Jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli

Í rúmlega 48 klukkustundir dagana 8 og 9 September-2016 var jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli með hléum. Eins og fyrri jarðskjálftar í Tungnafellsjökli þá var eingöngu um að ræða litla jarðskjálfta og sá stærsti var með stærðina 2,9. Fjöldi jarðskjálfta var í nokkrum tugum og mesta dýpið sem kom fram var í kringum 12 km.

160908_2100
Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í augnablikinu er ekkert sem bendir til þess að von sé á eldgosi frá Tungnafellsjökli, þrátt fyrir þessa jarðskjálftavirkni. Það sem gerir þó málið flóknara er sú staðreynd að engin eldgos hafa orðið á sögulegum tíma í Tungnafellsjökli og vegna þess er ekki hægt að segja til um það hvernig eldstöðin hagar sér áður en eldgos verður. Jarðskjálftavirknin sem er núna í gangi hófst árið 2012 og hefur verið í gangi síðan þó með löngum hléum á milli þar sem ekkert hefur verið að gerast.

Djúpir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Í gær (06-September-2016) og í dag (07-September-2016) urðu djúpir jarðskjálftar í Bárðarbungu og í Bárðarbungu eldstöðvarkerfinu. Mesta dýpi var 25,9 km undir Trölladyngju og síðan kom fram jarðskjálfti í Bárðarbungu með dýpið 20,9 km.

160907_2120
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu, jarðskjálftar með 20 km dýpið eru suð-austur af Bárðarbungu (norð-austur af Grímsvötnum). Djúpi jarðskjálftinn í Trölladyngju er blár depill á þessari mynd. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Á þessu dýpi verðar jarðskjálftar eingöngu vegna þess að kvika er að þrýsta og brjóta jarðskorpuna. Spennubreytingar ofar í jarðskoprunni hafa ekki áhrif á þessu dýpi eftir því sem ég skil. Þessa stundina hefur enginn jarðskjálfti með stærðina 3,0 eða stærri orðið (þegar þetta er skrifað) í Bárðarbungu sem er yfirleitt það sem gerist í kjölfarið á svona djúpri jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Ég hef það á tilfinningunni að hugsanlega sé eitthvað meira í gangi núna en venjulegu en það er ekkert hægt að segja til um það eins og er. Ég mun að minnstakosti bíða eftir því að Veðurstofu Íslands tjái sig um þetta ef eitthvað er að gerast.

Það eina sem hægt er að gera núna er að bíða og sjá hvað gerist næst í Bárðarbungu.

Endurnýjuð jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í dag (7-September-2016) varð jarðskjálfti með stærðina 3,5 í Kötlu. Undanfarar þessa jarðskjálfta voru litlir jarðskjálftar en það kom ekki mikill fjöldi fram. Eftirskjálftar hafa einnig verið fáir. Í dag hefur jarðskjálftavirkni verið lítil.

160907_2045
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin er á sama svæði og jarðskjálfti með stærðina 4,9 varð fyrir tveim vikum síðan. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að eitthvað meira gerist í Kötlu á þessum tímapunkti. Það eina sem hægt er að gera er að bíða og sjá til hvað gerist næst.

Óróabreyting nærri Grímsfjalli

Það hefur orðið breyting á óróa á SIL stöðvum nærri Grímsvötnum. Þessi óróabreyting kemur fram á nokkrum SIL stöðvum næst Vatnajökli. Þessi órói er sterkastur á SIL stöðvunum Húsbónda og Jökulheimum. Það er hugsanlegt að orsök þessa óróa sé önnur en kvikhreyfing, sem dæmi jökulhlaup, hreyfing á jöklinum eða eitthvað annað. Þetta er ekki manngerður hávaði, þar sem þetta kemur fram á nokkrum SIL stöðvum samtímis.

hus.05.09.2016.at.01.29.utc
Húsbóndi SIL stöð. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

jok.05.09.2016.at.01.29.utc
Jökulheimar SIL stöð. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina veit ég ekki hvað er að valda þessum óróa á þessum SIL stöðvum. Þetta er ekki veðrið þar sem veður er gott á Íslandi þessa stundina. Engin breyting er á SIL stöðinni í Grísmfjalli þannig að þetta er ekki í þeirri eldstöð. Þetta er hinsvegar innan sprungusveims Grímsfjalls en þar er einnig eldstöðin Þórðarhyrna sem síðast gaus árið 1902. Upplýsingar um eldgos í Þórðarhyrnu er að finna í eldgosasögu Grímsvatna.

