Jarðskjálfti með stærðina 4,4 í Bárðarbungu

Í dag (20-Maí-2016) varð jarðskjálfti með stærðina 4,4 í Bárðarbungu. Þetta er stærsti jarðskjálftinn í eldstöðinni síðan að eldgosinu í Holuhrauni lauk í Febrúar-2015. Tveir jarðskjálftar með stærðina 3,3 mældust einnig, aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.

160520_1300
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt yfirlýsingu Veðurstofunnar þá er óljóst hvað er að gerast í Bárðarbungu. Þó er ljóst að fjöldi jarðskjálfta fer vaxandi og einnig styrkleiki þeirra einnig. Fjöldi jarðskjálfta og styrkleiki hefur verið að aukast síðan eldgosinu lauk í Febrúar-2015. Þetta er mjög óvenjuleg þróun mála eftir að askja Bárðarbungu féll saman í eldgosinu 2014 – 2015. Vegna skorts á sögulegum heimildum er erfitt að átta sig á því hvernig þetta mun þróast og hvað er að gerast í eldstöðinni. Samkvæmt GPS mælingum á svæðinu, þá er eldstöðin að þenjast út mjög hratt um þessar mundir, sem bendir til þess að kvika sé að safnast fyrir í eldstöðinni mjög hratt þessa stundina.

Þeir atburðir sem hafa átt sér stað hingað til hafa ekki leitt til eldgoss. Þeir gætu hinsvegar leitt til eldgoss í framtíðinni, hvenær það verður er ekki hægt að segja til um, það gæti verið eftir klukkutíma eða eftir nokkra áratugi, það er ekki hægt að spá fyrir um tímann sem þetta mun taka þar sem þetta er í fyrsta skipti sem svona atburðir gerast síðan mælingar hófust. Sigkatlar sem hafa myndast á jaðri Bárðarbungu hafa einnig dýpkað á undanförnum mánuðum, það bendir einnig til þess að magn kviku í eldstöðinni sér farið að aukast og jarðhitavirkni sé farin að aukast umtalsvert. Þessi kvikusöfnun svona stuttu eftir stór eldgos er mjög óvenjuleg og hefur ekki sést áður. Ég reikna með frekari jarðskjálftum í Bárðarbungu eins og þeim sem sáust í dag á næstu dögum og vikum, ég reikna einnig með að vikulegar jarðskjálftahrinur stækki og verði fleiri eftir því sem líður á.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu, Öræfajökli, norðarverðum Langjökli

Þetta verður aðeins þétt grein. Þar sem ég er staðsettur á Íslandi þessa stundina. Ég verð kominn aftur til Danmerkur þann 18-Maí. Það verða engir tenglar í Global Volcanism Program upplýsingar, þar sem ferðavélin mundi ekki ráða við það álag.

Bárðarbunga

Sú jarðskjálftavirkni sem hófst í Bárðarbungu fyrir rúmlega 8 mánuðum síðan heldur áfram og munstrið er það sama og undanfarna 7 til 8 mánuði.

160512_2025
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 3,2. Aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Það er ekki mikill munur á jarðskjálftahrinum milli vikna núna.

Öræfajökull

Það er áhugaverð jarðskjálftavirkni að eiga sér stað í Öræfajökli. Það bendir til þess að einhver kvika sé að fara inn í eldstöðina á dýpi (5 til 10 km). Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Öræfajökli, hinsvegar er eldgosa hegðun Öræfajökuls ekki nógu vel þekkt og engin traust gögn þekkt um hvað gerist í eldstöðinni þegar eldgos er yfirvofandi. Á þessari stundu eru allir jarðskjálftarnir litlir, það bendir til þess það magn kviku sem er að koma inn í eldstöðina á dýpi sé mjög lítið á þessari stundu.

Langjökull norður

Í dag (12-Maí-2016) varð lítil jarðskjálftahrina í norðanveðrum Langjökli (nálægt Hveravöllum). Þarna hefur verið jarðskjálftavirkni síðan árið 2000, þegar að jarðskjálfti með stærðina 6,5 á suðurlandsbrotabeltinu kom virkni af stað á þessu svæði. Ástæður þess að þarna verða jarðskjálftahrinur eru óljósar. Engin breyting hefur orðið á eldstöðinni í Langjökli norðri svo vitað sé, þar hefur jarðskjálftavirkni ekki aukist undanfarin ár. Ein hugmyndin er sú að þarna séu að verða jarðskjálftar vegna breytinga á spennu í jarðskorpunni, það bendir til þess að þessi virkni sé ekki tengd sjálfri eldstöðinni.

