Í dag (26. Júní 2023) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes. Jarðskjálftahrinan er á svæði þar sem hafa komið fram reglulegar jarðskjálftahrinur og bendir það til þess að þarna sé kvikuinnskot að koma inn í jarðskorpuna og þarna verður kannski eldgos í framtíðinni.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærsti jarðskjálftinn í dag og þegar þessi grein er skrifuð er með stærðina Mw3,0. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram eru minni að stærð. Ég er ekki viss hvað það hafa komið fram margir jarðskjálftar fram þarna í dag. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.
Í dag (24. Júní 2023) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,8 og Mw3,3. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram eru minni að stærð. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi en það hefur dregið úr henni síðan í morgun.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessa stundina þá eru engin merki þess um að eldgos sé að fara að hefjast í Kötlu en það gæti breyst án viðvörunnar. Það gæti einnig gerst, eins og hefur gerst síðustu mánuði þegar svona jarðskjálftahrinur hafa komið fram að ekkert meira gerist þangað til að næsta jarðskjálftahrina verður. Það hefur verið það sem hefur verið að gerst undanfarna mánuði og ár í Kötlu.
Núna í Júní 2023, þá varð annar stærsti jarðskjálftinn í Bárðarbungu með stærðina Mw3,1.
Græn stjarna í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þetta er hefðbundin þenslu jarðskjálfti í Bárðarbungu. Það er mjög langt þangað til að næsta eldgos verður í Bárðarbungu (væntanlega, það getur allt gerst).
Það hefur verið frekar óvenjuleg jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli síðan í gær (7. Júní 2023). Það hófst með litlum jarðskjálfta með stærðina Mw1,1 og á dýpinu 20,5 km. Þetta eru mjög fáir jarðskjálftar, þannig að það er augljóslega engin hætta á eldgosi.
Jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það yrði mjög óvenjulegt ef Eyjafjallajökull mundi gjósa núna. Þar sem það virðast vera um ~200 ár milli eldgosa í Eyjafjallajökli. Þess á milli er lítið um jarðskjálfta og oft á tíðum verða engir jarðskjálftar í lengri tíma eða mjög fáir á hverju ári. Það hefur að mestu leiti verið það sem hefur gerst í Eyjafjallajökli eftir að eldgosinu árið 2010 lauk. Það er hinsvegar spurning hvort að eitthvað hafi breyst í Eyjafjallajökli. Eins og er þá hef ég ekkert svar við þeirri spurningu en ég ætla að halda áfram að fylgjast með stöðunni í Eyjafjallajökli. Þetta gæti verið ekki neitt, eins og er lang oftast tilfellið.
Í nótt (6. Júní 2023) klukkan 03:17 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 og dýpið 15,8 km rétt við Surtsey. Þetta var bara einn stakur jarðskjálfti, einn minni jarðskjálfti með stærðina Mw1,1 kom fram klukkan 03:20 en hugsanlega hafa einnig komið fram fleiri minni jarðskjálftar sem mældust ekki á jarðskjálftamæla Veðurstofunnar.
Jarðskjálftavirkni við Surtsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það hafa ekki orðið fleiri jarðskjálftar þarna í dag. Ég reikna með að þetta hafi bara verið stök jarðskjálftavirkni á þessu svæði og þetta verði þannig í næstu framtíð.
Jarðskjálftinn sem verður í eldstöðinni Bárðarbungu einu sinni til annan hvern mánuð átti sér stað í dag (5. Júní 2023) klukkan 00:04. Stærð þessa jarðskjálfta var Mw3,4. Nokkrir minni jarðskjálftar áttu sér stað á undan stærsta jarðskjálftanum en það hefur verið mjög lítil jarðskjálftavirkni eftir að stærsti jarðskjálftinn átti sér stað.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Bárðarbunga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þetta er hefðbundin og reglubundin jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Bárðarbungu. Það er engin hætta á eldgosi frá eldstöðinni Bárðarbungu eins og er.
