Staðan á virkninni í eldstöðvunum Reykjanes og Krýsuvík klukkan 22:18

Þetta er stutt uppfærsla klukkan 22:18 á stöðunni í jarðskjálftavirkninni í eldstöðvunum Reykjanes og Krýsuvík.

Það hefur aðeins dregið úr jarðskjálftavirkninni síðan uppfærslunni klukkan 14:55. Þegar þetta er skrifað þá eru færri stórir jarðskjálftar að eiga sér stað núna. Sú staða getur breyst án fyrirvara. Það virðast sem að ný svæði séu að verða virk samkvæmt sjálfvirku korti Veðurstofunnar. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að þetta sé tilbúningur í kerfi Veðurstofunnar vegna mikillar jarðskjálftavirkni á svæðinu eða hvort að þetta sé eitthvað sem er að gerast þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálftavirknin frá vestri til austurs á Reykjanesskaga. Það er mikið um rauða punkta og mikið um grænar stjörnur á kortinu sem tákna jarðskjálfta sem eru stærri en Mw3,0 að stærð.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftagraf sem sýnir virkni síðustu 48 klukkutíma á Reykjanesinu. Elstu jarðskjálftanir eru farnir að verða appelsínugilir og texti á myndinni þar sem stendur 5,7 og táknar stærsta jarðskjálfta dagsins
Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga í dag. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina er ekkert sem bendir til þess að kvika sé farin að leita upp á yfirborðið í báðum eldstöðvarkerfum. Það gæti breyst ef það verður breyting á virkninni án viðvörunnar. Vegna þess hversu langt er síðan eldgos varð á þessu svæði þá er erfitt að segja til um það hvað gerist áður en eldgos verður í þessum eldstöðvum. Það eina sem er vitað er jarðskjálftavirkni samkvæmt sögulegum heimilum frá því um fyrir 681 árum síðan og lifðu fram til dagsins í dag. Þar kemur fram að jarðskjálftavirknin jókst mjög hratt áður en eldgos varð og talsvert áður en eldgos verður. Síðasta eldgos í Krýsuvík varð árið 1340.

Næsta grein verður á morgun (25-Febrúar-2021) ef ekkert stórt gerist en þá mun ég skrifa grein eins fljótt og hægt er.

Staðan á eldstöðvunum Reykjanes og Krýsuvík klukkan 14:55

Þetta er uppfærsla klukkna 14:55.

Þetta er um eldstöðvanar Reykjanes og Krýsuvík.

Samkvæmt nýjum myndum frá Landshelgisgæslunni þá er komin fram gufa á svæðum þar sem ekki virðist hafa verið gufuvirkni áður en stóri jarðskjálftinn átti sér stað. Það á eftir að staðfesta að þarna hafi ekki verið gufuvirkni áður en stóri jarðskjálftinn varð í morgun.

Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga. Grænar stjörnur ná frá vestri til austurs og tákna jarðskjálfta sem eru stærri en Mw3,0 og það hafa orðið margir slíkir jarðskjálftar
Jarðskjálftar á Reykjanesskaga í dag. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fréttir af gufustrókunum.

Hvít­ir gufustrók­ar sjást á svæðinu (mbl.is)

Jarðskjálfti með stærðina Mw5,7 í eldstöðinni Reykjanes (staðan klukkan 12:53)

Þetta er stutt grein klukkan 12:53 á Reykjanesskaga í eldstöðinni Reykjanes.

Það er hægt að sjá jarðskjáfltana á vefsíðunni hjá mér hérna. Þessi vefsíða er hýst heima hjá mér og er því á takmarkaðri bandvídd og getur því orðið mjög hæg. Ég hýsi vefsíðuna sjálfur vegna hugbúnaðar krafna sem fylgja þeim hugbúnaði sem ég nota.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw5,7 og fannst yfir allt vestanvert Ísland. Minniháttar tjón hefur verið tilkynnt og þá eru hlutir aðalega að falla úr hillum, veggjum, gluggum og öðrum slíkum stöðum.

Grænar stjörnur ná frá vestanverðu Reykjanesi að Krýsuvík og það er mikil jarðskjálftavirkni þarna.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesinu og er hver græn stjarna jarðskjálfti með stærðina yfir Mw3,0. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesinu graf sem sýnir mjög marga jarðskjáflta sem eru stærri en Mw3,0 sem hafa orðið síðan klukkan 10 í morgun
Jarðskjálftagrafið sem sýnir að jarðskjálftahrinan er mjög þétt og mjög margir jarðskjálftar hafa orðið sem eru stærri en Mw3,0 að stærð þarna. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég mun setja inn nýjar uppfærslur um stöðu mála eftir því sem dagurinn líður. Ástæða þess að ég var mjög seinn er sú að ég var sofandi þegar stærsti jarðskjálftinn átti sér stað og ég vaknaði ekki við stærsta jarðskjálftann.

Jarðskjálftahrina norður af Grindavík

Klukkan 11:23 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 norður af Grindavík í eldstöðinni Reykjanes. Þessi jarðskjálfti fannst en ekki bárust margar tilkynningar um jarðskjálftann til Veðurstofu Íslands. Fjöldi lítilla jarðskjálfta kom í kjölfarið á stærsta jarðskjálftanum en fjöldi lítilla átti sér einnig stað áður en stærsti jarðskjálftinn varð.


