Eldgos hófst í eldstöðinni Svartsengi í Sundhnúkagígum klukkan 20:23. Ég mun setja inn meiri upplýsingar þegar ég hef þær.

Upplýsingar um eldgos og jarðskjálfta á Íslandi
Í gær (02. Mars 2024) klukkan 15:57 hófst kvikuinnskot í Sundhnúkagíga. Þessu kvikuinnskoti lauk um klukkan 17:57. Það mældust um 150 jarðskjálftar í þessu kvikuinnskoti og þetta kvikuinnskot kom ekki af stað eldgosi en gæti verið vísbending um það hvar næsta eldgos verður.
Þetta er mjög snemma, en það virðist sem að þetta kvikuinnskot hafi breytt sigdalnum sem það átti sér stað í. Þá með því að valda færslu í honum eða koma af stað öðrum breytingum. Þessi sigdalur myndaðist þann 10. Nóvember 2023 (Veðurstofan er með mynd af þessum sigdal hérna). Þetta kvikuinnskot getur einnig hafa komið af stað færslum í sigdalnum sem myndaðist þann 14. Janúar 2024 (Veðurstofan er með mynd af þeim sigdal hérna, Veðurstofan hefur merkt þann sigdal með bláum lit). Þessir sigdalir og allt sem þeim fylgir er að gera jarðfræðina á þessu svæði mjög flókna, enda er efsta lag jarðskorpunnar þarna orðið kross sprungið og því getur verið einfalt fyrir kvikuna að leita upp á yfirborðið án mikillar mótstöðu.
Það er ekki hægt að segja til um það hvenær næsta eldgos hefst. Það er mitt álit að næsta eldgos muni hefjast á milli 3 til 5. Mars. Það er alltaf möguleiki á því að ég hafi rangt fyrir mér.
Ég hef lítið verið að skrifa vegna þess að ég þurfti að taka mér smá frí frá skrifum. Þar sem þessi tíðu eldgos eru að valda talsvert miklu álagi hjá mér.
Samkvæmt Veðurstofunni, þá er hætta á nýju eldgosi við Sundhnúkagíga og nágrenni í næstu viku og þetta er í samræmi við það sem ég hef verið að sjá á GPS gögnum síðasta sólarhring. Eldgos getur þó orðið fyrr eða síðar en það sem er talið núna, en það er ekki nein leið til þess að vera viss hvað gerist næst í þessari virkni. Þenslan er kominn í sömu stöðu fyrir eldgosið þann 8. Febrúar. Það er ekki hægt að segja til um það hvað gerist næst í eldstöðinni Svartsengi. Það er hætta á því að næsta eldgos verði nærri Grindavík og ekki í Sundhnúkagígum eins og eldgosið sem varð þann 8. Febrúar 2024.
Eins og þetta er núna. Þá eru líkur á því að það verði eldgos í Sundhnúagígnum eða nágrenni þeirra á þrjátíudaga fresti þangað til að eitthvað breytist í Svartsengi. Hvenær það gerist er ekki hægt að segja til um. Það er hætta á því að eldgos á þrjátíu daga fresti muni vara í mjög langan tíma, jafnvel mörg ár.
Þetta er stutt grein um stöðu mála í eldgosinu við Sundhnúksgíga þann 8. Febrúar 2024 klukkan 23:29.
Ef eitthvað gerist. Þá mun ég setja inn uppfærslu eins fljótt og ég get.
Í morgun klukkan 06:02, þann 8. Febrúar 2024. Þá hófst eldgos við Sundhnúkagíga. Þetta er mjög nálægt því svæði þar sem eldgos varð þann 18. Desember 2023. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er gossprungan um 3 km löng, miðað við það sem sést á vefmyndavélum.
Þetta eldgos er á hentugum stað, það er á svæði sem er ekkert rosalega nálægt innviðum eða Grindavík eins og þetta er núna. Það gæti breyst ef gossprungan lengist til suðurs. Þetta eldgos hófst með mjög litlum fyrirvara samkvæmt Rúv eða réttum 30 mínútum frá því að jarðskjálftahrinan hófst og þangað til að eldgos hófst. Í eldgosinu þann 18. Desember 2023, þá tók þetta um 60 mínútur.
Ég mun skrifa nýja grein síðar í dag þegar ég hef meiri upplýsingar um stöðu mála og hvað er að gerast.
Í gær (26. Janúar 2024) og í dag (27. Janúar 2024) varð jarðskjálftavirkni í Brennisteinsfjöllum, á svæðinu við Bláfjöll. Fyrri jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,4 klukkan 22:54 þann 26. Janúar 2024 og seinni jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1 þann 27. Janúar 2024 klukkan 05:28 UTC. Það urðu síðan litlir jarðskjálftar síðar í dag en þeirri jarðskjálftavirkni er lokið þegar þessi grein er skrifuð.