Ef eitthvað gerist þá mun ég uppfæra þessa grein eða skrifa nýja.

Jarðskjálftar í Bárðarbungu þann 2-September-2016

Þann 2-September-2016 urðu tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu, fyrri jarðskjálftinn var með stærðina 3,3 en sá seinni með stærðina 3,5.

160903_1705
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu þann 2-September-2016. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni á sér stað núna næstum því vikulega í Bárðarbungu og er orðin svo algeng að ég sleppi því stundum að skrifa um þessa virkni. Ástæðan fyrir þessari jarðskjálftavirkni er að jarðskorpan í Bárðarbungu er ennþá að jafna sig eftir eldgosið í Holuhrauni. Það er líklegt að þessi gerð af jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu verði í gangi næstu árin. Það sem flækir málin ennfremur er rekið sem er hafið á þessu svæði og mun verða í gangi næstu árin. Útkoman af þessari blöndu á eftir að verða mjög áhugaverð.

Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Í dag (30-Ágúst-2016) varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Jarðskjálftahrinan varð í öskju Bárðarbungu eins og hefur verið tilfellið undanfarna mánuði. Ekkert bendir til þess að kvika sé á ferðinni eða að eldgos sé yfirvofandi. Þessi jarðskjálftavirkni virðist tengjast spennubreytingum á jarðskorpunni í Bárðarbungu og tengist það eldgosinu í Bárðarbungu árið 2014 til 2015.

160830_1815
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu, grænar stjörnur sýna jarðskjálfta sem eru stærri en 3,0. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 3,8 (klukkan 13:33) og síðan 3,4 (klukkan 16:58). Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið eru minni. Ástæða þess að þessir jarðskjálftar eiga sér stað er vegna þess að kvika er að flæða inn í Bárðarbungu á miklu dýpi (meira en 10 km dýpi). Þetta innflæði kviku breytir spennustiginu ofar í jarðskorpunni sem aftur veldur jarðskjálftum. Það má búast við frekari jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu næstu klukkutíma og daga. Þessi tegund af jarðskjálftavirkni hefur verið viðvarandi í Bárðarbungu síðan í September-2015. Ég reikna ekki með því að breyting verði á þessari virkni næstu mánuði.

Jarðskjálftavirknin í Kötlu

Ég ætla að hafa þessa grein frekar stutta um Kötlu, þar sem hætta er á því að efni hennar úreldist frekar hratt.

Það er ekkert eldgos í Kötlu eins og stendur. Það hefur bara jarðskjálftavirkni komið fram hingað til. Nýjustu upplýsingar sína fram á það að jarðhitavatn er komið í Múlakvísl og því hefur fólki verið ráðlagast að stoppa ekki á brúm eða vera nærri ánni vegna eitraða gastegduna. Tveir stærstu jarðskjáfltanir sem urðu síðustu nótt í Kötlu voru með stærðina 4,5 en dýpi þessara jarðskjálfta var mismundi, fyrri jarðskjálftinn var með dýpið 3,8 km en sá seinni með dýpið 0,1 km. Aðrir jarðskjálftar voru í kringum stærðina 3,0 þá bæði stærri og minni.

160829_2145
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Grænar stjörnur sýna hvar jarðskjálftar sem voru stærri en 3,0 áttu sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki vitað hvernig eldgos hefst í Kötlu. Þar sem ekki hefur orðið eldgos síðan nútímamælingar hófst á Íslandi og þar að leiðandi eru ekki til neinar sögulegar mælingar. Hugmyndir um að hvernig eldgos hefst í Kötlu eru því að mestu leiti ágiskanir á því hvernig eldgos hefst. Hjá mér persónulega er það hugmyndin að eldgos í Kötlu séu tengd reki flekanna, enda er Katla hluti af austara gosbeltinu á Íslandi (EVZ). Það gosbelti rekur 1cm/ári og er þar um að ræða ameríkuflekann og Evrasíuflekann sem eru að reka í sundur. Einnig sem að austara gosbeltið er að teygja sig suður með, langt útá hafi fyrir sunnan Vestmannaeyjar.