Jarðskjálftavirknin norður af Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er hluti af því ferli sem hófst í Janúar 2020 þegar kvika fór að troðast inn í jarðskorpuna á þessu svæði. Vegna þessar jarðskjálftahrinu þá er aukin hætta á stórum jarðskjálfta á þessu svæði. Jarðskjálftavirknin á þessu svæði kemur fram í bylgjum og á milli er róglegt á svæði. Undanfarið hefur verið rólegt í eldstöðinni Reykjanes en líklega er núna að hefjast nýtt tímabil mikillar jarðskjálftavirkni á þessu svæði í eldstöðinni Reykjanes.

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mig geta gert það með því að nota PayPal takkann hérna við hliðina. Það er einnig hægt að styrkja mína vinnu með því að leggja inná mig með þessum banka upplýsingum. Styrkir hjálpa mér að reka sjálfan mig og þennan vef hérna. Ég er öryrki og fæ ekki miklar tekjur af örorkubótum eins og fleiri á Íslandi. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Kennitala: 1607804369
Banki: 0159-26-010014

Hrina af litlum jarðskjálftum í eldstöðinni Reykjanes

Í dag (11-Nóvember-2020) varð jarðskjálftahrina af litlum jarðskjálftum í eldstöðinni Reykjanes. Þarna urðu bara litlir jarðskjálftar og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw1,7. Þegar þessi grein er skrifuð hafa komið fram 76 jarðskjálftar á Reykjanesskaga.


Jarðskjálftahrinan í eldstöðinni Reykjanes. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki mikil breyting á GPS mælingum á svæðinu fyrir utan breytingu sem bendir til þess að þensla sé hafin í eldstöðinni Krýsuvík. Hægt er að skoða GPS gögnin á vefsíðu Háskóla Íslands, GPS mælingar Reykjanes.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mína vinnu við þessa vefsíðu með því að nota PayPal takkann hérna á vefsíðunni. Ég er mjög blankur í Nóvember en ég vonast til þess að þetta fari að breytast á hjá mér á næsta ári en það veltur á hlutum sem ég hef enga stjórn á. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Mikil þensla mælist í eldstöðinni Reykjanes eftir Mw5,6 jarðskjálftann

Jarðskjálftinn sem varð þann 20-Október-2020 olli því að það hófst kröftug þensla í eldstöðinni Reykjanes í kjölfarið samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Þenslan er í dag í kringum 50mm þar sem mest er og sést vel á GPS mælingum (GPS time series for Reykjanes).


Þenslan í eldstöðinni Reykjanes. Ég þurfti að minnka myndina vegna krafna frá WordPress kerfinu. Hægt er að sjá myndina í fullri stærð hérna á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Rauður er þensla og blá svæði eru svæði sem eru lægra í mælingunni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þenslan sést mjög vel á GPS stöðvum sem eru næst þessu svæði. Þarna er fjallið Keilir sem myndaðist í eldgosi einhverntímann á síðustu ísöld. Þessi þensla útskýrir einnig þá jarðskjálftavirkni sem er á þessu svæði og ég skrifaði um í fyrri grein.


Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga og í eldstöðinni Reykjanes. Vegna slæms veðurs þá mælast minni jarðskjálftar verr þessa dagana. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þessi grein er skrifuð þá reikna ég með að það muni verða frekari jarðskjálftar á þessu svæði auk þess sem meiri þensla mun koma fram í eldstöðinni Reykjanes. Það er ekki hægt að segja til um það núna hvenær eldgos yrði í eldstöðinni Reykjanes.

Frétt Veðurstofu Íslands á ensku

Significant ground deformation detected associated with recent earthquakes (en.vedur.is)

Jarðskjálftavirkni á misgengi með stefnuna vestur – austur á Reykjanesskaga í eldstöðinni Reykjanes

Í dag (24-Október-2020) þá tók ég eftir því að jarðskjálftar hafa verið að raða sér upp á það sem virðist vera misgengi sem er með stefnuna vestur til austur á Reykjanesskaga og þessi jarðskjálftahrina hefur verið í gangi síðan í gær (23-Október-2020). Þetta misgengi er í eldstöðinni Reykjanes virðist vera. Þessir jarðskjálftar eru litlir og koma aðeins inn eftir að Veðurstofan hefur farið handvirkt yfir mælingar af þessum jarðskjálftum. Þessir jarðskjálftar koma ekki inn sjálfvirkt virðist vera. Lengd þessa misgengist virðist vera 20 til 30 km löng, það er hinsvegar erfitt að segja nákvæmlega til um lengd þessa misgengi þegar þessi grein er skrifuð.


Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þarna eru fleiri misgengi sem eru virk. Eitt eða tvö af þessum misgengum eru að mestu í norður-suður átt og eitt misgengið er suðvestur til norðaustur átt. Það er einnig jarðskjálftar í Krýsuvík en þar virðast ekki hafa komið fram misgengi eins og í eldstöðinni Reykjanesi þegar þessi grein er skrifuð. Þetta mat hjá mér virðist vera stutt af GPS gögnum frá Háskóla Íslands, þessi GPS gögn er hægt að skoða hérna (GPS time series for Reykjanes). Það er ekki eða mjög erfitt að vita hvað gerist næst í þessu. Það er stormur að ganga yfir Ísland núna og það kemur í veg fyrir að litlir jarðskjálftar mælist á þessu svæði. Veðurspáin fyrir næstu viku lofar ekki góðu (grein skrifuð Laugardaginn 24-Október-2020).

Það er staðreynd að ekki öll eldgos krefjast þess að það verði stór og kröftug jarðskjálftahrina áður en það fer að gjósa. Ég veit ekki hvort að þetta á við eldstöðina Reykjanes.

Sterk brennisteinslykt frá Grænavatni og aukin jarðhitavirkni í hverum í Krýsuvík

Þetta er stutt uppfærsla

Samkvæmt fréttum frá því í gær (22-Október-2020) á Stöð 2 þá er sterk brennisteinslykt að koma frá Grænavatni. Það hefur einnig orðið vart við aukin jarðhita í hverum í Krýsuvík. Sú breyting gæti reyndar bara verið vegna breytinga á leiðum sem vatn fer vegna jarðskjálftans sem varð 20-Október-2020. Nýjar sprungur hafa einnig myndast og valdið litlum skriðum við ströndina. Þær sprungur sem hafa myndast á yfirborðinu á Reykjanesinu eru hættulegar og fólk ætti ekki að fara nærri ströndinni á þessu svæði núna. Það kemur orðið nýr jarðskjálfti hvenær sem er án nokkurar viðvörunnar.

Sjálfvirk GPS gögn benda til þess að mikil þensla sé hafin í eldstöðinni Krýsuvík. Miklu frekar en að þetta sé færsla á GPS stöðinni vegna jarðskjálftans og þá er ég að miða við aðrar GPS stöðvar sem eru þarna í nágrenninu.

Fréttir af þessu

Brún Krýsuvíkurbjargs sprungin og varasöm eftir jarðskjálftana (Stöð 2, Vísir.is)

Dregur hægt og rólega úr jarðskjálftavirkninni eftir Mw5,6 jarðskjálftann í gær (20-Október-2020)

Síðan jarðskjálftinn varð í gær (20-Október-2020) er farið að draga hægt og rólega úr jarðskjálftavirkninni á Reykjanesskaga í eldstöðvunum Reykjanes og Krýsuvík eftir Mw5,6 jarðskjálftann sem varð í gær. Þegar þessi grein er skrifuð þá hafa orðið 30 jarðskjálftar sem eru stærri en Mw3,0 á þessu svæði og hafa einhverjir af þessum jarðskjálftum fundist í byggð.


Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga í dag aðeins meira en sólarhring eftir Mw5,6 jarðskjálftann. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þessi grein er skrifuð þá er tala mældra jarðskjálfta farin að nálgast 2000 jarðskjálfta. Það er hætta á stærri jarðskjálftum bæði vestan og austan við staðsetningu Mw5,6 jarðskjálftans sem varð í gær. Stærstu mögulegu jarðskjálftar á þessu svæði geta náð stærðinni Mw6,5 til Mw6,7 eftir því hvar þeir verða en sterkustu jarðskjálftarnir verða austan við jarðskjálftan sem varð í gær í eldstöðinni Brennisteinsfjöllum.

Samkvæmt fréttum þá er búið að tilkynna um fyrstu meiðslin vegna jarðskjálftans í gær einnig sem að útsýnispallur eyðilagðist í jarðskjálftanum í gær á svæði sem var mjög nálægt upptökum jarðskjálftans.

Rotaðist þegar jörðin kippt­ist und­an (mbl.is)

Ég mun setja inn uppfærslur eins hratt og mögulegt er ef eitthvað gerist. Þegar þessi grein er skrifuð þá eru ekki nein merki um það að eldgos sé að fara að hefjast eða að eldgos hafi átt sér stað á þessu svæði.

Tilkynnt um gaslykt nærri Grænavatni samkvæmt Veðurstofu Íslands eftir jarðskjálftann í gær (20-Október-2020)

Samkvæmt frétt frá Veðurstofu Íslands klukkan 22:20 þá hefur orðið vart við aukna gaslykt í nágrenni við Grænavatn eftir jarðskjálftann í gær (20-Október-2020). Þessi gaslykt bendir til þess að kvika sé hugsanlega á ferðinni í jarðskorpunni en það er erfitt að vera fullkomlega viss um það. Þetta væri mjög líklega í eldstöðinni Reykjanes.


Grænavatn. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Google Earth / Google.


Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga klukkan 00:00 þann 21-Október-2020. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þessi grein er skrifuð hefur ekki orðið nein breyting á óróa á nálægum SIL stöðvum. Ef að kvika fer af stað þá er hugsanlegt að slíkt gerist án mikillar viðvörunar en það er erfitt að vera viss um slíkt þegar þessi grein er skrifuð.