Jarðskjálftavirknin ber þess merki að vera kvikuhreyfingar, þá sérstaklega jarðskjálftarnir með stærðina Mw2,4 og Mw3,1. Meðal þeirra hreyfinga var talsverð lóðrétt hreyfing sem kom fram í jarðskjálftunum og lágtíðnimerki í jarðskjálftanum sem gerist nær eingöngu þegar kvika býr til jarðskjálfta. Á þessum tímapunkti, þá reikna ég ekki með því að eldgos verði á næstunni í Brennisteinsfjöllum. Það er hinsvegar hugsanlegt að kvika sé farin að safnast saman í Brennisteinsfjöllum. Það mun líklega taka nokkur ár áður en eldgos verður á þessu svæði, það gæti jafnvel tekið nokkra áratugi áður en nokkurt alvarlegt gerist.
Ég afsaka hvað þessi grein er seint á ferðinni. Ég hef verið að vinna í því að setja upp nýja þjóna tölvu hjá mér og það hefur tekið lengri tíma en ég reiknaði með.
Eldgosinu lauk eftir aðeins 41 klukkustund frá því að það byrjaði. Hraunið brenndi þrjú hús og olli skemmdum á vegum og öðrum innviðum í Grindavík, það er köldu vatni, heitu vatni og síðan rafmagni. Nýr sigdalur myndaðist austan við þann sigdal sem myndaðist þann 10. Nóvember 2023. Niðurstaðan af því er sú að Grindavík er núna orðin stórhættuleg og ekki hægt að fara þar um með neinu öryggi. Þar sem þarna eru sprungur sem eru allt að 40 metra djúpar áður en komið er niður á grunnvatn. Það er erfitt að lesa í GPS gögn, þar sem allt svæðið er orðið beyglað og brotið eftir umbrotin sem hófust þann 10. Nóvember 2023 og síðasta eldgos hefur aukið á þau umbrot. Svæðið er að færast upp eða niður, eftir því hvort um er að austan eða vestan við sigdalina. Það mun taka nokkra daga að sjá hversu hröð þenslan er í Svartsengi núna. Kvikan sem gaus núna virðist hafa komið frá Skipastígahrauni og Eldvörpum í sillu sem er þar undir, vestur af því svæði þar sem gaus núna við Hagafell. Það virðist sem að sillan sem er undir Svartsengi hafi ekki hlaupið núna í þessu eldgosi, þar sem ekkert sig mældist við eldgosið þar í kjölfarið á þessu eldgosi.
Hámarkstími þangað til að næsta eldgos verður er 30 dagar, með skekkjumörkum upp á hámark átta daga. Þetta tímabil gæti þó verið styttra, þar sem þenslan er að aukast. Það er samt mikil óvissa í þessu, vegna þess hvernig jarðskorpan er orðin við Grindavík.
Eldgosin eru að færast suður með þessu svæði og það eru slæmar fréttir þar sem næsta eldgos verður þá inni í Grindavík og niður að höfninni, þegar næsta eldgos verður eftir rúmlega 30 daga. Staðan núna er sú að ekki er hægt að búa í Grindavík vegna þess hversu hættulegt það er vegna sprungna. Það hefur einnig orðið meiriháttar tjón á innviðum í Grindavík og að auki, þá hefur bæst í það tjón sem var fyrir á húsum, vegum og fleiru.
Hérna er stutt grein um stöðu mála í eldgosinu við Hagafell þann 15. Janúar 2024 klukkan 03:04. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar án viðvörunnar.
Þetta er allt það sem ég hef núna. Næsta grein ætti að vera þann 16. Janúar 2024 ef ekki verða stórar breytingar á eldgosinu.
Vefmyndavélar Rúv, Morgunblaðsins og Vísir er að finna á YouTube rásum þessara fjölmiðla.
Þetta er stutt grein. Þar sem ég þarf að sofa aðeins eftir þessa atburðarrás í nótt. Ég mun skrifa betri grein þegar ég vakna síðar í dag eða á morgun.
Eldgos hófst í Sundhnúkagígum klukkan 07:58 þann 14. Janúar 2024. Sprungan er um 1 til 2 km norður af Grindavík. Undanfari eldgossins var mjög kröftug jarðskjálftahrina og bjó til kvikuinnskot sem er núna farið að gjósa úr.
Nýjar sprungur hafa myndast í Grindavík og það hefur valdið meira tjóni innan Grindavíkur. Það eru einu upplýsingar sem ég hef eins og er. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er hraunið um 400 metra frá næstu húsum í Grindavík.
Ég mun skrifa næstu grein um þetta síðar í dag vonandi. Ég var að vinna við að setja upp nýja þjónatölvu hjá mér og hef því verið vakandi of lengi þegar þessi grein er skrifuð.
Snemma í morgun klukkan 06:53 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,3. Þetta er stærsti jarðskjálfti í Grímsfjalli síðan mælingar hófust árið 1991. Þessi jarðskjálfti kom fljótlega eftir að jökulflóð hófst frá Grímsvötnum. Þetta er minniháttar jökulflóð.
Sérfræðingar búast við eldgosi í Grímsfjalli en ég er ekki sammála. Það er mín persónulega skoðun að ekki verði eldgos núna í Grímsfjalli, eins og varð tilfellið síðast þegar það kom flóð úr Grímsvötnum. Ástæðan er að Grímsfjall er komið í annan eldgosa fasa og það byrjaði eftir eldgosið í Maí 2011. Afhverju þetta breyttist er ekki eitthvað sem ég hef svar við.