Sterkur jarðskjálfti í Henglinum

Í dag (9 Febrúar 2020) klukkan 07:24 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,7 í Henglinum. Þessi jarðskjálfti fannst á stóru svæði.


Jarðskjálftavirknin í Henglinum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni tengist ekki neinu sem er að gerast við Grindavík þar sem þetta er of austarlega fyrir að virknin þar hafi áhrif.

Jarðskjálftahrina ~338 kílómetra austur af Íslandi

Síðustu 24 klukkutímana hefur líklega verið jarðskjálftahrina rúmlega 338 kílómetra austur af Íslandi. Aðeins tveir jarðskjálftar hafa mælst og voru þeir með stærðina 3,1 og 3,2 en vegna fjarlægðar þá hafa ekki aðrir jarðskjálftar mælst.


Jarðskjálftavirknin sem er austur af Íslandi. Þessi jarðskjálftavirkni er svo langt frá Íslandi að hún er í raun nær Færeyjum en Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég hef afskaplega litla þekkingu hvað er á þessu svæði. Þarna norðar er hinsvegar Ægishryggur (Wikipedia á ensku) sem er kulnað eldgosahryggur og rekbelti. Þessi jarðskjálftavirkni er fyrir utan þann hrygg en ekki mjög langt. Það er mjög líklegt að þessi jarðskjálftavirkni sé innanfleka-jarðskjálftavirkni sem verður einstaka sinnum á svona svæðum, sérstaklega þar sem þetta svæði hefur ekki verið virkt í milljónir ára samkvæmt rannsóknum.

Rólegt í jarðskjálftavirkni á Íslandi þessa dagana

Þessa dagana er lítið að gerast í jarðskjálftavirkni á Íslandi. Engin stórvægileg jarðskjálfti á sér núna á stað á Íslandi. Það hafa orðið á þessum tíma nokkrir jarðskjálftar sem hafa náð stærðinni 3,0 og yfir. Þetta er byggt á sjálfvirkum teljara og er ekki sama tala og yfirfarnar niðurstöður hjá Veðurstofunni gefa upp. Þar verða að jafnaði 300 til 400 jarðskjálftar á viku þessa dagana eða um 1200 jarðskjálftar á mánuði.

161103_1815
Jarðskjálftavirknin á Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að vita hversu lengi þetta rólega tímabil mun vara á Íslandi. Nú þegar er það búið að vara í þrjár vikur og komið að fjórðu vikunni. Það eina sem er hægt að gera er að bíða og sjá hvernig málin þróast og slaka á á meðan það er svona rólegt á Íslandi.

Lítil jarðskjálftavirkni á Íslandi þessa stundina

Þessa stundina, þegar þessi grein er skrifuð er mjög rólegt í jarðskjálftavirkni á Íslandi. Helst að það hafi verið smáskjálftavirkni fyrir norðan og sunnan Ísland en enginn af þeim jarðskjálftahrinum olli jarðskjálftum sem fóru yfir stærðina 3,0. Ég veit ekki hversu lengi þetta rólega tímabil mun vara en það lengsta sem ég man eftir varði í rúmlega fjóra mánuði. Þá var mjög lítil jarðskjálftavirkni á Íslandi þann tíma.

161026_2200
Lítil jarðskjálftavirkni á Íslandi þessa stundina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Á meðan það er rólegt í jarðskjálftum á Íslandi, þá ætla ég að skrifa nokkrar smásögur og birta á smásögu vefsíðu sem ég er með. Þessar sögur eru á ensku og hægt er að lesa þær hérna.

Allt rólegt á Íslandi (þessa stundina)

Þessa stundina er allt rólegt í jarðskjálftum á Íslandi, frá miðnætti hafa eingöngu mælst fimm jarðskjálftar (sjálfvirkt, handvirk yfirferð er með fleiri jarðskjálfta). Ég er ekki viss um að þessir jarðskjálftar hafi farið yfir stæðina 1,0. Það hefur verið mjög rólegt í jarðfræðinni á Íslandi síðustu daga og því hef ég ekki haft neitt til þess að skrifa um, einnig sem að veðrið hefur verið gott (ekki neinn sterkur vindur). Það er ekki hægt að segja til um það hversu lengi það verður svona rólegt á Íslandi, venjulega enda svona róleg tímabil með jarðskjálftahrinu einhverstaðar á Íslandi. Stundum koma stórar jarðskjálftahrinur, stundum koma litlar jarðskjálftahrinur.