160829.014609.hkbz.psn
Jarðskjálftinn með stærðina 4,5 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir CC leyfi, sjá CC leyfi síðuna fyrir nánari upplýsingar.

160829.014700.bhrz.psn
Jarðskjálftinn með stærðina 4,5 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir CC leyfi, sjá CC leyfi síðuna fyrir nánari upplýsingar.

Það er mjög erfitt að átta sig á því hvað gerist næst í Kötlu. Það sem er að gerast núna hinsvegar boðar ekki neitt gott að mínu áliti. Það er hinsvegar aldrei spurning um það hvort að Katla gjósi, heldur alltaf hvenær það gerist. Eins og ég nefni að ofan, þá er skortur á gögnum að gera vísindamönnum erfitt fyrir að átta sig á því hvernig eldgos hefjast í Kötlu. Það eina sem hægt er að gera núna er að bíða og sjá til hvað gerist.

Jarðskjálftavirkni í Kötlu

Ég mun uppfæra þessa grein á næstu 24 klukkutímum ef þörf er á því.

Jarðskjálfti með stærðina 3,6 (sjálfvirk ákvörðun á stærð jarðskjálftans) varð í Kötlu klukkan 01:47. Nokkrir jarðskjálftar urðu fyrir og eftir stærsta jarðskjálftann. Á þessari stundu hefur aftur dregið úr virkni í Kötlu (eins og ég sé það á jarðskjálftamælinum mínum). Það er möguleiki á því að þessi staða muni breytast án fyrirvara.

160829_0145
Jarðskjálftavirknin í Kötlu án 3,6 jarðskjálftans sem varð klukkan 01:47. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Á þessari stundu hefur enginn gosórói komið fram á SIL stöðvum í kringum Kötlu. Það þýðir að eldgos hefur ekki hafist. Á meðan enginn gosórói kemur fram, þá er þetta bara jarðskjálftavirkni í Kötlu.

Ég mun uppfæra þessa grein ef þörf er eftir klukkan 16:00 á morgun (29-Ágúst-2016). Ég kemst ekki í að uppfæra greinina ef þörf á því vegna dagsáætlunar hjá mér.

Lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (26-Ágúst-2016) varð lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu (TFZ). Á þessari stundu er ekki um að ræða stóra jarðskjálftahrinu en í kringum 50 jarðskjálftar hafa orðið. Líkur eru á því að fleiri jarðskjálftar muni koma fram ef þessi jarðskjálftahrina heldur áfram.

160826_1540
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu sést vel á korti Veðurstofunnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þarna hafa orðið nokkrar jarðskjálftahrinur síðan í Júlí og það eru miklar líkur á því þarna verði frekari jarðskjálftavirkni og jafnvel möguleiki á jarðskjálftum sem ná stærðinni 3,0. Ég reikna með að þarna verði einhver jarðskjálftavirkni næstu daga og vikur.

Lítið jökulhlaup úr Grímsvötnum

Þann 18 Ágúst 2016 hófst lítið jökulhlaup úr Grímsvötnum. Samkvæmt fréttum er þetta mjög lítið jökulhlaup og hefur íshellan eingöngu lækkað um fimm metra síðan 18 Ágúst.

grf.svd.23.08.2016.at.14.51.utc
Órói sem hefur fylgt þessu jökulhlaupi á Grímsvötn SIL stöðinni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta jökulflóð fer í Gígjukvísl samkvæmt Veðurstofu Íslands, eins og staðan er núna þá heldur Veðurstofan að það sé ekki nein hætta af þessu jökulflóði. Mesta hættan stafar af gasi sem er í jökulvatninu og losnar þegar þrýstingur fellur við það að jökulvatnið kemur undan jöklinum. Engra stórra breytinga er að vænta í Gígjukvísl vegna þess að þetta jökuflóð er mjög lítið.

Fréttir af þessu jökulflóði

Lítið jökulhlaup hafið úr Grímsvötnum (Rúv.is)
Jök­ul­hlaup hafið úr Grím­svötn­um (mbl.is)