Ég hef verið að bíða eftir upplýsingum um stöðu mála í Grímsfjalli í dag. Í gær (05-Desember-2021) uppgötvaðist nýr ketill í Grímsfjalli. Það er óljóst hvernig þessi ketlill myndaðist en hugsanlegt er að þarna hafi orðið eldgos sem náði ekki upp úr jöklinum. Óróagögnin er mjög óljós um hvort að það hafi orðið lítið eldgos þarna. Klukkan 06:16 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í Grímsfjalli og ég náði að mæla þennan jarðskjálfta mjög illa á jarðskjálftamæli hjá mér og sú mæling bendir til þess að sá jarðskjálfti hafi komið til vegna kvikuhreyfinga í Grísmfjalli.
Lesa áfram „Jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í Grímsfjalli, ekkert eldgos ennþá“
Snögg breyting í óróa í Grímsfjöllum
Staðan er núna óskýr og ekkert hefur verið staðfest þegar þessi grein er skrifuð. Þetta virðist hafa byrjað fyrir um einni klukkustund síðan og þá fór óróinn í kringum Grímsfjall að breytast. Þetta er ekki eins skörp breyting og varð rétt áður en eldgosið sem varð í Grímsfjalli í Maí 2011. Þessi breyting á óróanum er hinsvegar mjög líklega í samræmi við þær breytingar á óróa sem má búast við þegar kvika fer af stað innan í eldstöðvarkerfi. Jarðskjálftavirkni hefur verið í lágmarki síðustu 24 klukkustundirnar.

Ástandið núna er þannig að eingöngu er hægt að fylgjast með því. Stundum verður eldgos eftir jökulfljóð í Grímsfjöllum. Stundum gerist ekki neitt og það er ekki hægt að segja til um það núna hvað mun gerast.
Kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes
Í gær (20-Nóvember-2021) var kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram hingað til var með stærðina Mw3,5 en aðrir jarðskjálftar hafa verið minni að stærð. Þessi jarðskjálftahrina er frekar stór og það hafa komið fram 217 jarðskjálftar hingað til.
Lesa áfram „Kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes“
Þensla mælist á miklu dýpi undir Fagradalsfjalli
Samkvæmt frétt Rúv í dag (16-Nóvember-2021) þá er þensla farin að mælast á miklu dýpi undir Fagradalsfjalli en þetta er hluti af Krýsuvíkur-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu. Þessi þensla bendir til þess að eldgos gæti hafist aftur í Fagradalsfjalli, það er ekki hægt að segja til um hvenær slíkt eldgos byrjaði. Þar sem það er mjög líklegt að kvika sé að safnast saman undir Fagradalsfjalli á miklu dýpi. Hvort og þá hvenær það kemur af stað eldgosi er ekki eitthvað sem hægt er að segja til um.
Þenslan er núna orðin nógu mikil til þess að sjást á gervihnattamyndum sem fylgjast með aflögun í efri lögum jarðskorpunnar. Í efri lögum jarðskorpunnar þá kemur þessi aflögun fram sem lítil en það er líklega ekki öll myndin hérna.
Frétt Rúv
Gosið enn í dvala – Mæla litlar hreyfingar á miklu dýpi (Rúv.is)
Tveir sterkir jarðskjálftar í Bárðarbungu
Í dag (12-Nóvember-2021) klukkan 15:16 og 15:35 urðu tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu með stærðina Mw3,3 og Mw3,6.
Lesa áfram „Tveir sterkir jarðskjálftar í Bárðarbungu“
Jarðskjálfti nærri Keili í morgun
Í dag (12-Nóvember-2021) klukkan 05:05 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 suð-vestan við Keili. Þessi jarðskjálfti fannst alla leið upp í Borgarnes.
Lesa áfram „Jarðskjálfti nærri Keili í morgun“
Nýjustu upplýsingar um jarðskjálftann með stærðina Mw5,2 sunnan við Heklu
Jarðskjálftinn sem varð í dag (11-Nóvember-2021) klukkan 13:21 með stærðina Mw5,2 virðist raða sér á sprungu sem er í sömu stefnu og sprungur á suðurlandsbrotabeltinu (SISZ) frekar en sprungu sem er hluti af eldstöðvarkerfi Heklu. Hækkun á óróanum á 2 – 4Hz sem sást á nokkrum nálægum SIL stöðvum er aftur farinn að lækka og byrjaði að lækka fljótlega eftir að stóri jarðskjálftinn varð. Jarðskjálftavirkni á svæðinu er farin að minnka aftur en getur aukist á ný án viðvörunnar.
Lesa áfram „Nýjustu upplýsingar um jarðskjálftann með stærðina Mw5,2 sunnan við Heklu“
Nýlegar atburður: Jarðskjálfti með stærðina Mw5,2 í eldstöðvarkerfi Heklu
Þetta er nýlegur atburður en það varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,2 í eldstöðvarkerfi Heklu klukkan 13:21. Það er möguleiki að þetta sé upphafið að eldgosi á þessu svæði en það hefur gosið reglulega í Vatnafjöllum á síðustu öldum, en það er of snemmt núna til þess að vera viss.

Það er ekki möguleiki á að vita hvað gerist næst þarna. Það er hinsvegar hætta á að þarna verði jarðskjálfti með stærðina Mw7,0 en hvort að það gerist er ekki hægt að segja til um.
Aukin jarðskjálftavirkni í lágtíðni og löngum jarðskjálftum í Torfajökli
Um klukkan 10:00 í morgun (31-Október-2021) jókst jarðskjálftavirkni af lágtíðni og löngum jarðskjálftum í eldstöðinni Torfajökli. Núverandi jarðskjálftavirkni virðist vera að koma frá suðurhluta Torfajökuls þar sem svæðið er þakið jökli. Fyrri jarðskjálftavirkni virðist hafa verið í norðurhluta öskju Torfajökuls. Það er erfitt að staðsetja þessa jarðskjálfta ef ekki alveg vonlaust vegna þessar tegundar jarðskjálfta sem eru að eiga sér stað í Torfajökli.
Það er erfitt að átta sig á stöðu mála með því að horfa eingöngu á jarðskjálftamæla. Veðurstofan ætlaði að fljúga þarna yfir með aðstoð Landhelgisgæslunnar í dag til að sjá hvað er að gerast á þessu svæði í Torfajökli. Síðasta eldgos í Torfajökli var árið 1477 og því hef ég ekki neina hugmynd hvað gerist áður en eldgos á sér stað í Torfajökli.
Jarðskjálftavirkni vestur af Kleifarvatni
Í gær (28-Október-2021) varð jarðskjálftar með stærðina Mw3,6 og Mw3,0 vestur af Kleifarvatni (í Krýsuvíkur-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu). Fyrsti jarðskjálftinn með stærðina Mw3,6 varð klukkan 18:36 og seinni jarðskjálftinn með stærðina Mw3,0 varð klukkan 23:11. Aðrir jarðskjálftar sem urðu á svæðinu voru minni að stærð.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist tengjast kvikuhreyfingum á þessu svæði. Þessar hreyfingar hafa ekki ennþá og munu hugsanlega ekki koma af stað eldgosum á þessu svæði þar sem þetta er annað sprungusvæði. Það er ólíklegt að þessi virkni tengist jarðskjálftavirkni og kvikuhreyfingum sem eru í gangi núna við Fagradalsfjall.