Vegna þess hversu rólegt það er þessa stundina, þá hef ég ekki neitt til að skrifa um. Það er hægt að fylgjast með hinum hefðbundu eldfjöllum, eins og Bárðarbungu, Kötlu og síðan jarðskjálftasvæðum fyrir norðan og sunnan Ísland. Hugsanlegt er að einhver jarðskjálftavirkni sé að eiga sér stað djúpt á Reykjanesinu og síðan djúpt norður af Kolbeinsey (sem er norðan við Grímsey).

Allt rólegt á Íslandi þessa stundina

Þessa stundina er allt rólegt í jarðskjálftum og virkni eldfjalla þessa stundina á Íslandi. Þegar það rólegt þá endar það stundum með talsverðum látum einhverstaðar á Íslandi.

160309_1940
Lítið um að vera á Íslandi þessa stundina. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fyrir þá sem vilja dunda sér eitthvað á meðan það er svona rólegt. Þá er hægt að fylgjast með flöskuskeytum Rúv og athuga hvert þau eru að fara.

Flöskuskeyti Rúv (Rúv.is)

Róleg vika 32 á Íslandi

Vika 32 hefur verið róleg í jarðskjálftum á Íslandi. Engar jarðskjálftahrinur hafa orðið og þeir jarðskjálftar sem hafa átt sér stað hafa allir verið undir stærðinni 3,0.

150809_2235
Hefðbundin jarðskjálftavirkni á Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Svona rólegheit eru hefðbundin á Íslandi og geta varað í nokkrar vikur í einu, svona rólegheit vara hinsvegar yfirleitt aldrei lengi á Íslandi. Líklegast er að næstu jarðskjálftahrinur verði á Tjörnesbrotabeltinu, Reykjanesinu og á Reykjaneshrygg. Önnur svæði virðast vera róleg á Íslandi.

Yfirlit yfir jarðskjálftavirkni á Íslandi í viku 23

Í viku 23 hefur ekki verið mikið um jarðskjálftavirkni á Íslandi. Hefðbundin smáskjálftavirkni hefur átt sér stað þessa viku eins og aðrar vikur og ekki hefur mikið gerst. Eitthvað hefur sést af ísskjálftum í Vatnajökli og jarðskjálftavirkni heldur áfram í Bárðarbungu.

150607_1940
Hefðbundin jarðskjálftavirkni á Íslandi þessa stundina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina er jarðskjálftavirkni á Íslandi hefðbundin bakgrunnsvirkni. Þar sem það er alltaf smáskjálftavirkni að eiga sér stað á Íslandi. Það gerist mjög sjaldan sem engin jarðskjálftavirkni á sér stað og er mjög langt á milli slíkra daga. Þessa stundina er ekkert sérstakt í gangi á Íslandi, hvorki í jarðskjálftum eða í virkni eldfjalla.

Vegna vinnu í sumar

Þar sem ég verð að vinna í sumar frá klukkan 08:00 til 16:00 þá mun ég ekki geta fylgist með stöðu mála yfir daginn. Þannig að ef eitthvað gerist þá mun ég fyrst skrifa um það þegar ég kem úr vinnunni.

Rólegt í jarðskjálftavirkni á Íslandi

Um þessar mundir er mjög rólegt í jarðfræði á Íslandi. Þetta sést best á því að ég hef afskaplega lítið til þess að skrifa um hérna þessa dagana. Ég veit ekki hvenær þetta breytist en þetta ástand hefur varað mjög lengi á Íslandi núna

140131_1710
Mjög rólegt á Íslandi núna. Höfundaréttur á þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fyrir nokkrum dögum var jarðskjálftavirkni mjög djúpt á Reykjaneshrygg. Ég fjallaði ekki um þessa jarðskjálftahrinu vegna óvissu um staðsetningu jarðskjálftanna einnig sem að stærð flestra jarðskjálftanna var undir stærðinni 5,0. Jarðskjálftahrinur eiga sér oft stað djúpt á Reykjaneshrygg.

Rólegt í jarðfræðinni á Íslandi um þessar mundir

Það er mjög rólegt á Íslandi um þessar mundir. Mjög fáir jarðskjálftar hafa átt sér stað. Fjöldi jarðskjálfta sem hefur mælst undanfarið hefur verið í kringum 120 jarðskjálftar yfir eina viku (7 daga). Þannig að það lítur út fyrir að nýtt rólegheitatímabil sé hafið á Íslandi.

131218_1630
Allt rólegt á Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki hvað veldur þessu rólegheita tímabili á Íslandi og eru þau því mjög dularfull og verða það líklega alltaf. Ég vona bara að árið 2014 verði ekki eins rólegt og árið 2013 var í jarðfræðinni.