Aðfaranótt 3. Júní 2023 varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes á svæði sem kallast Reykjanestá. Stærsti jarðskjálftinn í þeirri hrinu var með stærðina Mw3,0. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Jarðskjálftahrinan sem varð þarna bendir til þess að um kvikuvirkni hafi verið að ræða en það er erfitt að vera viss um að það sé það sem gerðist núna.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes við Reykjanestá og síðan í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það eru komnir tíu mánuðir síðan það var síðast eldgos í Fagradalsfjalli. Það er mjög líklegt að það muni gjósa þar fljótlega á ný, það er ekki hægt að segja til um hvenær slíkt eldgos verður. Síðustu vikur þá hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast í Fagradalsfjalli og það bendir til þess að kvikuþrýstingur innaní eldstöðinni sé farinn að aukast. Þrýstingurinn er ekki orðinn nægur til þess að eldgos hefjist.
Í dag (30. Maí 2023) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Kleifarvatni í eldstöðinni Krýsuvík. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálfti fannst en það er möguleiki. Þetta er annar jarðskjálftinn með þessa stærð á þessu svæði á síðustu dögum.
Jarðskjálftavirkni í Kleifarvatni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þetta virðist vera hefðbundin jarðskjálftavirkni. Það virðast ekki vera neinar kvikuhreyfingar í eldstöðinni Krýsuvík. Það er hugsanlegt að þarna sé um áhrif að ræða vegna þenslu í öðrum eldstöðvum í nágrenninu (Fagradalsfjall) en það er erfitt að vera viss um að svo sé núna. Það ætti að koma í ljós eftir nokkrar vikur ef svo er.
Í gær (27. Maí 2023) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Það er ekki að sjá að þessi jarðskjálftahrina tengist þeirri þenslu sem er í eldstöðinni Fagradalsfjall (það er samt möguleiki en eins og er, þá er erfitt að vera viss). Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,0. Jarðskjálftahrinan varð suður-vestur af Kleifarvatni.
Jarðskjálftahrinan í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessa stundina er ekkert sem bendir til þess að þessi jarðskjálftahrina sé vegna kvikuhreyfinga á þessu svæði. Það eru engin (augljós) merki um það að eldstöðin Krýsuvík-Trölladyngja sé að verða virk. Þessa stundina er eldstöðin Krýsuvík-Trölladyngja sofandi.
Í gær (23. Maí 2023) klukkan 19:22 hófst jarðskjálftahrina austan við Grímsey. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram ennþá var með stærðina Mw3,8 þegar þessi grein er skrifuð. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi. Stærsti jarðskjálftinn fannst á Akureyri og öðrum bæjum á norðurlandi.
Jarðskjálftahrina austan við Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það hafa mælst í kringum 130 jarðskjálftar á þessu svæði. Þessi jarðskjálftahrina gæti aukist án viðvörunar eins og gerist stundum á þessu svæði. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær þessi jarðskjálftahrina endar. Ég var aðeins lengur að skrifa þessa grein en venjulega, þar sem ég er að reyna að koma inn smá fríi hjá mér (auk þess sem ég geri aðra hluti) frá jarðfræði næstu daga. Hvernig það mun ganga á eftir að koma í ljós.
Ég ætla að benda á að ég er búinn að setja upp síðu þar sem ég hef tekið saman nokkur svæði með mælingum frá Veðurstofu Íslands.
Ég er einnig með minn eigin jarðskjálftamæli sem mælir jarðskjálfta. Ég er að vinna í lausnum á því að koma aftur upp jarðskjálftamælingum á Íslandi en það tekur sinna tíma vegna þeirra tæknilegu lausna sem ég þarf að leysa úr áður en það verður hægt á ný.
Þessi vefsíða notar kökur til þess að muna stillingar og muna eftir stillingum. Þegar þú samþykkir kökur þá samþykkir þú allar kökur frá þessari vefsíðu.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.