160512_2110
Jarðskjálftavirknin í Langjökli nærri Hveravöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Enginn af þeim jarðskjálftum sem áttu sér stað voru stórir. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,0.

Nýtt – Greiningar á eldstöðvum og jarðskjálftum

Ég ætla að byrja á nýjum greinarflokki á þessari hérna síðu. Þar ætla ég að reyna að greina og útskýra það sem er að gerast í eldstöðvum á Íslandi eftir því sem aðstæður leyfa. þessar greinar verða ítarlegar og því mun það taka mig nokkra daga að skrifa þær. Þannig að það munu ekki verða margar útgefnar greiningar á viku um það sem er að gerast í eldstöðvum á Íslandi. Ég ætla að bæta þessu við til þess að reyna að stækka lesendahóp þessar vefsíðu.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu (Vika 17)

Eftir stutt hlé með lítilli virkni, þá er jarðskjálftavirkni aftur farin að aukast í Bárðarbungu með jarðskjálftahrinum. Upptök þessara jarðskjálftavirkni eru þau sömu og venjulega, innstreymi kviku í Bárðarbungu og virkni kviku á grunnu dýpi (sem mun líklega ekki gjósa).

160502_1435
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hafði stærðina 3,4. Aðrir jarðskjálftar í þessari hrinu voru minni að stærð. Fjöldi jarðskjálfta í þessari hrinu var mjög hefðbundinn, eða í kringum 20 jarðskjálftar. Þessari jarðskjálftahrinu er lokið í bili, hinsvegar er líklegt að ný jarðskjálftahrina muni byrja aftur eftir nokkra daga en það hefur verið munstrið síðan eldgosinu lauk í Febrúar-2015.

160501.192500.hkbz.psn
Jarðskjálftinn með stærðina 3,4 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Heklubyggð. Þetta er lóðrétti ásinn (Z) og merkið er síað á 2Hz. Þessi myndir er undir CC leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Vikuleg jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í gær (12-Apríl-2016) klukkan 22:26 varð vikuleg jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,4 en aðrir jarðskjálftar sem urðu í þessari hrinu voru minni að stærð.

160413_2120
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er orðin nærri því vikulegur atburður og það verða oft einn til tveir jarðskjálftar sem verða stærri en þrír. Ég reikna með að núverandi jarðskjálftavirkni haldi áfram næstu daga og það þurfi ekki að bíða lengi eftir næsta jarðskjálfta sem er með stærðina þrír eða stærri.

Jarðskjálfti með stærðina 4,2 í Bárðarbungu

Stuttu eftir miðnætti varð jarðskjálfti með stærðina 4,2 í Bárðarbungu. Þetta var grunn jarðskjálftavirkni með dýpi í kringum 3 til 5 km. Nokkrir jarðskjálftar áttu sér stað á dýpinu 7 til 11 km, það bendir til kvikuhreyfinga á miklu dýpi í eldstöðinni. Það er ekkert sem bendir til þess að kvika hafi náð grunnt upp í jarðskorpuna núna.

160408_1240
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðasta sólarhringinn. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Annar stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,5 og á dýpinu 4,3 km. Aðrir jarðskjálftar voru minni og á mismunandi dýpi. Engin kvika náði til yfirborðs í þessari jarðskjálftavirkni. Jarðskjálftavirknin virðist hafa farið af stað vegna spennubreytinga sem eiga uppruna sinn í kvikusöfnun á miklu dýpi. Ég reikna með áframhaldandi jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu næstu vikunar og mánuðina.

Jarðskjálftavirkni í Báðarbungu (vika 13)

Í dag (3-Apríl-2016) varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,4 og komu minni jarðskjálftar í kjölfarið. Undan stærsta jarðskjálftanum varð jarðskjálfti með stærðina 3,0. Aðrir jarðskjálftar í þessari virkni hafa verið minni.

