það hefur verið minniháttar jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og Kötlu undanfarið. Þessi bloggfærsla er bara stutt yfirlit yfir þessa virkni.

Bárðarbunga

Minniháttar kvikuinnskot átt sér stað í Bárðarbungu þann 16-Júní-2013. Þetta kvikuinnskot olli minniháttar jarðskjálftarhrinu í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftin var með stærðina 1,2 og mesta dýpið í þessari jarðskjálftahrinu var 24,3 km. Þannig að þetta var líklegast kvikuinnskot sem þarna var á ferðinni.

130618_1835
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Katla

Það hefur verið minniháttar jarðskjálftavirkni í Kötlu undanfarna daga. Þessi jarðskjálftavirkni þýðir líklega ekki neitt sem stendur, þessi virkni er líklega tengd minnkun jökulfargs á eldstöðinni Kötlu yfir sumarið. Djúpir jarðskjálftar hafa átt sér stað undanfarið í Kötlu, það er óvíst hvort að þeir tákna eitthvað á þessari stundu. Þarna á sér stað líklega minniháttar kvikuinnskot í Kötlu djúpt í eldstöðinni. Hinsvegar eru kvikuinnskot algeng í Kötlu án þess að þau valdi eldgosi.

130618_1835
Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Annars er mjög rólegt á Íslandi og engin sérstök virkni að eiga sér stað á þessari stundu.