Samkvæmt nýjum myndum frá Landshelgisgæslunni þá er komin fram gufa á svæðum þar sem ekki virðist hafa verið gufuvirkni áður en stóri jarðskjálftinn átti sér stað. Það á eftir að staðfesta að þarna hafi ekki verið gufuvirkni áður en stóri jarðskjálftinn varð í morgun.
Jarðskjálftar á Reykjanesskaga í dag. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þetta er stutt grein klukkan 12:53 á Reykjanesskaga í eldstöðinni Reykjanes.
Það er hægt að sjá jarðskjáfltana á vefsíðunni hjá mér hérna. Þessi vefsíða er hýst heima hjá mér og er því á takmarkaðri bandvídd og getur því orðið mjög hæg. Ég hýsi vefsíðuna sjálfur vegna hugbúnaðar krafna sem fylgja þeim hugbúnaði sem ég nota.
Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw5,7 og fannst yfir allt vestanvert Ísland. Minniháttar tjón hefur verið tilkynnt og þá eru hlutir aðalega að falla úr hillum, veggjum, gluggum og öðrum slíkum stöðum.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesinu og er hver græn stjarna jarðskjálfti með stærðina yfir Mw3,0. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.Jarðskjálftagrafið sem sýnir að jarðskjálftahrinan er mjög þétt og mjög margir jarðskjálftar hafa orðið sem eru stærri en Mw3,0 að stærð þarna. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Ég mun setja inn nýjar uppfærslur um stöðu mála eftir því sem dagurinn líður. Ástæða þess að ég var mjög seinn er sú að ég var sofandi þegar stærsti jarðskjálftinn átti sér stað og ég vaknaði ekki við stærsta jarðskjálftann.
Aðfaranótt 13-Febrúar 2021 klukkan 02:30 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,0 í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftavirkni er venjuleg vegna þess að eldstöðin er að þenjast út og hefur verið að gera það síðan eldgosinu lauk Febrúar 2015.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Græna stjarna sýnir staðsetningu jarðskjálftans með stærðina Mw4,0. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það verður jarðskjálfti af þessari stærð á nokkura vikna til mánaða fresti í Bárðarbungu og síðast varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,9 þann 21-Desember 2020. Þessi jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu mun halda áfram í mjög langan tíma eða þangað til að næsta eldgos verður eftir 20 til 100 ár.
Jarðskjálftahrinan sem hófst fyrir meira en einu ári síðan heldur áfram. Þann 11-Febrúar 2021 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð. Þann 11-Febrúar 2021 klukkan 07:56 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 á þessu svæði Aðrir jarðskjálftar voru minni eins og hefur oftast verið raunin síðan 20-Janúar 2020.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Síðan kvika fór að flæða inná þetta svæði þann 20-Janúar 2020 þá hefur verið stöðug jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Ég reikna ekki með því að jarðskjálftavirkni muni hætta þarna. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eldgos mun eiga sér stað. Núverandi GPS gögn sýna ekki neina sérstaka breytingu á þessu svæði eða benda til þess að eitthvað sé að fara að gerast þarna.
Þann 4-Febrúar-2021 hófst jarðskjálftahrina austur af Grímsey á Tjörnesbrotabeltinu. Þetta hefur ekki verið mjög stór jarðskjálftahrina þar sem flestir jarðskjálftanir voru með stærðina Mw0,0 til Mw3,0. Stærsti jarðskjáfltinn varð klukkan 20:20 þann 9-Febrúar-2021. Eftir að sá jarðskjálfti varð dró verulega úr jarðskjálftavirkni á þessu svæði.
Jarðskjálftavirknin austan við Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirkni er algeng á þessu svæði og þarna varð mjög mikil jarðskjálftavirkni árið 2020 á Tjörnesbrotabeltinu.