160403_1715
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu í dag (3-Apríl-2016). Græna stjarnan sýnir staðsetningu jarðskjálftans með stærðina 3,4. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni átti sér stað ekki langt frá þeim stað þar sem kvikuinnskotið er til staðar. Það er hinsvegar ekkert sem bendir til þess að frekari virkni sé að eiga sér stað í Bárðarbungu þessa stundina.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og Grímsfjalli

Í gær (17-Mars-2016) varð jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Um er að ræða vikulega virkni í Bárðarbungu sem þarna átti sér stað og hefur þessi virkni verið í gagni síðan í September 2015. Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að kvika sé aftur farinn að flæða inn í kvikuhólf Bárðarbungu. Það erfitt að vita nákvæmlega hversu hratt þetta er að gerast núna. Kvikusöfnunin sem hófst áður en eldgosið í Holuhrauni 2014 átti sér stað hófst í kringum árið 1970.

160318_0000
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu og Grímsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,4 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,8. Aðrir jarðskjálftar sem áttu sér stað voru minni að stærð. Það er einnig áhugavert að hluti jarðskjálftana raðaði sér á norður-suður línu í austur hluta öskjunnar. Það er í fyrsta skipti sem það gerist, þarna hefur því annað hvort myndast nýr veikleiki í öskjunni eða eitthvað annað er að gerast þarna. Þarna er jökulinn í kringum 300 til 500 metra þykkur og eldgos á þessum stað yrði einstaklega slæmt. Jökulflóð í kjölfar eldgoss á þessu svæði færu niður Jökulsá á fjöllum. Hugsanlegt er einnig að eitthvað jökulvatn færi aðra leið, það ræðst þó að landslagi undir jökli og ég hef ekki þær upplýsingar.

Grímsfjall

Það eru fimm ár síðan það gaus síðast í Grímsfjalli. Jarðskjálftavirkni hefur verið að aukast hægt og rólega í Grímsfjalli undanfarið ár. Þetta þýðir þó ekki að eldgos sé yfirvofandi í Grímsfjalli. Hinsvegar verða eldgos í Grímsfjalli án mikils fyrirvara. Venjulega verða eldgos í Grísmfjalli að meðaltali á 3 til 5 ára fresti (stundum er styttra eða lengra á milli þeirra).

Jarðskjálftamælirinn á Böðvarshólum

Vegna slæms 3G sambands þá er hugsanlegt að ég þurfi að slökkva á jarðskjálftamælinum í Böðvarshólum. Þar sem 3G merkið er það slæmt að það veldur truflunum á mælingunni hjá mér og gerir jafnvel mæligögn léleg eða ónýt vegna þessara truflana sem leka inn í jarðskjálftamælinn frá 3G búnaðinum sem ég er að nota (vegna slæms 3G merkis). Ég ætla að gera tilraun til þess að laga þetta áður en ég flyt aftur til Danmerkur en ef það tekst ekki, þá mun ég slökkva á jarðskjálftamælinum áður en flyt til Danmerkur á ný. Þar sem ég get ekki verið með jarðskjálftamælinn þegar fjarskiptin eru svona léleg eins og raunin er.

Ennþá að mestu leiti rólegt á Íslandi

Í dag (10-Mars-2016) varð jarðskjálfti með stærðina 3,2 í Bárðarbungu. Jarðskjálftahrinan var staðsett í öskju Bárðarbungu og varð 3,2 jarðskjálftinn í norð-austur hluta öskjunnar, þar sem oft hafa orðið jarðskjálftar áður.

160310_1525
Jarðskjálftarnir í Bárðarbungu í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Dýpi þeirra jarðskjálfta sem áttu sér stað var minnst 0,1 km og dýpst 8,6 km. Engar breytingar hafa orðið á Bárðarbungu svo að ég viti til í kjölfarið á virkni undanfarinna vikna. Fyrir utan þessa virkni í Bárðarbungu þá er að öðru leiti lítil jarðskjálftavirkni á Íslandi þessa stundina. Vegna slæms veðurs þá er næmni SIL mælakerfis Veðurstofu Íslands minni heldur þegar veður er gott.

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mína vinnu hérna geta gert það með þrem aðferðum. Annað hvort með því að leggja inná mig (sjá Styrkir síðuna), nota Paypal eða með því að versla í gengum mig með Amazon (Bretland). Tengla inná Amazon Þýskaland og Frakkland er að finna undir síðunni Amazon vefverslun. Takk fyrir stuðninginn.