Í gær (29-Janúar-2021) klukkan 23:34 varð jarðskjálfti með stærðina Mw2,4 í Grímsfjalli. Það voru nokkrir minni jarðskjálftar fyrir og eftir að stærsti jarðskjálftinn kom fram. Það varð engin breyting á óróagröfum í kringum þennan jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirkni í Grímsfjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það hefur einnig verið sagt frá í fréttum að jökullinn sem er ofan á Grímsvatni er í hæstu stöðu síðan árið 1996. Þensla vegna kvikusöfnunar er núna í austari hluta Grímsfjalls á svæði sem kallast Eystri Svíahnúkur. Kvikuþrýstingur er í dag jafn eða meiri en þegar Grímsfjall gaus í Maí árið 2011.
Í gær (27-Janúar-2021) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Prestahnúkar. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,0 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.
Jarðskjálftavirkni í Prestahnúkar eldstöðinni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið en gæti hugsanlega hafist aftur þar sem jarðskjálftahrinur á þessu svæði eru oft lengi að fara af stað og vara stundum í mjög langan tíma. Stundum vara jarðskjálftahrinur þarna í 1 til 3 ár í það lengsta. Það eru engin merki þess að kvika sé að valda þessari jarðskjálftavirkni á þessu svæði.
Föstudaginn 22-Janúar-2021 hófst jarðskjálftahrina austan við Grindavík í eldstöðinni Reykjanes. Þessi jarðskjálftahrina hætti síðan eftir nokkra klukkutíma en síðan hófst ný jarðskjálftahrina Sunnudaginn 24-Janúar-2021 á miðnætti. Allir þeir jarðskjálftar sem komu fram voru mjög litlir að stærð og mjög fáir jarðskjálftar náðu stærðinni Mw1,0.
Jarðskjálftavirknin austan við Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftahrinan sem hófst á Sunnudaginn varði í rúmlega 12 klukkutíma samkvæmt vefsíðu Veðurstofu Íslands. Það er enga breytingu að sjá á GPS gögnum (vefsíðan er hérna). Það er engin breyting á óróagröfum á þessu svæði. Þessa stundina kemur slæmt veður fyrir sjálfvirka mælingu á litlum jarðskjálftum yfir allt Ísland.
PayPal
Ég er hættur að nota PayPal. Það er ennþá hægt að styrkja mig með því að millifæra inná mig samkvæmt þeim upplýsingum sem ég gef uppá styrkir síðunni. Það er öruggara og ódýrara að styrkja mig með því að nota hefðbundna bankamillifærslu heldur en að nota PayPal í þetta.
Í gær (24-Janúar-2021) klukkan 09:16 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Kolbeinsey. Tveir óstaðfestir jarðskjálftar með stærðina Mw2,6 og Mw2,5 urðu einnig á þessu svæði klukkan 17:37 og 19:06.
Jarðskjálftinn í Kolbeinsey er þar sem græna stjarnan er. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þetta svæði er mjög afskekkt og því er erfitt að vita hvort að þarna hafi orðið fleiri jarðskjálftar. Stormveður síðustu daga dregur einnig úr næmni jarðskjálftamæla til þess að mæla litla og fjarlæga jarðskjálfta.
Í gær klukkan 23:31 (16-Janúar-2021) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í eldstöðinni Kötlu. Síðasti jarðskjálfti með þessari stærð varð í Nóvember 2020. Engir frekari jarðskjálftar hafa komið fram síðan þessari jarðskjálfti varð.
Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Græna stjarnan sýnir staðsetningu stærsta jarðskjálftans. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það hefur verið aðeins meiri jarðskjálftavirkni í Desember 2020 og síðan í Janúar 2021. Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos verði í Kötlu á næstu vikum eða mánuðum. Jarðskjálftavirknin í Kötlu er of lítil miðað við fyrri reynslu af virkni í Kötlu (smágos í Kötlu í Júlí 2011). Ég reikna ekki með neinum breytingum í virkni í Kötlu næstu vikum eða mánuðum. Það gæti ekkert gerst í ár og það væri fullkomnilega eðlilegt fyrir þessa eldstöð.
Samþykki fyrir vefköku
Þessi vefsíða notar kökur til þess að muna stillingar og muna eftir stillingum. Þegar þú samþykkir kökur þá samþykkir þú allar kökur frá þessari vefsíðu.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.