Fjögur eldgos urðu í Bárðarbungu í Ágúst-2014

Áður en það fór að gjósa í Holuhrauni (Bárðarbungu). Þá urðu fjögur eldgos undir jökli. Þrjú af þessu eldgosum áttu sér stað þar sem kvikugangurinn var að brjóta sér leið og það fjórða varð í suðurhluta eða suð-vestur hluta Bárðarbungu (nákvæm staðsetning er ekki gefin upp í fréttinni).

Í frétt Stöðvar 2 kemur það fram hjá Páli jarðeðlisfræðingi, þá er það hans álit að Bárðarbunga sé ekki að gera sig tilbúna fyrir nýtt eldgos. Ég er ósammála þessu mati, í mínu mati þá horfi ég til sögunar til þess að reyna að átta mig á því hvernig þetta gæti þróast í Bárðarbungu og það er mitt mat að líklega sé langt í að eldgosavirkni sé lokið í Bárðarbungu. Þarna á sér einnig stað landrek og það klárast yfir lengri tíma heldur en sex mánaða eldgos.

Frétt Vísir.is og Stöðvar 2

Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu (Vísir.is)

Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu (Vika 09)

Jarðskjálftavirkni heldur áfram í Bárðarbungu þessa vikuna eins og aðrar vikur. Núna er komið meira en ár síðan eldgosinu í Bárðarbungu (Holuhrauni) lauk (tengill hérna). Virknin á myndinni er frá 2-Mars-2016.

160302_2155
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Grænar stjörnur eru jarðskjálftar sem eru stærri en 3,0. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir í Bárðarbungu voru með stærðina 3,1,3,3 og 3,6. Aðrir jarðskjálftar sem áttu sér stað í þessari jarðskjálftahrinu voru minni. Ástæða þessa jarðskjálfta virðist vera veikleiki í jarðskorpunni í norður og norð-vestur hluta öskju Bárðarbungu. Jarðskjálftavirkni í suðurhluta öskju Bárðarbungu virðist vera spennubreyting vegna þessa veikleika sem er að þróast á þessu svæði í Bárðarbungu. Stærð þessa veika svæðis er umtalsverð (ég fann ekki upplýsingar um stærð öskjunnar, engu að síður er askjan stór). Þessi veikleiki sem þarna er kominn fram mun halda áfram að þróast og valda eldgosi, eða kvikan mun finna sér aðra leið til þess að valda eldgosi. Það er mitt álit að kvikan muni líklega finna sér aðra leið til þess að valda eldgosi, frekar en að valda eldgosi í öskju Bárðarbungu. Ég get auðvitað ekki útilokað að eldgos muni eiga sér stað í öskju Bárðarbungu eins og stendur. Staðan núna er ekkert nema bið eftir því hvað gerist næst. Áhugaverður jarðskjálfti átti sér stað í Hamrinum, stærð þessa jarðskjálfta var 0,7 og dýpið var 13 km.

Djúpur jarðskjálfti átti sér einnig stað í Tungnafellsjökli, sá jarðskjálfti hafði stærðina 0,8 en var á 17,9 km dýpi. Mér þykir líklegt að þessi jarðskjálfti hafi stafað af spennubreytingum á þessu dýpi frekar en kvikuhreifingum á þessu dýpi.

Ef að öskugos verður í Bárðarbungu þá er hætta á því að það valdi miklu og langvarandi tjóni á Íslandi (fyrir utan tjón vegna jökulflóða). Síðasta stóra eldgos í Bárðarbungu átti sér stað árið 1477 og öskugosið sem fylgdi því eldgosi huldi 50% af Íslandi af þykku öskulagi. Í öskugosi árið 1771 þá varð þykkt öskulag á norðurlandi og austurlandi. Á milli áranna 1711 og 1729 urðu samtals níu jökulflóð og eru upptökin talin vera Bárðarbunga. Jökuflóð frá öðrum eldstöðvum í Vatnajökli eru ekkert minna hættuleg (Grímsfjall, Hamarinn, Þórðarhyrna, Kverkfjöll). Þykkt öskunnar úr eldgosinu var 100 metrar næst gígaröðinni sem gaus þá (sjá kort í tengli 1).

Heimild 1: Hvaða tjón gæti mögulega hlotist af gosi í Bárðarbungu? (Vísindavefurinn)
Heimild 2: Hvað eru mörg gos þekkt í Bárðarbungu og hefur orðið mikið tjón af þeim? (Vísindavefurinn)